Morgunblaðið - 08.12.1960, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 8. des. 1960
MORKVWT * *>» Ð
3
1^0*00*0*0*0*0 *'**•*+■*,
Fimm
metrum styttri
FYRIR nokkrum dögum var
frá því skýrt í blöðum, að ung
stúlka hefði verið stytt um
5 centimetra. Styttingin var
gerð á laerleggjum stúlkunn-
ar. Fregn þessi hefur vakið
heimsathygli, ekki hvað sízt
innan læknastéttarinnar. Þar
greinir menn mjög á um
hvort rétt hafi verið að gera
þessa aðgerð.
Aðgerðin var gerð í Sví-
þjóð af lækninum Lars
Unander-Scharin, en margir
sænskir læknar hafa lýst sig
andvíga aðgerðinni. Þeir telja
of mikla hættu á ýmiss konar
eftirköstum og segja að lífi
stúlkunnar hafi verið stefnt í
óþarfa hættu.
Hinsvegar benda rnargir
geðlæknar og sálfræðingar á,
að stúlkan hafi verið haldin
miklu þunglyndi og minni-
máttarkennd vegna hæðar
sinnar og hafi engan veginn
getað lifað eðlilegr. lífi þess
vegna, þótt ekki væri hún
þjáð af líkamlegum sjúkdómi.
Stúlka þessi heitir Ingrid
Westman og er 18 ára. Er hún
var 15 ára var hún orðin 172
cm á hæð, en var fyrir að-
gerðina 186 cm. Hún var
hærri en faðir hennar og nær
allir jafnaldrar hennar í
skólanum, piltar sem stúlkur.
Færi hún á dansleik, sem
sjaldan bar við, gekk hún
hokin í herðum og helzt með
bogin hné. Fáir urðu ti! að
bjóða henni upp í dans, og
hún var ætíð sannfærð um að
þeim, sem það gerðu, gengi
einungis miskunsemi til og
það þoldi hún ekki. Hún snið-
gekk skólafélaga sína, fékk
Ingrid Westman
og geislandi glöð
sér heldur leigubíl út skólan-
um til járnbrautarstöðvarinn-
ar en að verða samferða þeim.
Henni fannst sífellt, sem veg-
farendur væru annaðhvoi't að
hlæja að henni eða aumkva
hana.
★
Læknirinn Unander-Schar-
in var í fyrstu mótfallinn því
að gera aðgerðina. Honum
fannst, eins og flestum sænsk
Eftir aðgerðina — 5 cm styttri
um læknum enn finnst, t'angt
að gera svo mikla og hættu-
lega aðgerð, er ekki var um
að ræða beinan sjúkdóm. En
stúlkan og foreldrar hennar
þrábáðu hann og eftir tveggja
ára hik tók hann þessa a-
kvörðun. Unander-Scharm
var kunnugt um, að Sxen Fri-
berg í Storkhólmi hafði gert
slíka aðgerð á pilti, er var
196 cm á hæð og að sú að-
gerð hafði heppnast prýði-
lega.
En nú verður mörgum á að
spyrja — munar svo mikið um
þessa fimm centimetra, að
aðgerðin geti verið til gagns?
Ennþá er stúlkan þó Í81 em
há. Jú, vissulega munar mik-
ið um fimm centimetra. Svo
finnst að minnsta kosti stúlk-
unni sjálfri. Hún er harð-
ánægð. Áður fannst henni
lífið næsta óbærilegt en nú er
hún geislandi glöð. Að vísu
þarf hún að nota hækjur og
stafi fyrstu vikurnar, en fari
allt vel ætti gangur hennar
að geta orðið eðlilegur og þá
hyggst Ingrid Westman hefja
nám í hjúkrun.
STAKSTEIMAR
Tíminn o; NATO
Með kommúnistum og Fram-
sóknarmönnum er um þessar
mundir náið bandalag. Þessir
stjórnarandstöðtuflokkar styðja
hvor annan, hvar sem þeir mega
því við koma, í verkalýðsfélög-
unum, á Alþingi og innan hvers
konar félagasamtaka. Svo náið
er þetta bandalag, að svo virð-
ist sem þessir flokkar séu í raun
og veru einn og sami flokkur.
En öðru hverju setur að Fram-
sóknarmönnum nokkurn ugg um
það, að þetta kunni að vera
hættulegt fyrir þá. Þá rjúka þeir
til og skrifa greinar í Tímann,
sem eiga að skafa af þeim komm-
únistastimpilinn. Þetta gera þeir
sl. þriðjudag. Þá birtist forystu-
grein í Tímanum um Atlantshafs-
bandalagið, þar sem lýst er yfir
eindregmum stuðningi við þetta
varnarbandalag lýðræðisþjóð-
anna en kommúnistum sagt til
syndanna.
Augljós staðreynd
í forystugrein Tímans er m. a.
komizt að orði á þessa I- :
„Það er svo augljós staðreynd,
að þýðingarlaust er að mótmæla,
að kommúnsiminn er helzta land
vinninga- og útþenslustefna í
heiminum í dag. Nýlendur þær,
sem hafa lotið vestrænum ríkj-
um, eru sem óðast að fá frelsi. Sá
tími er því, sem betur fer, mjög
skammt undan, að nýlenduyfir-
ráð vestrænu þjóðanna verði
þurrkuð út með öllu. En hitt er
jafn uggvænlegt að kommúnism-
inn hefur brotið ný og ný lönd
undir yfirráð sín seinustu árin
og gert þau ýmist háð húsbónda-
valdi í Moskvu eða Peking.
Þessi útþensla hinnar komm-
únistisku yfirgangsstefnu hefði
þó orðið meiri, ef ekki hefði kom
ið til, að vestrænar þjóðir hafa
staðið saman í varnarsamtökum,
Atlantshafsbandalaginu, og þátt-
taka Bandaríkjanna tryggt það,
að beitt yrði kjarnorkuvopnum,
ef vopnuð árás yrði gerð.
Þetta hefur verið trygging
þess, að ekki hefur verið reynt
að framkvæma útþensluna með
vopnaðri áráis á lönd, sem hafa
notið öryggis varnarsamtak-
anna“.
10 00 0't
0 0 0
1 0 0 0.0 0 0
Starfsmannahús bygtjt
vegna þrengsla
á hælunum
VONIR standa til að hægt
verði á miðju næsta surnri,
að veita um eða yfir 20 fá-
vitum sjúkrahúsvist í hælun-
um í Kópavogi, en töluverð-
ur fjöldi sjúklinga bíður nú
eftir sjúkrahúsplássi.
•fc Nýtt starfsmannahús
Þetta kom fram í stuttu sam-
tali sem Mbl. átti í gær við
framkvæmdastjóra ríkisspítal-
anna, Georg Lúðvíksson. — Hið
aukna rúm í hælunum fæst með
því, að starfsfólk við hælin, sem
býr þar núna, flytur í nýtt
starfsmannahús. Er verið að
setja þakið yfir þetta hús og
að því verður stefnt að hægt
verði að taka verulegan hluta
þess til íbúðar á miðju næsta
sumri.
★ Byffgt fyrlr framtiðina
Svo stórt verður starfs-
mannahúsið, að það getur rúm-
að nægilega margt starfsfólk, þó
fávitahælin yrðu stækkuð svo,
að þau gætu rúmað helmingi
fleiri sjúklinga en þar eru nú.
Tala sjúklinga i dag er kring-
um 90, nokkurnveginn jafn-
margar konur og karlar, flest
allt fulltíða. — Starfsfólkið við
hælin er um 30 manns og búa
flestir í starfsmannaíbúðum í
hælunum sjálfum.
Ekki munu liggja fyrir tölur
um hve margir fávitar eru, sem
bíða eftir að komast í hælin, en
sú tala mun vera talsvert há.
Því er aðkallandi að allt pláss í
hælunum verði notað fyrir sjúkl
ingana sjálfa.
Viðskiptasamningur
við Tékka framlengdur
| Styi'kveiting til
ísl. fræðimanns
Á ÞESSU háskólaári var stofn-
að til norrænnar styrkþegastöðu
við háskólann í Kaupmannahöfn.
Með styrk þessum, sem er mjög
myndarlegur, er ætlunin að gera
fræðimanni frá Norðurlöndum
kleift að stunda rannsóknir
Danmörku um eins árs skeið, en
jafnframt á styrkþeginn að ánn-
ast kennslu við háskólann
HINN 16. nóv. sl. var undirritað-
ur í Prag nýr viðskiptasamning-
ur milli íslands og Tékkóslóvak-
íu og gildir hann í þrjú ár, til 31.
ágúst 1963, en vörulistar, sem
jafnframt var samið um, gilda
í eitt ár frá 1. september 1960 til
31. ágúst 1961.
í samningunum er gert ráð
fyrir sölu til Tékkóslóvakíu á
frystum fiskflökum, frystri og
saltaðri síld, fiskimjöli, lýsi, nið-
ursoðnum fiskafurðum og ýms-
um öðrum afurðum svo sem húð-
um, görnum, osti, kjöti og ull.
Á móti er gert ráð fyrir kaupum
á ýmsum vörutegundum frá
Tékkóslóvakíu, svo sem vefnað-
árvöru, skófatnaði, gleri og gler
vörum, ýmiskonar áhöldum, vél-
um, bílum, járn- og stálvörum,
sykri og ýmsum fleiri vörum.
Jafnframt viðskiptasamningn-
um var undirritaður nýr greiðslu
samningur milli landanna, sem
gildir til 31. ágúst 1961 en fram-
lengist eftir það sjálfkrafa um
eitt ár í senn, ef honum er ekki
sagt upp með þriggja mánaða
fyrirvara.
Af íslands hálfu önnuðust
samningagerðina þeir Dr. Oddur
Guðjónsson, Pétur Pétursson,
forstjóri, Björn Tryggvason,
skrifstofustjóri og Árni Finn-
björnsson, framkvæmdastjóri.
Frá utanríkisráðuneytinu
— Rektor Kaupmannahafnarhá
skóla skrifaði öllum Norðurlanda
háskólum sl. vor og óskaði á-
bendingar um styrkþega. Nú hef
ir háskólanum borizt bréf Kaup
mannahafnarháskóla, þar sem
frá þvi er skýrt, að mag. art
Jóni M. Samsonarsyni hafi verið
veittur styrkurinn, en á hann
var bent af hálfu Háskóla ís
lands. Jón M. Samsonarson lauk
meistaraprófi í íslenzkum fræð
um frá háskólanum sl. vor og
hlaut ágætiseinkunn. Jafnframt
því að frá þessari styrkveitingu
er skýrt, vill Háskóli íslands
lýsa ánægju sinni yfir því, að
fyrsti styrkþeginn skyldi vera
íslenzkur fræðimaður.
Þetta er vissulega vel mælt og
réttilega. En hvernig stendur á
því að Framsóknarmenn hafa
undanfarna mánuði slegizt í för
með kommúnistum og meðreiðar
mönnum þeirra um baráttu gegn
hvers konar vörnum íslands og
samvinnu íslendinga við vestræn
ar lýðræðisþjóðir um öryggismál
sín? Það hafa þeir gert til þess
að þóknast kommúnistum.
Útþensla ríkisbáknsins
Undir forystu fjármálaráðherra
Framsóknarflokksins hélt ríkis-
báknið stöðugt áfram að þenjast
út. Bætt var við tugum nýrra
embætta á svo að segja hverju
ári. Yfirbygging hins fámenna ís-
lenzka þjóðfélags hækkaði stöð-
ugt og varð dýrari og óviðráðan-
legri.
Þessa þróun hefur núverandi
ríkisstjórn og fjármálaráðherra
sérstaklega reynt að stöðva. Kom
ið liefur verið á margvíslegum
sparnaði, eftirlit með öllum
rekstri ríkisins bætt, ríkisreikn-
ingurinn lagður fram til sam-
þykktar á Alþingi mikhi fyrr en
áður hefur tiðkast og f jölmörgum
öðrum umbólum komið á.
Framsóknarmenn vita að þjóð-
in gerir sér ljóst, að her nelur
verið brotið í blað. Framsokn-
aróstjórnin er á enda. Nv, abyrg
og heiðarleg fjármálasteina hef-
J ur verið mörkuð.
r