Morgunblaðið - 13.01.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.01.1961, Blaðsíða 6
6 MORGTJNBLAÐ7Ð Föstudagur 13. janúar 1961 Nýtt tryggingafélag fyrir bindindismenn Myntl af norska risaskipinu Bergebonden, tekin hjá Rosenbergs-skipasmíð'astöðmni í StafangrL Stærsta skipi Norðmanna hleypt af stokkum í Stafangri 50 jbús. tonna oSiuskip N O R S K skipasmíðastöð er nú að ljúka smíði stærsta skips, sem nokkurn tíma hef ur verið smíðað í Noregi. Því var hleypt af stokkunum frá Rosenbergs Mekaniske Verksted í Stafangri hinn 7. janúar og hlaut nafnið Bergehonde. — Það verður rúmlega 50 þúsund lesta olíuskip, eign eins stærsta útgerðarfélags Norðmanna, Bergesens-Iínunnar. Geta smíðað 87 þós. tonna skip Bergebonde er 176. skip Rosen bergs skipasmíðastöðvarinnar í Stafangri. Stöðin er heimsþekkt fyxirtæki og er hún talin tækni- lega meðal þeirra fullkomnustu. Hún var fyrir nokkrum áratug- um aðeins lítið vélaviðgerðaverk- stæði, en hefur vaxið risaskref- um sérstaklega eftir stríðið. Fyr- ir einu ári var skipasmíðastöðin stækkuð svo, að hún getur smíð- að allt að 87 þúsund tonna skip. 1 fyrstu atrennu var sú stærð þó ekki fulnýtt, heldur látið sitja við 50 þús. tonna skip. Rosenbergs stöðin hefur aðal- lega smíðað skip fyrir norsk út- gerðarfyrirtæki. Til skamms tíma var mikið byggt af 33 þús. tonna olíuskipum þar, en forráða menn stöðvarinnar telja augljóst, að þróunin í áttina til burðar- meiri skipa muni halda áfram. Miðaff viff dýpt Suezskurffar Bergebonde verður stærsta skip í eigu Norðmanna og á að geta borið um 51 þúsund tonn. Nú þegar er farið að leggja drög að því að smíða enn stærra olíu- skip, líklega með 52 þúsund tonna burðarmagn. Stærð Berge bonde er við það miðuð að við lok 1963 eiga skip af hans stærð að geta siglt gegnum Súez-skurð inn. Vélin í þetta risaskip kem- ur frá Burmeistar og Wain í Kaupmannahöfn. Hún á að vera 21 þúsund hestafla við 110 snún- inga á mínútu og á að gefa skip- inu 17 hnúta hraða. „Survival of the fittest" Norska blaðið Aftenposten birt ir samtal við Bergesen útgerðar- mann í tilefni þessa viðburðar. Hann segir í samtalinu, að vinna Rosenbergs stöðvarinnar stand- ist fullkomlega samanburð við erlendar skipasmíðastöðvar að gæðum. Hann segir einnig að verðið sé nokkurn veginn sam- bærilegt, að öðru leyti en því, að skipasmíðastöðin þyrfti að geta veitt meiri greiðslufrest. Bergesen viðurkennir að út- gerðarmenn hafi átt við örðug- leika að stríða vegna lágra leigu- gjalda. En hann telur slíkt hafi1 • Milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur Kona skrifar: Velvakandi! Ég á heima í Hafnarfirði, en stunda vinnu hér í Reykjavík, og svo hefur ver- ið milli tíu og tuttugu ár. Öll þessi ár hef ég farið kvölds og morgna milli Hafn arfjarðar og Reykjavíkur með almenningsvögnum þeim, sem fólksflutninga annast á þessari leið, en núna heitir félagið Landleið- ir, sem á og rekur bíla þessa. Ekki er ég ein um hituna. Sveitungar mínir — Hafn- firðingar — skipta hundruð- um, sem líkt er ásatt fyrir, eiga heima í Hafnarfirði, en stunda atvinnu í Reykjavík. þó að sumu leyti góð áhrif. 1 harðnandi samkeppni gildir regl- an um „survival of the fittest". Hann telur að á næstu árum muni verða veruleg skipulags- breyting á ol-íuflutningunum, þannig að hætt verði að flytja olíu langar vegalengdir á smá- skipum. Það er einnig nauðsyn- legt, segir Bergesen að gera meir-a af því að smíða skipin í flokkum, þ. e. mörg eins skip í seríum. Við það lækkar bæði framleiðslu og viðhaldskostnað- ur. — Eg ætla að smíða röð eða flokk af þessum 50 þúsund tonna olíuskipum, segir Bergesen, — en því miður verð ég víst að gefast upp við það. Ég neyðist til að stækka skipin enn að mun. Ef maður ekki fylgist með tím- anum, þá hættir maður að vera samkeppnishæfur. Þar við bætist allt það skólafólk, sem er búsett í Hafnarfirði, en sækir skóla í Reykjavík, fjölmargt fólk úr Silfurtúni og Kópavogi, sem sagt, mikill fjöldi fólks not- ar þessa bíla daglega. Það er því ekki að ófyrir- synju, að ég ræði örlítið um þessa þjónustu, svo snar þátt ur er hún í daglegu lífi mínu og fjölda annarra. Flest er hér sem bezt verður á kos- ið. Bílar eru ágætir, hlýir og sæti góð. Bílstjórar eru mjög stundvísir, prúðir og mjög liprir. En tvennt er, sem gæti og ætti að færa til betri vegar: Til skamms tíma stönzuðu vagnamir á torginu við Álfa fell í Hafnarfirði. Þar er ágætt biðskýli. En svo hættu NÝTT tryggingafélag mun taka til starfa hér innan skamms. Er þetta félag fyrir bindindismenn, mun í fyrstu bjóffa bifreiffatrygg- ingar eingöngu — og þá meff hag stæffari skilmálum en önnur tryggingafélög. I rauninni er hér um sænskt félag aff ræffa ANSVAR, sem byggt er á þess- um grundvelli og er mjög öflugt orffiff. Þetía sænska félag hefur fengiff tryggingaleyfi hér á landi og hefur sérstakt umboffsfélag veriff stofnaff, ÁBYRGÐ h.f., en aff þvi standa Bindindisfélag öku manna, Stórstúka islands og nokkrir affrir. Hins vegar er ætlunin, að Abyrgð h.f. taki reksturinn í sín- ar hendur eigi síðar ep eftir fimm ár, félagið verði með öðr- um orðum íslenzkt, sagði stjórn Abyrgðar á fundi með frétta- mönnum í gær. Sem fyrr greinir verður starf- semi þessa nýja félags eingöngu miðuð við bíl-atryggingar fyrst í stað — og sagði stjórnin, að boð- in mundu a. m. k. 15% hag- stæðari kjör en tryggingafélögin hér veita. Þau munu veita allt að 30% afslátt svo að Abyrgð gefur 45% afslátt. Aðeins bindindis- menn geta tryggt bíla sína hjá Abyrgð, þ. e. a. s. menn, sem eru meðlimir einhverra þeirra sam- ta'ka, sem haf-a bindindismál á stefnuskrá sinni. Þó er ekki skil- yrði, sagði stjórnin, að menn séu bundnir slíkum samtökum, m-arg ir bindindismenn eru það ekki. En þeir verða þá að leggja fram vottorð kunnugra mann-a um að viðkomandi br-agði aldrei áfengi. Sænska fél-agið ANSVAR, sem mun í fyrstu verða bakhjarl hins nýja félags hefur rekið þessa starfsemi í 30 ár og hjá því fer -afsláttur af iðgjöldum stighækk- andi hjá þeim, sem ak-a án óhappa. Mun afslátturinn kom- ast allt upp í 70%, þó ekki fyrr en eftir allmörg ár. Alþjóðleg deild í Ansvar hinu bílarnir að koma á torgið. Verða nú farþegar að fara yfir eina allra fjölförnustu bílabraut landsins og norpa á sjávarkambinum, því að biðskýlið er nú víðs fjarri biðstöð bílsins. Er þetta eng- an vegixm hættulaust, og það því fremur, sem hér er um mjög marga farþega að ræða. Hér á hiklaust að taka upp fyrri hátt: Láta bílana stanza á torginu. • Klukkan tíu er of seint Nokkrir eru þeir — þar á meðal ég — sem vinna á helgidögum. Nú fer fyrsti bíll ekki fyrr en klukkan tíu, en það er of seint. Þarf því hver og einn, sem sænska beitir sér nú fyrir stofnun tryggingafélaga á þessum grund- velli víða um heim. Nefndi stjórn in Þýzk-aland, England, Danmörk, Japan, Astralíu, Kanada og Ind- land m. a. í því sambandi. Gerir stjórnin sér vonir um að fá a. m. k. tryggingar 400 bif- reiða fyrsta árið, því í samtök- um bindindissinnaðra ökumanna eru nú þeg-ar um 600 menn 1 15 félagsdeildum í kaupstöðum og kauptúnum landsins. Tilgangurinn er fyrst og fremst að vinna að bættri umferð-ar- menningu, sagði formælandi stjómarinnar. Við höfum gert til raunir til að fá tryggingafélögin til að veita bindíndismönnum meðal bifreiðaeigenda afslátt, því hættan á að þeir valdi tjóni er minn-st. Þetta hefur ekki tekizt og því höfum við horfið að stofnun sérstaks tryggingafélags. Það mun taka til starfa síðari hluta vetrar, eigi síðar en 1. maí, og við erum þess fullvissir að þetta nýmæli mun gefa góða raun hér sem annars staðar. Síðar, þegar félagið eflist, verður tekin upp alhliða tryggingastafsemi og hljóta bindindismenn betri kjör þar, sem því verður við komið. Stjórn Abyrgðar skipa þeir: Benedikt Bjarklind, form., Helgi Hannesson, ritari, Sveinbjörn Jónsson, gj-ald'keri — og með- stjórnendur eru Asbjörn Stefáns- son og Oðinn Geirdal. Hammarskjöld 11. jan. (NTB—Reuter) — Dag Hammarskjöld aðalritari Sþ er nú staddur í S-Afríku, en fer aftur til New York á fimmtu- da-g. í dag heimsótti hann blökkumannabústaði í Meadow- lands nálægt Jóhannesarborg. Það vakti undrun þeirra er með honum voru að Hammarskjöld fór inn í ibúðir blökkumanna. svo stendur á um, að kaupa stöðvarbíl, en hann kostar 85.00 kr. eina ferð. En það eru fleiri en þeir, sem til vinnu fara, sem stundum þurfa að komast inn eftir fyrr en með tíuferðinni. — Það eru ekki fáir Hafnfirð- ingar, sem þurfa að ná i áætlunar- eða skemmtiferðir á sunnudögum á sumrin, en verða of seinir, ef þeir fara klukkan tíu úr HafnarfirðL Tillaga mín er nú sú, að Landleiðir sendi einn bíl frá Hafnarfirði fyrir klukkan tíu á helgidögum, t. d. klukkaB átta. Trúlega yrði nokkur halli fyrir félagið á þessari ferð, þó varla tilfinnanleg- ur, en þar á móti kæmi þakklæti okkar, sem þess nytum. Ef þakklæti eitt yrði ekki nógu þruigt á metunum, þá ætti félagið að geta selt farseðla með þessum vagni með álagi og yrði okkur þó til mikils hagræðis. — M. Þ. • Góð hugvekja Hlustandi skrifar: — Kæri Velvakandi! Ég er ein af mörgum, sem hlustaði með hrifningu á bamatímann 4 annan í jólum, er flutt var leikritið „í leit að jólunum“, eftir Hugrúnu. Kann ég út- varpsráði mínar beztu þakk- ir fyrir. Efnið var dásamleg hugvekja til okkar allra, og ef Hugrún á fleira af svo góðu, væri óskandi að út- varpsráð sæi sér fært að flytja meira eftir hana. — Hlustandi. Kona spyr: Hvenær lýkur þeirri útvarpssögu, sem nú er lesin? Útvarpið svarar: Lestranv ir verða 33 eða 35.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.