Morgunblaðið - 13.01.1961, Blaðsíða 14
MORCUNBLAÐIÐ
Föstudagur 13. janúar 1961
ja
Svavar Pálsson viðskiptafræðingur:
lim veltuútsvar og skatt-
fríðindi kaunfélaga
i
MÁLGÖGNUM samvinnu-
«nanna hefir að undanförnu ver-
®5 haldið uppi látlausum áróðri
•il þess að verja skattfríðindi
•amvinnufélaganna og hamast
Kegn þeirri breytingu útsvars-
Jga, sem fól í sér afnám veru-
•legs hluta þeirra fríðinda.
t Skattamálin hafa jafnan í þess
om skrifum verið gerð að tilfinn
ingam.álum og sum af þeim eru
(treinilega ætluð börnum: Góði
f maðurinn fátækari í sögunni er
* «amvinnureksturinn og vondi
. ríki macUrinn er einkarekstur-
' inn. Þegar umræður um vanda-
*öm þjóðmál eru komin niður á
- |>etta stig, er að sjálfsögðu ekki
i fcægt að taka mark á þeim.
B Nú bregður hinsvegar svo við
• «ð ágæt grein um skattamálin er
birt í Tímanum 4. jan. sl. skrifuð
af Guðmundi Skaftasyni lögfr. á
Akureyri.
Veltuútsvarið
Aðalatriði greinar G.S. er að
sýna fram á að veltuútsvör séu
óhæfur mælikvarði á gjaldþol og
•greiðslugetu atvinnufyrirtækis.
Kemst hann að þeirri niðurstöðu
að veltuútsvarið sé stighækkandi
gjald af tekjum, þar sem stig-
hækkunin sé „öfug við hlutfallið
milli ágóðans og veltunnar".
Þetta er alveg rétt og má eins
segja þetta þannig að sá, sem sel
ur lítið og veitir litla verzlunar-
þjónustu fyrir hátt verð (háa á-
lagningu) fær lítið útsvar, en sá,
sem selur mikið og veitir mikla
verzlunarþjónustu fyrir lítið
gjald fær hátt útsvar. Á þetta
hefir verið bent margsinnis í
skrifum um veltuútsvarið og það
jafnan af öllum talið hrein ó-1
faæfa.
En vekja má athygli á því að
veltuútsvarið var einnig slæmt
áður en farið var að leggja það á
félagsmannaveltu kaupfélaga.
Með bráðabirgðabreytingu út-
svarslaganna er aðeins verið að
láta eitt yfir alla ganga í þessu
efni.
Annað aðalatriði greinar G. S.
sýnist mér vera að hann telur
„að 40—45% skattur af tekjum
sé ekki óeðlilegur og vel fram-
kvæmanlegur".
Ég skil þetta svo, að G.S. telji
skatta (og útsvar samanlagt)
sem séu mikið hærri en þetta
vera óeðlilega og skattaálagningu
þá lítt framkvæmanlega.
Ég er þessu áliti G.S. algerlega
sammála og hefi ekki heyrt nokk
urn mann, sem hefir þekkingu
á íslenzkum skattamálum halda
því fram að hægt sé að koma
þeim málum í viðunandi horf,
með þeim gífurlegu háu skatt-
stigum, sem nú gilda. (25%
tekjusk. -f 20—30% tekjuútsvar
i;4- veltuútsvar).
y Veltuútsvarið miða ég í þessu
sambandi við tekjur eins og G.
S. því það er ekki hægt að leggja
útsvar á veltu. Veltan ein segir
ekkert um gjaldþol og greiðslu-
getu fyrirtækis. Veltuútsvar í nú-
gildandi formi verður aðeins lagt
á og greitt af tekjum eða af eign.
Þeir sem halda öðru fram eru þá
svipaðir karlinum, sem keypti
þorskhausana fyrir 5 aur. stykk-
ið og seldi þá fyrir 4 aur. og ætl-
aði sér að græða á veltunni.
N-.
4' Mælikvarðinn
/ Á einum stað í grein G.S. er
[ komizt svo að orði:
jí „Þegar gera á grein fyrir hvort
félag njóti skattfríðinda eða
, hvernig beinir skattar hvíli á því
er að sjálfsögðu fyrsta atriðið
að gera sér ljóst hvaða mæli-
kvarða eigi að nota. Frá sjónar-
jmiði íyrirtækisins verður mæli-
kvarðinn á skattbyrðina sá
hversu mikill hluti hreinna tekna
þess fer til greiðslu á sköttum".
Þetta má til sanns vegar færa,
en ég tel rétt að sýna einnig
hvað verður af því fé, sem neyt-
endur greiða til atvinnufyrirtækj
anna fyrir vöru eða þjónustu.
Ætla má að vegna verðlags-
ákvæða sé verð vöru jafnhátt
hvort sem það er samvinnufélag
eða einkafyrirtæki sem selur
hana. Sýna má svo hve mikið
af verðinu er greitt út til opin-
berra þarfa í sköttum og útsvör-
um, og má skv. þessu fá góðan
samanburð.
Nú læt ég þetta atriði liggja
milli hluta, en ef gengið er inn
á að réttasti mælikvarðnn á
skattabyrðinni sé sá, hversu mik
ill hluti hreinna tekna fer til
greiðslu skatta, virðist einsætt að
reikna verði tekjurnar á sama
hátt hjá samvinnufélögum og
hluta- og sameignarfélögum.
Þetta virðist mér G. S. ekki
gera í þeim töflum um skatt- og
útsvarsgreiðslur sem hann birtir
í grein sinni. Hann segir „að þau
8 hlutafélög, sem hafa yfir 100
þús. kr. hreinar tekjur og eru
því sambærilegust kaupfélögun-
um að tekjuhæð, greiða að með-
altali 48.2% af tekjum sínum í
skatta, en hliðstæð tala hjá kaup
félögunum er 96.2%“.
Eftir þessu ætti að telja að
skattbyrði kaupfélaganna væri
tvöfalt þyngri en þeirra hlutafél
aga, sem um ræðir. Þessi niður-
staða er fengin fram með því að
draga vexti af stofnsjóðsinnstæð-
um og tillag til stofnsjóðs frá
tekjum kaupfélaganna eins og
þar væri um að ræða bein út-
gjöld. Hinsvegar eru varasjóðs-
tillög hlutafélaganna ekki dregin
frá hreinum tekjum þeirra í töfl-
unni sem birt er. í báðum tilfell-
um er þó um ágóðaráðstöfun að
ræða en ekki rekstrargjöld. Um
þetta atriði erum við G.S. ekki
sammála.
í töflu í grein G.S. er sýnt að
hreinar tekjur Kaupfélags Ey-
firðinga séu tæpar 2 millj. kr.
og skattar alls rúmlega 1% millj.
króna. í þessu tilfelli reiknar G.
S. að skattbyrði megi teljast
76.7%.
Ef ég áætla nú að vextir og
tillög til stofnsjóðs, sem áður
hafa verið dregin frá séu alls
1% millj. kr. þá ætti að reikna
tekjur KEA 3% millj. kr. Álagð-
ir skattar eru þá um 45% af tekj-
um eða heldur lægra en það sem
lagt er á hlutafélögin. Skattbyrði
KEA er því nú eitthvað svipuð
og hlutafélaganna átta sem um
ræðir hér að ofan. Þannig hefir
breyting útsvarslaga orðið til
þess að jafna skattbyrðar kaup-
félaga og hlutafélagá meira en
áður var.
Ennfremur er það við skýrslu-
gerð G.S. að athuga að saman-
burður milli félaganna einmitt á
þessu ári, mun vera heldur óhag
stæður hluta og sameignarfélög
um vegna þeirra breytinga á út-
svarslögum að greitt útsvar sé
frádráttarbært við útreikning
tekjuútsvars. Hið háa útsvar
hlutafélaganna frá fyrra ári
kemur þetta ár til frádráttar og
lækkar útsvar þeirra. Útsvör
kaupfélaganna voru hinsvegar
lág árið áður og þessvegna hafa
þau lítinn frádrátt þetta ár. Ekki
er þó víst að þetta skekki mynd
ina af samanburði á skattbyrð-
inni neitt verulega.
Stofnsjóðir
Það sem ber á milli er í raun-
inni þetta:
G.S. lítur á stofnsjóðsinnstæð-
una sem viðskiptainneign og af-
sláttur og vextir, sem árlega
reiknast viðskiptavini til tekna
verða þá bein gjöld hjá kaupfél-
aginu, sem draga ber frá við á-
kvörðun hreinna tekna. Stofn-
sjóðsinnstæðan er talin eign fél-
agsmanns en lánuð til langs tíma
til kaupfélagsins. Ég tel hinsveg
ar að það fjármagn, sem safnast
upp í stofnsjóðúm kaupfélaga sé
með öllum einkennum eigin fjár
magns í fyrirtæki.
Venjulega er því fjármagni,
sem bundið er í eignum fyrirtæk-
is skipt í þrjá megin flokka, þ.e.
lán til skamms tíma, lán til langs
tíma og eigið fé. Lán til skamms
tíma teljast vera þær skuldir,
sem falli í gjalddaga innan eins
árs, lán til langs tíma þau sem
eru umsamin til lengri tíma (10—
20 ára) og greitt af þeim reglu-
lega, en eigið fé er venjulega
bundið í fyrirtæki svo lengi sem
það starfar. Oft er þó einhver
hluti þess greiddur út t.d. sem
arður eða eigandi dregur stund-
um út eitthvað af því fjármagni
sem hann á þar. Nú mun því
haldið fram að stofnsjóðsinnstæð
ur séu lán til langs tíma frá fél-
agsmanni til kaupfélagsins. Svo
er þó ekki, vegna þess að ein-
kenni langra lána er að þau end-
urgreiðast reglulega og með unv
samdri upphæð hvert sinn og þá
jafnframt greiddir út vextir.
Stofnsjóðsinnstæðan stendur inni
í fyrirtækinu árum og áratugum
saman og skrifast árlega upp,
sem nemur reiknuðum vöxtum
og íillögum, en örlítið greiðist út
þegar viss skilyrði er uppfyllt.
Þegar fyrirtæki gerir upp reikn-
inga til þess að stjórnendur geti
athugað fjárhagsstöðu í árslok og
gert sér grein fyrir breytingum
sem orðið hafa á liðnu tímabili,
er fjármagn þess flokfeað eins og
áður var getið. Lán til skamms
tíma eru borin saman við veltu-
fjármuna-eign til þess að reikna
út greiðslugetu fyrirtækisins.
T sambandi við þessa athugun
er reiknað hve mikið reiðufé fer
út úr fyrirtækinu til greiðslu af-
borgana af löngum lánum og til
nýrra fjárfestinga og ennfremur
hverjar afskriftir og nettótekjur
verða til aukningar greiðslugetu.
f þessu sambandi koma tillög og
vextir til stofnsjóðs inn sem bein
aukning á greiðslugetu alveg eins
og um aukningu eigin fjár væri
að ræða.
Heildarsumnea stofnsjóðsinn-
stæðna hækkar með hverju ári
sem líður því útborganir eru
venjulega aðeins lítill hluti af
nýjum tillögum og reiknuðum
vöxtum.
Þessir fjármagnsreikningar í
bókum kaupfélaga bera því öll
einkenni eigin fjár. Bersýnilegt
er að stjórnendur stærsta sam-
vinnufélagsins í landinu líta
svona á málin og það réttilega að
mínum dómi. >
í reikningum SÍS er fjármagn
það sem bundið er í eignum fyr-
irtækisins flokkað í þá þrjá liði
sem áður getur og eru stofnsjóðs
innstæður hvorki taldar til lána
til skamms tíma né lána til langs
tíma, heldur til eigin f jár.
Það sannar þó ef til vill betur
en nokkuð annað, að ekki er
hægt að telja tillög og vexti, sem
reiknaðir eru árlega til hækk-
unar stofnsjóði, sem hver önnur
rekstrargjöld, að með því móti
eru stjórnendur samvinnufélags
algerlega sjálfráðir um hvort
þeir láta félögin greiða tekju-
skatt eða ekki. Allan rekstrar-
hagnað er hægt að skrifa yfir i
stofnsjóð og félagið þar með eert
skattlaust.
Svavar Pálsson
Við alla stjórn fjárreiða sam-
vinnufélags er alltaf rétt að líta
á stofnsjóðsinnstæðu sem eigið
fé. Stofnsjóðsféð er til íullrai
ráðstöfunar stjórnar fyrirtækis-
ins eins og eigið fé. Það er raun
veruleikinn burtséð frá öllu laga-
formi.
Eign eía ekki eign.
Þessu hafa svo margir viljað
mótmæla með því einu að segja
að frá lagalegu sjónarmiði sé
enginn vafi á að stofnsjóðsinn-
stæða sé eign félagsmanns. Ég
held að einnig frá þessu sjónar-
miði geti leikið vafi á hvort það
er félagsmaður eða félagið sjálft
sem er hinn raunverulegi eigandi
stofnsjóðsinnstæðunnar.
Nú er efni og innihald eignar-
réttarins skýrt svo að hann veiti
eiganda vissar aðildir um eign
sína. Hin fyrsta er sú, að eigandi
megi ráða yfir og nota eignina,
hin önnur að eigandi megi ráð-
stafa eigninni með löggerningi
og hin þriðja að eignin sé grund-
völlur lánstrausts eigandans.
Allan þann tíma sem stofn-
sjóður stendur inni hjá kaupfél-
aginu ræður félagsmaður ekki
yfir henni og notar hana ekki og
sá tími getur verið mjög langur
oft áratugir. Hann getur aðeins
fengið greidda innstæðuna ef
viss skilyrði er uppfyllt. Að
þessu leyti svipar innstæðunni til
annarra skilyrðisbundinna fjár-
réttinda, sem ekki teljast til
eigna.
Þá er heimildin til að ráðstafa
eigninni með löggerningi alveg
tekin af félagsmanni. Stofnféð
verður ekki „selt né af hendi lát-
ið á annan hátt, nema með sam-
þykki félagsstjórnar". (1. 46/1937
25. gr.).
Þetta gerir raunverulegt verð
gildi stofnsjóðsinnstæðunnar í
höndum félagsmanns að svo til
engu, en hefir fullt gildi fyrir
samvinnufélagið sjálft.
Hversu mjög sem félagsmanni
lægi á að nota þetta fé í eigin
þarfir og fá það greitt eða fá lán
út á það og veðsetja þá innstæð-
una, þá er það ekki hægt. Þó
getur hann fengið það greitt ef
hann verður t.d. fátækrastyrks-
þurfi eða er orðinn gjaldþrota.
Og aðeins með hinu síðastnefnda
er hægt að segja að þessi eign
félagsmanns sé grundvöllur láns
trausts hans. En þá ber einnig að
hafa hitt í huga að stofnsjóðsinn-
stæðan er einnig grundvöllur
lánstrausts sjálfs kaupfélagsins,
þar sem nota má hana til
greiðslu á töpum félagsins, ef
aðrir sjóðir nægja ekki til þess.
Segja má því að hið ytra form
eignarréttarins yfir stofnsjóðsinn
stæðu tilheyri félagsmanni, en
efni hans og innihald er nær allt
horfið yfir til samvinnufélagsins
sjálfs.
/
Breytingar á skattalögum
Af því sem hér hefir verið sagt
er augljóst að þörf er breytinga
á ákvæðum skattalaga um stofn-
sjóðstillög. Þau ber að skoða
sem ágóðaráðstöfun en ekki
rekstrargjöld og sömuleiðis reikn
aða vexti af stofnsjóðsinnstæð-
um. Reiknaðir vextir af eigin fé
er ekki frádráttarbær gjöld.
Það hefir tíðkazt um allangt
skeið að ýms önnur félagssam-
tök hafa leikið sama leikinn að
gera raunverulega ágóðaráðstöf-
un að rekstrargjöldum í bókhald
inu með því að færa upp séreign
arsjóði á nafn viskiptavina og
síðan er fénu haldið kyrru til
afnota í fyrirtækinu sjálfu. Með
þessu eru fengin fram gjöld í
bókhaldinu og samtökin skjóta
sér þannig undan eðlilegri skatt-
greiðslu.
Þetta verður ekki lagfært með
því einu að breyta ákvæðum
skattalaga um stofnsjóðstillög.
Almenn ákvæði um afslátt og
endurgreiðslu þarf að setja, sem
gildi jafnt fyrir samvinnufélög
sem önnur félagsform. Ákvæðin
mættu vera t.d. eitthvað á þessa
leið: Til frádráttar skal færa sér
hvern afslátt eða endurgreiðslu
sem fyrirtæki greiða viðskipta-
vinum, en þó því aðeins að af-
slátturinn eða endurgreiðslan sé
raunverulega greidd út. (
Ber þá að skoða afsláttinn sem
beina leiðréttingu á því verði
sem áður var reiknað. Séu nokkr
ar hömlur lagðar á afsláttinn eða
endurgreiðslu, þannig að hún sé
ekki til frjálsrar ráðstöfunar
hvers einstaks viðskiptavinar,
skal ekki leyfa slíkan afslátt til
frádráttar við ákvörðun skatt-
skyldra tekna.
Misrétti.
G.S. bendir á að misrétti eigl
sér stað milli einstakra fyrir-\
tækja án tillits til réttarformsins,
Þetta er rétt, en það misrétti
hlýzt af álagningu veltuútsvars.
ins og bendir G.S. réttilega á
það. Ég er sammála G. S. um að
koma beri í veg fyrir slíkt.
En það á líka að koma í veg
fyrir allt annað misrétti í álagn-
ingu skatta — og ég fæ ekki bet-
ur séð en að réttarformið hafi í
þessu efni mikla þýðingu.
Fyrirtæki rikis og bæjar- og
sveitarfélaga eru flest öll skatt-
frjáls að mestu leyti. Samvinnu-
félögin hafa allt fram til þessa
notið mjög verulegra skattfríð-
inda og njóta enn sbr. ákvæði um
stof nss j óðstillög.
Hlutafélög greiða skatta eftip
öðrum reglum en sameignarfélög
o.s.frv.
Réttarformið hefir allt til þessa
dags verið látið skipta miklu
máli við álagningu skatta.
Rekstrarhagkvæmni
Mér virðist G.S. vera mér sam-
mála um það að stefna beri a8
því að gera allar skattbyrðar at-
vinnurekstursins í landinu sem
jafnastar og koma í veg fyrip
sérhvert misrétti í þessu efnL
Þetta ber að gera og hefir miklu
viðtækari þýðingu en þá að full-
nægja öllu réttlæti.
Ef einstökum fyrirtækjum ep
hlíft við greiðslu skatta gerir það
þeirn e. t. v. mögulegt að starfa
áfram og auka starfsemi sína þó
þau séu rekin á óhagkvæman
hátt. Þau fyrirtæki, sem bezt eru
rekin geta eins og nú er málum
skipað orðið að draga saman
rekstur sinn eingöngu vegna 6-
hæfilegra skatta, en önnur lif-
að og dafnað í skjóli skattfríð-
inda þó þau sói fjármunum sín-
um og alþjóðar í óhagkvæman
rekstur.
Nú hafa verið gerðar ýmsap
róttækar ráðstafanir í efnahags-
lífinu til þess að auka framleiðni
atvinnuveganna. Eftir er þó ein-
hver þýðingarmesta ráðstöfunin
og sú sem mest m.un auka hag-
kvæmni í rekstri fyrirtækja, en
það er breytingar á skatt- og
úts varslöggj öf inni.
Heilbrigð skattapólitík er skil-
yrði fyrir bættum afköstum at-
vinnufyrirtækjanna og verður að
komast í framkvæmd nú þegar
ef viðreisn efnahagslífsins á að
ná tilgangi sínum að fullu. En án
hennar verða lífskjör alls altnenn
ings í landinu ekki bætt.