Morgunblaðið - 13.01.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.01.1961, Blaðsíða 2
2 Mortr rryrtr 4 ðið Föstudagur 13. janúar 1961 NAIShnúiar i/ SV50hnútor X Snjókoma t 06 i V Skúrír K Þrumur Kuldaskil ZS* Hihskit H Hm» 1 L Latqi ] Framsóknarmenn segja ,harðar mótaðgerðir ó- hjákvœmilegar" á ís- landi eins og t Belgíu í sumar óskuðu þeir eftir „japönsku ástandi44 hér ÆSINGASKRIF Tímans eru nú orðin með þeim hætti, að þau taka langt fram hótunum hins lög- gilta málgagns heims- kommúnismans. Er sagt, að sjálfum formanni Fram sóknarflokksins sé farið að ofbjóða skrif blaðsins undir forystu Eysteins Jónssonar og Þórarins Þórarinssonar. Þegar götu skríll hindraði í sumar komu Eisenhowers forseta til Japans, sögðu Tíma- menn að stjórnin þar í landi bæri ábyrgð á of- beldisverkunum og sú ís- lenzka væri engu betri. Þess vegna kynni hér að „skapast japanskt ástand“. Nú býr belgíska þjóðin við þær mestu hörmung- ar, sem yfir hana hafa gengið síðan í styrjöldinni og Tíminn segir aðfarim- ar þar í landi sjálfsagðar vegna efnahagsfrumvarps stjómarinnar og kjara- skerðingarinnar, sem því séu samfara og bætir síð- an við: „Mun hún (kjaraskerð- ingin) áreiðanlega ekki verða meiri en sú kjara- skerðing, sem hefur hlot- izt af viðreisninni hér“. Og í Belgíu vom „harðar mótaðgerðir óhjákvæmi- legar“. Þannig dylst ekki að málgagn Framsóknar- flokksins á íslandi óskar þess að yfir íslenzku þjóð- ina gangi svipaðar hörm- ungar og hina belgísku, aðeins ef einhver von væri til þess að Fram- sóknarflokkurinn gæti síð ar komizt í stjórn með kommúnistum hér á landi. Er ekki tími til þess kominn fyrir gegna menn í röðum Framsókn- arflokksins að stemma stigu við þessum baráttu- aðferðum Eysteins Jóns- sonar? Ætli Tíminn birti ekki á morgun enn eina klaus- una um „fasisma Morgun- blaðsins“!? Eisenhower ver stefnu sína r síðustu skýrslu sinni til þingsins Washington, 12. jan. EISENHOWER forseti birti bandarísku þjóðinni í dag síðustu skýrslu sína um hag ríkisins. Var yfirlýsing for- setans nú lesin upp af öðr- um, en áður hefur hann jafn an flutt slíkar skýrslur sjálf- ur. — Var skýrsla Eisenhow- ers eins konar varnarræða Kvikmyndasýn- ing Cermaníu FYRSTA kvikmyndasýning fé- lag.sins Germanía á þessu ári verður á morgun, laugardag, og verða að venju sýndar frétta- og fræðslumyndir. Fréttamyndirnar eru tvær, og sýnir önnur þeirra jólahald á ýmsum stöðum Þýzkalands, og eru þar á meðal undurfagrar landslagsmyndir frá fjallahéruð- um landsins í eðlilegum litum og myndir af þekktum málverkum af fæðingu Krists. Var mynd þessi sýnd á samkomu félagsins um jólin, og vakti hún mikla hrifningu. Fræðslumyndimar eru einnig tvær. Sýnir önnur landslag og lifnaðarhætti manna í Norður- Þýzkalandi og landvinninga þar um slóðir, hvemig menn vinna land úr greipum sjávar. — Hin fræðslumyndin er um ballett, og er sú mynd tekin í ríkisleikhús- inu í Hamborg. Sýningin verður í Nýja Bíó og hefst kl. 2 e.h. öllum er heimill aðgangur, bömum þó einungis í fylgd með fullorðnum. AKRANESI, 12. jan. — Trillubát urinn Höfrungur GK 83, 4% tonna, hefur fiskað 7 lestir í 5 róðrum síðustu daga. Aflann hefur Höfrungur fengið út af Kjalarnestöngum. Fjöldi trillu- báta hefur verið að fiska á þess L um slóðum undanfaxna daga. fyrir stjómarstefnuna undan farin tvö kjörtímabil hans — og taldi forsetinn, að Banda- ríkin hefðu sótt fram á flest- um sviðum. Hann bað hinum nýja forseta, Kennedy, heilla og blessunar í starfi — kvaðst vona, að nýja stjórn- in varðveitti styrk Banda- ríkjanna og friðinn innan- lands og utan. ★ „Ótrúleg" vopn Eisenhower sagði, að vam- ir Bandaríkjanna væru nú svo öflugar, að þau gætu boðið byrgin árás hvaða aðila sem væri — og eyðingarmáttur vopna Bandaríkjahers væri „ó- trúlegur". — 1 þessu sambandi sagði hann m. a., að þær ásak- anir demókrata, þar á meðal hins nýkjörna íorseta, að Rúss- ar væru langt á undan Banda- ríkjamönnum í eldflaugakapp- hlaupinu, vegna slæmrar skipu- lagningar og rangrar fjárfest- ingar Eisenhower-stjórnarinnar, væru tilhæfulausar og hreinn „uppspuni“. ic Beðið fyrir Kennedy Forsetinn sagði, að repú- blikanastjóminni hefði tekizt að auka andlegan, siðferðilegan og efnalégan styrk Bandaríkj- anna á undanförnum árum. — Þrátt fyrir það mundi komandi stjórn og forseti eiga við mörg og mikil vandamál að etja — og mundu allir þegnar hins nýja forseta, hverrar stjóm- málaskoðunar sem þeir annars væru, biðja honum góðrar heilsu, vizku og góðs árangurs í viðamiklu og ábyrgðarríku starfi. —★— Næstkomandi þriðjudag flyt- ur Eisenhower kveðju til þegna sinna í útvarp og sjónvarp, en hann lætur formléga af emb- ætti eftir viku, þann 20. jan. LÆGÐIN milli Grænlands og Islands þokaðist enn NA í gær. tJtsynningsél voru sunnan lands og vestan, en bjart á NA-landi og hitinn um frost- mark. Búizt var við, að SV- áttin gengi niður í nótt, þvi að ný lægð er á ferðinni N af Nýfundnalandi. Veðurspáin kl. 10 í gær- kvöldi: SV-land til Norðurlands og miðin: SV átt með allhvöss- um éljum í nótt en lygnari á morgun, þykknar upp með austan átt annað kvöld. NA-land, Austfirðir og mið- in: Stinningskaldi vestan, létt skýjað. SA-land og miðin: SV átt með allhvössum slydduéljum, léttir til með vestan átt í nótt en þykknar upp með SA átt annað kvöld. Eldflaugum beitf í Laos ? Vientiane, Laos, 12. jan. — (Reuter) — F J Ó R A R flugvélar búnar eldflaugum, sem Bandaríkin hafa látið Laosstjórn í té, flugu í dag norður á bóginn, þar sem bardagar hafa geis- að að undanförnu milli stjómarhersins annars vegar og hers vinstrimanna, undir stjórn Kon Le höfuðsmanns, og skæruliða Pathet Lao hins vegar. Er þetta annar dagurinn í röð, sem flugvél- ar þessar halda til norðurs, búnar eldflaugum sínum. ic Til baka, án flugskeytanna í gær sögðu talsmenn stjómarinnar í Vientiane, að flugvélarnar hefðu verið á æí- ingaflugi — en lVz klst. eftir brottför komu þær til baka, án flugskeytanna. — Hér er um að ræða vélar af gerðinni T-6, æf- ingaflugvélar, sem notaðar voru í síðari. heimsstyrjöldinni, — en bandarískir sérfræðingar hafa látið svo um mælt, að þær mætti nota til þess að fylgjast með því, hvort erlendar flug- vélar rjúfi lofthelgi Laos. Stjórn hins kömmúníska N- Vietnams hefur sakað Banda- ríkjamenn um „hættulegar árás- araðgerðir“ með því að láta Krúsjeff harðorður við leiðtoga í landbúnaðinum Boun Oum-stjóminni í Vienti- ane í té flugvélar og þyrlur. — í gær neitaði rússneska sendi- ráðið að taka við nýrri orð- sendingu frá Boun Oum-stjóm- inni, þar sem því var haldið fram, að rússneskar flugvélar flyttu vistir og vopn til Pathet Laohersveitanna í Laos. ÍC Átök á landamærum Laos og Kambodíu Varnarmálaráðherra Thai- lands skýrði frá því í Bangkok í dag, að fyrr í vikunni hefði komið til átaka milli hermanna frá Laos og Kambodíu, á landa- mærum ríkjanna. Hefði einn Laoshermaður og f jórir frá Kambodíu beðið bana í átökum þessum — og þrír aðrir úr hvoru liði særzt. Þessar fregnir bárust í sama mund og hátt- settur embættismaður stjómar Thailands sagði, að stjóm sín kynni að fallast á' tillögu Kam- bodíu um að haldin verði ráð- stefna 14 ríkja til þess að reyna að leysa Laosvandamálið. — Kambodíustjórn sagði í gær, að Frakkland, Rússland og Norð- ur-Vietnam hefðu lýst fylgi við þessa tillögu, en af opinberri hálfu í Frakklandi hefur aðeins verið sagt, að tillagan verði at- huguð nákvæmlega. Svipuð um- mæli eru höfð eftir Bandaríkja- stjórn. — Brezka stjómin virð- ist nú hins vegar frekast hall- ast að kanadískri uppástungu þess efnis, að send verði rann- sóknamefnd til Laos, á meðan þess sé beðið, að komið verði á alþjóðlegum fundi um vanda- málin þar. Moskvu, 12. jan. — (Reuter) MIÐSTJÓRN kommúnista- flokks Ráðstjórnarríkjanna hélt í dag áfram umræðu um framleiðslu landbúnaðar- ins, sem ekki hefur staðizt áætlun sl. ár — en í gær gerðist Krúsjeff allumsvifa- mikill á fundum, greip fram í fyrir ræðumönnum og kenndi hina lélegu uppskeru slæmri stjórn og skipulagn- ingu þeirra, sem trúað væri fyrir stjórn þessara mála. — Þessar upplýsingar eru hafð- ar eftir stjórnarblaðinu Iz- vestia. ic „Þetta er glæpur" Krúsjeff sakaði stjómendur landbúnaðarframleiðslunnar um að falsa tölur um uppskeru, í því skyni að dylja mistök sín. „Þetta er glæpur“, sagði hann, „og slíka menn ætti að draga Orðrómur um, að hann sé valtur i sessi fyrir lög og dóm — hverjir svo sem þeir eru“. — „Þeir leiðtog- ar, sem sjálfsvirðingu hafa, ættu að biðjast lausnar frá störfum og segja: Þetta er mér um megn — ég er ekki fær um að stjóma. — En slíkt kemur sjaldan fyrir", sagði forsætis- ráðherrann. Þess í stað, sagði hann, „er það venja slíkra karla að ganga manna milli og segja, að nú hafi komið þrumuveður eða haglél, sem hafi eyðilagt uppskeruna — eða þá þeir kenna jafnvel sjálfum fjandan- um um! Og Svo koma þessir sömu menn og biðja um enn viðameiri verkefni og ábyrgðar- meiri stöður“. 1 fréttum brezka útvarps- ins hefur þess verið getið, að orðrómur sé á kreiki þess efnis, að hin beisku orð Krúsjeffs i þessu sambandi geti jafnvel orðið honum að falli — kunni hann að verða látinn víkja úr embætti áður en langt um liður. Styrkir ASÍ verkfallsmenn í Belgíu? ALÞÝÐUSAMBANDI tslands hefur borizt beiðni um styrk frá verkalýðssamtökunum i Belgíu vegna verkfallsins mikla, sem þar er. Blaðið leitaði í gær upplýs- inga run þetta hjá Snorra Jóns- syni, starfsmanni hjá ASÍ. —■ Kvað hann rétt vera að beiðnin hefði borizt ASÍ, en hann gæti ekki skýrt frá hvað gert yrði í málinu, þar eð ekki hefði ver- ið gengið frá yissum hlutum. — Blaðinu mundi berast fréttatil- kynning um þetta í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.