Morgunblaðið - 21.12.1960, Síða 13
Miðvikudagur 21. des. 19fi0
yiwjyr
MORGUWBLAÐIÐ
13
Miklar framkvæmdir
í Holtum
MYKJUNESI, 20. nóv. — Enda
'þótt nú sé mónuður liðinn af
vetri er ennþá sumarblíða,
venjulega hæg austan eða norð-
austanátt. Frost hafa verið sára-
lítil það sem af er og aldrei
nema stutt í einu. Snjór hefur
ekki sézt nema í hæstu fjöllum
og í þetta sinn höfum við Sunn-
lendingar svo til alveg losnað við
haustrigningarnar, er oft hafa
haft mjög lamandi áhrif á störf
manna á þessum árstíma. Ann-
ars hefur árið allt, sem af er,
verið með eindæmum gott og er
það almannarómur að enginn
muni annað betra. Má segja að
hver dagurinn hafi verið öðr-
um betri.
Eins og að líkum lætur varð
allur jarðargróði með ágætum,
greri snemma og spretta á tún-
um varð yfirleitt góð og nýting
með ágætum. En vegna hinna
stöðugu þurrka varð háarspretta
sáralítil þar sem ekki var borið
á túnin milli slátta. Jörð sölnaði
fljótt í haust. Spretta í görðum
var yfirleitt góð og víða með
ágætum. Víða mun karöflu-
uppskera hafa verið 12—15 föld
og á nokkrum stöðum gaf eitt
afbrigði (Ólafsrauður) 20 falda
uppskeru. Kartöflurækt er ekki
í stórum stíl nér um slóðir, en
þó nokkur á stöku stað. Gulróf-
ur spruttu einnig með ágætum,
en um sölu á þeim er ekki að
ræða nema í mjög smáum stíl.
Eftir hið góða sumar hefði
mátt búast við að fé hefði
reynzt vænt í haust, en það var
nú öðru naer. Að vísu voru ær
víða nokkuð vænar, en dilkarn-
ir heldur rýrir, með nokkrum
undantekningum . þó. Ekki verð-
ur neinu slegið föstu um það
hvað því veldur að lömbin reynd
ust svo léleg ár eftir ár, undan-
farin ár hefur þó að einhverju
leyti mátt skrifa það á reikn-
ing árferðisins. Menn eru með
ýmsar getgátur um það af
hverju þetta stafi, svo sem land-
þrengslum eða því hvað grös
sölnuðu snemma og enn orma-
veiki í fénu. Sjálfsagt getur
þetta allt komið til greina, en
engu verður þó slegið föstu.
Staðreynd er það, að lömbin eru
bezt þar sem landkostir eru aug-
ljóslega mestir. Þykir nú mörg-
um orðið súrt í broti að vera
ekki leyft að nota afréttinn en
verða þó að borga stórfé fyrir
að smala hann. En tveir afréttir
er hreppárnir á milli Þjórsár
og Rangár eiga hafa verið lok-
aðir síðan 1943. Framanaf vegna
fjárpestanna, en víðustu árin af
ástæðum; sem venjulegir men.n
fá ekki skilið. Nú hefur það
flogið fyrir að á næsta ári verði
breyting á þessu, þannig að í
þessu banni verði aflétt.
Mjög margir bændur hér fengu
talsvert af lömbum í þriðja flokk
þ. e. í annan verðflokk, en sjálf-
sagt ekkert við því að segja, en
fyrir hann er greitt lægra verð.
Aftur á móti sækjast neytend-
urnir ekki síður eftir að kaupa,
hann. Sem sagt, dæmið lítur [
þannig út, bændur fá meira fyrir|
feita kjötið, en neytendurnir
vilja heldur magurt kjöt. Nú er
það sjálfsagt að vinna að vöru- í
vöndun og ber öllum að ástunda
það. Er ekki úr vegi að drepa
hér á eitt atriði í því samband:, |
en það er saltfiskur sá sem nú
er á boðstólum, en hann er þann I
ig að margt af þeirri vöru er
ekki mannamatur, en þó mun
allt vera selt sama verði. Nú er
það svo með kjötið að hver
kroppur er merktur spjaldt með
stimpli löggilts kjötmatsmanns,
sem er trygging fyrir því að
neytendur geti fengið það, sem
þeir óska eftir. Nú verður að
fara að gera þá kröfu að hverj-
um saltfiskspakka fylgi vottorð
fiskmatsmanns og verðlagningu
sé eftirleiðis hagað eftir gæðum
og engu öðru.
Framkvæmdir voru allmiklar
hé um slóðir í sumar, b.yggingar
allskonar, bæði nýbyggmgar og
endurbætur eldri húsa. Einkan-
lega voru það gripahús og hey-
hlöður, einnig var nokkurt land
tekið til rækunar. Vissuiega
bíða mörg verkefni óleyst á
þessu sviði og má þar ekki stað-
ar nema. Opinberar framkvæmd
ir voru allmiklar hér. í vegamál
um gerðist það að lokið var við
Heiðarveg, sem liggur af Holta-
vegi um heiði, Herru, Kamb,
Gíslholt og á Hagabraut norðan
við Raftholt og hefur sá vegur
nú verið tekinn í notkun í sam-
bandi við mjólkurfluningana. AU
mikið var borið ofan í eldri
vegi, en sökum hinna mikiu
þurrka fauk æði mikið úr þeim
í sambandi við umferðina og er
hætt við að það segi til sín síð-
ar. Mikið var unnið við bai-na-
skólann að Laugalandi og er nú
farið að síga á seinni hluta þar
með framkvæmdir. Skólinn tók
til starfa um miðjan október og
starfa nú við hann þrír kennar-
ar. Skólastjóri er Sæmundur
Guðmundsson, eins og áður,
einnig Guðlaugur Jóhannsson,
þriðji kennari er ungfrú Auður
Karlsdóttir, frá Skammbeinsstöð
um. Þetta er þriðji veturinn
sem skólinn starfar að Lauga
landi og eru menn hér um sveit-
ir ánægðir yfir að hafa eignast
þetta ágæta menntasetur.
í fyrrahaust var byrjað að
leggja rafmagn í þrjá bæi hér
i sveit en verkinu varð þó ekki
lokið. Nú er verið að leggja raf-
magn á fimm bæi til viðbótar
og standa vonir til að átta bæir
með tíu búendum fái rafmagn
nú fyrir jól. Er þá lokið þriðja
áfanga í raforkumálum sveitar-
innar, eftir eru nokkrir einstak-
ir bæir á víð og dreif.
Fremur er nú dauft yfir fé
lagslífi í sveitinni, fólk fátt á
bæjum og annríki mikið. Margt
af æskufólkinu fer í skóla á
haustin og aðrir fara í atvinnu.
Eftir er ekki fleira fólk en það
að vinna verður baki brotnu
hvern dag.
Jóla-bílinn
fáið þið hjá okkur.
Nýir bílar — Notaðir bílar
\h\ BÍLmiAN
Ingólfsstr. 11 S. 15014, 23136
Aðalstræti 16 — Sími 19181
4
SKIPAUTGCRB RIKISINS
ESJA
austur um land til Akureyrar
1. jan. 1961. Tekið á móti flutn
ingi á morgun og föstudag til
Fáskrúðsfj arðar, Reyðarf j arðar,
Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðis-
fjarðar, Þórshafnar, Raufarhafn-
ar, Kópaskers og Húsavíkur. Far
seðiar seldir á fimmtudag.
Hekla
vestur um land til Akureyrar
1. jan. 1961. Tekjð á móti flutn-
ingi á morgun og föstudag til Pat
reksfjarðar, Bíldudals, Þingeyr-
ar, Flateyrar, Súgandafjarðar,
ísafjarðar, Siglufjarðar og Akur
eyrar. Frseðlar seldir á fimmtu-
dag.
Mjög almenna óánægju hefur
vakið hin breytti fréttatími út-
varpsins og má nú segja að úti-
lokað sé fyrir flest sveitafólk að
hlusta á kvöldfréttirnar. Ekki
hef ég ennþá séð nein frambæri-
leg rök færð fram fyrir þessaii
breytingu.
Hinum langvinnu þurrkum
sem ríkt hafa hér fylgir nú það
að víða er farið að bera á vatns-
skorti og sumstaðar orðið vatns-
laust. Er það alveg víst að ef
ekki rignir verulega áður en
frost kemst varanlega í jörð er
hreinn voði fyrir dyrum. En mik
ið vatn þarf að vetrinum einkan-
lega þar sem eru stór kúabú, og
allt annað en létt verk að þurfa
að sækja það langar leiðir í mis-
jafnlegum veðrum. En eins og nú
hoi’fir er ekki neitt útlit fyrir að
úr þessu rætist.
Heilsufar hefur verið sæmilegt
í héraðinu, þó hefur einhver
kvef- og hálsbólgupest verið að
stinga sér niður, en ekki náð
verulegri útbreiðslu.
Ekki er ennþá farið að gefa fé
eða hýsa það og dreifir það sér
um allar jarðir eins og á sumar-
daginn. Jörðin mun nú samt otð-
in létt til beitar og miklir sinu-
flókar þekja nú stór svæði sér-
staklega þar sem mýrlendi er, en
í sumar voru stórir landflákar
sem engin skepna leit við til
beitar.
Við höfum upplifað hið bezta
ár er yfir land vort hefur runmð
á þessari öld, þess munum við
minnast með þakklæti.
M. G.
VELJIÐ HAGKVÆMAR
JÓLAGJAFIR FRÁ OSRAM
♦ ■
OSRAM jólatrésseríur 16
ljósa með marglitum kert-
um.
♦
OSRAM útiseríur 16 ljós.
♦
OSRAM jólatrésseríur 10
Ijósa með marglitum kert-
um. v
—♦
OSRAM kertastjakar af
mörgum gerðum með hvítum
kertum.
♦
OSRAM Ultra-Vitalux há-
fjallasólir gefa yður sumar
og sól allt ájið.
-♦
OSRAM Theratherm gigtar-
lampi. Má nota til að gefa
heita bakstra við alls kyns
kvillum.
Fæst í flestum rafinagnsvöruverzlumun
landsins.
OSRAM
vegna gaeðanna.