Morgunblaðið - 04.12.1960, Page 9
8
MORCVTSBL AÐIÐ
Sunnudagur 4. des. 1960
Sunnudagur 4. des. 1960
MORCVJSBLAÐIÐ
9
Kongó- John sagði ófagrar sögur af sveit um Liberiumanna í herliði SÞ 1 Kongó
Hann barðist í Kasai
LÍEERÍUMENNIRNIR í herli&i SÞ í Kongó svífast
einskis. Þeir hlógu, þegar þeir felldu 95 herskáa
Kongómenn með boga og örvar. Líberíumennirnir
tróðu 100 föngum inn í járnbrautarvagna og helm-
ingur þeirra hafði látizt, þegar þeim var loks hleypt
út. Það, sem verra var: Líberíumennirnir voru
Jireyknir af framgöngu sinni. Þannig fórust Kongó-
John orð, er hann kom heim til Bretlands í viku-
lokin eftir mikla ævintýradvöl í Kongó.
Kongó-John, eða John Ro- Að lokum lenti Kongó-
berts, eins og hann heitir John í höndum Líberíu-
réttu nafni, hefur verið einn
mest umræddi maður á Bret
landseyjum síðustu dagana.
Hann er einn hinna fáu
Breta, sem tekið hafa þátt í
bardögum í Kongó. Hann
barðist með innfæddum
Kasai-mönnum, lenti í fanga
búðum SÞ, en var svo látinn
laus. Kongó-John beið ekki
boðanna en flýtti sér heim.
* ♦ *
Brezku blöðin birtu við-
töl við hann á forsíðu við
heimkomuna. John hafði far
ið til S-Afríku í ævintýra-
leit. Hann fann engin ævin-
týri og þess vegna ákvað
hann að fara að mestu fót-
gangandi frá Höfðaborg til
Norður-Noregs. Eina .farar-
tækið, sem hann ætlaði að
nota, var lítill húðkeipur.
í Kongó varð hann fyrir
slysi. Vatnahestur beit húð-
keipinn í tvennt.
* * *
„Ég hafði enga peninga til
að komast leiðar minnar út
úr öngþveitinu í Kongó. Það
var ekki árennilegt að ganga
þvert yfir landið. En mér
geðjaðist illa að Lumumba.
Þess vegna gekk ég í lið and-
stæðinga hans í Kasai-hér-
aði“.
Ég var gerður að yfirfor-
ingja 120 manna liðssveitar.
Við höfðum nýtízkuleg
belgísk vopn. Enginn tími
til æfinga — og mennirnir
voru ekki allt of vanir þess-
um vopnum. En við börð-
umst, börðumst látlaust í
fjóra sólarhringa við sveitir
Lumumba. Þær voru þá
komnar 100 mílur inn í
Kasai-héraðið. Brenndu bæi,
misþyrmdu og svívirtu kon-
ur — og drápu börn í hrönn-
um. Ég var stoltur við hlið
Kasai-manna. Fjandmenn-
irnir voru sannkölluð dýr.
manna, sem eru hluti af
styrk SÞ í Kongó.
„Meðan ég var í fangels-
inu var ég barinn og mér
misþyrmt á annan hátt. Ég
var ekki borinn neinum sér
stökum sökum. Líberíumenn
irnir vissu ekki frekar en ég
fyrir hvað ég var handtek-
inn. En þeir vörpuðu mér
engu að síður í fangelsi í
nafni SÞ. Hann hafði ýmis-
legt fleira að segja um þessa
liðsmenn SÞ. Hann var ekki
allt of hrifinn".
Loks, í byrjun síðustu
viku, var hann látinn laus
og skipað að fara úr landi.
Faðir hans í Nottinghams-
hire fagnaði honum vel og
sagði: Ég er hreykinn af
stráknum. Hann er ekki
nema 23 ára. Það er gaman
að sjá, að ungir menn búa
enn yfir sannri ævintýra-
þrá“.
NEÐANJARÐARBRAUTIR
verða á næstunni gerðar í
Kaupmannahöfn. Þetta mál
hefur lengi verið í undir-
búningi, því umferð hefur
vaxið mjög ört á götum
borgarinnar og þykir brýn
nauðsyn að grafa göng fyrir
járnbrautir undir borgina til
þess að létta á umferðar-
þunganum. Fyrsta skrefið í
þessa átt var stigið í vik-
unni, er borgin keypti
Odeon-kvikmyndahúsið við
Fællevej fyrir 1,2 milljónir
króna. Var í ráði að endur-
öyggja húsið, en borgar-
stjórninn tók þá lóðina eign-
arnámi og greiddi eigandan
um fyrrgreinda upphæð.
Þarna verður miðstöð neð-
anjarðarbrautanna.
„Castro
ekki svefnfriö
u
ANDSPYRNAN gegn
Castró á Kúbu fór mjög
vaxandi í vikunni sem
leið. Það er ekki langt
síðan hann viðurkenndi
opinberlega, að slík and-
spyrna væri staðreynd.
Síðan hefur frétzt um
fjölmenna herflokka, sem
sendir hafa verið inn á
eyjuna til þess að ráða
niðurlögum skæruliða-
flokka.
í síðustu viku fór fyrst að
bera á þessari vaxandi móf-
spyrnu í höfuðborginni svo
um munaði. Að næturlagi
höfðu víða verða hengd upp
spjöld, sem á var letrað eitt-
hvað á þessa leið: „Castro —
þú færð ekki svefnfrið héðan
í frá. Við sjáum fyrir því“.
Og nú er sömu' vopnum
beitt og Castro og menn hans
notuðu gegn Ratista einræð-
isherra. Ekki leið sá dagur í
vikunni, að ekki yrðu meiri-
háttar sprengingar í borg-
inni. Skemmdarverk voru
unnin á ýmsum mannvirkj-
um, tímasprengjum komið
fyrir hér og þar. Hand-
sprengju var janvel varpað
inn í þinghúsið.
Úti í sveitum voru skæru-
liðar einnig að verki. Þar
voru 2,500 tonn af sykurreyr
brennd upp til .agna. Tó-
baksverksmiðju var gereytt
á sama hátt, járnbrautarlest
ir fóru út af teinunum
vegna skemmdarverka — og
ein af stærri borgunum
Camagúey, var ljóslaus í
fjórar stundir vegna þess að
sprengja hafði sprungið í
helzta raforkuveri borgarinn
ar,
* * *
Þessi dreifða andspyrna er
ekki talin ógna veldi Castros
enn sem komið er. En þegar
skæruliðasveitirnar tóku upp
skipulagða andstöðu greip
Castro til sömu aðgerða og
Batista áður gegn Castro.
Lögreglan varð ósvífinn og
hermenn voru á hverju strái.
Fregnir hafa borizt um að
lögregluþjónn hafði í bræði
drepið 14 ára úngling. Þegar
svo er komið er ástandið orð
ið æði alvarlegt.
Og það er ekki aðeins á
þessu sviði sem Castro á í
erfi^ieikum. Fjármálaástand
ið er mjög bágborið. Því hef
ur verið fleygt, að komi Ráð-
stjórnin Kúbu ekki til hjálp-
ar geti svo farið, að Castro
og menn' hans standi uppi
3»
„Ég iörast ekki“
með vopnin ein i höndunum
innan tíðar.
Á síðasta ári minnkuðu
tekj ur Kúbu í erlendum
gjaldeyri um nær 50%.
Bandaríkjamenn verzla ekki
lengur við eyjuna og þar tap
aði Castro 150 milljónum
dollara, sem Bandaríkjaí
menn hafa greitt í uppbót
fyrir sykurinn, sem þeir hafa
— sagði Eichmann
og verjandinn
varð vonlaus
ADOLF EICHMANN iðr'
ast ekki Gyðingamorð-
anna. Og verjandinn er
orðinn vonlítill. Hann
hefur jafnvel haft á orði,
að fásinna væri að eyða
dýrmætum tíma í að
vinna vonlaust verk.
Bandaríska vikublaðið
Life hefur nú birt tvo
fyrstu kaflana af frásögn
Eichmanns af nazistatíman-
um í Þýzkalandi. Life segir
söguna skráða af þýzkum
blaðamanni, þeir hefðu hitzt
í Argentínu skömmu áður en
ísraelsmenn handtóku Eieh-
mann.
* * *
,,Ég verð að viðurkenna,
að hefði ég drepið allar þær
10 milljónir Gyðinga, sem
menn Himmlers settu á
svarta listann árið 1933,
segði ég nú: Ágætt, við höf-
um eytt óvininum. Ég iðrast
ekki. Það væri lítilmann-
lengt“, segir Eichmann í
frásögn Life .
En mikill hluti þessara
Gyðinga eru enn á lífi og ég
verð því að sætta mig við,
að örlögin hafi orðið þeim
hliðholl".
* * *
En verjandinn, Servatius,
sagði: „Ef þetta er satt, ef
þetta eru í rauninni orð Eich
manns, sé ég enga ástæðu til
að reyna að verja hann. Það
yrði_ Þýðingarlaust".
„Ég ætla að hafa sam-
band við systkini hans og
biðja þau að hjálpa mér að
komast að sannleikanum,
hvort þessi saga, sem Life
keypt frá Kúbu.
Guevara, aðalbankastjóri
Castro, fór á stúfana til að
slá lán. Fyrst til Tékkósló-
vakíu, síðan til Rússlands og
þá Kína. Tékkar tvöfölduðu
aðstoðina við Kúbu, hún er
nú komin upp í 40 milljónir
dollara, Kínverjar veita 50
millj. dollara lán — en hvað
gera Rússar?
Áætlað er, að Kúba þarfn-
ist a. m. k. 250 milljóna doll-
ara í frjálsum gjaldeyri til
þess að vega upp á móti
verzlunarþanni Bandaríkj-
anna. En heyrzt hefur, að
Guevara hafi beðið um 5—•
600 millj. dollara lán.
birtir, sé i rauninni frásögn
Eidhmanns sjálfs, eða föls-
uð“.
* * *
„Ég ætla líka að biðja
stjórnarvöldin í ísrael enn
einu sinni um viðtal við Eich
mann. Ef það reynist rétt, að
Eichmann sé sá, sem Life
segir, þá er ég farinn heim“.
Sólfaxi hefur sig til flugs á einum viðkomustaða í Grænlandi Grænlendingarnir virðast ekki neinar gungur. Þeir
liggja á flugvellinum rétt framan viff flugvélina — til að sjá betur. — Flugvélar Flugfélagsins eru tíðir gestir i
Græn lanoi.
Danir dánægðir
KAUPMANNAHAFNARBLÖÐIN hafa mikið rætt að undan-
fcrnn ískönnunarflugið við Grænland. Er svo að skilja að Dön-
um hyk: þessi þjónusta við sæfarendur við Grænland hafa brugð-
izt lierfilega. Ymist hafi flugvélarnar verið bilaðar eða ekki
komizt á loft vegna veðurs, þegar þeirra hefur verið þörf. Þeg-
ar mun bessi þjónusta hafa kostað Dani 16 milljónir króna og
gagnrýna ýmis blöð frekari fjárútlát, ef ekki verði bætt úr starf-
seminni. Iskönnunarflugið sé til lítils gagns með sama sniði
og verið hefur.
Eymdarástand
samyrkjubúskaparins r Ungverjalandi
Borgarísjakinn á siglingaleiðum er versti
óvinur sæfarenda. Ekki í glampandi sól-
skini, eins og hér, heldur í náttmyrkri
og hríð. —
Armstrong Jones
ANTHONY Armstrong
Jonas hefur leitað læknis
vegna þreytu í baki. Úr-
skurðurinn: Armstrong Jon-
es hefur ofþreytzt á að
standa með hendur fyrir
aftan bak í samkvæmum.
UNGVEBSKI kommúnista-
flokkurinn er staðráðinn í að
láta nú til skarar skriða og
þröngva öllum bændum til
samyrkjubúskapar. Aðalmál
gagn stjórnarinnar skýrði
frá þessu fyrir nokkrum dög
um og sagði jafnframt, að
miðstjórn flokksins væri
sannfærð um að hægt yrði
að koma þessu í kring fyrir
vorið.
Ungverskir kommúnistar
hafa tvö undanfarin ár beitt
bændur mikilli hörku og
þvingunum í framkvæmd
samyrkjuáætlana. Árangur-
inn hefur stundum orðið sá,
að bændur hafa blátt áfram
yfirgefið jarðir sínar, viljað
segja skilið við landbúnað-
arstörf og leita fyrir sér
annars staðar.
Þá eru öruggar heimildir
fyrir því, að rússneskar her-
Slegist i Carnegie Hall
HEIFTARLEG slagsmál
urðu á hljómleikum í Carne
gie Hall í vikunni. Slíkt hef-
ur aldrei gerzt fyrr og þyk-
ir sæta tjjlBdum tíðindum.
Það var fjörutíu manna
júgóslavneskur stúdentakór,
sem söng. Þegar kom að lag-
inu „Hin nýja Júgóslavía"
hófust mikil háreysti í saln-
um. Fjöldi júgóslavneskra
flóttamanna var meðal
áheyrenda — og hrópuðu
þeir hver í kapp við annan:
Niður með Tito, Niður með
Tito!
Heyrðist vart til kórsins
svo að þeir, sem ekki tóku
þátt í ólátunum reyndu að
þagga niður í flóttamönn-
unum. Ekki tókst vel til,
því nú hófust mikil slagsmál
— og varð að kálla á lögregl
una til að stilla til friðar.
sveitir, sem stöðvar hafa í
Ungverjalandi, hafa verið
kvaddar á véttvang til að
hræða bændur, sem gert
hafa árásir á flokksskrifstof-
ur kommúnista í sveitum og
bæjum. Hafa bændur verið
fullir heiftar.
Kommúnistastjórnin stað-
hæfir, að nú þegar séu, 75%
landbúnaðarins undir sam-
yrkju, eða rekinn af ríkinu.
En vestrænir fréttamenn í
Búdapest draga þetta mjög
í efa og segja það aðeins
vera 45—50%.
Og kommúnistar eru síður
en svo ánægðir með árangur
samyrkjubúskaparins. Bænd
ur hafa þrjóskast við og ár-
angurinn er sá, að töluverð-
ur hluti uppskerunnar kem-
ur skemmdur á markaðinn.
Á landbúnaðarráðstefnu í
Ungverjalandi í sumar viður
kenndu leiðtogar beinlínis,
að Ungverjar yrðu nú að
flytja inn korn og ýmsa aðra
landbúnaðarvöru. Slíkt er
ástandið í Ungverjalandi á
því herrans ári 1960. Fyrir
síðarj heimsstyrjöldina var
Ungverjaland almennt talið
„paradís landbúnaðarins" og
þá fluttu Ungverjar landbún
aðarvöru út til fjölmargra
Evrópulanda.
„Hugsið ykkur, þá gömlu og illu daga áöur en við fengum frelsi og sjálf-
stæði. En þá voru það samt aðeins Belgíumenn, sem sátu í landi okkar....“
* * *
Hins vegar er sjómönnum
það mikið háugamál að flug-
vélar haldí áfram að fljúga
reglulega yfir • skipaleiðir
við Vestur-Grænland og und
an Hvarfi. En þeir vilja líka,
að þessi þjónusta verði auk-
in og bætt.
Ekki mun hafa verið tek-
in endanleg ákvörðun um
framhald ískönnunarinnar,
en dönsk stjórnarvöld hafa
að sjálfsögðu fullan hug á
því að gera sitt til að ekki
verða fleiri sjóslys á alfara
siglingaleiðum við Græn-
land, a. m. k. ekki vegna þess
að upplýsingar hafi skort um
ísinn við ströndina.
Mbl. greindi-frá því í þess
ari viku, að til greina kæmi,
að Flugfélag íslands tæki að
sér ískönnunarflugið fyrir
Dani. Allstór hópur flug-
manna Flugfélagsins hefur
þegar öðlazt mikla reynzlu í
Grænlandsflugi — og nýtur
félagið fyrir það mikils
trausts danskra stjórnar-
valda. Sést það bezt á því,
að Flugfélaginu hafa verið
falin æ stærri verkefni í
Grænlandsfluginu, og er það
orðið þýðingarmikill þáttur
í starfsemi félagsin. Græn-
ladsflugið er orðið stórt fjár-
hagsatriði fyrir félagið og
með fleiri og stærri verkefn
um eflist félagið og stendur
styrkari fótum á öðrum svið
um starfseminnar.
Það er því von manna, að
félaginu verði einnig falið ís
könnunarflugið — og fari
svo, verður Skymastervél
væntanlega staðsett í Narss
arssuak. Það verða þá ís-
lendingar, sem leiðbeina sæ-
farendum á hinum viðsjár-
verðu sigþngaleiðum við
Grænland.