Morgunblaðið - 08.12.1960, Blaðsíða 12
12
MORCr/NftT 401 Ð
Fimmtudagur 8. des. 1960
JKmmsttMðfrife
Otg.: H.f Arvakur Hevkjavílt.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjorar! Valtýr Stefónsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason trá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Kriiitmsson.
Ritst]órn: Aðalstræti 6.
Auglýsingrar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22180.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innaniands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakíð.
STYRK STJÓRN
- AUKIÐ FRELSI
17'YRRI ríkisstjórnir reyndu
að styrkja völd sín með
því að taka sér ofurvald yf-
ir öllu atvinu- og efnahags-
lífi landsins. Núverandi rík-
isstjórn fer þveröfugt að.
Hún fetar svipaða braut og
nágrannaþjóðir okkar, sem
veita einstaklingunum svig-
rúm til athafna og hafa
sannfærzt um, að óhófleg
ríkisafskipti séu þjóðfélags-
þegnunum sem heild til stór-
tjóns. Stjórnin hefur afsalað
sér völdum yfir fjárfestingu,
ráðstöfun innflutnings og
margháttuðum leyfaveiting-
um samhliða því sem hún
hefur afnumið uppbótakerfið.
Sumir kynnu því að ætla að
stjórnin hefði veikt sig með
því að firra sig þessum völd-
um og áhrifum.
En munurinn á núverandi
stjórnarstefnu og' hinum fyrri
er ekki eingöngu þessi, held-
ur stóðu fyrri stjórnir í stöð-
ugu samningaþjarki við ýms-
ar stéttir þjóðfélagsins. —
Sjálft ríkisvaldið lítillækkaði.
sig tíðum með því að setjast
að samningaborði sem hinn
veikari aðili og um þverbak
keyrði, er Hermann Jónas-
son, þá forsætisráðherra,
gekk á fund Alþýðusam-
bands íslands haustið 1958
og spurði þingið, hvort ríkis-
stjórnin mætti gera ákveðn-
ar ráðstafanir í efnahags-
málum. Alþýðusambands-
þing hryggbraut Hermann
Jónasson og felldi stjórn
hans. Var þá í rauninni
ekki annað eftir en að þau
samtök mynduðu nýja ríkis-
stjórn á íslandi, svo mikla
niðurlægingu hafði hið lýð-
ræðislega stjórnarform á ís-
landi beðið.
Núverandi ríkisstjórn hef-
ur aftur á móti gert ákveðn-
ar, almennar efnahagsráð-
stafanir og reynt að haga
þeim þannig, að sem jafn-
ast kæmi við hinar ýmsu
stéttir þjóðfélagsins og óhjá-
kvæmilegar byrðar yrðu létt-
bærastar á þeim sem minnst
mega sín. Samhliða gerði
stjórnin landslýð það Ijóst,
að upp frá því yrði hún ekki
aðili að því að létta byrðum
af einstökum stéttum eða at-
vinnuvegum og skattleggja
aðrar í þeirra þágu. Tog-
streita um tekjuskiptingu
þjóðfélagsþegnanna yrði að
fara fram á þeirra eigin veg-
um og í samtökum þeirra.
í heilbrigðum lýðræðisþjóð
félögum er ríkisvaldið haíið
yfir það að semja við ein-
stakar stéttir þjóðfélagsins,
en veitir hins vegar tilstyrk
sinn til að leita um sættir
milli hagsmunahópanna í al-
varlegum deilum. Á tímum
„vinstri stefnunnar" seildist
ríkisvaldið hins vegar eftir
áhrifum með því að gera
þegna og stéttir sér háð og
beina hagsmunabaráttunni í
náðarfaðm ríkisvaldsins. Á
þann hátt ætluðu stjórn-
málaflokkarnir sér að ná nær
ótakmörkuðum völdum, en
reynslan varð sú, að ríkis-
stjórnirnar veiktu aðeins að-
stöðu sína með því að bar-
dúsa við hluti, sem tilheyra
öðrum stofnunum þjóðfélags
ins í lýðræðislandi, þ.e.a.s.
hagsmunasamtökunum. Á-
þreifanlega sannaðist veik-
leiki þeirrar stjórnar, sem
lengst gekk í því að reyna
að styrkja sig með samning-
um við hagsmunahópana,
þ.e.a.s. vinstri stjórnarinnar,
þegar hún beinlínis gafst
upp, vegna þess að hún sjálf
var orðin háð ákveðnum öfl-
um í þjóðfélaginu.
Hina nýju stefnu, sem er
í fullu samræmi við stjórn-
málaþróun í þroskuðum lýð-
ræðislöndum, er rétt að rifja
upp núna, vegna þess að hin
kommúnistiska forysta Al-
þýðusambands íslands leitast
við að beina baráttu sinni
gegn stjórnarvöldunum og
kallar slíkar athafnir kaup-
gjaldsbaráttu. Ríkisstjórnin
hefur marglýst því yfir að
hún sé ekki aðili að kjara-
samningum, þess vegna sé
það út í bláinn, þegar komm
únistar krefjast þess að fá
að semja við ríkisvaldið um
það, sem þeir kalla bætt
kjör. Kjarabætur geta laun-
þegar einungis sótt til at-
vinnurekenda og auðvitað
því aðeins að atvinnuvegirn-
ir skili svo miklum hagnaði,
að vinnuveitendur treysti
sér til að hækka launin. Því
miður mun það enn ekki
vera hægt, en hins vegar
hefur verið margbent á, að
með bættri vinnutilhögun,
samstarfsnefndum launþega
og vinnuveitenda, ákvæðis-
vinnufyrirkomulagi o.s.frv.
mætti vafalaust bæta kjörin
verulega. En kommúnistar
forðast eins og heitan eldinn
að fara þá leið. Þeir vilja
verkföll án kjarabóta, en alls
ekki kjarabætur án verk-
falla.
Fágætur fugl
Ungur lambagammur. Goggurinn er sterklegur og tungan
sérkennileg. Myndirnar hér eru einhverjar þær fyrstu, sem
náðst hafa af ungum lambagammsins.
Hér eru leiðangursmenn að
komast að hreiðri gammsins
— og leiðin er ekki árenni-
leg. Þeir náðu þó upp með
herkjum. —
— lambagammurinn í S-Evrópu
EINN af sjaldgæfustu fuglum í
Evrópu er Lambagammurinn
svonefndi (Lámmergeier), sem
einnig gengur undir nafninu
„Skegg-gammur“ (Bearded Vult
ure á ensku, — á vísindamáli
Gypaetus barbatus). — Heim-
kynni lambagammsins er í sunn
anverðri álfunni — í Pyrenea-
fjöllum, á Suður-Spáni, Korsíku,
Sikiley, í Grikklandi og Búlg-
aríu. Hann er þó tiltölulega fá-
gætur á öllum þessum stöðum.
Þá sést lambagammurinn sem
flækingur á nokkrum öðrum
stöðum sunnarlega í Evrópu,
svo sem í Alpafjöllunum.
Lambágamminum hefir farið
mjög fækkandi og lifir nú að-
eins á ógreiðfærum fjallasvæð-
um. Hann gerir hreiður sín
helzt í smáskútum í háum og
bröttum klettaveggjum og verp-
ir allt upp í nær 2000 metra
hæð. — Þetta er risavaxinn fugl
— stór og ljótur mundu víst
margir segja, en þó býsna tígu-
legur á að líta, eins og mynd-
irnar hér á síðunni bera vott
um. Til dæmis um stærðina má
geta þess, að vænghaf fullorð-
ins lambagamms getur orðið allt
að 2,5 m.
Á sl. ári fór brezkur leiðang-
ur til heimkynna lambagamms-
ins á Suður-Spáni til þess að
kynna sér lifnaðarhætti fugls-
ins og ýmislegt annað í því
sambandi. Með í þessari för var
frægur fuglaljósmyndari, Eric
Hosking, og tók hann meðfylgj-
andi myndir. — Gammurinn er
snjall að fela hreiður sín, svo
sem sjá má af því, að eftir að
leiðangursmenn höfðu komizt I auðvitað ekki farið með full-
að því, á hvaða svæði gamms- orðnu fuglana, og reyndist því
hjón nokkur verptu, tók það þá erfiðara að ná myndunum af
tvo daga að finna sjálft hreiðr-|þeim. „Því miður,“ segir ljós-
G a m m u r við
hreiður sitt, með
ullarhnoðra í
goggnum. Marg-
ar munnmæla-
sagnir herma,
að fugl þessi
þrífi stundum
alifugla í klærn
ar, lömb og jafn
vei ungbörn, og
fljúgi léttilega
með slíkar byrð
ar upp í hreið-
urskúta sína. —
Ekki munu þær
sögur þó hafa
við rök að styðj-
Einn af leiðangursmönnum
með ungan lambagamm. Sá
litli er allt annað en frýni-
legur. —
Ófríður, en tígulegur er hinn skeggjaði gammur, þar sem
hann hreykir sér við hreiðrið í snarbröttu berginu.
ið, sem var í litlum hellisskúta
ofarlega í nær sléttum, lóðrétt-
um klettvegg.
Með erfiðismunum tókst mönn
unum að komast upp að hreiðr-
inu. Tóku þeir ungana og létu
þá siga niður í poka, með mik-
illi varúð, svo að hægt væri að
rannsaka þá vel og taka af þeim
myndir. — Þannig gátu þeir
myndarinn Hosking, „fannst
hvergi afdrep, sem hægt væri að
fela sig í, nær en um 50 metra
frá hreiðrinu." Og úr þessari
fjarlægð — þvert yfir djúpa og
ægilega gjá — eru meðfylgjandi
myndir af fullorðna gamminum
teknar.