Morgunblaðið - 08.12.1960, Blaðsíða 2
2
MORCUVPL AÐIÐ
Fimmtudagur 8. des. 1960
Eru fjölskyidubætur
eyðsla og bruðl
kAMðl
Frá fjárlagaurnræ5um á Alþitigi
FJÁRLÖG 1961 voru tekin
til 2. umræðu í sameinuðu
þingi í gær. Magnús Jónsson
hafði framsögu af hálfu
meiri hlut^ fjárveitinganefnd
ar og er ræðu hans getið á
miðsíðu blaðsins.
Ætti að segja af sér
Halldór E. Sigurðsson talaði
af hálfu 1. minni hluti fjárveit-
inganefndar og gerði grein fyrir
breytingartillögum þess hluta
nefndarinnar. Deildi hann á rík-
isstjórnina fyrir sóun og sagði
sem dæmi, að fjárlög hefðu
aldrei verið hærri en nú. í lok
ræðu sinnar lýsti hann yfir
þeirri skoðun sinni, að ríkis-
stjórnin ætti að segja af sér.
Lýsti sínum tillögum
Karl GuSjónsson talaði af
hálfu 2. minni hluta og lýsti
sínum breytingartillögum. Deildi
hann einnig á ríkisstjórnina og
sagði hana m. a. hafa svikið lof
orð um að fella niður 8% inn-
flutningsskattinn um næstu ára-
mót.
Ekkert loforð gefið
Gunnar Thoroddsen, fjármála-
ráðherra, talaði næstur. Svaraði
hann mörgum atriðum í ræðum
1. og . minnihluta fjárveitinga-
nefndar og hrakti rangfærsiur
þeirra. Skýrði hann m. a. frá því,
að ríkisstjórnin hefði aldrei gef-
ið loforð um að fella niður 8%
innflutningsskattinn, enda hefði
ekki verið hægt að gefa slíkt lof-
orð í ársbyrjun. Hins vegar væri
það ekkert nýmæli, að tekju-
stofnar ríkisins væru framlengd-
ir árlega. Þá benti fjármálaráð-
herra á hve óraunhæfar og ger-
samlega út í bláinn ýmsar sparn-
aðartillögur stjórnarandstöðunn-
ar væru. Þeir legðu m. a. til að
felld yrði niður fjárveiting til
sendiráðanna á Norðurlöndum
frá 1. janúar nk. og þau lögð
niður.
Þetta mál væri til athugunar,
en jafnvel þó sú yrði niðurstað-
an, að þessi sendiráð yrðu lögð
niður væri ekki hægt að segja
starfsfólki þeirra upp nema með
löglegum fyrirvara og því ekki
hugsanlegt, ef fara ætti að lög-
um að leggja þessa fjárveitingu
niður frá næstu áramótum. Þá
Ráðherranefnd
Evrópuráðsins
á fiind
Ráðherranefnd Evrópuráðsins
mun koma saman á fund i París
mánudaginn 12. desember nk.
Utanríkisráðherra Frakklands,
Maurice Couve de Murville, verð
ur í forsæti. Á fundinum verður
m. a. rætt um hlutverk Evrópu-
ráðsins, og skipzt verður á skoð-
unum um samstarf Evrópuríkja
á sviði vísindaiðkana og mennta
mála.
Utanríkisráðherra íslands get-
ur ekki komið því við að sitja
fund þennan, en fulltrúi hans
verður sendiherra íslands hjá
Evrópuráðinu, Pétur Eggerz.
hefði framsögumaður 2. minni-
hluta lagt til, að kostnaður stjórn
arráðsins yrði lækkaður um 10%
án þess að geta bent á í hverju
sú lækkun ætti að vera fólgin
eða hvort hún væri hugsanleg.
Raunhæf rannsókn
Fyrsta skilyrði til þess, að
hægt væri að koma á sparnaði
væri að raunhæf rannsókn lægi
fyrir. Á þessu ári hefðu verið
tekin upp ný vinnubrögð í þess-
um efnum og stuðzt við reynzlu
erlendis frá. Mundi sú vinna,
sem hafin værl, bera góðan ár-
angur á mörgum sviðum, og yrði
hægt að taka upp hagkvæmustu
vinnubrögð, sem hugsanleg
væru. En það yrði aldrei til að
stuðla að sparnaði í ríkisrekstr-
inum, að demba inn í þingið van
hugsuðum tillögum, sem gersam
lega útilokað væri að fram-
kvæma.
Hvers vegna er
stjórnin sterk?
MÓNNUM kann að finnast það mótsagnakennt, að
núverandi ríkisstjórn sé sterkari en hinar fyrri,
vegna þess að hún afsalar sér ákveðnum völdum.
Fyrri ríkisstjórnir hafa leitazt við að sölsa undir
sig sem mest völd í þjóðfélaginu, með innflutnings-
höftum, uppbótum, fjárfestingarhömlum, leyfisveit-
ingum o.s.frv. Þær hafa vitandi eða óafvitandi bein-
lims stefnt að því að ná efnahagslegum áhrifum
yfir öllum athöfnum borgaranna. Menn gætu því
haldið, að þessar stjómir hefðu verið sterkar, en
reynslan varð þó allt önnur. Núverandi ríkisstjórn
er hins vegar hin sterkasta, sem hér hefur setið um
langt skeið. Hvers vegna? Meginskýring þess er
rædd í ritstjórnargrein blaðsins í dag.
Lútið klippn ykkur
tímonlego fyrir jólin
SÚ hefur reyndin orðið fyrir
hver jól, að menn, bæði kai*l-
menn, skólafólk og börn, láta
dragast að klippa sig fram á síð-
asta dag. Af þessu leiðir að mjög
mikið annríki verður á rakara-
stofunum seinustu dagana fyrir
jól, sem valda erfiðleikum fyi'ir
alla aðila. Nú á tímum eru menn
mjög óþolinmóðir og ófúsir á að
bíða lengi eftir afgreiðslu, og á
það ekki sízt við um afgreiðslu i
Sviptur þinghelgi
Þjóðinni fjölgar —
„ fjárlög hækka
Þá rakti ráðherra þær hækk-
anir, sem verða á fjárlögum mið-
að við fjárlög yfirstandandi árs
og benti á hvernig þær stöfuðu
mestmegnis af auknum trygginga
greiðslum (tæpar 60 milljónir).
Varpaði hann I því sambandi
fram þeirri spurningu til stjórn-
arandstæðinga, hvort þeir teldu
hinar auknti fjölskyldubætur
eyðslu og bruðl, eða hvort ætti
að ásaka stjórnina fyrir það að
fjárlög hækkuðu af Því að þjóð-
inni fjölgaði og tekjur og gjöld
ykjust af þeim sökum.
Fundur í nótt
Fjármálaráðherra lauk máli
sínu um kl. 10,30 i gærkvöldi og
tók Eysteinn Jónsson þá næstur
til máls. Var gert ráð fyrir um-
ræðum fram eftir nóttu og hefur
2. umræðu um fjárlagafrumvarp-
ið væntanlega lokið í nótt, en j að hefjast á mánudaginn, mætti
atkvæðagreiðsla mun fara fram Ihann ekki og kom síðar í ljós að
í dag. Ihann var flúinn.
rakarastofunum. En það er
hverjum manni ljóst, sem hugs-
ar málið, að 30—40 þúsund
manns geta ekki fengið sig
klippta á rakarastofum bæjar-
ins á örfáum dögum.
Það er því áskorun rakara-
meistara til manna, að þeir láti
klippa sig tímanlega fyrir þessi
jól, til þess að koma í veg fyrir
óeðlilega mikla ös á rakarastof-
unum seinustu dagana fyrir jóla-
hátíðina.
Paris, 7. des. — (NTB-Reuter)
FRANSKA þingið svipti í
dag Pierre Lagaillarde, sem
flýði til Spánar um síðustu
helgi, þinghelgi, og sam-
þykkti þingið með 424 atkv.
gegn 21 að hann skyldi hand
tekinn strax og til hans næð-
ist. —
Lagaillarde hefur undanfarið
verið undir rannsókn sem einn
af þeim leiðtogum er stóðu fyrir
uppþotunum í Algeirsborg í
janúar sl. Þegar réttarhöld áttu
I MADRID
í dag skýrði einn af verjend-
um hans, lögfræðingurinn Jean-
Louis Tixier-Vignacourt frá því
að hann hefði átt fund með
Lagaillarde í Madrid.
Tixier-Vignaeourt skýrði frá
því að Lagaillarde hefði ekki af
sjálfsdáðum yfirgefið Frakkland.
Fljótlega muni hann gefa full-
nægjandi skýringar á því hvers
vegna hann varð að fara. Lög-
fræðingurinn kvaðst sannfærður
um að ef Lagaillarde hefði ekki
verið sviptur þinghelgi og hand-
taka hans fyrirskipuð, hefði
hann komið aftur í dag. En héð-
an af gæti hann ekki snúið heim.
HELMINGUR FJARVERANDI
Með Lagaillarde flýðu fjórir
aðrir leiðtogar uppþotsmanna, en
einn þeirra, Fernand Feral, var
handtekinn í Suður-Frakklandi í
dag skammt frá spönsku landa-
mærunum. Alls eru 19 menn á-
kærðir fyrir að hafa stjórnað
uppþotunum í Alsír. En níu
þeirra eru landflótta, þar á með-
al Joseph Ortiz, sem einna mest
hafði sig í frammi í uppþotun-
um.
Nýr róðherrn
WASHINGTON, 7. des. — John
F. Kennedy, hinn nýkjörni for-
seti Bandaríkjanna, skipaði í dag
Stewart L. Udall, innanríkismála
ráðherra í ríkisstjórn þeirri er
tekur við völdum 20. janúar n.k.
Udall er fertugur að aldri.
Hann hefur átt sæti sem þing-
maður Arizonríkis í fulltrúadeild
Bandaríkjaþings frá því 1954.
Skip verði búin
Andanesliósum
%*
BORIÐ hefur á því að undan-
förnu, að hringnótabátar að veið
um hafa skemmt veiðafæri hvors
annars, við að fara óafvitandi
yfir nætur báta, sem hafa haft
veiðarfærið í sjó. Eru það því til-
mæli skipaskoðunarstjóra, að
hringnótabátar verði búnir svo-
nefndum Andanesljósum þ. e. a.
s. tveim hvítum hringljósum á
þaki stýrishúss, hvort lóðrétt upp
af öðru. Neðra Ijósið 150 cm yfir
þaki, það efra 225 cm. Ljós þessi
skulu því aðeins vera tendruð,
að hringnót bátsins sé í sjó. Þau
mega alls ekki vera kveikt, þeg-
ar báturinn er laus. Þetta leysir
þó engan frá þeirri skyldu, að
nota Ijós þau og merki sem al-
þjóða-siglingarreglurnar segja
til um að slíkir bátar skuli sýna.
(Frétt fré skipaskoðunar-
stjóra).
Aftur komin norSanátt
LÆGÐIN yfir Grænlandshafi
hefur ekki hreyfzt austur eins Veðurspáin kl. 10 i gærkvöldi:
og útlit var fyrir. Þar af leiö- SV-land og SV-mið: Austan
andi hefur NA áttin og snjó- og SA stinningskaldi, skúrir.
koman sem búizt hafði verið Faxaflói til N-A-lands og
við í gíær, ekki náð suður á miðin: Austan og SA stinn-
Vestfirði, og heldur sig ennþá ingskaldi, víðast úrkomulaust
við strönd Grænlands. Loftið og frostlaust.
sem leikur um ísland er kom- Austfirðir, SA-land og mið-
ið suðaustan að og er þess in: Allhvass austan og SA,
vegna fremur hlýtt. skúrir.
Á skíðum í raf-
lýstri brekku
ÞAÐ hafði verið skemmtilegt að
vera uppi í Hveradölum í gær-
kvöldi. Gestgjafarnir í Skíða-
skálanum kveiktu þá á Ijósunum
meðfram skíðabrautinni ofan við
skálann. Og um leið var skíða-
lyftan sett í gang, svo þetta
var allt leikur einn. Hægviðri
var og lítilsháttar frost. Þar var
mikil snjókoma í fyrrinótt svo
talsverður snjór er þar i brekk-
unum. Kristinn Benediktsson
skíðakappi frá ísafirði, verður
í Skíðaskálanum út þennan mán-
uð, ef snjórinn helzt þar. Leið-
beinir hann gestum skálans sem
bregða vilja sér á skíði.
Erum við menn
til nð mdtmæln
HVAÐ SEGIR eitt stórblað Kaup
mannahafnar um minkaræktina?
Berlingske Aftenavis 17. okt. ’60
„Minkaræktin er orðin heil
vísindagrein og mjög álitlegur at
vinnuvegur .... Dönsk minka-
skinn eru eftirspurð um allan
heim og á næstu mánuðum verða
til sölu rösklega milljón minka-
skinna, sem munu leggja hundr-
uð milljóna d. kr. í gjaldeyris-
reikning Danmerkur .... Minka
rækt í Danmörku hefur vaxið
með ævintýralegum hraða. Frá
því að vera tómstundavinna
fólks sem rak margs konar at-
vinnu, er hún nú orðin vísinda-
lega rekin útflutnings atvinnu-
vegur ....
. . . Minkaskinn eru eftirlætl
kvenþjóðarinnar svo að engin
önnur loðskinn komast þar 1
nokkurn samjöfnuð og markað-
urinn virðist óþrjótandi meðal-
annars af því, að minkaskinn má
nota á hundrað vegu og tilbrigð-
in eru frá kolsvörtu í hvítt“.
Þetta segir hið danska stórblað
og mikið meira. Erum við menn
til að mótmæla þessu með rök-
um?
Ólafur, Hellulandi.