Morgunblaðið - 13.01.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.01.1961, Blaðsíða 17
Föstudagur 13. janúar 1961 MORGTJNBLAÐ1Ð 1? Kristín dóttir — Í>AÐ ER margt, sem eldri Reyk- víkingar ta-la um að hafi breyzt hér á síðustu áratugum. J>að er margt, sem er horfið og farið frá þeim gömlu góðu dögum, þegar svo gaman var að alast hér upp — eða frá árun- unum milli 1910 og 1920. Síðan er Skólavarðan farin og margir sakna hennar. Síðan er það líka horfið býlið hans Hans pósts, sem stóð þar sem nú er eystri hlutti Leifsgötu. Kýrnar, sem þar voru og kindurnar og allir glæsilegu hestarnir, sem þar prýddu umhverfið á sinni tíð, þeir frísuðu, stukku og lögðu kollhúfur. Þeir háðu stundum einvígi standandi þráðbeinir á afturfótunum. í þeirra hópi var oft gleði, fjör og gáski. En því kemur mér þetta núna í huga að gamla húsmóðirin, eem var hinn vökuli andi þessa góða heimilis, er nú dáin, há- öldruð eða 89 ára gömul búin að vera ekkja í rúm 30 ár. Haaa Hannesson póst þekktu al'lir Reykvíkingar og allir Sunn lendingar þeirra daga. Hann ann aðist póstferðirnar frá Reykja- vík og austur á Rangárvelli. Hann og starf hans var merki- legur þáttur í islenzku ferða- lífi og samgöngum þeirra daga. Allt var að vakna og ekki reyndi þá sízt á tengslin milli höfuð- borgarinnar og sveitanna fyrir austan fjall. Hans póstur með vagna sína og Ihesta lagði svo að segja hófa- dyninn í það „íslands lag“, sem þá hljómaði yfir fjöllin og vötn in og byggðimar. Það var gam an að sjá þegar fjallavagnamir fimm lögðu af stað. Hver ekill með sinn langa písk, sem hann aðallega notaði til að gjöra hvin í loftið — og hestamir, tveir og tveir fyrir hverjum vagni, dill andi af ákefð og ferðaþrá, svo þeim næstum skutu neistar úr augum. Og þegar komið var á móts við bókabúð Braga (sem þá var ekki til) blés Hans í póstlúður inn. Póstferðin var hafin. Börn- in og fullorðna fólkið ruggaði á- fram í vögnum í al'lt öðruvísi hreyfingum en nú em í tízku. En heima á hólnum þar, sem býlið stóð, hélt reykurinn áfram að þyrlast upp um reykháfinn — þar stóð hún og skaraði í eldinn, bætti við nokkrum mó- kögglum eldurinn mátti aldrei deyja. Nei, eldur þessa heimilis kulnaði aídrei né dó. Kristín Hjálmsdóttir virtist alltaf vaka, aldrei vera þreytt. Og samt bar hún ríkan hluta af samgöngumálum Suðurlands með manninum á sínum herðum. Oft voru ökumennirnir í fæði hjá henni langtímum saman og allskonar undirbúningur til munns og fata hvíldi á henni og stúlfcum hennar. Hún stóð þar glöð í lund hverju sinni er hún kvaddi eða heimti heim bónda sinn og undir handarjaðri henn- ar ólust þau upp hin fjögur mannvænlegu böm, er bera göfgi og tápi foreldra sinna vott inn. Kristín Hjálmsdóttir er mér ó- gleymanleg fyrir það að hún virt ist aldrei þurfa að hvílast. Hún var mikil í augum mín- um fyrir það hve hún þjónaði heimili sínu og ástvinum af mik illi sj álfsgleymsku. Svona mikla orku gat ekkert gefið nema kærleikurinn einn. Og mig, aðskotadýrið, sem bara var kominn til að vera með krökkunum hennar, umvafði hún »ama hlýleik og elskusemi. Nú hefir hún hlotið hvíldina því allir verða einhvern tíma að hvílast — og nú þegar ég hlessa minningu hennar og horfi á eftir henni hljóður, þá hugsa ég um það hve mikið hún kenndi mér án þess að þurfa að nota orð. Garðar Svavarsson. K R I S T 1 N Hjálmsdóttir var fædd í Þingnesi í Borgarfjarðar- Hjálms- Minning sýslu 13. nóv. 1871. Hún var dóttir hjónanna Guðríðar Jóns- dóttur, Jónssonar bónda í Deild- artungu og Guðrúnar Böðvars- dóttur, konu hans og Hjálmars Jónssonar Einarssonar bónda á Hóli í Lundarreykjadal, Þórólfs- sonar, bónda 1 Klalmanstungu. Stóðu því að henni góðir stofn- ar og er þaðan komið margt greint og söngelskt fólk. Kristín ólzt upp í stórum systkinahóp í Þingnesi hjá for- eldrum sínum og naut góðrar menntunar eftir þvi sem þá gerð ist, enda stóð hugur hennar alla tíð til lærdóms og þekkingar, sérstaklega til tónlistarnáms þótt tækifæri gæfust lítil til þess, en hún var mjög söngelsk og hafði góða söngrödd. Ung fór Kristín til náms í kvennaskólan- um í Reykjavík og lauk þaðan ágætu prófi. Hún las alltaf mikið og alveg fram á síðustu stund. Hún giftist 13. okt. 1900 Hans Hannessyni, pósti og bjuggu þau fyrstu tvö árin á Elliða- vatni, en fluttu þaðan til Reykja víkur og reistu þar húsið nr. 27 við Laufásveg, «n þremur árum síðar byggðu þau sér annað hús austan Skólavörðuholts, Sem kallað var Hanshús, en þar bjuggu þau meðan Hans lifði og Kristin eftir það til ársins 1932 og eftir það í húsi, sem hún lét reisa á grunni gamla hússins, sem bærinn lét flytja burtu og hét það þá á Leifsgötu 25. í því húsi undi hún hér hið bezta. Síð ustu árin var hún í Bólstaðar- hlíð 13 í sambúð með Ástu dótt- ur sinni og manni hennar. voru þær mæðgur lengst af samvist um og mjög samrýmdar og reyndist Ásta henni góð og hiálp leg alla tíð ag einkum þegar mest á reyndi. Mann sinn missti Kristín 16. janúar 1928 eftir langt og far- sælt hjónaband. Þau eignuðust 4 börn, Ástu, sem gift er Hans Christiansen, verzlunarmanni, Guðríði, sem gift er Júlíusi Jóns. syni, bifreiðastjóra, Jón bifvéla- virkja og Oskar, rafvirkja, sem kvæntur er Ingibjörgu Guð- mundsdóttur, eiga þau öll upp- komin börn og eru búsett hér í Reykj avík. Kristín var mikil trúkona, starfaði í kiristilegum félögum og var mjög kirkjurækin, hún var góðum gáfum gædd, hjarta- hlý og ljóðelsk, hún kunni ósköp in öll af vísum og kvæðum, hafði gaman af að kasta fram glettn- um stökum og það var henni létt ur leikur. Vinhlýju hennar og ljúfu við- móti gleymir enginn, sem kynnt- ist henni. Blessuð veri minning hennar. Sigríður Einars, frá Munaðarnesi. Magnús Einarsson framkv.stj. sextugur í DAG er sexfugur Magnús Ein- arsson vélfræðingur, fæddur 13. jan. 1901 að Stakkadal á Rauða- sandi. Foreldrar hans voru hjón- in Elín Ólafsdóttir og Einar Sig- freðsson, búendur þar. Snemma mun hugur Magnúsar hafa hneigst til athafna, því fór hann ungur að heiman og sótti þá fyrst á sjóinn, eins og títt var um þróttmikla æskumenn á Vest- fjörðum og víðar. Á togurum var Magnús kynd- ari og vélstjóri, vélstjóri og ljósa meistari í Viðey, vélstjóri á Djúpuvík á Ströndum fyrstu ár- in, sem síldarverksmiðjan starf- aði þar. Árið 1936 gerðist Magnús einn aðalstofnandi Dósaverksmiðjunn- ar h.f. og var framkvæmdastjóri fyrirtækisins fyrstu tíu árin. Að byggja upp nýtt og margbrotið iðnfyrirtæki eins og Dósaverk- smiðja er, þar sem engin er fyr- irmyndin nærliggjandi til að fara eftir, þarf bæði tekniska kunnáttu, sérstakan dugnað og árvekni. Þennan vanda leysti Magnús af hendi með sérstökum ágætum, og ruddi úr vegi öllum byrjunarörðugleikum, bæði m.eð sölu á framleðslunni og allri stjórn fyrirtækisins. Undirritaður var starfsmaður Dósaverksmiðjunnar fyrstu árin, sem hún starfaði, en þá, sérstak- lega á stríðsárunum, varð oft að vinna allan sólarhringinn á vökt- um, og unnu þá þar ca. 60 manns. Starfsfólki sínu var Magnús góður húsbóndi og ágætur félagi. Magnús var annar aðalstofn- andi og stjórnarformaður niður- suðuverksmiðjunnar Síld hf. á Akureyri ,sem starfaði frá 1944— 1950 og framleiddi aðallega síld til útflutnings, en árin eftir stríð urðu erfið niðursuðuiðnaði, svo að sú verksmiðja hætti störfum. Magnús Einarsson er duglegur athafnamaður, sem reynt hefur bæði blítt og strítt við hin ýmsu verkefni. Nú er Magnús framkvæmda- stjóri Umbúðaverksmiðjunnar h.f., Skipholti 17, sem er fyrir- tæki fjölskyldunnar, en aðalverk efni verksmiðjunnar er dósagerð. Kvæntur er Magnús Önnu f. Magnusen frá Færeyjum, hinni ágætustu konu. Eiga þau fjögur mannvænleg börn. Á heimili þeirra hjóna þykir öllum gott að koma. Við vinir Magnúsar sendum honum í dag okkar beztu afmæl- isóskir. S. Á. Nemendur minnast Inga Þ. Gíslasonar NOKKRIR gamlir nemendur í Verzlunarskólanum hafa afhent honum að gjöf höggmynd af Inga Þ. Gíslasyni, kennara, með ósk um, að henni verði fundinn stað- ur í hinni nýju byggingu skólans, sem nú er að rísa. Þegar gjöfin var afhent mælti Jósef Björnsson fyrir hönd gefenda og sagði m.a.: „Þeir, sem stunduðu nám í Verzlunarskólanum á árunum á árunum 1932 til 1956, munu áreið anlega minnast eins kennara flest um öðrum fremur, íslenzku- og reikningskennarans Inga Þ. Gísla sonar, og er þó síður en svo kast- að rýrð á aðra ágæta kennara, sem við skólann hafa starfað. Ingi heitinn hafði ekki einungis til að bera afburða kennsluhæfi- leika, heldur var honum einnig gefinn sérstakur hæfileiki til að blanda geði við nemendur og þess vegna ekki sízt verður flest af því, sem hann kenndi, meira lif- andi og áhrifaríkara, skilur eftir sig meira, þegar fram líða stund- ir. Veralunarskólinn og nemend- ur hans geta seint fullþakkað þá gæfu að hafa haft einmitt slíkan mann til að kenna móðurmál okkar, tunguna kæru, og skapa virðingu og ást á henni og for- sögu þjóðarinnar, sem að vísu hefur oft verið dapurleg, en allt- af verð mestu virðingar. Ingi Þ. Gíslason var fæddur 13. janúar 1905 og lézt 3. desem- ber 1956. Hann kenndi við Verzl- unarskólann í 24 ár og skapaði sér heiðurssess í hugum allra þeirra nemenda, sem hann kenndi. Ingi heitinn var mjög listfengur að eðlisfari og eftir nám í Menntaskólanum hér stund aði hann nám í myndlist hjá snill ingnum Einari Jónssyni, mynd- höggvara og málara, og síðar í Kaupmannahöfn. Til eru margar myndir og tréskurðarverk eftir Inga heitin, svo og einkaprent- anir all margra bóka, prýddar teikningum eftir hann. Hann safnaði ýmsum listaverkum og gripum. Tvær kennslubækur samdi hann, Islenzka stílabók — sýnishorn úr mál- og stilsögu — og „Reikningsdæmi", og voru þær notaðar við kennslu. Einnig mun hann hafa verið einn af fyrstu kennurum hér til að nota stálþráð við kennslu, og sýnir það, sem svo margt annað í fari hans, framsýni hans og vitsmunL Fyrir nokkrum árurn ákváðum við nokkrir gamlir Verzlunar- skólanemendur undir forustu Más Elíassonar, hagfræðings, þá- verandi formanns Nemendasam bandsins að sýna nokkurn þakk lætisvott okkar fyrir allt það, sem við'álítum okkur skulda þess um látna heiðursmanni og sýna minningu hans verðskuldaðan sóma. Það var gert með því að fá Ríkharð Jónsson, myndhöggv- ara, til að gera veggmynd af Inga Þ. Gíslasyni. Einnig hafa skólastjóri og kenn arar Verzlunarskólans og Verzl- unarráðs Islands sameiginlega stofnað sjóð til minningar um Inga heitinn. Skal honum varið til kaupa á listaverkum til að prýða skólann. Eg afhendi mynd þessa með djúpri virðingu fyrir látnum merkismanni og þakka fyrir alla þá, sem áttu því láni að fagna að njóta kennslu Inga Þ. Gíslason- ar“. Einbýlishús við Otrateig til sölu. — Húsið, sem er raðhús, er tvær hæðir. Á neðri hæð er 1 mjög stór stofa, eldhús, með borðkrók, þvotta-, miðstöðvarklefi og snyrti- klefi. — Á efri hæð eru 4 herb. og bað. Bílskúrs- réttindi. Skipti á 3 eða 4 herb. íbúðarhæð koma til greina. STEINN JÓNSSON, hdl. Iögfræðistofa — fasteignasala Kirkjuhvoli — Simar 19090 — 14951

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.