Morgunblaðið - 13.01.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.01.1961, Blaðsíða 24
Vikuyfirlit erl. frétta — Sjá bls. 10. Stœrsta skip Norðmanna — Sjá bls, 6. 10. tbl. — Föstudagur 13. janúar 1961 Kálfsmagar til útflutnings Á SL. ári flutti SIS út nokk- urt magn af kálfamögum (vinstur). Hér í sýslunni hafði Kaupfélag Eyfirðinga forgöngu um söfnun mag anna. Þessi útflutningur var gerður í tilraunaskyni og reiknað með að fá 10 kr. fyr- ir stykkið. En reyndin varð sú, að 25 kr. voru greiddar fyrir hvert stykki. Þetta eru verðmæti, sem ekki hafa verið nýtt til þessa, a. m. k. ekki til útflutnings. ic t ostahleypi Magarnir eru hertir, en síð- an bleyttir upp aftur og unnin úr þeim ostahleypir, en hann er mjög nauðsynlegur fyrir öll mjólkurbú. Áður fyrr mun það hafa þekkzt hér á landi, að sveitakonur byggju til sinn eig- in ostahleypi, einmitt úr kálfa- mögum. Því er þó löngu hætt. Verð ostahleypis hefur hækk- að mjög á heimsmarkaðinum á síðasta ári og af því stafar þetta góða verð. Það mætti því Ástríður prinsessa frú Ferner ASKGRS, Noregi, 12. jan. (Reuter). — Síðdegis í dag gaf biskupinn af Niðarósi, Arne Fjellbu, Ástríði prins- essu og kaupsýslumanninn Johan Martin Ferner saman í heilagt hjónaband við mjög há tíðlega athöfn í hinni 150 ára gömlu kirkju hér. Þar með afsalaði prinsessan sér öllum réttindum sínum sem meðlim ur konungsfjölskvldunnar — og er titill hennar framvegis: Ástríður prinsessa, frú Ferner. Þegar prinessan hafði sagt hið ábyrgðarmikla „já“ og biskupinn hafði lýst þau Fern er hjón fyrir guði og mönn- um, yfirgáfu hin nýgiftu hjón kirkjuna, en fyrir utan var þeim fagnað af fjölda manns, sem beðið hafði þar á meðan á á athöfninni stóð — í allhörðu frosti og snjókomu. Óku brúð- hjónin síðan til „Skaugum“, sveitaseturs Ólafs konungs. Um 550 tignir gestir voru kirkjunni, þar á meðal Mar- grét Rós, prinsessa af Eng- landi og maður hennar, Armstrong-Jones Ijósmyndari, Margarethe, krónprinsessa Danmerkur, og fleira kónga- fólk. fyrir bændum að um kálfamagana sem út hefur verið farið til Danmerk- brýna það hirða vel sína. Þetta, flutt, hefur ur. — I Éyjafjarffarsýslu eru nú 3800 kýr, skv. up ' iingum írá Ólafi Jónssyni, raðunaut hér á Akureyri. Má ætla aff 500 kálfar séu látnir lifa og 3300 sé lógaff. Ef 25 kr. fást fyrir stykkiff ættu bændur í Eyjafirffi aff fá 82.500 kr., ef þeir koma kálfamögum sín- um í verff. — St. E. Sig. M Fleiri stangir í Elliðaár og laxauppeldið aukið SAMNINGAR milli Reykja- víkurbæjar og Stangveiði- félags Reykjavíkur um leigu Elliðaánna til næstu fimm ára, eru nú á lokastigi. For- maður félagsins, Óli J. Óla- son, sagði í samtali við Mbl. í gær, að vonir standi til að næsta vor, þegar stangaveið- in hefst á ný, verði hægt að bæta við stöngum á vatna- svæðum þessarar miklu lax- ár. — ÍC Nýju svæffin í fyrrasumar, þegar Elliða- árnar voru opnaðar, voru tekin til reynslu ný veiðisvæði milli Árbæjarstíflu og stöðvarhúsanna. Kalla laxveiðimenn þetta svæði Hraunið. Varð reynsla veiði- manna góð, og vegna þessarar stækkunar á veiðisvæðinu, verð- ur hægt að leyfa laxveiðimönn- Sátta- fundir í GÆR boffaði sáttasemjari til fundar vegna sjómannadeilunn- ar. Á fundinum í fyrradag hafffi veriff skipuð nefnd 3ja manna frá hvorum deiluaðila til að ann- ast ákveðna útreikninga. Sú nefnd lauk störfum í gær og boffaði þá sáttasemjari til fundar kl. 5. Stóff fundurinn í tvo tíma, án þess aff samkomulag næðist. Næsti fundur er boðaður í dag kl. 5,30. um að vera með allt að 4 stang- ir á dag. it Uppeldi laxa Laxauppeldið sem stundað hefur verið í Elliðaánum áratug- um saman og nú er undir stjórn Eriks Mogensen, mun verða auk- ið og laxaeldisstöðin stækkuð. Hefur þetta starf borið slíkan ár- angur að nú ganga sannanlega í Elliðaárnar ár hvert 5000—6000 laxar. Veiðin í ánum byggist á því að slíkt laxauppeldi haldi áfram, enda er Mogensen for- Fyrsti viðrœðu fundur Dagshrúnar og vinnuveifenda F Y R S T I viffræffufundur Dagsbrúnar og Vinnuveit- endasambands íslands um kaup og kjör verkamanna hefur veriff ákveðinn næst- komandi mánudag kl. 4 e.h. Sem kunnugt er lagffi Dagsbrún fram kröfur á gamlársdag, sem síffan hafa veriff í athugun hjá Vinnu- veitendasambandinu, og hef ur viðræffufundur nú veriff ákveffinn, eins og áður er sagt. Fékk á siff sjó í iyrsta róðri ESKIFIRÐI, 12. jan. — Fyrsti róðurinn á vertíðinni var farinn 10. þ.m. Það var vélskipið Sel- ey. Hreppti hún hið versta veð ur, tapaði svo til allri línunni, fékk á sig sjó, sem braut inn ■ hurð á beitingaskýli og aflagaði , ýmislegt annað. 1 Frétzt hefur af bátum á Suður ^fjörðunum, sem róið hafa undan farna daga, og munu hafa fiskað mjög vel 7—11% lest í róðri. Á Eskifirði hafa sjómenn boð að vinnustöðvun frá 15. þ.m., ef ekki verður samið. í fyrrinótt gerði hér SA-veður með úrhellisrigningu, sem stóð fram á næstu nótt. Var geysi- legt vatnsveður, en ekki mun hafa orðið neitt tjón af þv Hitaveita í Hlíðaliverfi BÆJARRÁÐ RVÍKUR hefur nú tekið tilboði í framkvæmdir fyr ir Hitaveitu Reykjavíkur, þriðja áfangann við lagningu á tvö- földu hitaveitukerfi í hverfi þessu. Tilboð þessi voru frá fyrir- tækjunum Verklegar fram- kvæmdir og Véltækni h.f. Er hér um að ræða lagningu hitaveitu í Hlíðarnar, norðanverðar, milli Háteigsvegar og Miklubrautar. Eru á þessu svæði alls um 90 hús. Fyrirtækin tvö, sem voru lægst bjóðendur í þetta verk eiga að skila því af sér ári eftir að framkvæmdir hefjast, sem væntanlega verður á næstunni. stöðumaður stöðvarinnar mjög fær maður í starfi sínu. Á fundi bæjarráðs á þriðjudag- inn, var lagt fram frumv. að leigusamningi um árnar og var það samþykkt. Samkvæmt því verða Elliðaárnar leiðar Stanga- veiðifélaginu fyrir 125.000,00 kr. á ári næstu fimm árin. Þá verður félagið að kosta vörzlumenn við árnar. Eru leigu- kjörin sízt lakari en þau sem úrvals laxveiðiár hér Suð-Vest- anlands eru nú leigðar á. Þá gat Óli J. Ólason þess að Stangveiðifélag Reykjavíkur gangi jafnan ríkt eftir því við félagsmenn sína að þeir sýni í verki alla umgengni að hætti góðra veiðimanna. Ja, hvaff orsakaði þessa bíla- bendu, sem1 stöffvaði alla um ferff eftir Laugaveginum laust eftir hádegi í gær Myndin er tekin rétt innan viff Barónsstígshorniff. Þaff sem gerffist er þetta.-: Fólks bifreiff var á leiff niffur Laugaveg og stanzaði viff Barónsstígshorniff. Næsti bíll fyrir aftan, sá sem er á miffri myndinni, dró úr ferff, og ökumaður traktors- ins, sem var aff líta aftur fyrir sig og svipast um eftir félaga sinum á öffrum trakt- or, lenti aftan á bílnum og sneri honum á götunni. öll umferff stöffvaðist og bif- reiffastjóri Coca-cola bílsins reyndi aff leysa vandann meff því aff smeygja sér framhjá, en stöffumælir varff á vegi hans, svo hann komst ekki lengra. Þetta er tals- vert flókinn árekstur, en nær engar skemmdir urffu á fararætkjunum. — Ljósm. Sveinn Þormóffsson. Skreið til Kongó Hún vinnur gegn sjúkdómi sem herjar þar í LOK næstu viku mun Rauði kross íslands senda eina lest af skreið frá ein- hverri Miðjarðarhafshöfn til Kongó, en j>ar er nú mikil hungursneyð. í fréttastofu- fregnum er sagt að 300 þús. manns svelti heilu hungri, einkum í Kasai-héraði. Sjúkdómur, sem nefnist Kwas Kosningu i Sjómannafélag inu að Ijúka KOSNINGU í Sjómannafé- lagi Reykjavíkur er að Ijúka. Aðalfundur félagsins hefur verið auglýstur nk. sunnudag á öðrum stað í blaðinu. Kosið verður í skrifstofu félagsins í dag kl. 3—22 e.h. og á laugardags- morgun kl. 10—12. Er kosn- ingu þá lokið. Listi lýðræðissinna er A- listi. Eru sjómenn hvattir til að greiða atkvæði og nota þannig kosningarétt sinn. hiorkor og stafar af eggjahvítu- skorti, hefur jafnan verið land- lægur í Kongó og mun belg- íska stjórnin alltaf hafa notað skreið til að vinna gegn hon- um. Þessi sjúkdómur hefur eink um herjað Baluba-ættkvíslina I Kasai. í því öngþveiti, sem nú er í landinu, herjar þessi sjúk- dómur að sjálfsögðu enn meir en nokkru sinni á þjóðina. Hafa Norðmenn þegar gefið 25 lestir af skreið og sent til Kongó. Ekki hefur borizt nein hjálp- arbeiðni til Rauða krossins á Islandi, að því er Gunnlaugur Þórðarson, ritari hans, upplýsti í gær. En ákveðið var fyrir nokkru að reyna að veita ein- hverja hjálp. Mun þessi lest af skreið, sem Rauði krossinn hef- ur yfir að ráða, vera allt að 25 þús. kr. virði. Verður skreiðin send til kongóska Rauða kross- ins í Leopoldville í samráði við alþjóðlega Rauða krossinn. — Einnig áformar Rauði krossinn að efna til söfnunar, svo að hægt verði að senda meira magn af skreið til Kongó og er ávarp þar að lútandi annars staðar í blaðinu, undirritað af formanni Rauða kross deildar Reykjavíkur, sr. Jóni Auðuns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.