Morgunblaðið - 21.12.1960, Side 16
16
MOnrri\BT.4fí1Ð
Miðvik'udagur 21. des. 1960
gat heyrt erfiðan andardráttinn
hjá honum. — Hann hefur þrauk
að þetta svona í marga daga
og getur þraukað enn nokkra
daga, sagði laeknirinn. Eg lædd-
ist burt á tánum. í herbergi hinu
megin við ganginn sat Lionel
frændi, þögull. Hann hafði ver
ið þarna, dag eftir dag. Það var
rétt að hann hreyfði úttaugað
andlitið í kveðju skyni. Hjá hon
um voru nokkrir vinir pabba,
Decker, Gene Fowler, rithöfund
urinn, Alan Dinehart, leikarinn.
Eg flýtti mér úr sjúkrahúsinu,
en skildi eftir boð um, hvar hægt
væri að ná í mig.
í kvikmyndahúsinu sat ég
taugaspennt milli Bram og Walt
ers á sextánda bekk — ég man
það vegna þess, að ég sagði
sætavísinum númerið mitt — en
framámenn Universal voru allt
í kring, og svo re/ndi ég að beina
huganum að myndinni. En allt
og sumt, sem ég sá, var pabbi
í sjúkrahúsinu og Lionel frændi,
þögull og beygður, í skonsunni
hinumégin við ganginn. Þegar
svo augu mín loksins gripu
myndina, sá ég sjálfa mig í
fyrstu kvikmyndinni minni. Eg
vissi samstundis, að mér hafði
mistekizt. Eg var stirð og klunna
leg, skorti alla tilfinningu. Þegar
ég kyssti Bobby Stack í ástar
atriðinu, var andlitið á mér
stirðnað. Og einkennisbúningur-
inn minn var eins og poki, en
lágu hælarnir og stutta pilsið
undirstrikaði aðeins, hvað ég var
hjólfætt. Og undir töfralýsingu
Stanley Cortez varð skakka nef
ið á mér enn skakkara, en hins
vegar kom grindverkið á mynd-
inni út eins og listaverk.
Nú varð mikið lófatak og mynd
in var á enda. Eg hafði er.ga lyst
á áhorfendunum og hamingjuósk
um þeirra . . . eða neinu öðru. —
Eg er hræðileg, Walter, sagði
ég um leið og ég fór út og flýtti
mér. Bram huggaði mig. — eng
inn er hrifinn af að sjá sjálfan
sig í fyrsta sinn, hughreysti
hann. — Þetta er allt miklu
betra en þú heldur. Sannaðu til.
Bram fór að sækja bílinn okk
ar, og í sama bili var hönd lögð
á öxl mér. Það var dyravörður-
inn, blóðrjóður og móður. —
Ungfrú Barrymore, það var
hringt frá sjúkrahúsinu og þér
beðin að koma þangað tafarlaust.
Eg brá við snöggt og einhver
hjáípaði mér inn í bílinr.. Bram-
well ók. Tveir lögreglumenn á
bifhjólum spruttu upp einhvers
staðar að og ruddu veginr fyrir
okkur og hömuðust á flautunum.
Eg sat máttlaus í framsætinu og
horfði á þá gegn um framrúð-
una. — Hann er dáinn! endur-
tók ég aftur og aftur. — Eg
kemst þangað aldrei í tæka tíð.
Bram tautaði eitthvað fyrir
munni sér á leiðinni, en ég gat
aldrei heyrt hvað það var. Svo
snarstönzuðum við fyrir framan
sjúkrahúsið. Eg hljóp inn um
dymar og inn í feiknastóra lyftu,
og beið þessa eilífð, sem það tók
að komast upp á fjórðu hæð.
Einhver hlýtur að hafa hringt
þangað upp, því að einn af lækn
um pabba stóð við lyftudymar,
þegar þær opnuðust.
Eg heyrði rödd, sem hefði get
að verið í ókunnugri manneskju,
segja: — Hvar er Lionel frændi?
Læknirinn svaraði: —■ Hann
fór fyrir nokkrum mínútum, ung
frú Barrymore.
Þá vissi ég um leið svarið við
spurningunni, sem ég hafði ekki
þorað að bera upp.
— Er pabbi dáinn?
— Já. Vilduð þir sjá hann?
Eg bað um andartaks frest Eg
var uppgefinn en róleg samt. —
Hvar eru Gene Fowler og hin
öll?
— Niðri. Við bænahald.
Hjúkrunarkona, sem var kom
in til mín, leiddi mig inn í her-
bergi pabba, og lokaði dyrunum
og svo horfði ég á föður minn
andvana.
Mamma hafði einu sinni sagt:
— Þegar pabbi þinn var ungur,
var hann fallegasti maður, sem
nokkumtíma hefur verið til.
Hann var eins og erkiengiil . . .
svo guðdómlega fallegur.
Eg fór að gráta. Eg var að
horfa á manninn, sem hún hafði
lýst þannig. Kannske hefði ég
alls ekki grátið, hefði hann verið
gamall og visinn. En nú var
hann ungur í útliti! Þar sem
hann lá með krosslagðar hend-
urnar, eins og þær höfðu verið
lagðar af prestinum, sem veitti
honum síðústu þjónustu, leit
hann út eins og ungur Hamlet
. . . ungi Hamlet framliðinn. Alla
ævi mína hafði ég séð myndir
af pabba, en nú fannst mér ég
sjá hann eins og hann hlyti að
hafa litið út í hlutverkunum,
sem höfðu gert hann ódauðlegan.
Dauðinn hafði gert einhverja
undursamlega breytingu á hon
um. Undirhökurnar voru horfn-
ar og þykku kinnaj-nar sömuleið
is. Allt sem minnti á elli og spill
ingu var horfið . . . Hann lá
þama dáinn, eins og ungur og
fallegur maður!
í þrjá daga gekk ég eins og
í leiðslu, og jafnlengi vildi ég
engan hitta eða tala við. Bram
reyndi að hugga mig, en ég vrr
óhuggandi. Eg gat ekki gleymt
þessu and.iti . . . gat það ekki.
Guði sé lof, hugsaði ég, að dauð
inn skyldi gera hann svona en
ekki gamla, aflóga hryggðar-
mynd af manni, eins og hann
sjálfur sagðist vera. Hann var
vanur að segja við mig: — Eg
er orðinn gamall fauskur, og
ekkert annað, nú orðið. Og ég
sagði við hann: — Svona máttu
ekki hugsa, pabbi. En hann hafði
ekkert sjálfstraust, og enga trú
á sálinni sinni, hjarta sínu, ör-
lögum sínum. En nú-þegar hann
var dáinn, var hann fallegur!
Það varð að draga mig út úr
stofunni. Eg spyrr.ti við, brauzt
um og veinaði. Mér var þrýst
niður í stól úti á ganginum. Eg
vissi ekki, hvort ég stæði nokk
urntíma upp af honum, eða
hefði löngun til þess. Eg hafði
aldrei búizt við, að andlát hans
gæti haft svona áhrif á mig. Eg
hafði ekki þekkt hann vel. Og
það var svo hræðilega skammar
legt, að ég skyldi ekki hafa talað
við hnna, síðustu vikurnar, áður
en hann dó.
Eg hugsaði. Alla ævi mína átti
ég föður og vissi, að ég átti
hann, enda þótt ég ætti hann
ekki raunverulega. Samt var
hann lifandi þá, var til, og það
gat ekkert tekið frá mér. Nú var
hann dáinn. Og ég hafði ekki
talað við hann áður en hann dó.
Síðustu orðin, sem ég hafði sagt
við hann, voru bitur, ónotaleg og
meinleg orð. Eg hafði verið of
mikil persóna . . .
Eg atyrti sjálfa mig og tárin
báru mig ofurliði. Eg var ekki
annað en bölvaður hégómi. Eg
hefði ekki átt að koma svona
fram við föður minn. Eg hefði
ekki átt að vera svona andstyggð
ar kv.nnaskólabikkja. Þegar ég
hleypti . æsunni inni í húsið að
næturlagi forðum, hefði ég átt
að segja við hana: — Allt í lagi,
góða, vertu góð við hann. Eg
skal vera hérna niðri þegar þú
kemur aftur . . . Eg hefði átt að
gera mér ljóst, að pabbi var veik
ur, gamall og niðurbrotinn, ein-
mana og ógæfusamur. Eg hugsa-
aði: Ef hann bara væri lifandi,
þá skyldi ég kunna að vera dó.t
ir hans núna, sama hvernig hann
hagaði sér og sama hversu
hneykslanlegu lífi hann lifði. En
ég hafði verið alin upp innan
um þetta andskotans ,,fína fólk“,
og of strangt og of . . . allt sam
an. Og ég gat ekki þolað það,
að pabbi minn bæði mig um að
útvega sér mellu!
Ó, pabbi! bað ég. Fyrirgefðu
mér.
Eg fór í jarðarförina með Lion
el frænda. Ethel frænka var í
Boston að leika í „Kornið er
grænt“ og komst ekki vestur í
tæka tíð.
Eg hélt, að andlát pabba
myndi færa okkur frænda hvort
nær óðru, en þar skjátlaðist mér.
í sjúkrahúsinu höfðum við varla
skipzt á orði. Hann hafði verið
svo bugaður, að ég bryddi ekki
upp á neinu samtali við hann.
Að morgni jarðarfaradagsins
hringdi einhver i mig. Röddin
var ópersónuleg, eins og í af-
greiðslumanni í gistihúsi. —
Frænli yðar ætlar að koma og
taka yður með sér klukkan tíu.
Vinsamlegast verið tilbúin.
Klukkan tiu stöðvaðist svo
skrautbíll fyrir framan húsið.
Lionel sat í aftursætinu, álútur
og þögull. Við ókum svo, rétt
eins og við værum ókunnug, til
kirkjugarðsins, og vorum svo
leidd gegn um ótölulegan mann
grúa, til sæta okkar í kapell-
unni. Lionel talaði ekki nema
einu sinni og það var þegar við
stigum út úr bílnum. Þá leit
hann í kring um sig og á heiðan
maí-himininn, og sagði við sjálf
an sig. — Jæja, Jack fær tott í
jörðina. Við stóðum svo saman
og horfðum á þegar líkkistan
var sett í grafhvelfinguna. Svo
ókum við aftur saman heim,
hvort í sínum eigin hugsunum.
Á leiðinni talaði hann aftur.
Hann leit á mig, rétt eins og
hann væri að ljúka við eitthvert
umhugsunarefni með sjálfum
sér. — Já, ungfrú Barrie þekkti
hann betur . . . Eg vissi ekki,
hverju svara skyldi, og sagði því
ekki neitt.
Þegar bíllinn stanzaði fyrir
framan hjá mér, sagði ég. —
Viltu ekki koma inn, Lionel
frændi? Viltu ekki bolla af kaffi
eða eitthvað?
Hann hristi höfuðið. Nei, ég
ætti heldur að halda áfram
heim.
Mér leið illa. Gat hann ekki
komið inn í fáeinar mínútur?
Gat hann ekki svo mikið, sem
minnzt á, að við hefðum bæði
misst mikið — líttu inn til mín
ef þér leiðist. Þá skulum við tala
um Jack. Kannske léttir okkur
báðum við það. Nei, hann sagði
ekkert í þá átt. Og ég hefði þó
viljað hringja í hann og segja:
Mig langar að líta inn til þín,
Lionel frændi, og hann mundi
svara: Vertu ekki að því, það
er svo langt; ég skal heldur koma
til þín. 0|; gerði það svo aldrei.
Og nú sagði hann ekki neitt —
ekkert nema þessi stuttaralega,
MARk, IT'S TERRIFIC THE WAV
VOU GOT THE VAN WINKLES 4
TO COME HERE...MV MOTHER'S
ECSTATIC/^^^.
OF COURSE...WELL
GO OUT TOMORROW
MORNING, MRS. ▼
BLAKELY / >
THAT FELLOW
TRAIL'S GREAT,
ISN'T HE,
■q EVE ? is_^
ARE VOU ^
A FISHERMAN,
MRS. BLAKELV?
l'M GOING TO
LEARN, IF MR.
TRAIL WILL
TEACH ME/
I THINK
SO, PAD,
J&fa
1 ' * f^
— Það var stórkostlegt hvern-
ig þér tókst að fá Van Winkles
hjónin il að koma hingað Mark-
ús . . . . Móðir mín er frá sér
numin!
— Veiðið þér frú Blakely?
— Ég æla að læra það, ef
Markús vili kenna mér!
— Sjálfsagt . . . Við förum á
veiðar í fyrramálið, frú Blake-
l.v!
—■ Hann er indælis náungi
þessi Markús, finnst þér það
ekki Eva?
— Jú það finnst mér, pabbi!
ásakandi setning. — Já, ungfrú
Barrie þekkti hann betur.
Var þetta mér að kenna?
Eg skildi ekki annað en það,
að hann var einn með sorg sína
og ég átti engan þátt í henni.
Mér hafði verið ofaukið, sem
aðskotardýri, frá fyrstu byrjun.
Fari það allt til fjandans! Eg
grét mig í svefn um kvöldið, en
Moka skaif í körfunni sinni á
gólfinu við rúmið, en Bolla
gamla svaf svefni hinna rétt-
látu. Svei þeim fyrir að gefa mér
JJlíltvarpiö
Miðvikudagur 21. desember
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. —
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir.
12 00 Hádegisútvarp. — (12.25 FréttiT
og tilkynnmgar).
13.00 „Við vinnuna": Tónleikar.
15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00
Fréttir. 16.00 Fréttir og veðurfr.)
18.00 Útvarpssaga barnanna: „Jólin
koma" eftir Þórunni Elfu Magn-
úsdóttur; IV. (Höfundur les).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir. — Tónle*’
18.40 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Framhaldsleikritið: „Anna Kar-
enina'* eftir Leo Tolstoj og Oldrt
eld Box; VIII. kafli. Þýðandi As-
eld Box; VII. kafli. Þýðandi As-
laug Arnadóttir. Leikstj.: Lárus
Pálsson. Leikendur: Ævar R.
Kvaran, Guðbjörg Þorbjarnar-
dóttir, Helga Valtýsdóttir, Þor-
steinn Ö. Stephensen, Kúrik Har-
aldsson, Jón Sigurbjörnsson,
Kristín Anna Þórarinsdóttir, Am
dís Björnsdóttir, Haraldur Björns
son, Gestur Pálsson, Anna Guð-
mundsdóttir, Jónas Jónasson,
Stefán Thors og Þóra Borg.
20.45 Vettvangur raunvísindanna: —
Fannamenn og furðudýr (Örn-
ólfur Thorlacius fil. kand.).
21.05 íslenzk tónlist: Verk eftir Björg-
vin Guðmundsson.
21.30 Útvarpssagan: „Læknirinn Lúk-
as“ eftir Taylor Caldwell XX;IV.
(Ragnheiður Hafstein).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 „Rétt við háa hóla“: Ur ævl-
sögu Jónasar Jónssonar bónda
Hraum 1 Oxnadal ,eftir Guðm.
L. Friðfinnsson; IX. (Höfundur
les).
22.30 Djassþáttur 1 umsjá Jóns Múla
Arnasonar.
23.00 Dagskrárlok.
Fimmtudagur 22. desember
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. —
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir.
— 9.20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
13.00 „A frívaktinni“, sjómannaþáttur
(Kristín Anna Þórarinsdóttir).
14.40 „Við sem heima sitjum'* (Svava
Jakobsdóttir B.A.).
15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00
Fréttir. — 16.00 Fréttir og veður-
fregnir).
18.0D Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða
Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir
sjá um tímann).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Lestur fornrita: Lárentíusar saga
Kálfssonar; VIII. (Andrés Björns
son).
20.20 „Fjölskyldur hljóðfæranna”: Þjóð
lagaþættir frá UNESCO, menning-
ar- og vísindastofnun Sameinuðu
þjóðanna; III: Óbó og klarínett-
ur.
20.50 „Á förnum vegi“: Við sólhvörf
(Stefán Jónsson fréttamaður og
Jón Sigbjörnsson magnaravörður
sjá um þáttinn).
21.50 Einleikur á munnhörpu: Larry
Adler leikur.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Upplestur: „Hégómi“, smásaga
eftir Halldór Stefánsson (Mar-
grét Jónsdóttir).
22.35 Kammertónleikar: — Verk eftir
Jean Sibelius:
a) Kim Borg syngur sex lög við
undirleik Eriks Werba.
b) Endre Wolf og Pentti Koske-
mies leika þrjú lög fyrir fiðlu
og píanó op. 116.
23.05 Dagskrárlok.
12000 vinningar á ári!
30 krónur miðinn