Morgunblaðið - 19.01.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.01.1961, Blaðsíða 1
24 siður 48. árgangur tbl. — Fimmtudagur 19. janúar 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins Verk- fðllin hætta Briissel, 18. jan. — (Reuter) VERKFALLSMENN í Belgíu streyma nú aftur til vinnu sinnar eftir 29 daga verkfall. Belgísku járnbrautirnar til- kynna að allar ferðir verði l>egar á morgun samkvæmt úætlun, bæði venjulegar járnbrautaferðir innanlands og til annarra landa. Belgíska stjórnin tilkynnir f dag að flestar verksmiðjur landsins séu teknar til starfa. Einu undantekningarnar séu nokkrar verksmiðjur í járn- íðnaðinum og kolanámur. Sumar þeirra hafa ekki enn tekið til starfa og stafar það bæði af mótþróa verka- manna og svo hinu, að það Framh. á bls. 22 Fongelsi fyrir stuðning við Pnsteinnk LONDON, 18. jan. (Reuter) Rússneskur kvenrithöfundur og dóttir liennar hafa verið dæmdar í þungar fangelsis- refsingar vegna þess, að þær studdu nóbelsverðlaunaskáld- ið Boris Pasternak í þreng- ingum hans, þegar hann varð að þola opinberar ofsóknir. Refsidómar þessir koma heim við spá Pasternaks á dánarbeði um að rússneska stjómin myndi ekki linna ofsóknum gegn vinur hans. ★ Kvenrlthöfundur sá, sem nú hefur hlotið dóm, heitir frú Olga Ivinskaya. Hún var handtekin í ágúst sl. eða þremur mánuðum eftir dauða Frh. á bls. 23 Landburður af síld við Faxaflóa Hásetahlufur upp i 12-13 Jbtis. sl. sólarhring í GÆR var gífurleg síld 15 mílur NV af Garðskaga, nokkurra klukkustunda sigl- ingu frá verstöðvunum Reykjavík, Hafnarfirði, Akra nesi og Keflavík. í gær- kvöldi höfðu borizt fregnir af um 20.000 tunna veiði og er síldin stór og feit. — Var mikið um að vera í þessum verstöðvum í gær, búizt við að unnið yrði við síldina í nótt, og sumir bátar, sem búnir voru á línuveiðar, Frakkar og Serkir undirbúa samninga París 18. jan. (NTB-Reuter) FRANSKA stjórnin álítur, að útlagastjórn uppreisnarmanna í Atsír hat| sýnt jákvæðari af- stöðu en nokkru sinni fyrr til friðarsamninga í Alsír. Kemur þetta fram í tilkynn,- ingu sem gefin var út í dag að afloknum ráðuneytisfundi De- brés. Lýsir franska stjórnin því yfir í tilkynningunni, að hún muni nú leggja allt kapp á að koma á friði í Alsír. Bendir stjórn in á það, að þess séu ýmis merki að friðsamlegra sé að verða í Framhald á bls. 23. tóku aftur upp nótina í nótt og réru á síld. Víðir II var í gærkvöldi væntanlegur til Akraness með 1400 tunnur, en hafði áður komið með 650. Hafði hann því fengið 2050 tunnur á einum sólar- hring og er hásetahluturinn á bátnum þennan sólarhring 12—13 þús. kr. Stór og feit síld Blaðið átti í gær tal við Jakob Jakobsson fiskifræðing, sem var staddur á Ægi út af Jökli Sagð- ist honum svo frá, að Víðir II. hefði verið á leiðinni frá Sand- gerði norður á síldarsvæðið vest- ur af Jökli í fyrrakvöld. Er hann var kominn rúmar 20 mílur frá Sandgerði urðu skipverjar var. ir við síldarmagn og fengu 630 tunnur. Eldborg kom strax á staðinn og fékk 576 tunnur og úr ÞESSÍ mynd var tekin á flóðasvæðinu í Ölfusi í gær. Sýnir hún veginh frá Auðsholtshjáleigu og yfir í Arnarbælishverfi. Vatnið beljar yfir hann og er hann algerlega ófær. is- jakar hafa strandað á-veg- inum. Sjá grein á bls. 10. (Ljósm.: vig.) því fóru bátarnir að streym* þangað. Sagði Jakob að síldin stæði ákaflega grunnt þarna, köstin væru stór og mörg skip hefðu orðið fyrir miklu nótatjóni. Síldin er stór og feit, 16—20%. A þessum tíma árs er sílditt venjulega komin suður fyrir Reykjanes, að því er Jakob sagði. Er ætlunin að Ægir atihugi nú hvort síldin er enn út áíí Jökli, til að ganga úr skugga um hvort samband er milli þessara tveggja gangna, en Fanney leið- beinir bátunum á veiðisvæðinu. Frá fréttariturum blaðsins á Framhald á bls. 3. Lumumba fluttur á ösuggan geymslustað Leo'poldville, 18. jan. (Reuter) LUMUMBA, fyrrum for- sætisráðherra Kongó, var fluttur í gær með leynd frá fangclsinu í Thysville til Elisabethville, höfuðborgar Katanga-fylkis. í opinberri tilkynningu frá stjórninni í LepoldviIIe seg- ir, að Lumumba hafi verið fluttur úr fyrra fangelsi sínu, af því að það hafi ekki þótt nógu öruggtir geymslu- staður. Samtímis gaf stjórn Tsjombes í Katanga út til- kynningu um að henni hefði verið falið að geyma „svik- arann Lumumba” á örugg- um stað. HARKALEG MEÖFERÐ Flogið var með Lúmumba og tvo aðra fanga frá flugvellinum við Leopoldville til flugvallarins við Elisabethville. Samfangar hans voru Maurice Mopolo fyrr- æskulýðsmálaráðherra og Jos- eph Okito fyrrum varaforseti öldungadeildar Kongó. Þótt flutningi fanganna væri haldið algerl.ega leyndum urðu ýmsir sjónarvottar að því er fangarnir stigu út úr flugvélinni í Elisabethville. Þesum sjónar- vottum kemur saman um að Lumumba hafi verið mjög ilila haldinn og veikindalegur. Einn sjónarvottur lýsir því, þegar tveir fangar gengu hægt út úr flugvéiinni. Þeim sem framai' gekk var hrint og skyrtan rifin utan af honum. Hann var barinm með byssuskefti og síðan kastað í aftursæti jeppa eins. Eins var farið með annan fangann. Síðan settust lögreglurfíenn ofan á þá í jeppanum. Það vekur nókkra athygli, að stjómin í Leopoldville skuli hafa fengið Lumumba, Katanga stjórn til gæzilu. Virðist það Framhald á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.