Morgunblaðið - 08.12.1960, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 8. des. 1960
MORcr’ynTAÐIÐ
13
Afgreiðsla fjarlaga miðast við greiðslu-
hailalausan ríkisbúskap
Úr rœðu Magnúsar Jónssonar vjð
2. umrœðu fjárlaga í gœr
FRUMVARP til fjárlaga fyr-
ir árið 1961 var tekið til 2.
umræðu í Sameinuðu þingi
í gær. Formaður fjárveitinga
nefndar, Magnús Jónsson,
tók fyrstur til máls og hafði
framsögu af hálfu meirihluta
f járveitinganefndar. Flutti
hann ítarlega og greinargóða
ræðu og talaði nærri tvær
klukkustundir. Verður hér
getið nokkurra atriða úr
ræðum Magnúsar.
Tími skatta og tolla-
hækkana að baki
f upphafi máls' síns skýrði
Magnús Jónsson frá störfum fjár-
veitinganefndar og fór því næst
nokkrum orðum um breytt við-
horf í fjármálum þjóðarinnar
vegna efnahagsaðgerða ríkis-
stjórnarinnar, sem nauðsynlegar
hefðu verið til að komast út úr
því alvarlega öngþveiti, sem verð
bólguþróunin hefði leitt til. Þess
ar aðgerðir hefðu m.a. þær af-
leiðingar að í þjóðarbúskapnum
jafnt sem búskap einstakra borg-
ara yrði að sýna meiri hagsýni
og aðgæzlu um ráðstöfun fjár-
muna. Tími skatta- og tollahækk-
ana væri að baki nema að stefnt
yrði af skammsýni út í nýjar ó-
færur. Stefnt væri inn á nýjar og
farsælar brautir í skattamálum
og unnið að víðtækri athugun á
tollalöggjöfinni. Jafnvægi í eín?.
hagskerfinu innanlands og við-
skiptum við útlönd mundi skerða
mjög hina óeðlilegu árlegu aukn-
ingu ríkistekna undanfarin ár og
tekjuaukning ríkissjóðs hlyti því
á næstunni að ákvarðast af aukn
ingu þjóðartekna og þjóðaifram-
leiðslu. Síðan sagði ræðumaður
orðrétt:
Athugun á aukningu
f ríkisútgjalda
Þetta eru þau fjármálalegu við
horf, sem hafa verður í huga við
afgreiðslu fjárlaga fyrir árið
1961. Vegna skipulagsbreytinga
og sem bein afleiðing af geng-
isbreytingunni, hlutu fjárlög árs-
ins 1960 að hækka mjög veru-
lega frá fjárlögum fyrra árs. Þar
sem gengisbreytingin gilti ekki
allt árið 1960, koma öll áhrif
hennar til aukinna útgjalda ríkis-
sjóðs ekki fram fyrr en á árinu
1961. Telja má víst, að útgjöld
ríkissjóðs, beinlínis vegna áhrifa
efnahagsaðgerðanna á sl. vetri,
muni aukast um að minnsta kosti
55 millj. kr. á árinu 1961. Er bróð
urpartur þeirrar upphæðar auk-
in útgjöld almannatrygginga,
fyrst og fremst vegna fjölskyldu-
bóta, sem gilda nú allt næsta
fjárhagsár. Hefði ekki verið um
þessar sérstöku hækkanir að
ræða, hefði fjárlagafrumvarpið
nú beinlínis verið töluvert lægra
en fjárlög ársins 1960. f nefndar-
áliti meirihluta fjárveitinganefnd
ar við afgreiðslu síðustu fjárlaga,
var lögð á það rík áherzla, að
nú yrði hafizt handa um alls-
herjar athugun á ölium þáttum
ríkisútgjalda, með það fyrir aug-
um, að takmarka þau, svo sem
auðið væri og jafnframt benti ég
í framsöguræðu á nauðsyn þess*
að gerð yrði á þvi athugun, hve
mikið ríkisútgjöld mættu aukast
árlega eftir að jafnvægi væri á
komið í efnahagsmálunum, án
þess að afkonjjr ríkissjóðs væri
teflt í hættu. Athugun á aukn-
ingu ríkisútgjalda miðað við
stöðugt verðlag var gert fyrir 2
árum, fyrir nokkur næstu ár þar
á undan og reyndist þá árleg út-
gjaldaaukning rúmlega 9%.
Hygg ég að sú aukning sé mun
meiri en fær staðist á jafnvæg-
istímum nema um mjög verulega
aukningu þjóðartekna sé að
ræða.
Dregið úr útgjöldum
ríkissjóðs
Við undirbúning þessa fjárlaga
frumvarps, hefur fullkomlega
verið unnið í þeim anda, sem
bent var á við afgreiðslu síðustu
fjárlaga, að ríkja þyrfti. f mörg-
um greinum hafa verið gerðar
ráðstafanir til þess beinlínis að
draga úr útgjöldum ríkissjóðs og
staðið hefur verið gegn allri út-
þenslu í ríkiskerfinu. Svo sem
hæstvirtur fjármálaráðherra
lýsti í framsöguræðu sinni með
fjárlagafrumvarpinu, er nú unn-
ið að kerfisbundinni athugun á
vinnubrögðum í ýmsum ríkis-
stofnunum og athuguð úrræði til
meiri hagsýni og betra skipulags
í ýmsum greinum ríkiskerfisins.
Birtist árangur ýmsra þessara
aðgerða í fjárlagafrumvarpinu,
en ýms önnur atriði eru í undir-
búningi.
Hófsamleg hækkun
Gera má ráð fyrir að fjárlög
ársins 1961 verði 85—90 millj.
kr. hærri en fjárlög yfirstand-
andi árs. Ef frá eru taldar þær
um það bil 55 millj. kr., sem eru
óhjákvæmileg hækkun á fram-
lögum til tryggingabóta og hluta
tryggingasjóðs, sem eru sérstaks
eðlis og leiða ekki til samsvar-
andi hækkunar 1962, þá er ekki
um að ræða nema um það bil
tveggja prósent útgjaldahækkun
miðað við fjárlög ársins 1960.
Verður að telja að sú hækkun sé
mjög hófsamleg og vel innan
þeirra takmarka, sem eðlileg
mætti teljast á tímum efnahags-
legs jafnvægis í þjóðfélaginu.
Fjárhagsgeta
þjóðarinnar lítil
Fjárveitinganefnd hefur ekki
nema að mjög litlu leyti tekið
tillit til þeirra óska sem henni
bárust um hækkun framlaga til
hinna margvíslegustu mála. Er
það raunar óskemmtilegt hlut-
verk, að verða að neita um fé
til margra nauðsynlegra verk-
efna, sem mikilvægt er að vinna,
að, en því miður verður margt
Magnús Jónsson
að bíða í litlu þjóðfélagi, senj
hefur takmörkuð fjárráð og hef-
ur í mörgum efnum reist sér
hurðarás um öxl. Það getur ver-
ið fróðlegt að vita hvað t.d. aðr-
ar þjóðir verja til ýmissa mála.
En því miður er fjárhagsgeta
okkar litlu þjóðar æði miklu
minni en flestra annarra þjóða
og við verðum því nauðugir að
bíta í það súra epli, að geta ekki
haft allt jafn fullkomið hjá okk-
ur og hjá þeim. Þetta breytir auð
vitað ekki þeirri staðreynd, að
við verðum að stefna framávið
til aukinna framkvæmda og fram
fara, en verðum ætíð að gæta
þess, að fara ekki hraðar en svo,
að við kollsiglum okkur ekki.
Þótt mörgum muni vafalaust finn
ast sinn hlutur lítill eða jafnvel
fyrir borð borinn í tillögum fjár
veitinganefndar, þá er engu að
síður staðreyndin sú, að fremur
má með réttu saka nefndina um
að ganga of langt í útgjaldahækk
unar tillögum sínum, þannig að
teflt sé í hættu því grundvallar-
atriði, að hafa hallalausan ríkis-
búskap svo sem ég mun síðar
víkja að.
Ónauðsynleg útgjöld
skorin niður
Það er höfuðnauðsyn að leita
nú allra úrræða til sparnaðar og
hagsýni í hinni fjölþættu starf-
semi ríkisins. Þjóðin hefur orð-
ið að taka á sig allþungar kvaðir
og kjaraskerðingu um sinn með-
an hún er að koma efnahagsmál-
um sínum í eðlilegum farveg. Og
það er sjálfsögð sanngirniskrafa
þjóðarinnar til ríkisvaldsins, að
þeir fjármunir sem þjóðin verður
að greiða til opinberra og sam-
eiginlegra þarfa séu notaðir af
svo mikilli fyrirhyggju og hag-
sýni sem við verður kómið, og
öll ónauðsynleg útgjöld skorin
niður. Því miður er þó hægar
sagt en gert, að skera niður út-
gjöld ríkissjóðs og kröfur almenn
ings um það efni oft harla óraun
sæjar. Þau útgjöld sem mest
vega, snerta líka flest hagsmuni
stórs hluta þjóðfélagsborgaranna
og því næsta vafasamt að niður-
skurður ríkisútgjalda í stórum
stíl mundi valda nokkurri al-
mennri ánægju. Engu að síður
má þó án efa draga úr útgjöld-
um á ýmsum sviðum og koma á
skynsamlegum starfsháttum, þótt
flestar slíkar skipulagsbreyting-
ar kosti áreiðanlega verulega
mótspyrnu, en ekki tjóir annað
en að brjóta slíka mótspyrnu á
bak aftur, ef menn að athuguðu
máli eru sannfærðir um, að breyt
ing sé skynsamleg og nauðsynleg.
★
Þá vék ræðumaður að sparn-
aðarábendingum meirihluta fjár-
veitingarnefndar, sem raktar
hafa verið hér 1 blaðinu. Síðan
ræddi hann einstakar breyting-
artillögur nefndarinnar við
frumvarpið og gerði grein fyrir
þýðingu þeirra hverrár fyrir
sig. Þá drap hann á tekjuáætl-
un fjárlagafrumvarpsins
komst þannig að orði:
Dregið hefur úr inn-
flutningi hátollavara
Þegar tekjuáætlun fjárlaga
fyrir yfirstandandi ár var gerð,
var byggt á greiðslujafnaðar-
áætlun, sem gerði ráð fyrir
2.250 millj. kr. innflutningi á
árinu á nýja genginu, að frá-
töldum innflutningi skipa og
flugvéla. Var það um 20%
lækkun innflutnings frá árinu
1959. Að því er tekjur af þess-
um innflutningi snerti, var fylgt
áætlun um samsetningu hans,
er Hagstofan hafði gert. Sú áætl
un var byggð á reynslu ársins
1958, þar sem sundurliðun inn-
flutningsins 1959 lá ekki fyrir,
þegar áætlanirnar upphaflega
voru gerðar, og síðan valdar
forsendur um það, hver áhrif
efnahagsráðstafanirnar myndu
hafa á samsetning innflutnings-
ins. Eins og fram var tekið
í nefndaráliti meirihluta fjár-
veitinganefndar þá, voru allar
þessar áætlanir háðar mikilli
óvissu, þar sem ekki var hægt
að vita nema með ágizkunum
hver áhrif efnahagsráðstafan-
anna á heildarverðmæti og sam-
setning innflutningsins mundu
verða. Ágrundvelli ítarlegrar
athugunar, sem gerð var nú í
nóvembermánuði er áætlað, að
innflutningur ársins 1960 verði
um 2.513 millj. kr., en það er
um 10% meiri innflutningur en
fyrri áætlun gerði ráð fyrir.
Stafar þetta eingöngu af mikl-
um innflutningi á fyrsta árs-
fjórðungi, þ.e.a.s. rétt á undan
og rétt á eftir, að efnahagsráð-
stafanirnar komu til fram-
kvæmda. Aftur á móti reyndist
innflutningur í mánuðunum ap-
ríl—október 20% lægri en í
sömu mánuðum ársins 1959, og
er það sami samdráttur inn-
flutnings og áætlanirnar höfðu
gert ráð fyrir á öllu árinu.
Þrátt fyrir þessa aukningu inn-
flutningsins, verða tolltekjurn-
ar minni en gert var ráð fyrir.
Er orsökin fyrst og fremst sú,
að mun meira hefur dregið úr
innflutningi hátollavara en áætl
að var, þannig að hverjar 100
krónur innfiutnings gefa af sér
um 10% minna í vörumagns-
tolli og verðtolli og 7.7% minna
í söluskatti en reiknað hafði
verið með.
Innflutningsáætlun
Þar sem upplýsingar liggja
enn ekki fyrir um tvo síðustu
mánuði yfirstandandi árs, verð-
ur auðvitað að -áætla innflutn-
ing og tolltekjur þeirra. Hefur
í þeirri áætlun verið gert ráð
fyrir, að innflutningurinn þessa
mánuði verði 16% lægri en í
sömu mánuðum ársins 1959, og
er það í samræmi við lækkun
innflutningsins í mánuðunum
ágúst—október. Að því er toll-
tekjur þessa innflutnings snert-
ir, hafa verið valdar tvær mis-
munandi forsendur. Önnur er
sú, að hverjar 100 krónur inn-
flutnings í mánuðunum nóvem-
ber-desember gefi af sér sömu
tolltekjur og í mánuðum janúar
október 1960, en hin, að hverjarr
100 krónur innfh.cnings í mán-
uðum nóvember og desember
gefi af sér hlutfallslega jafn-
miklu hærri tolltekjur en í
mánuðum janúar-október og
þær gerðu á árinu 1959. Er hér
um að ræða hinn hagstæðasta
og óhagstæðasta möguleika um
innflutning á þessum mánuðum,
og hefur verið tekið meðaltal
þessara áætlana. Er líklegt, að
sú tala sé raunhæf.
Þessi áætlun um innflutning-
inn 1960 og tolltekjur ríkissjóðs
af honum, hefur verið lögð til
grundvallar við áætlun tolltekn-
anna á næsta ári. Hefur efna-
hagsmálaráðuneytið gert áætlun
fyrir 1961, þar sem gert er ráð
fyrir, að innflutningurinn það
ár verði 2.400 millj. kr. þ. e. a.
s. 16% minni en innflutningur
ársins 1959 og 4.5% minni en
hinn áætlaði innflutningur árs-
ins 1960. Er jafnframt gert ráð
fyrir sömu samsetningu innflutn
ingsins og á yfirstandandi ári,
þannig að hverjar 100 krónur í
innflutningi gefi af sér sömu
tekjur í aðflutningsgjöldum og
áætlað er að þær gefi á árinu
1960.
Einn liður bregzt
Áætlun hefur einnig verið
gerð um alla aðra tekjuliði ríkis
sjóð á yfirstandandi ári. Virðast
þeir ætla að standast áætlun
fjárlaga, nema hvað einn liður
bregst verulega og er það leyfis
gjaldið, sem gert er ráð fyrir að
gefa í ár aðeins 16,5 millj. kr.,
en áætlun fjárlaga er 53 miHj.
Er orsökin mikill samdráttur í
innflutningi bifreiða, sem m. a.
stafar af því, að af viðskipta-
ástæðum hefur orðið að tak-
marka bílainnflutninginn við
rússneskar bifreiðir. Tekju- og
eignaskattur mun í ár væntan-
lega gefa töluvert meira en
fjárlög gerðu ráð fyrir, en
ástæðan er eingöngu sú, að inn-
heimtan hefur gengið betur
vegna skattalagabreytingarinnar
á þessu ári og veruleg upphæð
komið inn af vangoldnum skatti
frá fyrra ári. Getur því eigi orð
ið um slíkar viðbótatekjur að
ræða á þessum lið á næsta ári,
auk þess sem hætta er á enn-
frekari skerðingu vegna fyrir-
hugaðrar skattabreytingar á
þessu þingi.
Hækkun tekna
í tillögum meirihluta fjárveit-
ingarnefndar er lagt til, að
hækka ýmsa liði aðflutnings-
gjalda um sakntals 35,8 milljón-
ir króna. Er þá þanþol tekju-
möguleikanna teigt til hins ýtr-
asta á öllum liðum, og verður
innflutningur þó raunar að
verða nokkru meiri en áætlun
efnahagsmálaráðuneytisins ger-
ir ráð fyrir, ef áætlunin um
tekjur af aðflutningsgjöldum á
að standast. Er.því ljóst, að hér
er teflt á svo tæpt vað, að ekki
er hægt að gera ráð fyrir
nokkrum tekjum til þess að
mæta umframgreiðslum á fjár-
lögum, og verður því að forð-
ast þær, svo sem raunar hefur
verið gert á yfirstandandi ári.
Verði því útgjöld ríkissjóðs
aukin umfram það sem tillögur
fjárveitinganefndar gera ráð fyr
ir, er næstum algjörlega öruggt,
að um greiðsluhalla verður að
ræða á næsta ári.
34.184.944
hækkun útgjalda
Samkvæmt tillögum fjárveit-
inganefndar hækka útgjöld frá
fjárlagafrumvarpinu um 34.184,-
944.00 krónur, og samkvæmt
meirihluta nefndarinnar hækka
tekjuliðir frumvarpsins um 35,8
milljónir og verður þá greiðslu-
Framh. á bls. 15