Morgunblaðið - 13.01.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.01.1961, Blaðsíða 20
20 MORCVTSBl 4Ð IÐ Fðstudagur 13. janúar 1961 » Bob gekk yfir að CBS og beið • þess, að ég kæmi út, en þá var ég þegar farin, svo að hann fór heim. r Hann þreifaði sig áfram í myrkrinu inn í eldhúsið, kveikti ljósið og sá mig. Hann stóð stundarkorn í sömu spor- um og horfði á mig, þegjandi. ! — Jæja, sagði hann, — ég bað þig að fara ekki. Ég svaraði dauflega: — Já, t>að er satt, þú baðst mig. — Sjáðu nú til, elskan, sagði hann, og settist við h'liðina á mér og tók í höndina á mér. — Það er ekki öll nótt úti enn. Þú færð nóg að gera þrátt fyrir i þetta. r Ég hristi höfuðið. — Nei, héð- an af fæ ég aldrei neitt að gera. Ég er búin að vera. r — Nei, þú ert alls ekki búin að vera, Diana. — Jú, víst, sagði ég og svo tók ég að skjálfa af ekka. Ég gat ekki stöðvað þennan skjálfta, líkaminn vildi ekki láta að stjóm svo að ég skalf án þess að geta nokkuð við það ráðið. Bob bar mig í rúmið og gaf mér róandi meðal, og hélt mér svo í faðmi sér. — Ó, Bob, það er úti um mig. Það vita aliir, hvernig ég var í leikhúsunum, og nú vita allir útvarpsmenn, hvemig ég er .... að Barrymore var svo full, að hún gat ekki komið fram, þegar henni bauðst þetta ágæta tækifæri. ' — Nei, það er ekki úti um þig. Þú ert einmitt að byrja. Þetta er bara byrjunaráfall, sem þú lætur þér að kenningu verða. Hann var að Ijúga .... og ég vissi það .... og hann vissi það sjálfur. Morguninn eftir hringdi Frei- fcerg. — Elskan .... byrjaði hann. Ég greip fram í fyrir honum. — Hardie, ég veit vel, hvað ég hef gert, en fyrir alla muni, gefðu mér annað tækifæri. Ég veit vel, að ég á það ekki skilið, en gerðu það í guðs bænum! — Ef ég réði yfir því sjálfur, Diana, skyldi ég gera það, sagði hann vingjamlega. — En Ans- onia er alveg vitlaus að verða. Við ætlum að reyna aðra stúlku, sem heitir Fay Emerson. Ég var engu nær, þó að ég heyrði nafnið. Ég reyndi annan og hressi- legri tón. — Vitanlega hefur þú á réttu að standa, Hardie og Ansonia sömuleiðis. Ég lái ykk- u? þetta ekki. Það er bara verst með alla ókeypis skóna, sem ég verð af! Hvar sem ég íeit, næstu mán- uðina, sá ég greinar og viðtöl og myndir af Fay Emerson. Nafn hennar verkaði á mig eins og rýtingsstunga. Bjáninn þinn. Asninn þinn! Það hefði getað verið myndin af þér, framan á Look og Cosmopolitan .... Það hefði getað verið þú/ XXV. Svo giftist ég Bob Wilcox. Hr. John Howard hélt engum vöm- um uppi í skilnaðarmálinu .... hann virtist eiginlega alveg vera horfinn af yfir-borði jarðar. Það kom í Ijós, að ríkislögreglan átti eitthvað vantalað við hann. Hún hleraði jafnvel í símanum hjá mér, í þeirri von, að hann færi að hringjia til mín. En það gerði hann alctrei. En svo heyrði ég um handtöku hans í áhlaupi á á einhverja glæpaholu í Ohicago. Ég heyrði ekki fyrr en löngu seinna, hvað honum var gefið að sök — en svo játaði hann á sig að hafa flutt einhverja smá- stjörnu frá Hollywood til New York, til þess að selja hana í ólifnað. Hann ætlaði að nota á- batann af henni, til að setja upp fyrirtæki, sem þó var ekki nán- ar nafngreint. Samtímis frétti ég, að góðvinur hans, Richard Short, sem hafði litið armband mitt svo miklum ghndaraugum í E1 Paso, væri líka undir lás og slá, fyrir svipaða starfsemi. — Þú losnaðir mátulega úr þeim félagsskap, sagði Bob. — Nú skaltu bara reyna að gleyma honum, frú Wilcox. En áður en við giftumst, hafði Bob bent mér á, að líklega væri hann nú ekki rétti maðurinn handa mér. — Þú þarft einhvern sterkari. Ég get ekkert fyrir þig gert. Ég á ekkert til, annað en fötin, sem ég stend í. Og helzt lítur út fyr- ir, að ég fái aldrei neitt að gera við kvikmyndir. En hitt veit ég, að þú munt aldrei finna neinn, sem elskar þig jafn óeigin- gjarnt og algjörlega og ég. — Elskan mín, sagði ég. — Engin kona getur beðið um neitt meira. Ekkert! Hjónavígslan var framkvæmd af friðdómara í Newark, New Jersey, 17. október 1950. Mamma var ekki viðstödd, enda var henni alls ekki tilkynnt það. Hún lá í sjúkrahúsi, fyrir dauð- anum, enda þótt hún vildi aldrei trúa því, en barðist vonlausri baráttu fyrir lífi sínu. Hún var búin að eyða eitthvað fjörutiu þúsund dölum í að fljúga milli lækna, innanlands og utan. Nú var hún ekki nema skuggi af sjálfri sér, en hafði samt furðu- legt vald á sér og tók á móti gestum daglega í sjúkrahúsher- bergjum sínum. Þar var allt blómum prýtt og fullt af bókum, hljómplötum og gjöfum. Straum ur af vinum og kunningjum kom þarna, en Leonard bróðir og Ted Peckham skiptust á um að vera húsbændur og taka móti gestunum, en þjónustustúlkan hennar, Ethel Malcolm, var á sífelldum þeytingi í sendiferð- um. Allan mat fékk hún utan frá — hún hafði viðbjóð á sjúkrafæðu. Ný blóm voru send annan hvorn dag, og blómareikn ingurinn einn saman hljóp á tuttugu dali á dag. Stundum, ef hún var nægilega hress til þess, leigði Ted skrautbíl og fór með hana út að aka, eða jafnvel í kvikmyndahús. Um hverja helgi yfirgaf ég Bob og fór til Boston. Eg hafði enga atvinnu haft, mánuðum sam an. Þá var ég hjá mömmu og las fyrir hana uppáhaldskvæðin hennar, Shelley, Keats, Brown- ing. Eins og vant var, rifumst við. Þar vann enginn sjúkdóm- ur á henni. Ef ég dirfist að nefna nafn Bobs, hvæsti hún: — Ég vil ekki heyra hann nefnd an á nafn. Æ, Diana, nefndu ekki þann mann svo ég heyri. Hún hafði aldrei getað fyrir- gefið honum, og heldur ekki gat hún fyrirgefið mér að vera hjá honum í New York meðan hún sjálf lá veik í Boston. Hún var afbrýðissöm gagnvart Bob fyrir að taka mig frá henni, alveg eins og við Bil'ly Rambo fyrir að taka Robin frá henni. Það hefði verið ofmikil grimmd af mér að segja henni, að ég væri orðin frú Robert Wilcox. Það var sama, hversu mikið við rifumst, ég glopraði því aldrei út úr mér. Þessar vikur talaði hún mikið — Effir hverju ertu að bíða? Ætlarðu ekki að skipta um hjólbarða? um sjálfa sig sem móður. — Ég brást Robin, sagði hún einu sinni. — Ég hefði átt að vera meiri móðir fyrir hann, seinni árin og minni fyrri árin. — Það er satt, svaraði ég hörkulega. — Þú gleymdir að slíta naflastrenginn. Hún leit á mig, stórmóðguð, en svo bætti hún við: — Ég bróst þér líka. Ég var ofgóð við hann og það gekk út yfir þig. Ég sagði: — Já, mamma. Augu hennar fylltust tárum. — Ég brást ykkur báðum. Og nú ert þú á söm* brautinni eins og hann pabbi þinn — drekkur — drekkur — drekkur. Þannig hélt hún áfram að atyrða sjálfa sig, svo að ég fór að linast. — Segðu það ekki, mamma. Þetta er allt saman búið og gert. Og ég drekk ekki. En vitanlega drakk ég. Stundum varð Ted Peckham að stöðva mig við dyrnar. — Þú ert í engu standi til að hitta hana, sagði hann. Ég þaut upp. — Hvernig dirfistu að segja, að ég geti ekki hitt móður mína! En hann lét ekki undan, og ég fór út í eitthvert veitingahúsið og hellti í mig svörtu kaffi, svo að ég gæti farið aftur í sjúkra- húsið. Hver myndi svo sem ekki drekka í mínum sporum? Mamma að deyja, og ég atvinnu- laus..... Einu sinni þegar ég kom til hennar, var hún óvenju niður- dregin. Meðal gesta hennar þann dag var fjölskylduvin'ur, prestur, sem hafði forðum daga gengið í sama kirkjuskólann og pabbi, þegar báðir voru strákar. Hann sagði mömmu nokikuð, sem hún hafði ekki vitað áður. Pabbi hafði, þegar hann var fimmtán ára, verið áhugasamur nemandi, frumlegur og hataði allt fals og uppgerð. Tilfinninga- næmur, þunglyndur, leitandi, var hann að reyna að finna sjálf an sig. Kennararnir vonuðu, að hans biði glæsilegur feri'll innan kirkjunnar. Þeir héldu, að hann væri efni í mikinn predikara. Einn dag síðdegis hitti hann konu, sem gaf honum undir fót- inn og tældi hann að lokum. Það var fyrsta reynslan hans af kynferðismálum. En seinna komst hann að því, sér til mik- illar skelfingar, að hún var hjá- kona föður hans. Skólabræður hans fundu hann seinna, liggjandi í rúminu sínu meðvitundarlausan. Hann var fimmtán ára og hafði drukkið sig blindfullan. Hann vissi aldrei hversvegna hann hafði gert þetta. Hann vildi ekki tala um það við föður sinn .... fyrst um sinn. Seinna, þegar hann varð eldri, gat hann ekki talað um það, því að þrem ur árum eftir þetta, missti Voruhappdroettí ninn Vnon ■ IZUUU vinnmgar a ari 30 KRÓNUR MIOINN á á SO VOU REFUSE TO SELL VOUR DOG, EH ? VES...T WOULDNT PART WITH HIM FOR ANV AAAOUNT OF MONEY/ VERV WELL,TRAIL...NO DOG, 1 NO TRIP/...EITMER VOU SELL HIM TO ME OR VOU STAV AWAY FROM HIDDEN LAKES/ HIDDEN LAKESWHEN I LEAVE HERE, MR. McCLUNE, AND l'M TAKING ANDV WITH ME / ■ — Svo þú neitar að láta hund- ^lnn þinn, ha? — Já, ég léti hann ekki hvað sem í boði væri! — Jæia. Markús .... Enfinn hundur, engin ferð! .... Annað hvort selur þú mér hundinn eða þú heldur þér frá Leynivötnum! — wg held til Leynivatna þeg- ar ég fer héðan herra McClune, og ég tek Andy með méri Maurice Barrymore vitið og var settur í geðveikraihæli, þar sem hann dó, skömmu síðar. — Góða mín, sagði presturinn við mömmu. — Ég þekkti Jack. Oft hef ég hugsað um, að hver gæti vitað, hversu kvalinn hann SHUtvarpiö Föstudagur 13. janúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur). — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna“; Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Börnin heimsækja framandi þjóðir; Guðmundur M. Þorláks- son talar aftur um Lappa og Sampó litla Lappadreng. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Óperettulög. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Óskar Halldórsson cand. mag). 20.05 Efst á baugi (Umsjónarmenn: Fréttastjórarnir Björgvin Guð- Guðmundsson og Tómas Karls- son). 20.35 Alþýðukórinn syngur þjóðlög og ný íslenzk lög. Dr. Hallgrímur Helgason stjórnar. 21.00 Upplestur: Bryndís Pétursdóttir leikkona les ljóð eftir Sigfús Daðason. 21.10 Tónleikar: Sinfónía nr. 3 í a- moll (ófullgerð) eftir Borodin Sinfóníuhljómsveit rússneska út- varpsins leikur. Nebolsin stj.). 21.30 Útvarpssagan: „Læknirinn Lúk» as" eítir Taylor Caldwell. Bagn- heiður Hafstein. XXVII. lestur. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 „Blástu — og ég birtist þér“; I. þáttur. — Ólöf Árnadóttir ræðir við konur frá ýmsum löndum. 22.30 í léttum tón: a) Giorgio Semprini yngri leik- ur á píanó. b) Ames-bræður syngja. 23.00 Dagskrárlok. Laugardagur 14. janúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur). — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 Óskalög sjúklinga. Bryndís Sig- urjónsdóttir stjórnar þættinum. 14.30 Laugardagslögin. (15.00 Fréttir). 15.20 Skákþáttur: Baldur Möller flytur 16.00 Fréttir og tilkynningar. 16.05 Bridgeþáttur (Hallur Símonar- son.) 16.30 Danskennsla. Heiðar Ástvaldsson danskennari. 17.00 Lög unga fólksins (Jakob Möll- er). 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Átta börn og amma þeirra í skógin- um" eftir Önnu Cath. Westly; IV lestur. Stefán Sigurðsson kenn- ari. 18.30 Tómstundaþáttur barna og ung- linga. Jón Pálsson flytur. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Atriði úr óperunnl Don Carlos“ eftir Verdi. Maria Caniglia, Ebe Stignani, Mirto Picchi, Paoli Silveri og Nicola Rossi-Lemini syngja; Fernando Previtali stjórnar hljómsveitinni, 20.40 Eftirmæli“, útvarpsleikrit eftir H.C. Branner. Þýðandi: Hjálmar Ólafsson. — Leikstóri: Baldvin son, Jón ....................... Halldórsson. Leikendur: Valur Gíslason, Jón Sigurbjörnsson, Erlingur Gíslason, í>óra Friðriks dóttir, Jón Aðils, Arndís Björns- dóttir, Indriði Waage, Brynjólf- ur Jóhannesson, Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, Helga Valtýsdótt- ir, Róbert Arnfinnsson og Krist- björg Kjeld. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. , 22.10 Úr skemmtanalífinu (Jónas Jón- asson). 22.40 Danslög — 24.00 Dagskrárlok. HASKOLANS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.