Morgunblaðið - 08.12.1960, Blaðsíða 6
6
MOKC inVBT ABIB
Fimmtudagur 8. des. 1960
Miklir möguleikar ísl.
iðnaöar eru enn ónýttir
Betri nýting fjármagns nausynleg,
ef efla á /ðnoð / landinu
±0 0 0 mmmm 0 0 m-*-.* 0
ALMENNUR fundur í Félagi ís-
lenzkra iðnrekenda var haldinn
í Leikhúskjallaranum laugardag
inn 3. þ. m. Formaður félags-
ins, Sveinn B. Valfells, setti
fundinn og bauð gesti velkomna
en þeir voru: Bjami Benedikts-
son, iðnaðarmálaráðherra, Gunn
ar Thoroddsen, fjármálaráð-
herra, Eggert G. Þorsteinsson,
form. iðnaðarnefndar efri deild-
ar Alþingis, Jónas Rafnar, for-
maður iðnaðarnefndar neðri
deildar Alþingis og Gunnar
Guðjónsson, form. Verzlunarráðs
Islands. — Fundarstjóri var
Kristján Jóhann Kristjánsson,
forstjóri.
Formaður FÍI, Sveinn B. Val-
fells, flutti erindi um fjárhags-
mál iðnaðarins.
Hóf hann mál sitt á því að
ræða um fjárfestinguna undan-
afrin ár og framlag höfuðat-
vinnuveganna til þjóðarfram-
leiðslunnar. — Á árunum 1945
—1959 var fjárfestingin innan
þriggja höfuðatvinnuveganna
og í íbúðarhúsabyggingum þessi:
millj. kr.
íbúðabyggingar ............ 3980
Landbúnaður og vinnsluver 1910
Sjávarútvegur og fisk-
iðnaður .............. 1390
Iðnaður (ásamt Sements-
verksm. og Áburðar-
verksm.) ................ 660
Hér er um að ræða bráða-
birgðatölur, sem geta breytzt
eitthvað við nánari rannsókn,
enda þótt hlutföll muni ekki
raskast að ráði. Hlutföllin á
milli þessara talna munu held-
ur ekki vera langt frá þeim,
sem sýna heildarverðmæti fram-
leiðslutækja þessara atvinnu-
vega. Athyglisvert er, að fjár-
festing í íbúðarhúsum er meiri
en í öllum höfuðatvinuvegunum
á þessa tímabili.
Á árinu 1954 var hlutdeild
ofangreindra atvinnuvega í
þjóðarframleiðslunni þessi:
Landbúnaður og vinnsluver 16%
Sjávarútv. og fiskiðnaður 19%
Iðnaður .................... 17%
Þetta er byggt á nýjustu töl-
um, sem sýna skiptingu þjóðar-
framleiðslunnar milli atvinnu-
vega. Miðað við svipaða skipt-
ingu árið 1959 sézt að iðnaður-
inn hefur skilað hlutfallslega
mestu í‘þjóðarbúið miðað við
fjárfestingu. Þetta eru auðvitað
mjög grófar tölur og fleiri þætt-
ir en fjárfesting hafa áhrif á
stærð þjóðarframleiðslunnar, en
tölurnar gefa samt vísbendingu
um afköst fjármagnsins.
Taldi formaður einsýnt, að
betur yrði að nýta fjármunina
í framtíðinni, ef við ætlum á
0 00» m 0000000'&
Sjávarútvegur og fiskiðn
Verzlun ........
Iðnaður .........
næstu árum að stíga stór spor Byggingastarfsemi
fram á við í framleiðslumálum. 1
helztu sparisjóða í árslok 1959
til þýðingarmestu atvinnuveg-
Landbúnaður
millj. kr.
453
1272
647
415
392
a vio í
Taldi hann nauðsynlegt að
leggja meiri rækt við iðnaðinn,
en gert hefur verið, fiskiðnað
vegna þeirra miklu möguieika,
sem þar eru enn ónotaðir og
annan iðnað, ekki sízt vegna
vatns- og varmaorkunnar, sem
er okkar stærsta ónotaða auð-
lind.
Vék formaður þessu næst að
lánsfjármálunum.
Á árunum 1955—1959 hefur
árlegt meðaltal lánveitinga úr
fjárfestingasjóðnum skipzt þann
ig eftir notkun:
millj. kr.
Landbúnaður ............. 44,5
Sjávarútvegur og
fiskvinnsla ......... 64,1
Iðnaður ................. 28,5
(Þar af Sementsverksm.) (22,3)
íbúðabyggingar .......... 58,3
Raforkumál ............. 98,5
(Þar af Sog) .......... (26,5)
Auk þessa hefur landbúnað-
urinn fengið árlega 22,4 millj.
kr. í framræslu- og jarðræktar-
framlög á fjárlögum auk ým-
issa annarra styrkja. Á þessum
tölum sézt ástæðan fyrir hinni
takmörkuðu fjárfestingu í iðn-
aði, enda þótt út lánin til hans
hafi vaxið eftir að sements-
verksmiðjan og Áburðarverk-
smiðjarí komu til sögunnar. —
Svipað ástand ríkir í rekstrar-
lánunum, þar sem hlutdeild iðn-
aðarins er allt of smá eins og
sést á eftirfarandi töflu um út-
lán viðskiptabankanna og
Alls námu rekstrarlánin þá
3.672 millj. kr.
Mikil breyting þarf að verða
á þessu sviði sagði formaður,
ef iðnaðurinn á að fá tækifæri
til að njóta sín á innlendum og
erlendum markaði á þessum
tímum vaxandi samkeppni.
Bjami Benediktsson þakkaði
jformanni fyrir glögga yfirlits-
ræðu. Sagði hann að tölumar
væru mjög athygilsverðar þótt
þær segðu ekki allan sannleik-
ann. Iðnaðurinn hefði sótt ört á-
fram undanfarin ár og væri nú
þýðingarmesti þátturinn í at-
hafnalífinu. Ýmislegt væri fyrir
hann gert m. a. virkjanir til
raforkuframleiðslu ,en rafmagn-
ið ■ væri lífæð iðnaðarins. Einnig
taldi hann tollalöggjöfina hafa
verið hagstæða iðnaðinum. Fé
hefur leitað til iðnaðarins, sagði
ráðherrann, annars hefði ekki
verið hægt að byggja hann upp
eins og gert hefur verið. Ráð-
herra sagði, að iðnaðurinn
þyrfti á meiru lánsfé að halda
til varanlegrar uppbyggingar og
sagði, að 15 millj. króna mundu
verða veittar Iðnlánasjóði í
þessu skyni. Væri þetta ekki
mikið fé, en þó betra en ekki
neitt. Ráðherra sagði, að ríkis-
stjórnin hefði fullan hug á, að
aðstoða iðnaðinn við þá upp-
byggingu, sem nauðsynleg er,
en við værum nú staddir á ör-
lagastundu, þar sem spurningin
væri, hvort við gætum byggt
upp heilbrigða atvinnuvegi. Við
erum enn í brimlendingu eftir
Stjórnarmenn og gestir Félags
borðið á fundi félagsins.
verðbólguölduna, sagði ráð-
herra og ég vona, að þið, hin
vaxandi forystustétt hjálpið okk
ur til að lenda.
Gunnar Thoroddsen, fjár-
málaráðherra, tók til máls og
ræddi um, að í stjórnmálayfir-
lýsingum væri alltaf rætt um
„heilbrigðan" iðnað, en orðínu
„heilbrigður“ sleppt, þegar rætt
væri um aðra atvinnuvegi, hvern
ig sem málum væri háttað. —
Taldi hann þetta stafa af því,
að iðnaðurinn væri yngsti at-
vinnuvegurinn og því litið til
hans með meiri gagnrýni að
ósekju. Sagði ráðherrann, að
ekki væri nauðsynlegt að byggja
upp iðnað á innlendum hráefn-
um, því fjölmargar iðnaðarþjóð-
ir flytja inn flest þau hráefni,
sem notuð eru til iðnaðar. Taldi
hann iðnaðinn eiga eftir að
verða einn stærsta útflutnings-
atvinnuveg á Islandi, m.a. vegna
raforkunnar sem væri ódýrari
hér en í flestum öðrum Evrópu-
löndum. Taldi hann nauðsynlegt
að endurskoða tollana, því við
byggjum í sumum tilfellum við
mjög háa tolla og stæði þetta
atvinnurekstrinum fyrir þrifum.
Samt taldi hann fjármagns-
skortinn alvarlegastan og ræddi
nauðsyn þess, að fyrirtækin
gætu safnað eigin fé til rekstr-
íslenzkra iðnrekenda við há-
arins. Nauðsynlegt væri að gera
endurbætur á skatta- og útsvars-
lögunum, sem hafa lamað iðn-
aðinn og minnkað möguleikana
til aukinnar þjóðarframleiðslu.
Þakkaði ráðherrann að lokum
formanni fyrir hið fróðlega er-
indi hans.
Til máls tóku einnig Kristján
Friðriksson, framkvæmdastjóri
og Magnús Víglundsson, ræðis-
maður.
Að lokum þakkaði fundar-
stjóri góða fundarsókn, en fund-
urin var mjög fjölsóttur.
Síðastur talaði Magnús Víg-
lundsson. Hann kvað iðnrekend-
ur þakkláta núverandi rikis-
stjórn fyrir að hafa fengið tæki-
færi til að fylgjast nokkuð með
undirbúningi efnahagsmálaióg-
gjafarinnar á síðasta ári, að því
er tók til iðnaðarins.
Magnús sagðist geta fullvit,
að iðnaðurinn hafi bjartsýna af-
stöðu til þeirra möguleika, sem
aukið viðskiptafrelsi hefur í sér
fólgna. Að því muni koma fyrr
en varir, að íslenzkar iðnaðar-
vörur verði seldar víða um lönd.
Að lokum ræddi Magnús um
afstöðu löggjafarvaldsins til iðn-
aðarins og sagði að mjög hefði
miðað í rétta átt að undanförnu.
* Hitinn seldur
úr vatninu
Húsmóðir í borginni hefur
beint. eftirfarandi spurningu
til Velvakanda:
— Við hvaða hitastig er
verð hitaveitunnar miðað'.'
Þessari spurningu gat Vel-
vakandi ekki svarað, en bar
málið undir hitaveitustjóra.
Hitaveitustjóri upplýsti, að
verð hitaveitunnar væri mið-
að við vissa kælingu vatns-
ms. Reiknað er út hver meðal
kæling heita vamsins er i
hitakerfinu yfir arið og hita-
notin af hverjum lítra síðan
færð notendum til reiknings.
En hitaveitan selur ekki heita
vatnið heldur aðeins hilann
úr því. Og hitaveitan á vatnið
þegar það kemur til baka úr
hitunarkerfum íbúðarhúsanna
og getur þá ráðstafað því á
nýjan leik eins og á oér stað
við sundlaugarnar.
B Stórir, vondir
strákar
Lítill vinur Velvakanda
hafði sögu að segja um dag-
inn, sem hann bað um að
kæmi í Morgunblaðinu svo
allir gætu séð hvað stóru
strákarnir eru vondir. Sagan,
sem hann sagði, var á þessa
leið:
— Þegar við mamma vorum
að koma af leikskólanum
voru margir stórir strákar á
götunni rétt hjá leikskólan-
um. Þeir hentu snjókúlum í
allt fólkið sem gekk á göt-
unni. Og þarna voru margar
konur að sækja böm á leik-
skólann og strákarnir hentu
alltaf snjókúlum, í allar kon-
Vf
FERDIIM AIMP
☆
urnar og litlu börnin. Það
kom ein snjókúla'í augað á
henni Döddu, sem er með mér
á leikskólanum, og hún íór
að hágráta. Strákarnir hættu
samt ekki að henda snjókúl-
um. Svo kom þama maður og
skammaði strákana, en þá
sögðu þeir bara: „Við skulum
henda snjó í karlinn“, og svo
hentu þeir sjókúlum í hann
líka.
Atburðurinn, sem þessi ungi
vinur Velvakanda sagði frá
gerðist við leikskóla í Lang-
holtshverfinu. Rétt er að geta
þess um leið, að í þessu hverfi
sést aldrei lögregluþjónn,
nema þeir, sem þar eiga
heima, þegar þeir eru að
koma úr vinnu. Væri mjög
æskilegt, ef lögreglan sæi sér
fært, að dreifa starfskröftum
sínum nokkuð um bæinn, því
þeir sem búa í úthverfunum
leggja ekki minna til lög-
gæzlukostnaðarins en þeir
sem í miðbænum búa.
J*^Hundar^o^ránd^r
Mönnum verður tíðrætt um
hunda um þessar mundir hér
í Reykjavík. í fyrradag lagði
einn mesti hundahatari í bæn
um bréf inn á borð Velvak.
anda þar sem hann m a.
kveðst vilja vekja athygli á
þeirri staðreynd, að hundar
séu rándýr og sýni eðli sitt
annað veifið þrátt fyrir aila
tamningu. Þessi sami maður
gat þess um leið, að fyrir
nokkrum árum hefði hundum
verið útrýmt úr Kópavogs-
kaupstað fyrir skelegga bar.
áttu Péturs Sigurðssonar, er-
indreka. Þá hefðu tveir aðrir
kaupstaðir einnig bannað
hundahald nýlega, Akureyri
og ísafjörður.