Morgunblaðið - 13.01.1961, Blaðsíða 22
22
MORGUNBL AÐIÐ
Föstudagur 13. janúar 196x
Heimsmeisrarakeppnin í handknattleik;
ísláhd — Danmörk 7 marz
Sviss —^ísland 2 marz
UM síðustu helgi var hald-
inn í Basel í Sviss mikilvæg-
ur fundur um lokaákvarðan-
ir vegna úrslitakeppninnar
um heimsmeistaratitilinn í
handknattleik. Fundinn sátu
fulltrúar úr tækninefnd al-
þjóða handknattleikssam-
bandsins — en hún ræður
mestu um fyrirkomulag
keppninnar — og fulltrúar
Þjóðverja, sem sjá um úr-
slitakeppnina. Það er því
rangt, sem komið hefur fram
í íslenzku blaði að Þjóðverj-
ar hafi „breytt“ úrslitaleika-
dagskránni á eigin spýtur.
Slíkt er aldrei hægt.
Á þessum fundi voru endan
Iega samþykktir leikstaðir fyr
ir leiki úrslitakeppninnar.
Fyrir íslenzka landsliðið þýð-
ir þessi fundur að liðinu er
ætlað að leika tvo leiki í
röð: þ.e.a.s. 1. marz gegn Ðön
um og 2. marz gegn Sviss.
Ðönum mæta íslendingar í
Karlsruhe (nálægt svissnesku
landamærunum) en Svisslend
ingum í Wiesbaden. Auk þess
að keppa tvö kvöld í röð verð
ur liðið að taka á sig nokkurt
i S erðalag.
Á fundinum í Basel voru úr-
elitaleikimir þar.nig ákveðnir og
ieikstaðir:
I
Miðvikudaginn 1. marz.
KI. 18, Svíþjóð — Brasilía,
Stuttgart.
KI. 18, Þýzkaland — Belgía
(eða Holland) Berlín.
! KI. 17,30, Tékkóslóvakía —
Japan, Karlsruhe.
KI. 18,40, Danmörk — fsland,
Karlsruhe.
Fimmtudagur 2. marz.
Kl. 18, Júgóslavía — Brasilía,
Bietigheim.
Kl. 18 Frakkland — Belgía
(eða Holland) Wolfsburg.
Kl. 18, Rússland (eða Rúmen
ía) — Japan, Hassloch.
KI. 18, ísland — Sviss, Wies-
baden.
Föstudagnr 3. marz.
Kl. 18, Júgóslavía — Svíþjóð,
Ulm.
KI. 18, Frakkland — Þýzka-
land, Kiel.
Kl. 18, Tékkóslóvakia — Rúss-
land (eða Rúmenía), Freiburg.
KI. 18, Danmörk — Sviss,
Sankt Ingbert. fe,
• Setning.
Það þykir undrun sæta að
tveir leikir (fyrsta daginn) eru
settir á sama stað og í sama hús.
Orsökin er sú að það rúmar 5—
6000 áhorfendur og þama koma
fram Tékkar og Danir tvö af
sterkustu liðum heims og í öðr-
um leiknum £sl. landsliðið. Og
það er reikmað með að húsið
verði þéttsetið þetta kvöld.
Setning keppninnar verður í
„Sportpalast“ í Berlín. Þar lýsir
formaður alþjóðasambandsins
keppnina setta kl. 17 og ör-
skömmu síðar hefjast leikir í
Berlín, Stuttgart og Karlsruhe.
99 stjörnurnar“
þar tíl gegn Sviss!
Eins og sagt er frá á öðrum
stað á síðunni er nú ákveðið
að fsland heyi tvo landsleiki
í handknattleik 1. og 2. marz
n.k. Þetta verður erfið raun
og h-' »ur óheppilegt að lands
liíl -r skuli fyrst mæta
Di,----- en síðan Svisslending
um.
Þegar Iiðin ganga til leikj-
anna 1. til 3. marz er um
það keppt í riðlunum hvaða
2 lið (af þremur í hverjum)
fari í milliriðla. Keppikeflið
fyrir okkar landslið hlýtur
því að vera að verða ekki aft
ar en í öðru sæti í riðlinum
með Dönum og Svisslending-
um.
Allt bendir til þess af fyrri
reynslu, að Danir séu nær ör
uggir um 1. sætið. Það er því
Sviss sem eru keppinautamir
um annað sætið.
Raunhæft mat á möguleik-
nm ísl. Iiðsins verður >á það
að liðið megi ekki sýna Sviss
lendingum getu sina í leik fs
lands og Danmerkur. Sviss-
lendingar munu áreiðanlega
verða á áhorfendapöllunum
og læra aðferðir og kynnast
hæfni okkar manna. ÖU skyn
semi virðist því mæla með
því — ef keppa á eftir fram-
haldi í keppninni — að spara
okkar beztu menn gegn Dön
um. Að telja þann leik fyrir-
fram tapaðan hvort sem er.
Okkar stjömur kæmu þá ó-
séðar fyrirfram gegn Sviss
og það gæti ráðið úrslitum.
Að þræla þeim út í tapleik
við Dani með Svisslendinga
sem áhorfendur virðist ekki
skynsamleg leikaðferð.
A.St.
VERKSMIflJUÚTSALAIil Austurstræti 18
Seljttm í dag og næslu daga
fyrir Vz virði.
80 stk. herra RYKFRAKKA nú á kr 490.00
100 — — REGNFRAKKAR ------ 490.00
140 — — RYKFRAKKAR 390.00
50 — — REGNKÁPUR 235.00
100 — — INNISLOPPAR Rayon- 325.00
50 stk. drengja RYKFRAKKAR -- 240.00
100 — telpu POPLÍN-KÁPUR ----- 240 00
75 — kven INNISLOPPAR 100.00
150 — kven INNISLOPPAR 165.00
2000 — Hr. SLIFSI nú aðeins — 25.00
Telpu nærföt — Drengja nærföt Kven nærföt
og. fleira og- fleira.
Herra nærföt
Hér er einstakt tækifæri til jbess oð fá sér
íólgóða gæðaflík fyrir gjafverð
í kjallaronum hjó Eymundsson
fslen zkir handknattleiksmenn þurfa á allri sinni tækni og
leikni að halda í átökum vetrarins.
-<5>-
Stuti —
og smútt
★ Enska 3. deildarliðið Hull
City vonast eftir því að undir-
ri-ta samning við annan bezta
markmann Finna Olavi Lefkinen,
sem verður í 3 ár í Englandi við
nám. i. i ,
Á: Bobby Morrow hinn heims-
frægi bandaríski spretthlaupari
sem varð Olympíusigurvegari
1956 hefur nú verið ráðinn sem
þjálfari bandarískra spretthlaup-
ara. Þar með er hans áhuga-
mannsferli lokið.
1
Skók
Eftirfarandi staða kom upp í
skák þeirra Sven Johannessen
og G. Stáhlbergs í annarri um-
ferð á: skákmótinu í Stokk-
hólmi. „
Stahlberg
A B C D E F G
1 • np
ABCDE FGH
Svein Johannessen
43. d6!
Hótar He7 og svartur má ekki
drepa á a6 vegna máts á e8.
43. — Kf8
Ef 43. — Rxe5 þá 44. Rxe5f
Kf8 eða h8 45. d7 og vinnur.
44. He7! — Dxa6 45. Hxf7f
— Kxf7 46. Re5t — Kf6 47.
Rg4f — Gefið.
Ingi R. Jóh.
Hellisheiði ófær
SAMKV. upplýsingum Vegamála
skrifstofunnar gerði dimma ofan-
hríð með skafrenningi á Hellis-
heiði um kl. 8 í gærkvöldi. Hálfri
stundu síðar var heiðin orðin
ófær sroábílum, ~— •
11
Rússar
geta
mikið
Rússar eru með í heims-
meistarakeppninni í hand-
knattleik. Þeir eru nýliðar í
íþróttinni, en taka handknatt
leikinn alveg jafn alvarlega
og allar aðrar greinar sem
þeir taka þátt í á alþjóðavett
vangi. En miklar og mislitar
sögur hafa farið af þeim í
handknattleik — þeir voru
óskrifað blað. Þeir eru í und
anriðli með Rúmeníu og þessi
lið mættust í fyrri leik sín-
um í Moskvu á mánudag.
Rússarnir komu Rúmenum
algerlega á óvart, — og það
svo að Rússar höfðu frum-
kvæði leiksins frá upphafi til
loka. Rússar náðu forystu 2:0,
3:2 og við hlé var 6:5 Rússum
í vil.
Leikurinn var geysiharð-
ur. A-Þýzkur dómari vísaði
mörgum af velli og 2 mín.
fyrir leikslok dæmdi hann
Rússum vítakast fyrir hindr-
un Rúmena. Þá komust Rúss
ar í 11:9 og á síðustu sekúnd
um bættu þeir einu við —
12:9 urðu lokaúrslitin.
Leikur Rússanna líkist
mjög leik Norðurlandaliða.
Það eru 4 menn í vörn á lín
unni tveir framar og flest
marka sinna skora þeir úr
langskotum — geysiföstum.
Rússneska liðið hafði verið
í æfingabúðum algerlega ein
angrað í mánuð áður en leikur
inn fór fram. Á sunnudaginn
verður seinni leikur landanna
í Bukarest — og Rúmenar
vonuðust til þess eftir leik-
inn að þeim tækist að slgra
með meiri mun á heimavelli
og tryggja sig til Þýzkalands.
5000 manns sáu lelkinn —
troðfullt hús — og æptu af
miklum móð yfir rússneska
sigrinum.
Bandarík j amenu
unnu létt
í GÆRKVÖLDI fóru fram að
Hálogalandi leikir úrvalsliða í
körfuknattleik. Mættu íslenzk
lið Bandaríkjamönnum af Kefla
víkurvelli.
ÍR og ÍKF mættu úrvalsliði
vallarins. Unnu Bandaríkjamenn
með 70:43. Ármann og ÍS mættu
öðru liði og töpuðu einnig,
56:35. —