Morgunblaðið - 08.12.1960, Blaðsíða 8
8
M O R r. V y p r 4 Ttlfí
Fimmtudagur 8. des. 1960
P.V.G. Kolka skrifar um
„Fagra land”
eftir Birgi Kjaran
ÞAÐ var einhvern tíma snemma
á skólaárum mínum, að dr.
Helgi Péturss hélt jarðfræðileg-
an fyrirlestur um nágrenni
Reykjavíkur. Það mál sitt flutti
hann á fögrum vordegi uppi við
Skólavörðu, en þá skyggðu eng-
in hús á útsýnið þaðan. Fátt
man eg af því, sem dr. Helgi
sagði um fjallahringinn og sköp
unarsögu hans, en mér er það
minnisstætt, að hann kvað flesta
ekki kunna að sjá það, sem þeir
horfðu á, m. a. s. daglega. All-
flestum mun nú að vísu svo
háttað, að þeir koma auga á
fegurð og tign landsins í stór-
um dráttum, t. d. af Kamba-
brún í björtu veðri, en færri
sjá fegurðina í blæbrigðum
gróðurs og grjóts, breytilega frá
degi til dags og samdægurs, eft-
ir því sem sól færist til á lofti,
skynja hana í lágvöxnum gróðri
mela og móa eða í ríki fugl-
anua, fiskanna og jafnvel skor-
dýranna. Menn horfa of oft á
lífíð þar með augum kattarins
c g eðli minksins.
Fagra land Birgis Kjarans er
sú bezta íslandslýsing, sem eg
hef lesið, svo langt sem hún
nær. Hér er að vísu ekki um
að ræða kerfisbundna frásögn
um landslag, gróður og dýralíf
eftir héruðum, heldur stakar
myndir af þessu öllu, dregnar
af manni, sem hefur áhuga
náttúruskoðarans fyrir því sér-
kennilega, ást listamannsins á
því, sem fagurt er, og þekk-
ingu fræðimannsins á sögu
landsins, eins og hún birtist í
bókmenntum og munnmælum.
Það kemur flatt upp á mann að
finna þessa eiginleika hjá höf-
undi, sem er fæddur og uppal-
inn í borg, hefur glímt við
þurrar tölur hagfræðinnar á
skólabekk og síðar haft kaup-
sýslu og stjórnmál að starfi.
Þetta verður þó ekki eins dul-
arfullt, þegar maður veit, að
hann er kominn af einni mestu
fræðimannaætt landsins á síðari
öldum og er náskyldur skáldinu
og fagurkeranum Steingrími
Thorsteinsson. Mendelslögmálið
segir til sín, þótt hann telji
sjálfur, að Kjarval, sjómenn,
3 herb. íbúð.
Mjög rúmgóð og í ágætu ásigkomulagi við Víðimel
til sölu. Hitaveita.
STFANN JÖNSSON. hdl.
Kirkjuhvoli — Símar 19090 — 14951.
OPNUM A MORGUN
H árgreiðslustofu
að Sólheimum 1. (horni Sólheima og Álfhelma).
Sími: 36155.
Kristín Þórarinsdóttir Sigríður H. Guðmundsdóttir
(Didda) (Sigga)
4
*|
k
Jólatréseríur
4 teg.
Zja tóna dyrabjöllui
3 teg.
Kertaperur
.f tt-
VESTURGÖTU 2 -SIMI 24330
bændur og veiðimenn hafi kennt
sér að sjá það, sem fyrir augu
hans ber úti í náttúrunni.
Það er gaman að því að ferð-
ast með Kjaran, hvort sem hann
svífur í flugvél yfir eldstöðvar
austurjökla, kannar hásali und-
irheimanna í Viðgemli og Gull-
borgarhelli, fer til lax- og sil-
ungsveiða upp í óbyggðir, til
hrognkelsaveiða á trillubáti um
Skerjafjörð, hlustar á ævintýri
hvalfangara eða klifrar upp í
kletta til þess að horfast í augu
við fráneygan arnarunga. Við
hittum á þessu ferðalagi stór-
merkilega menn, því að fólkið
er einnig hluti af lifandi nóttúru
landsins. Hér sjáum við snæ-
fellskan bónda, sem er meðlim-
ur í Stærðfræðifélagi Islands,
þótt hann hafi aldrei gengið ó
æðri skóla, á stærðfræðirit á
helztu heimsmálunum í bóka-
skápnum sínum og hefur fengið
birtar ritgerðir um æðri mathe-
matik í erlendum sérfræðirit-
um. Hér hittum við líka harð-
fengan Reyknesing, sem hefur
séð fleiri en eitt skip farast í
brimgarðinum og borið lík ó-
þekkta sjómannsins langan veg
til byggða. Við hlustum á heim-
spekilegar hugleiðingar sægarpa,
meðan setið er yfir borðum í
„messanum“, og heyrum um
viðureign þeirra við stærstu
skepnur úthafsins.
Af mörgum ágætum myndum,
sem prýða bókina, eru fugla-
myndirnar einna merkilegastar.
Höfundur er í vinfengi við alla
nóttúru landsins, en vængjuðu
vinirnir virðast standa hjarta
hans næst. Lýsingarnar á þeim
snertu gamlan streng í mínu
brjósti, frá því að eg vakti yfir
velli um vorbjartar nætur,
horfði á sólina troða marvaðann
á glituðum haffleti Húnaflóa,
sá hana gægjast fram undan
austurbrún Spákonufells eftir
stuttan feluleik, hlýddi á morg-
unsöng mófuglanna, nývaknaðra
af stuttum miðnætursvefni, og
fylgdist með vexti og háttum
unganna þeirra.
Það eru tvær aðferðir til að
kenna uppvaxandi kynslóð að
þekkja land sitt og kynnast
sögu þjóðar sinnar. Önnur er
vélræn, fólginu í því að raða í
nemandann örnefnum og ártöl-
um, t. d. upplýsingum um hæð
einstakra fjalla, flatarmál jökla,
vatna og gróins lands eða fróð-
leik um ýmsa viðburði, sem
hafa gerzt fyrr á öldum, ásámt
lýsingu á því, hvar og hvenær
þeir hafi átt sér stað. Með
stuðningi landabréfs má gera
myndina nokkru skýrari, svo
að stærðarhlutfpllin milli ein-
stakra landshluta og milli há-
lendis og láglendis mótist á
heilann. Á þann veg er hægt
að gera úr nemanda, sem hefur
sæmilegar námsgáfur, nokkurs
konar spjaldskró, og hann get-
ur jafnvel slagað upp í raf-
eindaheila af ódýrustu gerð, ef
hann er framúrskarandi náms-
maður. Þar fyrjr getur hann
verið óþokki, sem fremur
skemmdarverk á landi sínu,
H íseigendafélag Reykjavíkur
Lögfræðilegar leiðbeiningar eru veittar á skrif-
stofu félagsins alla virka daga kl. 5—7 e. h. nema
laugardaga.
Tvær stúlkur
Matráðskona og aðstoðarstúlka í eldhúsi og við
ræstingu óskast sem fyrst að símstöðinni Brú Hrúta-
firði. Nánari upplýsingar gefnar þar.
Allar jólabœkurnar
sem út eru komnar fást nú þegar
í verzlun okkar.
Bók er tryggur vinur,
athvarf, sem ekki bregzt.
Bókaverzlun
Stefáns Stefánssonar h.f.
Laugavegi 8 — Síml 19850.
(við hliðina á Skartgripaverzl. Jóns Sigmundssonar).
Jörð til sö'u
Til sölu og laus til ábúðar í næstu fardögum er
jörðin Blámýri í Ögurhreppi Norður-ísafjarðarsýslu.
Hlunnindi. Semja ber við eiganda og ábúanda jarð-
arinnar Valdimar Sigvaldason. Einnig eru gefnar
uppl. í síma 320 Isafirði og 19559 Reykjavík.
kveikir í skógargróðri, stráir
brotnum brennivínsflöskum og
tómum niðursuðudósum um Lög
berg og er haldinn drápsfýsn
gagnvart heiðlóum, æðarfuglum
og öðrum íbúum landsins, sem
auðga náttúru þess og gera hana
unaðslegri með návist sinni.
Þrátt fyrir þekkinguna á sögu
landsins getur hann verið þröng
sýnn dóni, sem setur stundar-
hag sinn og stéttar sinnar ofar
allri viðleitni til að skapa þjóð-
arheildinni betra líf í nútíð og
framtíð. Hin þurra þekking hef-
ur litla eða stundum verri en
enga þjóðfélagslega þýðingu, „sé
hjartað ei með, sem undir slær.“
Það er líka til önnur kennslu-
aðferð, sú að beina athygli nem-
andans að tign, fegurð og un-
aðsleik íslenzkrar náttúru, sýna
honum fjölbreytni hennar og
auðlegð, sem að vísu verður
ekki öll metin í álnum og fisk-
um ,né í dollurum og rúblum,
svo að notaður sé sá gjaldeyrir,
sem stendur nútímanum nær.
Það er hægt að kenna honum
Islandssöguna á þann veg, að
hann finni örlög þjóðar sinnar
sem hluta af örlögum sín sjálfs,
sem sjálfskaparvíti eða ham-
ingju, eftir því hvernig haldið
er á og með er farið af hon-
um og samtíðarmönnum hans.
Það er hægt að glæða hjá hon-
um tilfinninguna fyrir því, að
landið, náttúra þess og saga er
ein heild og að í þeim líkama
er hann sjálfur fruma, sem
dregur rétt sinn til lífsins og
þrótt sinn til að lifa úr sí-
streymandi blóði þessa líkama.
Þetta er þó aðeins hægt með
því, að undirstöðuatriðið í þjóð-
félagslegu uppeldi hans sé að
kenna honum að sjá, en ekki
aðeins að horfa á tilveruna í
kringum sig með köldum aug-
um þorsksins. Þess vegna er
Fagra land Birgis Kjarans Is-
landslýsing og kennslubók í
þess orðs bezta skilningi.
Eg kynntist á hernámsárunum
merkilegum manni, enska fugla-
fræðingnum Haig Thomas, sem
var um tíma liðsforingi í setu-
liðinu á Blönduósi. Hann hafði
komið til íslands oft áður og
dvalizt einkum við Mývatn, var
hrifinn af fuglalífinu þar og átti
endur þaðan sem húsdýr á bú-
garði sínum í Suður-Englandi.
Hann hafði áhyggjur af því, að
þær færust vegna fjarvistar
hans, og svo hefur víst orðið,
því að hann féll í innrásinni í
Frakkland. Eg var lítt kunnugur
Mývatnssveit, en mér fór að
verða hlýtt.til hennar eftir við-
tal mitt við þennan útlending.
Eins gæti eg trúað því, að mörg-
um fari að þykja vænna um
ýmsa staði á Islandi eftir að
hafa lesið lýsingu Birgis Kjar-
ans, þótt þeir hafi ekki stigið
þar fæti.
Fagra land vekur sennilega
ekki mikla aðdáun þeirra, sem
kunna bezt við sig í vínangan,
vindlingareyk og djazzglamri
skemmtistaðanna, en verður
fengur hinum, sem geta — eins
og eg hef orðað það á öðrum
stað —
glaðzt við daggar glit á laufi,
gróðurilm og flosað blað.
P. V. G. Kolka.
IWLAL.FLUTNINGSSTOFA
Einar B. Guðmundsson
Guðlaugur Þorláksson
Guðmundur Pétursson
Aðalstræti 6, III hæð.
Símar 12002 — 13202 — 1360?
Árni Guðjónsson
hæstaréttarlögmaður
Garðastræti 17