Morgunblaðið - 08.12.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.12.1960, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 8. des. 1960 MORKVyni 4 fí 1 Ð 15 finnar rœða við EFTA-ríkin London, 3. des. (Reuter). i FINNSK sendinefnd fór héðan í j dag að loknum viðræðum við i brezk stjórnvöld viðvíkjandi j væntanlegri aðild Finnlands að — Fjárlögin Framh. af bls. 13. afgangur á frumvarpinu samtals 2.431.797.00 krónur. Nokkur erindi bíða enn óaf- greidd hjá nefndinnl til 3. um- ræðu, auk endurskoðunar á 18. gr. frumvarpsins, sem að venju bíður 3. umræðu. Tillögur um styrki til flóabáta og vöruflutn- inga munu gerðar af samvinnu- nefnd samgöngumála. Gr eiðsluhallal aus ríkisbúskapur Herra forseti! Ég hef þá rætt þau atriði í sambandi við athugun fjárveit- inganefndar á fjárlagafrumvarp- inu, sem ég tel mestu máli skipta. — Tillögur meirihluta nefndarinnar byggjast í grund- vallaratriðum á því, að auðið sé að afgreiða greiðsluhallalaus fjárlög, en greiðsluhallalaus rík- isbúskapur, er ein af hinum ó- hjákvæmilegu forsendum þeirr- ar efnahagslegu viðreisnar þjóð- félagsins, sem nú er unnið að. Ég vænti þess, að þrátt fyrir ágreining um einstök atriði séu allir háttvirtir þingmenn sam- mála um mikilvægi þess, að hafa greiðsluhallalausan ríkis- búskap, og afstaða þeirra til af- greiðslu fjárlaga nú, miðist við það. Því miður er ekki auðið að fella niður neinn af núverandi tekjustofnum ríkissjóðs, ef auðið á að vera að hafa hallalausan ríkisbúskap á næsta ári, en að sjálfsögðu ber að stefna að því að framkvæma tollalækkanir strax og fjárhagsafkoma ríkis- sjóðs leyfir. Fríverzlunarsvæði Evrópu (EFTA). — Nefndin, en formað- ur hennar er Olavi Munkki, yf- irmaður efnahagsdeildar finnska utanríkisráðuneytisins, fór flug- leiðis til Vínar til sams konar viðræðna við austurrísku stjórn- ina. Nefndin hefir þegar verið í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn 1 sömu erindum. Aðildarríki EFTA eru: Bretland, Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Austurríki, Portúgal og Sviss. — ★ - Talið er, að Munkki-hafí'skýrt | brezku stjórninni frá nýgerðum j viðskiptasamningi Finna og Rússa, og hvernig samræma megi það samkomulag aðild Finna að EFTA-bandalaginu. — Talsmað- ur finnska sendiráðsins sagði í dag, að Munkki mundi fara frá Vín til Bern snemma í næstu viku til viðræðna við svissneska ráðherra. Síðar í vikunni mundi hann svo tala við embættismenn ráðs EFTA-ríkjanna í Genf. — ★ — Talið er, að brezka stjórnin vilji, að fulltrúar allra sjö ríkja bandalagsins ræðist við um mögulega aðild Finna að því, áð- ur en ráðherrafundur bandalags- ríkjanna hefst í París hinn 12. þ.m. Fyrsti snjórinn í Norður-ís. ÞÚFUM, N-ís., 3. des. — í gær féll fyrsti snjórinn á þessum vetri sem heitið getur. Er þó eng in fönn að ráði ennþá. Nú er sauðfé víðast hvar tekið á hús eða verður tekið. Þorskafjarðarheiði var farin á bíl síðast þann 30. nóvember, en er nú vafalaust orðin ófær bif- reiðum. Annars eru vegir ennþá greiðfærir í byggð. — P.P. FRÁ 1. desember 1960 mun Félag Frímerkjasafnara í sam- vinnu við póststjórnina hefja upplýsingastarfsemi fyrir al- menning. Verður þessi starfsemi rekin í herbergi félágsins að Amt- mannsstíg 2, II hæð. HAUKUB DAVÍÐSSON héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa Ingólfsstræti 4. — Sími 10309 Opið verður alla miðvikudaga kl. 8—10 e. h. og verða þar sér- fróðir menn til að veita upplýs- ingar um allt, er að frímerkja- söfnun lýtur. Þjónusta þessi er ókeypis og sérstaklega ætluð yngri sötnur- Með kvikmyndir um landið Kjartan O. Bjarnason hefur að undanförnu farið um allt lahd og sýnt kvikmyndir frá Sví þjóð um Vetrar-Oiympíuleikina, Skarðmótið á Siglufirði, Holm- enkollen 1960, Kappreiðar og hindrunarhlaup í Þýzkalandi og hér, skautamyndina „Holiday on Ice“ , Heimsmeistarakeppn- ina í fimleikum 1960 og Aust- fjarðaþætti. Hefur hann a!ls sýnt 60 sinnum og verða síðustu sýningar í Hafnarfjarðarbíói á þriðjudag og miðvikudag. Mynd ir þessar verða ekki sýndar í Reykjavík þar eð Kjartan er á förum til Noregs. Undanfarin sex ár hefur Kjart an O. Bjarnason sýnt kvikmynd sína „Sólskinsdagar á íslandi" á Norðurlöndum og eru sýning- arnar orðnar 3000. Er hann kem- ur út núna mun hann halda á- fram sýningum á þeirri mynd á Norðurlöndum. íjfipeiuLir ! Athugið Auglýsingar, sem birtast eiga í jólablaðinu, þurfa að hafa bor- izt auglýsingaskrifstofunni, sem allra fyrst, og í síðasta lagi fyrir n.k. laugardag 10. bessa mán- aðar. Sími 22480. ►M*M*M*I*»?K*i V r MEÐ AFBORGUNARKJÖRUM Almenna bókafélagið hefir um þessar mundir starfað í 5 ár og býður nú félagsmönnum sínum eldri útgáfu- bækur sínar með hagstæðum afborgunarkjörum. Við móttöku bókanna greiðir kaupandi aðeins % (fimmtung) kaupverðsins. Eft- irstöðvarnar greiðast síðan með jöfnum mánaðarlegum afborgunum á næstu 12 mánuðum frá því að samningur er gerður. Afborgun sé þó aldrei lægri en kr. 100.00 á mánuði. * Aðeins félagsmenn AB geta notið þessara ^ hagstæðu kjara. £ Aðeins 30 eintök eru nú til af heildarút- •q gáfu AB frá upphafi til októberloka 1960. » Útsöluverð hvers eintaks er kr. 8,300.00 r en verð til félagsmanna er kr. 5.517.00. í ** tilefni af 5 ára starfi AB verða nú seld 20 w slík eintök með afborgunarkjörum. Allar nánari upplýsingar veita umboðs- menn um land allt. Bókaafgreiðsla AB í Reykjavík er í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18. se *♦! !v.v*v* **•%*•■»* •«.%% v!v •f \ \ ♦*%%%• • > > « • /♦%* ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ Tjarnargötu 16. — Reykjavík Sími 19707 — Pósthólf 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.