Morgunblaðið - 08.12.1960, Blaðsíða 20
20
MoncrnvniAÐiÐ
E’immtudagur 8. des. 1960
af þessari stúlku, sem var svo
hrifin af öllu, sem hann sagði.
Hann hugsaði sér ekki neitt
hjónaband, vegna miseldris okk-
ar. En eftir því, sem stundir liðu
fram, varð hrifning mín að ást,
og velþóknun hans á mér varð
líka að ást. Einhvernveginn
hafði ég aldrei hugsað neitt um
aldur okkar. Hann hafði enga
þýðingu.
Og háðsyrði mömmu ger-ðu
ekki annað en draga okkur enn
meir hvort að öðru.
Enginn brá fyrir mig fæti á
Broadway. Eg þurfti aldrei að
leita mér atvinnu. H. H. og
Marguerite Harper, höfundar
nýs leikrits um Dickens, spurðu
mig, hvort ég myndi kæra mig
um hlutverk Caroline Bronson,
ungrar leikkonu, sem gerðist ást
mey Dickens. Fyrst átti að leika
það til reynslu í Boston í hálfan
mánuð, en síðan á Broadway. En
ég var allt í einu gripin hræðslu.
— Þctta er vonandi ekfei alltof
stórt hlutverk fyrir mig? Það er
nú einu sinni svona með Broad-
wuy . .
— Nei, nei, þú kemur meira
að segja ekki fram fyrr en í lok
annars þáttar.
Og ég fékk hlutverkið í „Róm-
antíski hr. Dickens“, án þess svo
mikið sem að hafa séð hlutverk
ið.
Mamma kom til Boston, sá
frumsýninguna og hitti mig að
tjaldabaki. — Svona máttu bein-
línis ekki fara til New York,
sagði hún. Leikdómararnir ganga
bókstaflega af þér dauðri! Rödd
in í mér var ennþá flatneskju-
leg, og hreyfingarnar skorti
mýkt; ég hreyfði mig stirðlega.
Hún yrði að kenna mér.
Eg var hrædd. — Var ég svo
slæm? Robert Keith, aðalleikar-
inn hjá okkur, lofaði að hjálpa
okkur. Við æfðum í sjálfu Xeik
húsinu á hverju kvöldi, og æfð
um okkur auk þess í herbergjum
mömmu í Ritz, þangað til ég
hafði bætt hvert smáatriði í hlut
verkinu.
Hálfum mánuði síðar sat ég að
tjaldabaki í stjörnuherberginu í
Playhouse í 48. -götu, og beið
þess að tjaldið væri dregið upp
fyrir frumraun minni á Broad-
way. Blöðin höfðu ekki legið á
liði sínu, en töluðu um „nýja
Barrymore-frumsýningu", nýjan
áfanga í leiklist Ameríku. Eg
vissi ekki í þennan heim né
annan. Var það ekki í þessu leik
húsi, sem William Brady hafði
gripið fram í fyrir mér í fyrstu
setningunni minni? Og nú, tæpu
ári síðar, var nafnið mitt í ljósa
auglýsingum á Broadway!
Skeytin drifu að mér. Það, sem
Bert Lytell sendi, er einskonar
meðaltal af þeim öllum:
„Gakktu inn á sviðið í
kvöld, Diana mín, og sýndu
þeim, að raunverulega hefur
Ethel frænka þín erft snilli-
gáfuna frá þér. Þú verður að
vera eins góð og allir ætlast
til af þér — og ég veit,
að þú getur verið“.
Eg gat ekki setið kyrr. Eg
ranglaði um að tjaldabaki og
gerði þá það ófyrirgefanlega: Eg
kíkti á áhorfendurna gegn um
gatife á tjaldinu. Þarna sátu
mamma og Harry Tweed, hún
í hreysikattarskinnum, uppá-
búin eins og drottning, en næst
henni Elsa Maxwell, sem hún
hafði borðað með kvöldverð, þar
næst George Jean Nathan. Og
þarna var heill herskari af þekkt
um nöfnum . . .
Loksins rann upp fyrir mér
hversu skelfilega ég var stödd.
Þetta er hrein vitfirring, sagði
ég við sjálfa mig. Hvað hef ég
verið að ana út í? Eg heyrði lófa
takið við lok fyrsta þáttar. Eg
hljóp inn í búningsherbergið
mitt og sat þar eins og ræfill, í
fullUm skrúða, og beið. Annar
þáttur hófst. Eg var gripin skelf
ingu. Guð minn góður, ég man
ekki fyrstu setninguna mína!
hugsaði ég. Eg verð að fara út
á sviðið, framan í þeim öllum
oc standa mállaus! Eg skal . . .
Bob Keith rak inn höfuðið. —
Jæja, telpa mín, þá kemur að
okkur!
Eg elti hann eins og svefngeng
ill og beið til hliðar við sviðið.
Eg átti að ganga fyrir glugga,
og kalla, áður en ég kæmi í Ijós:
„Herra Dickens! Herra Dickens!"
Eg heyrði til sjálfrar mín. Þeg
ar ég nefndi nafnið í seinna
skiptið, og áður en ég kæmi
fram, dunaði lófatakið, svo að ég
ætlaði næstum að ærast. Eg hélt
áfram og áfram, stanzaði svo
eins og ég væri frosin á leiksvið
inu og beið eftir að því linnti. Og
þegar klappinu hætti, hljóp í mig
hugrekkið. Eg missti ekki eina
setningu úr. Eg mundi allt, sem
mamma hafði kennt mér . . .
Þegar ég kom af sviðinu, að
lfcikslokum, var ég umkringd alls
konar fólki, sem faðmaði mig og
kyssti. Mamma þaut bak við
tjöldin, grátandi. Harry lagði
handlegginn utan um mig. —
Þetta var gott hjá þér, elpa mín.
Svona lofsyrði frá Harry voru
álíka eins og að vera kölluð
Sarah Bernard önnur. í leigu-
vagninum endurók mamma, hvað
eftir annað: — Ó, kisa mín, kisa
mín! Og þegar heim kom, bland
aði hún í glas af Ovaltine handa
mér. Það var áreiðanlega í
fyrsta sinn, sem mamma hafði
búið nokkuð til har.da mér með
eigin hendi.
Við biðum öll með óþreyju eft
ir morgunblöðunum, og lásum
þau í rúminu með uppglennt
augu. Brooks Atkinson í
TIMES hafði skrifað". í hlutve/ki
Caroline Bronson sýndi ungfrú
Barrymore rómantiskan leik,
sem lvfti sýningunni upp úr
lægðinni, og var undursamlega
þroskaður. Þetta er bezta Barry
more-frumsýningin lengi . . .“
Burns Mantle skrifaði:
„Spenningurinn náði hámarki
sínu undir lok annars þáttar,
þegar Diana Barrymore gekk inn
á sviðið . . . “
Meginefni allra leikdómanna
var það, að sýningin hefði ekki
mátt tæpara standa, en að ég
hefði haldið henni uppi.
Líklega hefur engin atvinnu
leikkona nokkru sinni úthellt
hjarta sínu eins og ég gerði í
þakkarbréfinu til hr. Atkinsons.
Og svar hans kom — kurteislegt
og vandlega hugsað.
„ . . . Þér hafið fulla ástæðu
til að gera yður góðar vonir.
Mér dettur ekki í hug að
halda því fram, að þér séub
fullþroskuð leikkona ennþá.
Hvað þér verðið, veltur á
því, hversu rnikla vinnu þér
leggið í það og hve mikið á-
hugamál leiklistin er yður . . .
Mismunurinn á eftirtektar-
verðum leikkonum og mikl-
um leikkonum er tilfinninga-
atriði og hugarástands. Þar á
ég við það, að þær, sem
skilja eftir áhrif á huga áhorf
andans,' hafa einhvern hæfi-
leika til ástar eða meðaumk-
unar og hafa áhuga á mann-
legum-verum . . . Eg myndi
ekki setja upp þennan skóla-
kennarasvip ef ég héldi ekki
að þér hefðuð raunverulega
leiklistarhæfileika og vonaði,
að þér takið list yðar með
fuliri alvöru“.
Eg lofaði sjálfri mér: Eg lofa
því! Þér skuluð sjá! Þér skuluð
sannarlega sjá, hr. Atkinson.
Þessi vægilega meðferð leik-
dómaranna á mér nægði sarnt
ekki til að bjarga Dickens. Hann
hætti eftir sex sýningar. En ég
var tafarlaust ráðin í „Hamingju
daga“ eftir Zoe Atkins, sem
gekk stutt, gg að því loknu í leik
rit eftir Ednu Ferber og George
Kaufman. Leikdómarnir voru
yfirleitt góðir. Því miður var
Bram ekki til.að gleðjast með
mér, því að hann hafði farið í
leikför með öðrum flokki, en
við skiptumst á bréfum — brenn
heitum ástarbréfum. Bram sendi
alltaf bréfin til mín í-leikhúsið,
því að mamma reif upp öll bréf
mín, og var sífellt tortryggín og
full grunsemda. Eg fór að fá
bréf frá Hollywood. Mamma
þverneitaði öllum slíkum tilboð
um. — Ef þú ferð í þessar verk
smiðjur, eyðileggja þær þig,
sagði hún einbeittlega. — Þú
veizt hvernig þær hafa farið með
hann pabba þinn.
Ég reyndi að malda í móinn.
— Mér finnst allt benda til þess
að ég eigi að fara til Hollywood.
enda ætla ég að fara þangað
undir eins og ég er orðin tuttugu
og eins árs. Þú slepptir bæði
Leonard og Robin áður en þeir
voru svo gamlir. Þú skilur ekki,
hvaða þýðingu það hefur fyrir
mig, að geta unnið fyrir mér
sjálf og ráðið mér sjálf og tekið
mínar ákvarðanir sjálf.
— Það skulum við tala betur
um þegar þú ert orðin tuttugu
og eins, svaraði hún.
Og heldur ekki lét hún undan,
þegar Louis Shurr, merkasti um
boðsmaðurinn í New York, bauð
mér þúsund dollara á viku. —
Nei, ég læt hana ekki í eina af
Skáldið 09 mamma litla
Eg tala aldrei við hann Bjössa Eg var eitthvað að tala um þig Hvað heldurðu að hann hafi sagt.
frænda þinn aftur — aldrei að eilífu. við hann — og ég sagði, að þú vær- Jú, hann sagði: „Það er alveg rétt
Hann gengur um og rægir þig. ir bjáni. hjá þér“, bölvaður dóninn.
L
ú
á
SOUND9 LIKE A
THIS IS ONE OF HUNT
McCLUNE'S TRACXNG POSTS
...HE HAS A WHOLE STRINS
V- OF THEM / ___,
Blö MAN IN THE
NORTH/ r~
VOU STAV
HERE, EVE...ILL
JUST BE A
FEW MINUTES/
HE IS... A FABULOUS
MAN/... l'VE NEVER MET
HIM, BUT I'VE HEARD
A LOT ABOUT HIM/
__Þetta er ein af verzlunum — Hann virðist mikill maður
McClunes . . . Hann á heilmarg- hér um slóðir.
ar!
— Það er hann ... stórkostleg- þú hér Eva .
ur! Ég hef aldrei hitt hann, að- stundj
eins heyrt um hann talað! Bídd
Ég verð enga
þessum sjö ára fangavistum. ÞS
sleppur hún aldrei aftur. Nei,
kannske sex mánaða ráðningu.
E? kaupið er gott og félagið
sömuleiðis.
Hr. Shttrr fórnaði höndum. —
Hver haldið þér að setji peninga
í stjörnu til þess að láta hana
svo fara leiðar sinnar eftir hálft
ár?
— En svo meðan á síðasta leik
ritinu stóð, hringdi hann einu
sinni í mig. Walter Wagner leik-
stjóri ætlar að sjá leikinn I
kvöld. Reynið þér að vekja eftir
tekt hans! Eg kannaðist við
Walter Wagner, sem hafði skap
aó margar stjörnur, hann hafði
komið Hedy Lamarr, Claudette
Colbert og fleirum að í Holly-
wood. Eftir sýninguna kom Louis
með Wagner, sem var laglegur,
þrekvaxinn maður, inn í búnings
herbergið mitt. Daginn eftir
ræddum við um ráðningu. Eg
vildi láta gera stjörnu úr mér og
ég vildi fá þúsund dali á viku.
Jú, hann skyldi gera úr mér
stjörnu. Jú, ég skyldi fá þúsund
á viku. Hvað það snerti að ráða
mig aðeins til sex mánaða, sagði
hann: — Eg held varlá, að yður
muni langa neitt til New York
aftur, þegar sex mánuðir eru
gjllltvarpiö
Fimmtudagur 8. desember V
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. —
leikar. — 8;30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir.
12 00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
13.00 ,,A frívaktinni'*, sjómannaþáttur
(Guðrún Erlendsdóttir).
14.40 ,,Við sem heima sitjum" (Svava
Jakobsdóttir B.A.).
15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00
Fréttir. — 16.00 Fréttir og veður-
fregnir).
18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða
Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir
sjá um tímann).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.00 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Fjölskyldur hljóðfæranna*': Þjóð
lagaþættir frá UNESCO, menning-
ar- og vísindastofnun Sameinuðu
þjóðanna; II. þáttur: Belghljóð-
færin. ^
20.30 Kvöldvaka:
a) Lestur fornrita: Lárentíusar
saga Kálfssonar VI. (Andrés
Björnsson-cand. mag.).
b) Haustnótt í kirkju, frásögn
Ingivalds Nikulássonar. (Séra
Jón Kr. Isfeld flytur).
c) Islenzk tónlist: Lög eftir Hall-
grím Helgason. ‘
d) Erindi: I skóla hjá séra Þor-
valdi í Sauðlauksdal; síðari
hluti (Lúðvík Kristjánsson rit-
höfundur).
21.45 Islenzkt mál (Asgeir Bl. Magn-
ússon cand. magj.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Upplestur: „Skin eftir skúrw#
skáldsögukafli eftir Jón Mýrdal
(Séra Sveinn Víkingur).
22.30 Kammertónleikar: Tríó í Es-dúr
op. 100 eftir Schubert (Lev Obor
ín leikur á píanó, David Oistrakh
á fiðlu og Knúsévitsky á kné-
fiðlu).
23.05 Dagskrárlok.
Föstudagur 9. desember
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. —
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir.
— 9.20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp.
(12.25 Fréttir og tilkynningar).
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00
Fréttir. — 16.00 Fréttir og veð-
urfregnir).
18.00 Börnin heimsækja framandi þjóð
ir: Guðmundur M. Þorláksson
segir frá Rauðskinnum í Panama.
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Þingfr^ttir. — Tónleikar.
18.50 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Daglegt mál (Oskar Halldórsson,
cand. mag.).
20.05 Efst á baugi (Haraldur J. Ham-
ar og Heimir Hannesson annast
þáttinn).
20.35 „Ungir tónlistarmenn”: Pétur
Þorvaldsson og Gísli Magnússon
leika saman á knéfiðlu og píanó:
a) Þrjár fantasíur eftir Schu-
mann.
b) Elégie eftir Fauré.
21.00 Upplestur: Arnfríður Jónatans-
dóttir skáldkona les úr Sóleyjar-
kvæðum Jóhannesar úr Kötlum,
21.10 „Harpa Davíðs**: Guðmundur
Matthíasson söngkennari kynnir
tónlist Gyðinga; VI. þáttur.
21.30 Utvarpssagan: „Læknirinn Lúk-
as“ eftir Taylor Caldwell; XIX,
(Ragnheiður Hafstein),
22.00 Fréttir og veðurfregnlr.
22.10 Ferðaþáttur frá Italíu, úr bók-
inni „Regn á rykið'* eftir Thor
Vilhjálmsson (Höf. flytur).
22.30 1 léttum tón: Italskar hljóm-
sveitir leika.
23.00 Dagskrárlok.