Morgunblaðið - 04.12.1960, Qupperneq 10
10
MORaiJNPT.AÐlÐ
Sunnudagur 4. des. 1960
.i >i'
SKY YfjS
HELLU8*
TVÆH SKÁLDSÖoUH, eftir vinsæla höfunda
SKÝ YFIR HELLUBÆ eftir Margit Söderholm og MILLI TVEGGJA ELDA eftir
Theresa Charles.
Ský yfir Hellubæ er einhver skemmtilegasta skáldsaga Margit Söderholm, og án
efa sú af bókum hennar, sem mest spenna er í. Lesandinn fylgir söguhetjunni
í baráttu hennar við ókunnar hættur, þar til lausnin er fundin og ástin og ham-
ingjan ráða aftur ríkjum á hinum gamla herragarði.
Milli Tveggja elda eftir Thersea Charles, höfund metsölubókanna Falinn eldur
og Sárt er að unna, er ekki síður skemmtileg en hinar fyrri bækur höfundarins.
Philip var eiginmaður Amóru, en hún þekkti hann ekki . . . Hvert var hið undar-
iega afl, sem í senn dró þau hvort að öðru og hratt þeim frá hvoru öðru? Elskaði
hún bróður eiginmanns síns, eða var það eiginmaðurinn, sem hún elskaði Hún
'v■-*” ,'om milli tveggja elda. Þetta er töfrandi saga um ástir, hatur og brennandi
astriour.
SKUGGSJÁ
SKIPIÐ SEKKUR eftir Alvin Moscow.
Þetta er saga voveiflegasta skiptapa síðari ára, frásögn af
ásiglingu Stockholm og Andrea Doria. Bókin lýsir aðdrag-
anda ásiglingarinnar, viðbrögðum ' skipverja og farþega,
björgun manna af Andrea Doria og hinu harðsótta flókna
máli, sem spannst út af slysinu.
Skipið sekkur er æsispennandi bók, saga mannlegra mis-
taka og fádæma hetjulundar. Þetta er bók, sem sjómenn
munu lesa með athygli og deila um.
FRÁ THULE TIL RÍÓ eftir Peter Fruechen.
1 þessari bók koma fram ýmsir gamiir kunningjar af norður
slóðum, svo sem Knútur Rasmussen, Cleveland verzlunar-
stjóri og Grænlendingar frá Thule. En ekki er síður litrík
frásögnin, þegar höfundur er kominn suður í hitabeltis-
löndin. Freuchen segir frá fylkisstjóranum, sem skaut hóp
þingmanna með eigin hendi, þegar hann gat ekki náð kosn-
ingu með öðru móti, róstum á hnefaleikakeppni, eymdar-
lífi skæjanna í Panama, Þvottabóli indíánakerlinga sem
minnti hann á þvottalaugarnar í Reykjavik o. fl. o. fl.
Þetta er skemmtileg bók, full af hjartahlýju, hispursleysið
samt við sig og skopskyggni hans sívakandi.
ULU — HEILLANDI HEIMUR eftir Jörgen Bitsch
Jörgen Bitsch segir frá frumsógariör um fijótaleiðir Borneó
— dvöl hjá dvergþjóð, sem alræmd er fyrir eiturörvar
sínar — straumþungum skerjóttum fljótum, með krókódíla-
torfum og moskítóusæg — feriegum hausaveiðurum og
yndisfögrum skógardísum.
Hver getur annað en heillast af hinni 19 ára galdranorn
Tamapayu, eða stauraborginni Kampong Ayer, sem kölluð
er ,,Feneyjar Borneó", eða paradís einfaldleikans í sam-
félagi dverganna í Ulu, eða, eða, eða . . . ? Það er enda-
laust hægt að halda áfram.
Ulu — Heillandi heimur er töfrandi fögur og skemmtileg
bók, með fjölda litmynda, sem allar eru úrvalsmyndir, bæði
hvað snertir myndatöku og prentun. Þetta er hiklaust ein
fegursta ferðabók, sem komið hefur út hériendis.
í VESTURVÍKING ævisaga Jóns OtH«sonar skipstjóra,
skráð af Guðm. G. Hagaon.
Þetta er ein fjölbreyttasta og sérstæðasta ævisaga sem
Hagalín hefur skráð. 19 ára gamall fór Jón Oddsson á
enska togara, félaus og mállaus, en ekki leið á löngu áður
en hann var orðinn frækin afíakló og farsæll skipstjóri.
Snemma gerðist Jón útgerðarmaður og foringi um nýmæli
í smíði skipa. Hann segir látlaust en skemmtilega frá hrika-
legum vetrarstormum og hafróti við íslandsstrendur og í
Hvítahafinu og mörgum mun forvitni á að lesa um frá-
sögn hans af stórbúskap hans á eynni Mön, en þar bjó hann
stórbúi um 12 ára skeið. Þá mun mönnum ekki síður for-
vitni á að lesa um fangavist hans, en hann var stríðsfangi
Stóra-Bretlands í 3 ár og rennir menn þar grun í hver öfl
standa bak við brezka landhelgisbrjóta við íslandsstrendur.
í VESTURVÍKING er skemmtileg bók og mikillar gerðar
og mun flestum reynast ærið eftirminnileg.
SKUGGSJÁ
Þessi gullfallegu borðstofuhúsgögn getum við nú
afgreitt með stuttum fyrirvara.
Framleitt úr teak og reyktri eik.
Skrifborðin með áföstu bókahillunni, komin aftur.
Framleitt úr mahogny og teak.
Svefnherbergissett komin aftur.
Framleiðandi: Almenna húsgagnavinnustofan
Vatnsstíg 3.
STÓLLINN H.F.
Laugavegi 66 og (útibú) Akranesi
Sígild og fögur bók
Myndir: Helga Fietz
Texti: Dr. Broddi Jóhannesson
Tilvalin til jólagjafa handa vinum yðar hérlendis
og erlendis.
Bókin fæst á íslenzku, ensku og þýzku.
í VESTUR
VÍKING