Morgunblaðið - 04.12.1960, Side 6
6
MORnr\RT4f>lÐ
Sunnudagur 4. des. 1960
Evrópa missir
Golfstrauminn
VÍSINDAMENN heimsins hafa
um þessar mundir margvísleg
viðfangsefni á sinni könnu. Með
an sumir beina athyglinni út í
geiminn, hafa aðrir á prjónun-
um ráðagerðir um að gerbylta lífi
þeirra sem á jörðinni búa — með
því að breyta loftslaginu. Fransk
ur blaðamaður, sem leitað hefur
til franskra vísindamanna og
rannsakað nýjustu skýrslur frá
Rússlandi • o.g Bandaríkjunum,
skiifaði nýlega grein þá um
þetta efni, sem hér fer á eftir
stytt og endursögð:
Alltaf að hlýna.
Loftslagið er að hlýna, og alltaf
í ríkara mæli. Á 80 árum hefur
meðalhitinn í París aukist úr
10,2 gráðum upp í 11,3. Um alda
mót'n fraus Hudsonfljót í New
York á hverju ári, en sl. 31 ár
hefur enginn ís sézt þar, í Kan-
ada er nú ræktað korn 500 km.
norðar en áður, á Norðurlöndum
er kominn gróður, þar sem jök-
ull var fyrir 1914 og jöklamir í
Evrópu hörfa til baka um 27 m
á ári. Hafið hlýnar jafnframt að
sama skapi. E.t.v. er þetta mest
áberandi við Síberíu. Golfstraum
urinn, sem fer norðan við Noreg
og áfram yfir Barentshaf að
eyjaklassanum Nýja-Zemlja,
hverfur síðan í Karahaf. Á Bar
entshafi, sem nær frá Spitzberg
en að Kolaeyjum, hefur ísinn
færzt um 120 km til norðurs
síðan 1929, og síðan 1945 er suð
urhluti Karahafs íslaus fram í
september.
Þar fyrir austan tengir Tajmir
skagi Síberíu'beinlínis við heims
skautaísinn með Norðurlandseyj
arnar eða Severanaya Zemlja
sem tengilið. Þar eru hinar ein
kennilegu Krystaleyjar, sem eru
ekkert annað en ísjakar, margra
milljóna ára gamlir, svo að með
tímanum hefur hlaðist á þá jarð
vegur og myndast gróður. Þama
hafast við dýr og veiðimenn, þ.
e.as. höfðust við, því Krystals-
eyjar eru að bráðna, Vassiliew-
sky-eyja er horfin og Semenow-
sky-eyja, sem var 15 ferm. í
þvermál árið 1823, er nú aðeins
1 ferm.
Vatnsborðiff haekkar.
Hvernig stendur nú á þessari
hlýju? Það veit enginn nákvæm
lega. Ýmsar kenningar hafa kom
ið fram um þetta, allt frá því
að kenna aukningu karbon-gass
í andrúmsloftinu og til hinnar
vinsælu kenningar um að öll
þessi breyting stfi frá kjarnorku
sprengjuverksmiðjunum. I raun-
inni verður maður að láta sér
nægja að líta á þetta sem lið í
framsókn og undanhaldi jökl-
anna á jörðinni. Þar koma sögu-
legar staðreyndir rannsakendum
veðurfarsins til hjálpar. Árið
1797 fann kósakki nokkur að
nafni Liakhov hræ af mamúth-
dýri norðan við 72. breiddar-
gráðu. Kjötið kom svo nýtt upp
úr ísnum, að hundarnir hans
rifu það í sig, en þó var dýrið
nokkurra hundruð milljóna ára
gamalt. Þar sem varla er hægt
að ætla að dýrið hafi haldið þang
að norðureftir í skemmtiferð, þá
hlýtur maður að gera ráð fyrir
að þessi dýr hafi lifað í Síberíu,
sem hafi verið gróðri vaxin. Af
þessu er komin kenningin um ís
öld, sem hafi verið á jörðinni fyr
ir 10 þús. árum, en síðan hafi
verið að hlýna — og það hætti
ekki fyrr en hitinn sé kominn í
hámark.
Það er því ekkert óeðlilegt við
það þó ísinn bráðni, en það er
ekki sérlega skemmtileg tilhugs
un, því við það hækkar vatns-
borðið um 2 mm á ári. Á ísöld
var sjávarmál 100 m neðar en
það er nú og ekkert er líklegra
en að frá 1960 og fram að þeim
tíma sem aftur fer að kólna —
þá hækki vatnsborðið ennþá um
20—30 metra. Þetta vandamál fá
þeir að giíma við sem uppi verða
árið 7000. Það er að segja ef ekki
verður áður fundið ráð til að
hafa algera stjórn á veðurfarinu.
Fyrirbrigði lofthjúpsins séff
ui.au frá.
Það verður ekki annað sagt en
að maðurinn sé í þeim efnum á
veg kominn. Hann getur þegar
leikið alls kyns listir, frá því
að búa til allra raunverulegustu
eldingar í rannsóknarstofum og
ef stíf Sa er sett í Beringsund
upp í það að framleiða rigningu
Bandaríkjamenn stigu stórt skref
fram á við á þessu sviði, er þeir
sendu gerfihnött sinn Tiros á
braut kringum jörðina 14 apríl
s.l. Þar fengu þeir vitneskju um
spíralmyndanir stórra skvja og
gátu séð hvernig stór hvirfil
vindur varð tíl, auk þess sem
hnötturinn færði þeim 4000
myndir, sem sýndu manninum
í fyrsta skipti jörð sína eins og
hún lítur út utan úr himingeimn
um. Ekki verður sagt að hún
sýnist sérlega stór eða merki-
leg. En hvað um það, myndirn
ar frá Tirosi gera nú í fyrsta
skipti fært að gefa alheimsmynd
af fyrirbrigðum lofthjúpsins.
Pvað það snertir að breyta lofts
laginu, þá hafa Rússar á prjón-
unum miklar áætlanir þar að
lútandi. Þær áætlanir sem hér
fara á eftir eru ýmist tilbúnar
eða vel á veg komnar.
47% af yfirborði Sovétrikj-
anna hefur hitastig’ neðan við 10
allt árið og á 75% af landsvæði
þeirra fer kuldinn í janúar nið-
ur fyrir 40 gráður. Þetta heldur
vöku fyrir veðursérfræðingum
þeirra. Því þó landið nái yfir 8
millj ferkílómetra og því ekki
skortur á landrými, þá þykir
þeim afleitt að svo mikill hluti
skuli vera til einskis nýtur. Þess
vegna hafa þeir ákveðið að losa
Síberíu og Norður-Rússland úr
frostfjötrunum. Þrjár áætlanir
koma til greina og höfundur
allra er rússneski verkfræðingur
inn Piotre Borissov, en aðstoðar
maður hans er Alexandre Mark
ine.
Stýfla á Beringsund.
Eyjan Sakalín er í Okotskhafi
við vesturströnd Asíu. Milli
hennar og lands er sund og þar
á nú að setja 10 km langa loku,
til að koma í veg fyrir að straum-
urinn norðan frá Kamchatka fari
suðum j mdið. Þessi kaldi straum
ur hefur hingað til kælt Síberíu
strandlengjuna allt suður til
Vladivostok, svo að þó borgin
sé á sömu breiddargráðu og
Madrid og Róm og þar því til-
tölulega hlýtt samanborið við
aðra staði í Síberíu, þá er höfnin
samt lokuð af ís 6 mánuði á ári.
Þegar Tatariustíflan svokallaða
er komin, þá á Vladivostok og
öll strandlengja Síberíu sunnan
við stýfluna, í fyrsta sinn að fá
hitastig sem eðlilegt má teljast
miðað við breiddargráðuna.
En Tataristíflan er aðeins byrj
unin á viðfangsefni Borissovs og
Markhines. Næsti áíangi er að
loka Beringsundi, eða byggja
stíflu yfir sundið, sem skilur
rússneskt landsvæði frá banda-
rísku. Að visu er hvorki fengið
fé til framkvæmdanna né leyfi
bandarískra yfirvalda, sem stífl
an verður að ná til. Draumur
rússnesku vísindamannanr.a er
sem sagt að byggja stíflu yfir
þetta 54 m djúpa og 74 km langa
sund, en áætlaður kostnaður er
eitth^pð um 70 millj. rúblna, og
koma þarna fyrir kjarnorku-
knúnum dælum. Síðan mætti
dæla 300 kúbikkílómetrum af
hlýjum Kyrrahafssjó daglega yf
ir í heimsskautssjóinn og fá þang
að hlýjan hafstraum. Um 300—
400 km norðar mundi straumur
inn skiptast, önnur greini fara
vestur með Síberíu, en hin fylgja
strönd Bandaríkjanna að Baffins
flóa. Þessi hlýi straumur mundi
ekki nægja til að bræða borgar-
ísinn, en mundi þó flytja hann
norðar á undan sér. Eftir að hann
væri kominn mundu fljótin, sem
renna í norður og nú eru frosin
allt árið, losna úr klakaböndun-
um og jafn auðvelt yrði að fara
með skipi norðurleiðina frú Múr
mansk fcil Montreal, eins og nú
er að fara Norðurheimsskauts-
leiðina svoköhuðu með flugvél.
Um leið og hlýi straumurinn frá
Beringsundi bræddi isinn með
ströndinni, þá mundi hann einn
ig hlýja landið upp af strönd-
inni, bæði í Síberíu og Ameríku,
svo að þar rynni upp nýr og
betri tími, alveg eins og í Vladi-
vostok.
Hlýjan tekin ?f áhrifasvæffi
Golfstraumsins.
En því miður fyrir Markine
prófessor boðar ekki ráðagerð
hans eintóma sælu. Það getur
verið dálítið hættulegt að fara
að rjátla við skipan hafstraum-
anna á hnettinum. Hver minnsta
breyting á skipan þeirra getur
ruglaii öllu kerfinu. Hlýjan sem
Beringstraumurinn flytti norður
eftir, yrði í margföldum mæli
tekin frá áhrifasvæði Golf-
straumsins. Um leið og Síbería
yrði að aldingatði, þá yrðu Vest
ur-Evrópa og Bandaríkin litt
eftirsóknarverð ný Síbería.
Golfstraumurinn frá Mexico-
flóa sveigir við Hatterashöfða í
Norður Karolínu, vegna þess að
hann rekst þar á kaldan straum,
sem kemur frá Labrador (en
hann skýrir hina köldu vetur á
austurströnd Bandaríkjanna).
Golfstraumurinn beygir þá frá
Bandaríkjaströnd og tekur stefn
una á Evrópu. En eftir að hlýi
straumurinn gegnum Beringsund
er kominn norður fyrir, þá verð
ur enginn kaldur straumur frá
Labrador til að mæta Golf-
straumnum. Hann mundi því
bara halda áfram norður með
Ameríkuströndum og Evrópubú
ar gætu ekkert gert nema grátið
hann. Það mættu Bandaríkja-
menn lika gera, því gagnstætt
því sem virðast mætti, í fljótu
bragði flytur Golfstraumurinn
þeim ekki eintóma blessun.
Hann mundi auka hitamismun-
inn þar með því að færa nær
meginlandinu uppgufunina og
auka vestanvindinn, sem í Banda
ríkjunum er þurr og kaldur. Þá
mætti búast við túndrum í New
York eins og nú eru í Omsk,
Tomsk eða Irkoutsk.
Ef peningafýkin Zar hefði
ekki selt Bandaríkjamönnum A1
aska hér á árunum, þá væri Ber
ingsundstíflan kannski þegar á
veg komin. En til allrar hamingju
fyrir Ameríku og Evrópu, og því
miður fyrir Sovétríkin, þá verð
ur þessi áætlun að liggja enn um
skeið a.m.k. í skúffu visinda-
manna í Rússlandi, nema þeir fái
leyfi til framkvæmdanna frá
Washington.
Ánum snúiff í suffur.
Og þá kemur þriðja áætlunin
til greina. Tvö geysistór fljót, Ob
og Ienisei koma einhvers staðar
úr Mongólíu og renna norður
Síberíu. Þau hugsar Borissov sér
að nota til að mynda gervistöðu
vatn austan við Úralfjöllin, 400
þús. ferkm. að stærð. Síberíu-
vindarnir mundu þá blása yfir
þetta vatn og flytja inn yfir
Sovét-Asiu rakt loft og temprað
loftslag. Það er að segja ef þetta
yrði ekki gert ennþá hagkvæm-
IVSiklar áætl-
anir um breyt-
ingar á straum-
um og veðri
ara með því að hita gervivatnið
með kjarnorku og fá svo mikla
uppgufun að auðnir Síberíu yrðu
sem aldingarður. Stíflu þyrfti
þá að setja á Ob þar sem hún fer
yfir 62. breiddargráðuna. Nokk-
ur hundruð km langur skurður
tengdi svo Ob við Ienisei, sem
rynni beint í tilbúna vatnið. En
þá þarf að finna afrennsli fyrir
gervivatnið, þegar það er of fullt
og til þess þarf nýtt skurðkerfi,
sem leiðir afrennslið suðvestur
i Aralvatn, sem nú er sölt mýrar
tjörn, en mundi með auknu vatns
magni líka hjálpa til við að bæta
loftslagið í Síberíu. Og til að full
komna hringrásina og bæta einn
ig loftslagið í Rússlandi sjálfu
eru á prjónunum áætlanir um að
veita fljótum, sem enn renna
norður í Barentshaf yfir í Volgu,
sem tvöfaldaðist við það að vatns
magni og skilað vatninu í Kaspía
haf og þaðan yrði það leitt með
skurðum í Aralvatnið. Og þá er
ekki annað eftir en að sprengja
með kjarnorkukrafti skarð í Úr
l Rússar hafa miklar áætlanir J
s um aff hita Síberíu meff stíflu i
• viff Sakalín, annari á Bering- £
S sund, sem hlýjum sjó yrffi s
) dælt norffur fyrir og breyt- )
\ ingu á árrennsli í Rússlandi i
i og Síberiu. En um Ieiff og far !
i iff er að hrófia viff veffri og J
S straumum kemur þaff niður S
■ annars staffar. Þessar ráffa- •
S gerffir mundu taka tempraða s
■ ioftslagiff frá Japan og Vestur ■
^ löndum. ;
alfjöllin til að gefa vindum frá
b'.ðum þessum mannvirkjum
greiða leið. Þetta er ekki eintóm
ur hugarburður. Fréttir berast
um að þegar sé hafin vinna við
fljótin Pechora, Vychegda og
Sikhana, að skipun Krúsjeffs.
En hið ágæta veðurfar Vestur-
landa er að nokkru leyti tengt
veðurfari Mið-Asíu. Þaðan koma
aö vísu hinir köldu austlægu
vindar yfir Evrópulöndin, en það
an kemur um leið mikið af þurru
lofti, sem rekur á undan sér
skýjaflókana utan af Atlantshafi.
Ef Síbería fengi temprað loftslag,
tapaðist þessi aðkomuvindur og
meginlandið mundi fá tíða rign-
ingu og þokur eins og nú Bret-
land, en í Bretlandi mundi aft.
ur ltólna . . .
Tempraff loftslag um allan
hnöttinn.
Ef ekki verður þá tekið það
ráð til að fá temprað loftslag á
allan hnöttin, að mynda utan um
jörðina 500 þús. m þykka gjörð
í þúsund m hæð, gerða úr ógagn
sæjum kaliumkornum. Þessi grúi
smákorna gæti þá endurkastað
eins og spegill til jarðarinnar
þessum 1300 millj. kilóvatta, sem
hún missir út í bláinn. Þá feng-
ist temprað loftslag um alla jörð
ina. Kornið mundi ná þroska á
80 dögum í stað 130, það yrði
enginn vetur og ekkert sumar.
Maðurinn þyrfti bara að venja
sig við þessa breytingu. Þeir sem
búa í námunda við heimsskautin
mundu vafalaust fljótt venjast
sex mánaða löngu dögunum. Hin
ir mundu vafalaust gleðjást við
eilífa birtu.
Þetta er í rauninni spurning
um framleiðslugetu. Og þegar
það mál er leyst, þá geta þessar
margumtöluðu verur úti í geimn
um sem e.t.v. virða fyrir sér
jörðina, orðið vitni að skrýtinni
sjón: Hnötturinn jörð yrði eins
og tvíburbróðir Saturnusar.
Fyrir suma verður það kannski
engin nýjung. E.t.v. hefur Saturn
usar verið búinn til af horfnu
menningarríki og ber síðustu leif
ar þess. Það er ekki gott að segja
hvað getur gerzt.
a /1