Morgunblaðið - 08.12.1960, Blaðsíða 24
16
DAGAR
TIL JÓLA
tmMii
16
DAGA R
TIL JÓLA
282. tbl. — Fimmtudagur 8. desember 1960
SlasaÖist er hann elfi uppi
ökuleyfislausan mann
Lögregluþjónn í skaðabátamáli
Dómarinn skipti sökinni, sem hann
taldi að y-i lögregluþjónsins
HJÁ borgardómara er geng-
inn dómur í skaðabótamáli,
sem Þorkell Páll Pálsson, lög
regluþjónn, höfðaði gegn
fyrirtækinu O. Johnson &
Kaaber. En Páll varð fyrir
miklu slysi, þegar hann var
að aka fram úr sendiferðabíl
fyrirtækisins á mikilli ferð,
er hann var að elta uppi
ökuleyfislausan mann. Ekki
rakst hann þó á sendiferða-
bílinn. Dómurinn féll á þá
leið, að talið var að lögreglu-
þjónninn sjálfur ætti megin-
sök á þessu slysi. Þetta mál
mun vera hið fyrsta sinnar
Margir
duttu
kona fótbrotnaði
ÝMSIR höfðu fengið slæma
byltu í gærdag, en þá var víða
hált hér i bænum, því að til
hiáku brá í fyrrinótt. Á tólfta
timanum í gærkvöldi var
sjúkrabill kvaddur að húsinu
Baronstig 49. Þar hafði kona
fallið á hálku við húsið. Hafði
hún verið að losa ruslafötu í
öskutunnu, en fallið á leiðinni
frá húsdyrum að öskutunn-
unni. Var konan flutt í slysa-
varðstofuna. Kom í ljós að
hún hafði fótbrotnað. Konan
heitir Jónína Guðmundsdóttir,
til heimilis að Barónstíg 49.
tegundar, sem kemur til
kasta dómstóla hér á landi.
• Eltingaleikurinn
Þetta gerðist í byrjun mai 1958.
Þorkell Páll Pálsson lögreglu-
þjónn var þá á eftirlitsferð á einu
af bifhjólum lögreglunnar á
Skúlagötu. Þar kom hann auga á
mann nokkurn akandi bíl, sem
honum var kunnugt um að svift-
ur hefði verið ökuleyfi ævilangt.
Hugðist Þorkell nú elta þennan
bí] uppi. Varð hann fyrir slysinu
i eltingaleik við þennan mann,
en það vildi til á gatnamótum
Skúlagötu og Vitastigs. Áður en
hann kom þar að, hugðist hann
aka fram hjá tveimur bílum, en
þegar hann kom að sendiferða-
bíl frá O. Johnson og Kaaber,
var bílnum skyndilega sveigt til
hægri, því það hafði verið ætlun
bíistjórans að fara upp Vitastíg.
Lögregluþjónninn sveigði einn-
ig bifhjóiinu til hægri frá bíln-
um á fullri ferð, og tókst með
því að forða árekstri við sendi-
ferðabílinn, en þá stefndi hjól-
ið beint á húsvegg, og reyndi
lögregluþjónninn að sveigja inn
á veginn aftur, en fram undan
var vörubíll aus\an úr sveitum,
sem stóð kyrr við gangstéttina.
Þorkeli lögregluþjóni tókst ekki
að komast fram hjá þessum bíl,
og brunaði hann á bifhjólinu inn
undir vörupall bílsins með þeim
afleiðingum að hann stórslasað-
Framh. á bls. 23.
-<•>
Höskuldur Ólafsson
,,Skotfœri"
norður
Þó víða hafi snjóað svolítið
undanfarið, er enn ágætt færi
alla leið frá Reykjavík til Akur-
eyrar. Norðurleiðabíll, sem fór í
fyrradag frá Heykjavik og kom
aftur í gærkvöldi hafði ekið alla
leiðina án nokkurra tafa og ekki
einu sinni þurft að setja keðjur
á bílinn.
Höskuldur
formaður
Ólafsson kosinn
Varðarfél agsins
AÐALFUNDUR Landsmálafélagsins Varðar var haldinn í, þeir Már Jóhannsson skrifstofu-
Sjálfstæðishúsinu í gærkvöldi. Þorvaldur Garðar Kristjáns- I stjóri og Guttormur Erlendssoi',
son,- lögtræðingur, formaður félagsins, setti fundinn, en
Birgir Kjaran, alþm., var kjörinn fundarstjóri, og Einar
Guðmui.dsson, skrifstofustjóri, fundarritari.
Þorvaldur Garðar Kristjáns
son skýrði frá fjölþættri
starfsemi félagsins á starfsár
inu. Jafnframt þakkaði hann
meðstjórnendum sínum og
félagsmönnum öllum ánægju
legt samstarf, þau 4 ár, sem
hann hefur verið formaður
fsl. sendiráð
í Afríku?
Abending formanns fjárveitinga-
nefndar, Hlagnúsar Jónssonar
í FRAMSÖGURÆÐU sinni
við aðra umræðu fjárlaga í
gær drap Magnús Jónsson á
Neyðarásíand vegna
rúmleysis á Kleppi
Stutt samtal v/ð nýjan yfirlækni jbar
Þ Ó R Ð U R Möller, læknir,
var hinn 1. desemher skip-
aður yfirlæknir geðveikra-
hælisins á Kleppi. Þar hefur
Þórður nú verið læknir síðan
árið 1949.
Þórður Möller lauk embætt-
isprófi í læknisfræði árið 1946
og tók sem sérgrein geðsjúk-
dóma og taugalækningar.
Hann nam erlendis og hér
heima, en iæknir á Kleppi
varð hann árið 1949.
• Neyðarástand
í símtali við Mbl. i gær,
kvaðst yfirlæknirinn vilja |
leggja áherzlu á það, að |
Kleppsspítalinn fullnægir nú
hvergi nærri þörfinni fyrh|
spítalavist geðsjúklinga, og
svo alvarlegt er ástandið, að
það nálgast neyðarástand. í|
dag er um 30% fleiri^
sjúklingar á spítalanum en
raunverulega er hægt að
hafa þar. Þ'ð er því|
ekki að undra þó maður hafi
meiri áhyggjur af þeim, sem
ekki geta/fengið pláss í spít-
alanum.
f því tilfelli að spítalinn sé
beðinn að taka á móti sjúk-
lingi, sem þarfnast sjúkrahúss
vistar á stundinni, vegna þess
á hve háu stigi geðveiki hans
er, þá geta óviðráðanlegar
orsakir valdið því, að ekki er
unnt að taka á móti hinum
sjúka fyrr en eftir viku eða
jafnvel víkur!
• Helmingsstækkun
Ef hægt væri að stækka Klepp
um 75—100%, myndi ég telja
sæmilega séð fyrir þörfum hinna
geðsjúku, nokkur ár fram í tím-
ann. í dag eru sjúklingar Klepps-
spítalans að meðtalinni deild í
Stykkishólmi og að Úlfarsá í
Mosfellssveit, 300. Kvað Þórður
Möller sjúklingana hafa verið
innan við 250 er hann kom að
spítalanum árið 1949.
En merkum áfanga varðandi
Framh. á bls. 23,
nauðsyn þess, að ísland
kæmi á fót sendiráði í
Afríku, sem gætti hagsmuna
landsins í hinum nýju lýð-
veldum þar. — Komst hann
þannig að orði um þetta at-
riði:
I
Þótt nauðsynlegt sé að athuga
öll hugsanleg úrræði til sparnað-
ar í utanríkisþjónustunni, og
mönnum vaxi mjög í augum
kostnaður við hana, þá verðum
við þó að gera okkar ljóst, að
utanríkÍ9þjónustan er okkur
óhjákvæmileg nauðsyn, enda
þótt hún hljóti að sjálfsögðu, að
vera lítilli þjóð hiutfallslega
miklu kostnaðarsamari en stór-
þjóðum. Einkum verðum við að
gæta þess að hafa virka utanrík-
isþjónustu í þeim löndum, þar
sem við höfum viðskiptalegra
hagsmuna að gæta. Og þegar at-
huguð er sú mikla breyting,
sem nú er að verða í heiminum,
við tilkomu fjölmargra nýrra
sjálfstæðra ríkja, einkum í
Afríku, vaknar eðlilega sú spurn-
ing, hvort ekki sé nauðsynlegt,
að taka upp beint stjórnmálasam
band við þessar þjóðir og þá jafn
vel setja upp eitt sendiráð í
Afriku, sem gætti hagsmuna ís-
lands i hinum nýju lýðveldum
þar. Höfum við þegar allmikil
viðskipti við fjölmennasta ríkið
þar Nigeriu. En þótt þetta yrði
talíð nauðsynlegt, er full ástæða
til að halda, að koma mætti við
þeim sparnaði í utanríkisþjón-
ustunni annars staðar, að ekki
þyrfti að verða um neinn út-
gjaidaauka að ræða.
félagsins. Beiddist hann nú
undan endurkosningu.
Birgir Kjaran þakkaöi for-
manni mikil og góð störf í þágu
félagsins, og tóku fundarmenn
undir það með öflugu lófataki.
Stjórnarkosning
Sveinn Björnsson, gjaldkeri
Varðar, las síðan reikninga fé-
lagsins og voru þeir samþykkt-
ir. —•
Þá fór fram stjórnarkosning.
Var Höskuldur Ólafsson, spari-
sjóðsstjóri, kjörinn formaður
Varðarfélagsins með samhljóða
atkvæðum.
Þá fór fram kosning annarra
stjórnarmanna og voru kjörnir
þeir Baidur Jónsson vallarstjóri,
Eyjólfur Konráð Jónsson rittjóri,
Sveinn Björnsson kaupmaður,
Sveinn Guðmundsson forstjóri,
Þorkell Sigurðsson vélstjóri og
Sverrir Jónsson skrifstofumað-
ur. —
í varastjórn voru kosnir Jón
Jónasson skrifstofustjóri, Sverr-
ir Júlíusson útgerðarmaður og
Þórður Kristjánsson kennari.
Endurskoðendur voru kjörnir
endurskoðandi.
Höskuldur Óiafsson, hinn ný-
kjörni formaður félagsins,
kvaddi sér síðan hljóðs. Þakkaði
hann það traust, sem sér og með-
stjórnendum sínum hefði verið
sýnt með kosningunni, og hvatti
Varðarfélaga til starfa og baráttu
í þágu Sjálfstæðisstefnunnar.
Erindi Sigurðar Bjarnasonar
Þá flutti Sigurður Bjarnason
ritstjóri erindi um 15. allsherj-
arþing Sameinuðu þjóðanna.
Gerði hann ítarlega grein fyrir
störfum þingsins og þeim átök-
um, sem þar ættu sér nú stað. —
Var máli hans ágætlega tekið af
fundarmönnum.
Þessi aðalfundur Varðarfélags-
ins var hinn ánægjulegasti og
bar vott miklum einhug meðal
félagsmanna.
Takn sæti
ó þingi
SIGURÐUR BJARNASON tók
sæti á Alþingi í gær, sem v;/a-
maður Gísla Jónssonar, sem nú
dvelst erlendis.
Sl. mánudag tók Jón Pálmason
sæti á Alþingi í forföllum séra
Gunnars Gíslasonar.
Ekki ísl. togari held-
ur togarinn ísland
LAUST eftir hádegi á þriðju-
daginn fékk Morgunblaðið
fréttaskeyti frá Kaupmanna-
höfn þess efnis að þrír ís-
lenzkir togarasjómenn hefðu
verið settir á land í Juliane-
háb á Grænlandi vegna
meiðsla, er þeir hefðu hlotið,
er hnútur kom á skip þeirra
undan Hvarfi á Grænlandi.
Var sagt í skeytinu að þeir
hefðu verið fluttir í sjúkra-
húsið þar og ráða niátti af
því, að meiðsli mannanna
væru nokkur.
-ff Engar fréttir
Ritstjórn Mbl. símaði þá til
héraðslæknisins í Julianeháb og
bað um að fá upplýsingar um
hina slösuðu menn, nöfn þeirra
og hvaða togara væri um að
ræða.
Hér i Reykjavik var ekki unnt
að fá neitt upplýst um þetta.
Þeir sem gerst vita um ferðir
togaranna, töldu sig ekki geta
borið fregnina til baka. Beðið
var átekta. Ekkert svarskeyti
var komið frá Julianeháb þegar
blaðið fór í prentun aðfaranótt
miðvikudagsins. Skeyti blaðs-
ins til héraðslæknisins í Juiiane-
háb hafði komizt til Angmagssa-
lik klukkan að verða sjö á þriðju
dagskvöld. Þar um fara öll sim-
skeyti til Grænlands.
Á Minniháttar meiðsli
Klukkan um 7 í gærkvöldi,
réttum sólarhring síðar, barst svo
loks svarskeyti héraðslæknisins.
Hann upplýsti að fregnin væri
á misskilningi byggð. Hér hefði
verið um að ræða þýzka togar-
ann Island frá Bremerhaven.
Tveir ,þriggja skipsmanna, sem
meiðzt höfðu, voru lítt meiddir
en sá þriðji með brotin fjögur rif
bein. Var gert að meiðslunum og
mennirnir síðan fluttir um borð
aftur og togarinn hélt aftur á
veiðar.
Togarinn fsland er eign Janson
hins kunna þýzka útgerðar-
manns í Bremerhaven, en hann
er ræðismaður íslands þar i borg.