Morgunblaðið - 30.12.1960, Síða 10

Morgunblaðið - 30.12.1960, Síða 10
10 \1 n T> r- r \ r> r J f) ] Q Fðsfudagur 30. des. 1960 TJtg.: H.í Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. BATAMERKI 'JV'ÚVERANDI ríkisstjórn ’ tók við efnahagslíf i landsmanna í rústum eftir óstjórn og algert úrræðaleysi vinstri stjórnarinnar. — Hún mætti vandanum af mann- dómi og festu, gerði víðtæk- ar viðreisnarráðstafanir og hikaði ekki við að segja þjóð inni sannleikann um hag hennar. Ennþá er ekki liðið heilt ár síðan stjórnin hóf við- reisnarstarfið. Engu að síður sjást nú greinileg batamerki í efnahagslífi þjóðarinnar. — Gjaldeyrisaðstaðan út á við hefur batnað um 274 millj. kr. á tæpum 10 mánuðum. Sparifjársöfnun hefur stór- aukizt og bæði þjóðin sjálf og aðrar þjóðir vita að grund völlur íslenzkrar krónu er að styrkjast. — Svartamarkaðs- brask með erlendan gjald- eyri er úr sögunni. Verð- hækkanir, sem leiddu af gengisbreytingunni eru komn ar fram og útlit er fyrir stöð- ugt verðlag á næstunni. Það er vegna þessa ár- angurs af viðreisnarstarf- inu, sem ríkisstjórnin hef- ur nú talið sér fært að framkvæma verulega al- menna vaxtalækkun. Mun það ekki hvað sízt gert til þess að létta útflutnings- framleiðslunni róðurinn. í þágu sparifjáreigenda 1 sambandi við vaxtabreyt- inguna hefur ríkisstjórnin beitt sér fyrir því nýmæli, að sparifé, sem bundið er til eins árs, skal bera 9% vexti. En það eru sömu kjör og nú eru á almennu sparifé. Spari- fjáreigendur geta því haldið vöxtum af sparifé sínu ó- breyttu með því að hagnýta sér hinn nýja innlánsflokk. Er hér um að ræða mjög skynsamlega og þýðingar- mikla ráðstöfun. Þjóðinni ríð ur á því að aukning spari- fjár haldi áfram. Þessvegna er þessi hvatning til hagsýni og sparnaðar mikilsverð. Sparifjáreigendur hafa ver ið hart leiknir af verðbólgu og dýrtíðarstefnu undanfar- inna ára. Þeir verða nú að finna greinilega að skipt hafi verið um stefnu, og að þeir megi treysta því, að sparnað- ur þeirra sé ekki unninn fyr- ir gýg. Sparifjármyndunin er frumskilyrði nauðsynlegrar uppbyggingar og heilbrigðs efnahagsástands í landinu. Á þessu grundvallaratriði hefur núverandi ríkisstjórn glöggan skilning. Hrakspárnar hafa sprungið Bandalag Framsóknar- manna og kommúnista hefur lagt á það ofurkapp að telja landsmönnum trú um, að við reisnarráðstafanir ríkisstjórn arinnar hafi runnið út í sand inn. Nú beri þessvegna að hverfa á braut styrkja- og uppbótastefnunnar að nýju. En hrakspár stjórnarand- stöðunnar hafa sprungið í andlit hennar sjálfrar. — Al- menningur sér nú greinileg batamerki koma í ljós með batnandi gjaldeyrisaðstöðu út á við og auknu trausti á íslenzkri krónu, Það sem nú skiptir öllu máli er að þjóðin efli framleiðslu sína og styðji áframhaldandi baráttu ríkis- stjórnarinnar fyrir jafnvægi í efnahagsmálum hennar. — Hin stutta reynsla af stefnu stjórnarinnar hefur sannað að hún er á réttri leið. Hún hefur snúið við frá óláns- og fátæktarstefnu vinstri stjórn- arinnar, sem engin úrræði átti, engu þorði og ekki gat komið sér saman um neina lausn vandamálanna. Skollaleikur kommún- istabandalagsins Bandalag kommúnista og Framsóknarmanna' leikur nú aumkvunarverðan skollaleik. Á fundum útvegsmanna berj ast þessir stjórnarandstæð- ingar af alefli fyrir stórkost- legum kröfum á hendur rík- issjóði til stuðnings útgerð- inni, og eiga þá ekki nógu sterk orð til þess að lýsa erfiðleikum og fátækt henn- ar. Þegar útvegsmenn sjá í gegn um blekkingarmold- viðri kommúnista og Fram- sóknar, snýr bandalagið við blaðinu og snýr sér til sjó- manna og hvetur þá til þess að krefjast stórhækkaðs kaupgjalds af hinni févana útgerð. Þá er útgerðin allt í einu orðin vel stæð og fær um að mæta gífurlegum auknum rekstrarkostnaði!! Vill að viðreisnin takizt Almenningur sér, hvað fyrir bandalagi komm- únista og Framsóknar vakir. Þessvegna munu þau batamerki, sem vaxtalækk- unin er afleiðing af, verða þess valdandi, að verkalýðs- samtökin munu ekki láta etja sér út í pólitísk verkföll, sem aðeins geta leitt til stórtjóns fyrir launþega og þjóðina í heild. >• UTAN UR HEIMI TÍMARNIR hafa gerbreytzt á hinum síðustu mannsöldr- um. Þetta eru sannindi, sem oft eru höfð á orði og eiga við á flestum sviðum — en fáír munu þó hafa orðið breytinganna áþreifanlegar varir en sjómenn. Allt, sem lýtur að skipum og sigling- um, hefur tekið algerum Sir James Bisset fyrrum skipherra á stórskipinu „Queen Mary“, skrifar end- urminningar sínar um „hálfa öld á höfum úti“ ... stakkaskiptum. Á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöldina voru það hin stóru seglskip og hægfara, gufuskip með mjóa og háa reykháfa, sem klufu öldur úthafanna. Nú á dögum eru farþegaskipin fag urlega straumlínulöguð lúxus för, furðulega hraðsigld, og flutningaskipin — einkum þó olíuskipin — risastór. Og kjamorkuknúin skip hafa þegar myrmzt við saltan sjá. ★ Maður nokkur, sem fylgzt hef- ir með þróuninni frá Titanic til Queen Mary — og fylgist nú enn með inn í atómöldina á hafinu — er þessi árin að skrifa endur- minningar sínar, og ber þar að vonum margt á góma. Annað bindi minninga hans er komið út hjá forlaginu Angus and Robert- son í Lundúnum og nefnist „Tramps and Ladies". En höfund urinn er sir James Bisset, fyrrum skipstjóri á flaggskipi skipafélagsins Cunard Line („drottningaskipafélagið"), en hann lifir nú rólegu lífi á eftir- launum sínum — eftir langan og viðburðaríkan starfsferil. Þannig leit James Bisset út, þegar hann gerðist stýri- maður á ryðkláfinum S/S Nether Holme, árið 1906. • ROMM OG GIGT Þótt margt beri við á sjónum enn í dag, má þó skiija á Bisset, að það hafi nú oft verið meira spennandi að vera sjómaður „í gamla daga“, þegar hann var ung ur. — Svo sem eins og þegar hann árið 1906 „munstraði" sig sem stýrimann á S/S Nether Holme, eldgamall ryðkljáf, grút- skítugan flutningadall, sem var að fara frá Swansea til Banda- ríkjanna. pyrsta verk Bissets sem stýrimanns á skipinu var það að kasta fötum í kaldri vetramótt- inni og kafa til þess að losa kað- altrossu, sem festst hafði í skrúf- unni. Síðan var stefnt til hafs, en varla hafði dallurinn stungið nefinu í fyrstu ölduna, þegar skip stjórinn hélt til káetu sinnar, sem reyndar var ekki annað en sóðaleg smákompa, með flösku af sterku rommi — og hastarlega gigt. Og allt, sem hann sýndi af sjómennsku á leiðinni yfir hafið, var að sitja um stund í korta- klefanum. Þetta var á þeim tím- um, þegar stjórnpallurinn var allur opinn og óvarinn — ekkert stýrishús. • ÞANNIG VAiv SJÓMANNSLÍFIH Þégar þeir höfðu verið í hafi fáa daga, brast á stórviðri. Einn af hásetunum slengdist þá utan í vörukassa, sem stóð á þilfari, og hlaut af lærbrot. Hann var borinn til koju sinnar og Bisset og annar stýrimaður tóku til við að reyna að gera að beinbrot- inu. í annarri hendi hélt Bisset á „Lækningahandbók skipstjór- ans“ og í hinni á flösku af spír- itus, sem dreypt var duglega á hinn slasaða háseta til þess að deyfa tilfinningu hans. — Við bundum hann rambyggi lega fastan við kojuna, segir Bisset, og svo tókum við til við að togast á um læri hans — og reyna að koma brotinu saman. JAMES BISSET — „Finished with engines" - og „Lækninga- handbók skip- stjórans" Loks fannst okkur brotin falla saman. Við höfðum enga kunn- áttu eða reynslu á að byggja í þessum efnum, aðeins heilbrigða skynsemi — og vonina um, að heppnin væri með okkur. Okk- ur til mikils léttis féll maðurinn í ómegin. Þeir settu spelkur við lærið og skíldu síðan við manninn í koju smni, en Bisset skrifaði stutta frásögn af atburðinum og „lækn- isaðgerðinni“ inn í leiðarbók skipsins. — Og hásetanum batn- aði smám saman. Reyndar hefir hann sennilega stungið dálítið við, það sem hann átti ólifað. — Þannig var sjómannslífið í þá daga. • BEISK SAGA Mesta framann á starfsferli sín um telur Bisset það, þegar hann var fyrst ráðinn í þjónustu Cunard Line. Varð hann þá yngsti yfirmaður á Carpathia — skipinu, sem varð nafnfrægt í sambandi við björgun skipbrots- manna af hinu ,,ósökkvandi“ stór skipi Titanic, þegar það fórst, 14. apríl 1912, eftir að hafa rekizt á hafísjaka, eigi langt frá Ný- fundnalandi. Bisset segir hér sína eigin sögu — beiskari sögu en flestar aðrar — af þessu mikla og hörmulega slysi, sem átt hefði að vera unnt að koma í veg fyrir. Hér er ræki- lega bent á hið ótrúlega kæru- leysi og hugsunarleysi um verð- mæti mannslífa, sem virðist hafa ríkt hjá einu mesta skipafélagi heims, „White Star Line“. — Fínasta og íburðarmesta skip heimsins hafði verið smíðað með aðeins einföldum botni — og í hinni fyrstu, og hinztu, óhappa- siglingu hafði skipið björgunar- báta fyrir einungis 962 menn, af þeim ca. 2,300, sem um borð voru. Þetta skelfilega slys varð enn hörmulegra vegna þess, að ann- að skip, Californian, lá um kyrrt á íssvæðinu — næstum því inn- an sjónmáls frá Titanic, á með- an risaskipið var að sökkva. En loftskeytamaðurinn á Californi- an svaf svefni hinna réttlátu' og heyrði því ekki neyðarkall hinna nauðstöddu. — Það var líka ein- ungis vegna þess, að loftskeyta- maðurinn á Carpathia hafði af til viljun setið lengur við tæki sin en venjulega, að hann heyrði hið fyrsta SOS-merki, sem sent var á sjó — neyðarkall Titanic. ★ Segja má með rétti, að hinn sæti svefn loftskeytamannsins á Californian þessa hörmunganótt hafi kostað rúmlega 1.500 manns lífið. En hann verður þó ekki um neitt sakaður — því að hon- um bar engin skylda til þess að vaka yfir tækjum sinum á þess- um tíma. Loftskeytatæki skipa voru líka, þegar þetta gerðist, i rauninni frekar notuð í þjónustu farþeganna en sem öryggistæki. • ÆVINTÝBI SJÓMENNSKUNNAR Enginn sjómaður óskar sér ævintýra á borð við það, sem gerðist þessa nótt á Norður- Atlantshafi. Og Bisset skipherra skrifar nokkur lokaorð, þar sem hann reynir að segja í örstuttu máli, hvað lífið á sjónum er i raun og veru: — Ævintýri sjómennskunnar eru ekki óhöpp og skiptapar — er.da gerist slíkt sjaldan, sem betur fer. Ævintýrið er í því fólgið að stýra skipi sínu örugg- lega, hvort heldur er um úthöf eða þröng sund, þar til það er heilt í höfn og traustlega bundið við bryggju — þar til vélsíminu bendir á „FINISHED WITH ENGINES", og ferðin er á enda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.