Morgunblaðið - 05.01.1961, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLA91Ð
Fhnmtudagur 5. janúar 1961
Tekjutap vegna afla-
brests og verðfalls
meira en 500 millj. kr.
Ummœli forsœtisráðherra á fullum
rökum reist
1 ÁRAMÓTARÆÐU sinni
sagði Ólafur Thors, for-
sætisráðherra, að áætla
mætti tekjutap þjóðarbúsins
vegna aflabrestsins og verð-
fallsins a. m. k. 5ð0 millj. kr.
og að þetta tekjutap hefði
orðið til þess, að ekki hefði
verið hægt um þessi áramót
að létta byrðum af almenn-
ingri eins og ríkisstjórnin
hefði óskað og vonað.
• Það er alkunnugt, að
mikið verðfall varð á fiski-
mjöli og lýsi frá þvi á haust-
mánuðum 1959 fram á mitt
sumar 1960. Sé verðmæti
framleiðslu ársins 1960 reikn
að á meðalútflutningsverði
ársins 1960, kemur í ljós, að
það er 166 millj. kr. lægra,
heldur en ef það er reiknað
á meðalútflutningsverði árs-
ins 1959. Verðmæti sildar-
aflans norðanlands og sunn-
an er 156 millj. kr. Iægra
árið 1960, heldur en það var
árið 1959, sé framleiðsla
beggja áranna reiknuð á
verðlagi ársins 1959. Reikn-
að á sama hátt, er verðmæti
afla togaraflotans 175 millj.
kr. lægra árið 1960 heldur en
árið 1959. Séu þessar tölur
< > Iagðar saman fæst útkoman
495 millj. kr., en það er sú
lækkun á framleiðsluverð-
mæti ársins 1960 sem leiddi
af verðfalli og aflabresti.
• Þar við bætist svo, að
um áramótin 1959/60 voru
miklar birgðir af mjöli og
lýsi í landinu, sem seldar
voru á lágu verði á árinu
1960. Fyrir þessar afurðir
fékkst 87 millj. kr. lægri
upphæð en fengizt hefði, ef
þær hefðu verið seldar á
meðalútflutningsverði ársins
1959.
• Tíminn bendir á, að
útflutningur fyrstu 11 mán
aða ársins 1960 sé ekki
lægri en útflutningur fyrstu
11 mánaða ársins 1959, og
spyr, hvernig sú staðreynd
geti samrýmzt þeirri tölu,
er forsætisráðherra nefndi i
áramótræðu sinni. Því er til
að svara, að á árinu 1959
jukust birgðir útflutningsaf-
urða um 200 millj. kr., en
munu væntanlega hafa lækk
að nokkuð á árinu 1960. Að
þessu leyti komu áhrif lækk
unar framleiðsluverðmætis-
ins ekki fram í útflutningi
ársins 1960, en munu vænt-
anlega koma fram í útflutn-
ingi ársins 1961. Þar við bæt
ist enn, að aukning varð á
framleiðsluverðmæti þorsk-
afla bátaflotans á árinu 1960
samanborið við árið 1959. Sú
aukning varð þó minni en
svaraði til aukinnar rúm-
lestatölu þeirra skipa, sem
þátt tóku í veiðunum og
aukinnar notkunar veiðar-
færa. Þær verðhækkanir,
sem nýlega hafa orðið á
skreið og saltfiski, hafa ekki
teljandi áhrif á útflutnings-
verðmæti ársins 1960, þar
sem þær áttu sér stað svo
seint á árinu, en þær mnnu
hafa nokkur áhrif á árinu
1961.
• Sú lækkun á fram-
leiðsluverðmæti sjávarafurða
vegna verðfalls og aflabrests,
sem að framan getur, er enn
alvarlegri vegna þess, hve
tilkostnaður við framleiðsl-
una hefur aukizt mikið á
undanfömum árum. Lands-
menn hafa stóraukið fiski-
skipastólinn. Notkun veiðar-
færa hefur einnig stórank-
izt. Mikið hefur verið keypt
af fiskileitartækjum, nóta-
bátum og kraftblökkum. Til
þess að standa undir öllum
þessum aukna kostnaði hefði
framleiðsluverðmætið þurft
að aukast mikið. Svo hefur
þó ekki orðið vegna verð-
fallsins og aflabrestsins,
heldur hefur framleiðsluverð
mætið minnkað.
• Þá vefengir Tíminn
einnig ummæli forsætisráð-
herra um gjaldeyrisstöðuna
og aukningu sparifjár. Þau
ummæli voru að sjálfsögðu
hyggð á tölum bankanna um
þessi efni. Samkvæmt þeim
batnaði gjaldeyrisstaðan um
274 millj. kr. frá því að
efnahagsráðstafanimar voru
framkvæmdar (Iok febrúar)
til 21. des sl. Áhrifa efna-
hagsráðstafananna á spari-
fjármyndunina fór ekki að
gæta fyrr en í aprílmánuði,
en frá þeim tíma til nóvem-
berloka jukust spariinnlög
banka og sparisjóða um 217
millj. kr. á árinu 1960, en
höfðu aukizt um 163 millj.
kr. á sömu mánuðum ársins
1959.
Stjórn Oums
hlaut þingtraust
Vientiane, Bangkok, 4. jan.
ÞINGIf) í Laos tók í dag ákvörð-
un um að veita hinni nýju stjórn
Boun Oum prins fullt traust. —
Féllu atkvæði um málið 41—0.
Boun Oum, sem stjómað hefur
með konunglegri tilskipan ;iðan
12. des. sl. ávarpaði þingheim og
sagði, að stjórn sín myndi berj-
ast til hins ítrasta gegn hvers
kyns innrás og íhlulun um mál-
efni landsins.
Phoumi Nosavan, yfirmaður
hers hægrisinna ávarpaði einnig
þingið og sagði, að barizt yrði
gegn íhlutun kommúnista í Laos,
en aðstoðar annarra ríkja yrði
ekki leitað nema því aðeins að
Rússar og Norður-Vietnahm
héldi áfram að senda vinstri
mönnum vopn og vistir. Þá yrði
leitað aðstoðar Sameinuðu þjóð-
anna eða annarra samtaka.
Fregnir af bardögum í Laos
eru fáar og ósamhljóða. Fró Vi-
entiane berast fregnir um að
(hægrimönnum hafi orðið nokk-
Uð ágengt í baráttunni um borg-
ina Xing Kihoung en Tass frétta-
Stofan segir að hægrimenn hafi
Qiátið undan síga.
Á Ieið til New Yorfc
' Atvinumálaráðherrann í stjórn
Ðoun Oum prins kom við í Bang
kok í dag á leið sinni til New
*York, en þar hyggst hann tala
toiáli ríkisstjórnar sinnar við
Sameinuðu þjóðimar. Kvaðst
hann hafa meðferðis skjöl er
taiyndu sanna Hammarskjöld,
aðalritara samtakanna, vopna-
sendingar frá N-Vietnam og
Rússlandi tid vinstri manna í
Laos. Hann kvaðst mundu
leggja til að skipuð yrði nefnd
og send til Laos. Skyldi hún
helzt eingöngu skipuð fulltrúum
hlutlausra ríkja.
Árás á flugvél
Þá hafa borizt fregnir um að
bandarísk flugvél hafi orðið fyr
ir árás er hún var á flugi á al-
mennri flugl. yfir Laos. Ekki er
ljóst hverjir hafi staðið fyrir
þeirri árás, en flugvélin komst
lítið skemmd til Vientiane.
T elpa verður
fyrír bíl
1 FYRRAKVÖLD varð 12 ára
telpa íyrir bíl á Laugamesveg-
inum. Ungur piltur í nýlegum
bíl hafði ætlað að krækja fyrir
aftan telpuna þar sem hún var
á leið yfir akbrautina. Pilturinn
var lítt vanur akstri og missti
stjómina á bílnum á hálkunni
og varð telpan þá fyrir honum.
í fyrstu ádeit hún sig hafa
sloppið ómeidda, en í ljós hefir
komið að hún hefir brákazt á
öðrum fæti, skráimast í andliti
og víðar.
Páll Melsted stór-
kaiiumaður látinn
i
PÁLL Melsted, stórkaupmaður,
lézt að heimili sínu, Freyjugötu
42, síðdegis í gær, 66 ára að
aldri. Páll hafði verið rúmfast-
ur um nokkurra mánaða skeið,
en fyrst kennt lasleika fyrir um
tveim árum. Páll lætur eftir sig
konu og tvö uppkomin böm.
Páll var þjóðkunnur maður
fyrir afskipti af verzlunar- og
viðskiptamálum
Í NA /S hnúior \ y SV S0 hnútor tk Snjó/temú 9 Ú3r%. V S/úrtr IC Þrvmur W;s, KuUuM HHnkit H Hm» I L Lmgi I
SUÐVESTUR af Reykjanesi
er 990 mih. lægðarnsiðja á
hreyfingu NAN eftir eða
skammt undan suðurströnd Is-
lands. Þessa leið hafa flestar
lægðir farið síðan fyrir jól,
og mun veðurlag því verða
svipað næsta sólarhring og ver
ið hefur siðasta hálfan mán-
uð. A-belgingur annað slagið
á Suðurlandi og þíðviðri, en
hægari A-átt og sums staðar
lítið frost fyrir norðan.
Veðurhorfnr:
SV-mið: Austan stormur,
rigning. SV-land: Hvass aust-
an, þýðviðri, rigning með köfl
um.
Faxaflói, Breiðafjörður og
miðin: Allhvass A, þýðviðri.
Vestfirðir til Áustfjarða:
Vaxandi A-átt, víðast frost-
laust og úrkomulaust að
mestu. Vestfjarðamið til
Austfjarðamiða: Allhvass eða
hvass A, dálítil slydda eða
rigning.
SA-land og SA-mið: Vax-
andi A-átt, hvassvirðj með
nóttunni, slydda og síðar
rigning.
Snjóbarðar ekki
viðurkenndir
OFT í haust hafa Mbl. bor-
izt um það fyrirspurnir,
hvort búið væri að veita
snjóbörðum, sem svo mjög
hafa rutt sér til rúms á bíl-
um hér á landi, viðurkenn-
ingu Bifreiðaeftirlitsins. Um
það var talað eins og bugsan
legan möguleika þegar um-
ferðarlögin voru endurskoð-
uð á árunum.
í gær átti Mbl. stutt samtal
við Gest Ólafsson fulltrúa Bif-
reiðæftirlitsins um þetta mád.
Ekki viðurkenndir
Gestur sagði að i bifreiðalög-
unum yæri ekki tekið fram með
berum orðum að löggilda ætti
snjóbarða en ljóst er af orða-
laginu að við þá er átt. — Nei
við höfum enn sem komið er
ekki veitt þeim viðunkenningu
sem útbúnað á bílum þegar ekið
er í snjó og hálku. í þessu efni
höfum við stuðzt við aðgerðir
Norðmanna. Þeir hafa ekki enn
veitt snjóbörðunum slíka viður-
kenningu, sagði Gestur enn-
fremur.
Sprenging í kjarn-
orkuverksmiðju
Stórt svæði hættulegt vegna geislavirkni
Ekki heldur á móti
En Bifreiðaeftirlit ríkisins hef
ur heldur ekki tekið afstöðu
gegn notkun snjóbarða og bílar
embættisins eru á snjóbörðum
um þessar mundir.
Reynsda marma af snjóbörð-
unum er ágæt þegar snjór er
á vegum en þeir hafa ekki sýnt
neina yfirbuxði þegar ekið er á
ísingu og sveldi. Margir telja að
það nægi til aukins öryggis, að
hafa snjóbarðana á afturhjólun-
um eimxm, en svo er ekki.
Of fá þverbönd
En varðandi snjókeðjumar
sagði Gestur Ólafsson, að það
væri skoðun bifreiðaeftirlits-
manna, að þverbönd væru alltof
fá í snjókeðjunum. Tók hann
sem dæmi snjókeðjur á felgu-
stærð 700x15. í þeirri keðju em
12 þverbönd, en ef vel ætti að
vera, þyrftu þau að vera 20.
Þá nemur alltaf að minnsta
kosti eitt þverband við jörðu í
senn.
roAHO, 4. jan. — (Reuter-
NTB) — í nótt varð spreng-
ing í kjarnorkuhreyflaverk-
smiðju í Idaho og létu þrír
menn lífið — hermenn er
voru að verði í byggingunni.
Lík eins þeirra var flutt á
brott með sjúkrabifreið, en
lík hinna tveggja varð að
einangra í rústum verk-
smiðjubyggingarinnar vegna
geisIavirknL
• Sundraðist
Samkvæmt upplýsingum
bandarísku kjarnorkumála-
nefndarinnar sundraðist verk
smiðjan gersamlega. Stórt
svæði þar um kring er talið
hættulega geislavirkt, en sem!
stendnr er það til bjargar, að
vindur stendur af byggð. Full-
trúi kjarnorkumálanefndar-
innar sagði í dag, að óljóst
væri hvort sprengingin hefði
verið kjarnorkusprenging eða
kemísk sprenging en menn
vonuðu fastlega hið síðar-
nefnda.
# Rannaóknir
A daginn vinna í verksmiðju
þessari hátt á fjórða þúsund
manns. I verksmiðjunni var gerð
ur fyrsti bandaríski kafbáts-
hreyfillinn, sem knúður var
kjarnorku og þar var nú unnið
að rannsóknum og tilraunum
með smíði kjarnorkuhreyfla i
flugvélar.
Bótornii fornir
HÚSAVÍK 4. jan. — Héðan fara
allir stærri bátarnir til fjar-
lægra verstöðva á komandi
vetrarvertíð, nema einn, Hag-
barðxir, sem gerður verðxir út
eins og undanfarin ár frá Húsa-
vík. Héðinn, Belga, Pétur Jóns-
son og Smári verði gerðir út frá
Sandgerði. Helgi Flóventsson
frá Keflavík, en Stefán Þór er
leigðxir tid Flateyrar. Fóm bátar
þessir allir í gær og dag áleiðis
suðxxr, nema Helga, sem þó er
ferðbúin, en ófarin. — Silli.
ísland - Noregur
Nordmannslaget
FÉLAGBÐ ísland—Noregur og
Nordmannslaget halda saxneigin-
legan skemmtifund á þrettándan
um, 6. janúar í Tjamarkaffi kl.
8 e.h.
Sendiherra Norðmanna á fs-
landi, hr. Bjame Börde, mun
flytja nýjárskveðju, Kristmann
Guðmundsson skáld stutt erindi
og Eggert Guðmundsson listmál-
ari mun teikna myndir með að-
stoð fundarmanna. Ýmislegt ann-
að mun verða til skemmtunar og
dansað verður fram á nótt.