Morgunblaðið - 21.12.1960, Page 1
I
36 s’íður (I og II)
47 árgangur
293. tbl. — Miðvikudagur 21. deseniber 1960
Prentsmiðis Morgunblaðsins
Allsherjarþingið í frí:
Klofningur um
Kongd
HamraarskjÖld áhyggjufullur, en lýsir
þó von sinni ura lausn málsins
New York, 20. des.
(NTB-Reuter-AFP)
ALLSHERJARÞING SÞ ger-
ir nú hlé á störfum sínum
til 7. marz nk. — í dag var
mikið rætt um Kongómálið,
sem mjög hefur komið við
sögu á þessu þingi, en ekki
fékkst meirihluti fyrir neinni
annarri samþykkt í því máli,
en tillögu Austurríkis þess
efnis, að málið verði á ný
tekið á dagskrá þingsins eft-
ir fundahléð. Var tillagan
samþykkt án umræðna, eftir
að tillaga frá Indlandi, Júgó-
slavíu og sex Afríku- og
Asíuríkjum, svo og önnur,
borin fram af Bretum og
Bandaríkjamönnum, höfðu
verið felldar.
• Báðar till. felldar
I tillögu Indlands og Júgóslav-
íu var gert ráð fyrir, að Lum-
umba og aðrir pólitískir fangar í
Kongó skyldu látnir lausir án
tafar — að þing Kongó yrði kall
að saman þegar í stað — að her
Mobutus yrði afvopnaður og hon
um meinuð afskipti af stjórnmál
um og að allir belgiskir hermenn
og nernaðarlegir starfsmenn eða
ráðgjafar skyldu hverfa á brott
úr landinu. Tvo þriðju atkvæða
þarf til að tillaga skoðist sam-
þykkt, en 48 þjóðir greiddu atikv.
með í þetta sinn, 22 á móti, og 27
sátu hjá. Brezk-bandaríska til-
lagan, sem fjallaði m. a. um stuðn
Skipsbruninr:
48 fórust
NEW YORK, 20. des. (NTB/
Reuter). — Það er nú vitað,
að a. m. k. 48 manns fórust
í eldsvoðanum, sem varð í
bandaríska flugvélamóðurskip
inu „Constellationr" — fund-
ust lík tveggja manna i
kvöld. — Tjónið af brunan-
um er áætlað sem svarar
3—314 milljarð ísl. kr. — og
er það nær helmingur þess
verðs, sem skipið átti að
kosta fullbúið. Mun bruni
þessi verða til þess að tefja
smíði skipsins um það bil ár,
en það átti upphaflega að
vrea fullsmíðað í marz næst-
komandi. Samkvæmt fréttum
frá AFP. fréttastofunni, hef-
ir bandaríska ríkislögreglan,
FBI, hafið ranrrsókn á elds-
voðanum, hvort hann hafi
orðið fyrir slysni — eða hvort
um skemmdarverk geti verið
að ræða.
ing við aðgerðir þær, er Hammar
skjöld gengst fyrir í Kongó, og
um það að styðja Kasavubu
Kongóforseta til að skapa það
ástand, að unnt verði að kalla
þingið saman á ný, var felld með
43 atkv. gegn 22, en 32 sátu hjá.
# Hammarskjöld áhyggjufullur
Hammarskjöld talaði, þegar at-
kvæðagreiðslum var lokið og
lýsti áhyggjum sínum vegna þess
klofnings SÞ í Kongómálinu, sem
þær bæru vott um. Hann kvað
þó aðgerðum í Kongó mundu
haldið áfram með stuðningi
þeirra ríikja, sem fús væru að
bera byrðarnar af þeim — og lét
hann í Ijós bjartsýní á, að unnt
mundi að finna lausn vandamál-
anna, þrátt fyrir alla erfiðleik-
ana. Benti hann á, að fyrri álykt
anir öryggisráðsins og Allsherj-
arþingsins í Kongómálinu yrðu
að teljast í fullu gildi enn, þar
sem engin ný samþykkt hefði nú
verið gerð. — í gær ræddi Hamm
arskjöld þann möguleika, að SÞ
yrðu að kalla heim lið sitt frá
Kongó, ef svo illa færi, að borg-
arastyrjöld brytist út í landinu.
FRÁ þingfrestun. Forseti sam
einaðs þings, Sigurður Ágústs
son, slær fundarhamrinum í
bjölluna og slítur síðasta fúndi
þingsins fyrir jól. Sitt til
hvorrar handar eru skrifarar
sameinaðs þings: Matthías Á.
Matthíasson og Skúli Guð-
mundsson. Frétta af síðustu
fundum þingsins er nánar get-
ið annars staðar í blaðinu.
í blaði nr. II er ræða, sem
Gunnar Thoroddsen, f jármála
ráðherra, flutti við lokaum-
ræður um söluskattinn í neðri
deild.
Þingmenn í jólafríi
Fundum Alþingis frestað til 16. janúar
ALÞINGISMENN fengu jóla-
frí sitt í gær. Á fundi sam-
einaðs þings, sem settur var
klukkan rúmlega hálffjögur,
var tekin til umræðu þings-
ályktunartillaga frá Ólafi
Thors, forsætisráðherra, um
að fundum þingsins yrði
frestað til 16. janúar. Mælti
forsætisráðherra fyrir tillög-
unni í örfáum orðum. — Að
Alsír framtíðar-
innar „alsírskt64
— sagði de Gaulle og lýsti ný-
lenduskipulagið urelt
París, 20. desember.
(NTB-Reuter-AFP)
CHARLES de Gaulle Frakk-
landsforseti hélt í dag ræðu
til frönsku þjóðarinnar, sem
bæði var útvarpað og sjón-
varpað. Þar endurtók hann
tilboð sitt til alsírskra upp-
rcisnarmanna og fulltrúa
allra skoðanaflokka þar í
landi um samningaviðræður
JÓLALESBÓK Morgunblaðsins var
borin út með blaðinu í gær. Er hún
48 síður að stærð og hefst á jólahug-
vekju eftir séra Bjarna Sigurðsson.
Lesbókin er fjölbreytt að efni. Má
nefna útdrátt úr grein eftir Ólaf Dav-
íðsson um kirkjusöng fyrrum, grein
um elztu menningarþjóðir, smásögu
eftir Pierre Boulle, kvæði um Eirík á
Dröngum eftir Árna G. Eylands, grein
eftir Ejnar Mikkelsen um seinustu
Eskimóana á suðurströnd Grænlands,
frásögn Jóns Valfells af Jólaferð á
eigin bíl um þver Bandarlkin, sögu
eftir Selmu Lagerlöf „Húsið á bökk-
unum“, smásöguna „Varabarn'* eftir
Árna Óla, Úr Jarðteinabók Þorláks
helga og þá er krossgáta og verðlauna
myndngáta.
um framtíð Alsír, jafnskjótt
og „hryðjuverkin og launsat-
ursárásirnar“ væru úr sög-
unni. — Forsetinn lét í ljós
andúð á nýlenduskipulaginu,
sem hann kvað úrelt orðið,
og mælti fyrir nýju skipu-
lagi í Alsír, miðað við, að
það verði áfram í tengslum
við Frakkland.
ir Takmörkuð heimastjórn
De Gaulle lagði enn áherzlu
á þær fyrirætlanir sinar að
veita Alsír eins konar heima-
stjórn á ýmsum sviðum, með
því að koma þar á fót margvís-
legum stjómarstofnunum, í
þeirri trú, að þjóðin geti brátt
neytt réttarins til að ákveða
sjálf framtíð sína. Hann hvatti
kjósendur til að skipa sér ein-
hr'ga um áætlanir hans við þjóð
aratkvæðagreiðsluna 8. n. m.,
„til þess að sýna göfuglyndi
Frakklands og einingu“.
Forsetinn lýsti síðan þeim
þrem möguleikum, sem Alsír-
búar munu velja um, þegar áð-
ur settum skilyrðum hefir verið
fullnægt: 1) Alsír sem hluti af
Framh. á bls. 19.
máli hans loknu kvöddu þeir
Eysteinn Jónsson og Einar
Olgeirsson sér hljóðs og lýstu
sig andvíga þingfrestunartil-
lögunni. Töldu þeir báðir, að
ekki ætti að fresta fundum
til miðs janúar, með tilliti til
þess, að viðræður stæðu yfir
í landhelgismálinu, og auk
þess væri hætta á að ríkis-
stjórnin gæfi út bráðabirgða-
lög. Að umræðum loknum
var þingfrestunartillaga for-
sætisráðherra samþykkt með
28 atkvæðum gegn 23.
Þessu næst flutti forseti sam-
einaðs þings, Sigurður Ágústs-
son, þingheimi jóla- og nýjárs-
óskir og þakkaði samstarfið á
árinu. Eysteinn Jónsson þakkaði
forseta gott samstarf og réttláta
fundarstjórn og óskaði honum
og skylduliði gleðilegra jóla. —
Tóku þingmenn undir þessi orð
með því að rísa úr sæum.
Fundum Alþingis formlega
frestað
Þá tók forsætisráðherra, Ólaf-
ur Thors, til máls og mælti á
þessa leið:
Herra forseti:
Forseti íslands hefur í dag
Framhald á bls. 19.
Fangabúða-
stjori i
Auschwitz
handsamaður
Frankfurt, 20. des,
(NTB-Reuter).
RICHARD Baer, síðasti yf-
irmaður Auschwitz-fanga-
búðanna illræmdu hefir ver
ið handtekinn eftir afar
viðtæka leit, upplýsti hinn
opinberi ákærandi í Frank-
furt i dag. Baer var yfir-
maður í Auschwitz frá því
í mai 1944 þar tii í janúar
1945.
— c
Leitin að honum hófst
eftir að skrifstofu saksókn-
arans höfðu borizt upplýs-
ingar um, að Baer væri á
lífi og leyndist einhvers
staðar í Vestur-Þýzkalandi.
Var hverjum þeim, er gefið
gæti upplýsingar, sem
leiddu til handtöku Baers,
heitið 10 þúsund marka
verðlaunum — rúmlega 90
þúa. ísl. kr. — Richard Baer
er nú 49 ára gamall.
Aukira hernaðar-
þýðing íslands?
Kaupmannahöfn, 20. des.
(Einkaskeyti til Mbl.)
NEW York-fréttaritari Berl-
ingske Tidende símar blaði
sínu, að flugþjónusta árásar-
viðvörunarkerfis Bandaríkj-
anna á DEW-línunni svo-
nefndu verði flutt til íslands
frá núverandi aðalaðsetri í
Artentia á Nýfundnalandi —
og sé ástæðan til þessara
breytinga sú, að siglingaleið-
irnar milli Grænlands og ís-
lands og íslands og Færeyja
séu nú taldar æ mikilvægari
í hernaðarlegu tilliti.
★ ★ ★
Þessar upplýsingar eru hafðar
eftir hermálafréttaritara stór-
blaðsins New York Times, Han-
son Baldwin. — í fréttinni segir
m a., að flotinn gegni nú æ
veigameira hlutverki í vörnunj
á norðursvæði Atlantshafsbanda
Framh. á Dis. 19.