Morgunblaðið - 13.01.1961, Blaðsíða 12
12
MORGUNffLAÐIÐ
Föstudagur 13. janúar 1961
rl
JMðv&mMdbib
Utg.: H.f Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Rit^mrar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstraeti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 45.00 á máriuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
VERKFÖLL ÁN KJARABÓTA ?
T Þjóðviljanum í fyrradag
birtist grein eftir verka-
mann. Hann víkur að kjara-
bótum með betri vinnutil-
högun, vinnuhagræðingu o.s.
frv. og segir síðan:
■' „En það hafa margir til-
hneigingu til þess að halda,
að þessir möguleikar hafi
verið fyrir hendi um langan
tíma, en beðið þess dags að
henta mundi atvinnurekend-
um að draga þá fram í dags-
ljósið“.
Þessi orð eru mikill áfellis
dómur á verkalýðsforystu
kommúnista. Stuðningsmað-
ur hennar segir — ef til vill
óafvitandi — að Alþýðusam-
bandið hafi engu sinnt
ábendingum um að leitast
við að bæta kjörin eftir
þeim leiðum, sem líklegar
gætu orðið til árangurs. —
Þvert á móti segir greinar-
höfundur, að slíkar tilraun-
ir til verulegra kjarabóta
hafi beðið, þar til atvinnu
rekendur hafi dregið þær
fram í dagsljósið.
^ Morgunblaðinu er að vísu
ekki kunnugt um, að at-
vinnurekendur hafi barizt
einarðlega- fyrir úrbótum á
þessu sviði, en þó munu um-
ræður hafa farið fram á
milli þeirra og verkalýðssam
takanna um samstarfsnefnd-
ir launþega og vinnuveit-
enda. Á hinn bóginn hefur
blaðið margsinnis bent á, að
eftir allt sukkið, sem þróazt
hefur í íslenzku þjóðlífi á
tímum „vinstri stefnunnar",
mundi án efa vera hægt að
ná margvíslegum árangri
með heiðarlegu samstarfi
vinnuveitenda og atvinnu-
rekenda, sem miðuðu að
framleiðsluaukningu, sem
gerði kleift að bæta kjörin.
! t Þessum hugmyndum hafa
kommúnistar verið algjör-
lega andvígir og á því er
ein skýring og aðeins ein:
Þeir vilja fyrir hvern mun
koma í veg fyrir þær kjara-
bætur, sem örugglega gætu
náðst með heiðarlegri sam-
vinnu aðila, vegna þess að
kjör verkamanna skipta þá
engu máli, heldur líta þeir á
verkalýðinn sem tæki, er
nota skuli í pólitískum átök-
xun til að koma hinum ötulu
baráttumönnum gegn allri
„fjárplógsstarfsemi“, eins og
Hannibal Valdimarssyni, í
æðstu valdastöður þjóðfé-
lagsins. Þeirra vígorð er:
.yerkföll án kjarabóta.
P Launþega og þjóðarheild-
ina varðar hinsvegar mestu
að auka framleiðsluna og
bæta lífskjörin. Þess vegna
á þeirra kjörorð að vera:
Kjarabætur án verkfalla.
HÆTTULEGT
VOPN
Deuters fregnir í gær
■*■*• hermdu, að vonir stæðu
nú til, að ástandið færi batn-
andi í Belgíu og þær hörm-
ungar, sem verkföllin hafa
leitt yfir þjóðina taki enda.
Þó er enn djúp staðfest
milli verkfallsmanna og rík-
isstjórnarinnar, en aðgætnari
menn úr báðum herbúðum
nota hvert tækifæri, sem
gefst til að ná einhverju
samkomulagi. Er það von
allra góðra manna, að sam-
komulag megi takast, svo
Belgía geti staðið traust og
öflug við hlið annarra Atl-
antshafsbandalagsríkja gegn
ásókn kommúnismans í Ev-
rópu. Þótt Tíminn virðist
eiga þá ósk heitasta, að
ástandið verði sem ískyggi-
legast í Belgíu og telji það
fasisma að vona annað, er
ekki víst að þessu „málgagni
íslenzkra samvinnumanna"
verði að ósk sinni.
Af fréttum í gær mátti
skilja að hætta væri á því
að verkföllin leiddu til
klofnings í belgíska Jafnað-
armannaflokknum. Hinir á-
byrgari foringjar flokksins
vilja leita fyrir sér um sætt-
ir, eins og formaðurinn, Leo
Collard, sem m. a. hefir
rætt við Baldvin konung
um ástandið á landinu og
hvernig úr megi bæta. Aft-
ur á móti hamra sumir
helztu foringjar Jafnaðar-
manna í suður Belgíu eins
og Renard og aðrir öfga-
menn Vallóna, á þeirri
skoðun, að verkfallsmenn
megi hvergi hvika, en þá
ber þess að gæta að mál-
flutningur þeirra markast
af áróðri skilnaðarhreyfing-
ar Vallóna, sem vilja fá eins
konar sjálfstjórn sér til
handa. Þannig á verkfallið
að vissu leyti rætur í þjóð-
ernistilfinningum, og kann
það ekki góðri lukku að
stýra. Er þannig orðin nokk-
ur hætta á því fyrir Jafn-
aðarmannaflokkinn að vopn-
ið, sem hann ætlaði að nota
gegn stjórninni, verði hon-
um sjálfum skeinuhætt.
LÍNURNAR
SKÝRAST
T desembermánuði kröfðust
* kommúnistar og Fram-
sóknarmenn þess ákaft, að
almenningur í landinu yrði
U1L YMim.
Víðtækt verkefni
M I K I Ð og alþ jóðlegt
menningarlegt verkefni,
sem unnið hefur verið að
skattlagður til styrktar út-
veginum. Sögðu þeir hag
útvegsins þannig að óhjá-
kvæmilegt væri að allur
landslýður tæki á sig byrðar
hans vegna. Ríkisstjórnin
svaraði því til, að hún hefði
afnumið uppbótakerfið og
ekki kæmi til mála að inn-
leiða það á ný.
Endalok þeirra umræðna
urðu á þann veg, að sá arm-
ur stjórnarandstæðinga inn-
an kommúnistaflokksins og
Framsóknarflokksins, sem
lýtur forystu Lúðvíks Jósefs
sonar, gafst upp við að eyði-
leggja viðreisnina með því
að knýja fram nýjar upp-
bætur. Tók þá Hannibal
Valdimarsson við forystunni
og nú var blaðinu snúið við:
„Útgerðarauðvaldið" græddi
þau lifandi ósköp, að sjálf-
sagt var að krefjast af því
hækkaðra launa.
En línurnar hafa nú skýrzt
í þessum málum öllum. Áð-
ur var baráttunni beint gegn
ríkisvaldinu og þess krafizt,
að það gerðist samningsaðili
fyrir landslýðinn í heild og
semdi á herðar honum nýj-
ar byrðar. Þær tilraunir
hafa mistekizt, vegna þess að
hvorki stjórnin né almenn-
ingur var tilbúinn til þess að
taka við nýjum álögum. —
Þannig er deilan orðin bein
kjaradeila milli vinnuveit-
enda og launþega.
Sjálfsagt er, að verkalýðs-
samtök tryggi sér eins góð
kjör og atvinnuvegirnir geta
staðið undir, án þess að hag
þeirra sé hætt. Nú vill hins-
vegar svo til, að forystu-
menn þeirra hafa lýst því
yfir, að útgerðin geti ekki
einu sinni staðið undir þeim
kjörum, sem voru fyrir,
hvað þá bættum kjörum.
Ekki skal lagður á það dóm-
ur, hvort þessi skoðun sé
rétt, en hitt er víst, að mikið
auknar byrðar getur útveg-
urinn ekki borið. Þess vegna
gæti verkfall, sem efnt væri
til í þeim tilgangi að knýja
fram stórmiklar launahækk-
anir ekki endað með því, að
atvinnurekendur gengju að
kröfunum, heldur hlyti það
að fara út um þúfur.
Vonandi er, að aðilar geri
sér grein fyrir þessu í tíma,
svo að ekki komi til stöðvun
ar flotans. En mikil ábyrgð
mundi hvíla á þeim, sem
stöðvaði þennan atvinnuveg,
eftir að hafa lýst því yfir, að
hann geti ekki rWUJS undir
auknum byrðum.
allt síðan árið 1951, er nú
loks að komast það vel á
veg, að árangur fer brátt
að verða sýnilegur al-
menningi. Hér er um að
ræða ritun menningar- og
vísindasögu mannkynsins
frá upphafi til vorra daga
— og er það ekkert smá-
ræðis verk, eins og menn
geta gert sér í hugarlund.
Dm 500 höfundar
Það var UNESCO (Menn-
ingar- og vísindastofnun Sam-
einuðu þjóðanna), sem komi
verkinu af stað — árið 1951,
eins og fyrr segir — og síðan
hafa rúmlega 500 rithöfundar,
heimspenkingar og vísinda-
menn víðs vegar um heim
unnið að söfnun efnis í þetta
yfirgripsmikila rit. Brezkj vís
indamaðurinn sir. Julian Hux
ley, sem hefir haft yfirum-
sjón með verkinu, skýrði frá
Menningar- og vís-
indasaga mannsins
frá upphafi riiuð
undir umsjá sir
Julians Huxley
því dögunum, að handrit
fyrsta bindisins Isegi nú loks
fyrir, fullbúið —og að þetta
fyrsta bindi myndi koma út
samtímis í Bretlandi og
Bandarikjunum á hausti kom-
anda.
jt Gömul hugmynd
Hugmyndin að þessu mikla
Sir Julian Huxley — margra
ára starf ....
og sérstæða söguverki kom
fram þegar á styrjaldarárun-
um — á fundi, sem mennta-
málaráðherra vestrænna
landa héldu í Lundúnum,, ár-
ið 1943. Upphaflega var ætl-
unin, að útgáfu verksins
skyldi lokið árið 1957 — en
það sýndi sig fljótlega, að
verkefnið var svo feikilega
yfirgripsmikið og erfitt við-
fangs, að ekkert viðlit var að
standast þá áætlun á nokkurn
hátt. Nú eru taldar nokkrar
líkur til, að útgáfu verksins
verði lokið eftir um það bil
tólf ár — og getur þó margt
komið fyrir, sem raskar þeirri
áætlun.
Framhald á bls. 23.
Dómkirkjan í Coventry í Eng.
landi eyðilagðist að mestu í
hinum hamslausu loftárásum
Þjóðverja á stríðsárunum. —
Kirkjan fékk nú um hátíðirn-
ar jólagjöf frá Betlehem, fæð-
ingarborg frelsarans. Gjöfin
er þriggja lesta þungt granít-
bjarg, og hefir verið ákveðið,
að steinninn skuli standa
frammi fyrir rústum hinnar
gömlu kirkju, þar til bygg-
ingu nýrrar dómkirkju er lok-
ið. Þegar nýja kirkjan er full-
byggð. verður steininum kom-
ið fvrir í henni — og verður
hann þá höggvinn
skírnarfontur.
sem
Þessi mynd var tekin þegar
Iþessi sérstæða gjöf Betiehem-
borgar var afhjúpuð fyrir jól-
in við hátiðlega athöfn. Sjö
ára drengur, að nafni Henry
Summer, afhjúpaði steininn,
en hann er sonur smiðs nokk-
urs, sem hefir starfað við bygg
ingu hinnar nýju dómkirkju í
Coventry allt síðan verkið
var hafið, fyrir nokkrum ir-
um.