Morgunblaðið - 19.01.1961, Blaðsíða 16
16
MORCVTSBLAÐIÐ
Fimmtudagur 19. janúar 1961
Til sölu
Hraðsaumavél og sníða11
Tækifærisverð.
Sími 24150.
Baðker
Handlaugar með öllu tilheyrandi
W. C. skálar og setur
Blöndunartæki fyrir bað og eldhús
Eldhúsvaskar eml. með öllu tilheyrandi.
Allskonar og fittings.
A. Einarsson & Funk hí.
Garðastræti 6 — Sími 13982.
ÚTSALA
Á KVENTÖSKUM,
mikil verðlækkun, góð kaup-
— Fréttahréf
Framh. af bls 8
kvenfélög. Ungmennafélagið
„Dagsbrún“ í Staðarhreppi
sýndi sjónleikinn „Gimsteina og
brjóstahöld" undir stjórn Hösk-
uldar Skagfjörð við góða aðsókn.
Fór leikflokkurinn víða um m.
a. til Blönduóss. Skagastrandar,
Hólmavíkur og Borgarness, auk
sýninga er hann hafði hér í ná.
grenninu, var honum allstaðar
vel tekið. Kirkjukór Staðar-
kirkju hélt samsöng með Kirkju
kór Melstaðarkirkju undir
stjórn Frk. Bjargar Björnsdóttir
frá Lóni í Kelduhverfi. Björg
hefur undanferna vetur kénnt
söng í nærliggjandi sveitum, er
Björg alltaf góður gestur.
Reykjaskóli er fullskipaður í
vetur. Nemendur eru eitt hundr-
að og varð skólinn að vísa mörg.
um nemendum frá vegna pláss-
leysis. Að skólanum hafa komið
í vetur tveir nýir kennarar þau
Helga Eiðsdóttir og Aðalbjörn
Gunnlaugsson.
Unnið var j sumar að bygg-
ingu nýs íþróttahúss við skólann,
er byggingin nú fokheld. Standa
vonir til að hægt verði að ganga
frá húsinu á sumri komanda.
Skólastjóri Reykjaskóla er Ól-
afur H. Kristjánsson, reyndur
skólamaður. — mgg.
Sæmileg færð
STAÐ, Hrútafirði, 12. jan. — Hér
er í dag suðvestanátt og gengur
á með útsynningséljum. Jón Hall
dórsson bílstjóri frá Stefni á Ak-
ureyri er staddur hér á suður-
leið. Segir hann færi frá Akur-
eyri sæmilegt, en tafsamt vegna
hálku á öxnadalsheiði. Er heið-
in því varasöm fyrir litla bíla án
hjálpar.
Á Holtavörðuheiði er sæmilegt
færi eins og er, en búast má við
að versni ef snjókoma eykst. -M.
Sniðkennsla, sniðteikningar, máltaka, mátingar.
Dag og kvöldtímar.
Saumanámskeið
Konur athugið hin vinsælu saumanámskeið dag og
' — Innritun hafin.
BERGLJÖT ÖLAFSDÓTTIR
Laugarnesvegi 62 — Sími 34730.
Viljum vekja athygli eigenda beltadráttarvéla,
skurðgrafa, krana og annarra á því, að ef þeir þurfa
að fá endurbyggð belti og rúllur fyrir vorið, þá eru
þeir beðnir að hafa samband við okkur hið allra
fyrsta.
BELTASIT3ÐJAN sf.
Mosfellssveit — sírrii 55, Brúarland.
Afgreiðsla í Reykjavík:
P. STEFÁMSSOIM hf.
Hverfisgötu 103 — sími 11275.
2
LESBÓK BARNANNA
LESBÓK BARNANNA
3
Af hverju skyldi þessi mynd vera? Dragðu strik
frá einni tölu til annarrar og þá kemur það í ljós.
að bíða, að Gutti færi
eins og stormsveipur eft-
ir götunni og þættist vera
hinn mikli stríðsmaður:
Guli Örn.
Þegar hann fór út að
stríða, hafði hann venju-
lega bókina með sér, setti
sig niður öðru hvoru og
las nokkrar síður. Kæmi
hann auga á stelpu í
grenndinni, rak hann upp
hræðilegt heróp og hóf
eftirförina. Ef hann var
svo heppinn að ná í hárið
á henni, togaði hann svo
fast og lengi, að hann hélt
eftir vænum hártoppi.
Auðvitað var það nokk-
uð sárt fyrir fómardýrið,
en Gutti var ánægður,
því honum fannst hann í
raun og veru hafa náð í
höfuðleður af föllnum ó-
vini.
Stelpurnar höfðu lengi
orðið að sætta sig við ó-
þokkabrögð Gutta, en
loks var þeim nóg boðið
og þær komu sér saman
um að hefna sín.
Sérstaklega var Anna
Stína, níu ára gömul
hnáta með langar fléttur,
hvað áköfust í að ná sér
niðri á hrekkjasvíninu
honum Gutta. Óteljandi
voru þau skiptin, sem
hún og fléttumar hennar
höfðu fengið að kenna á
því, þegar Gutti var á höf
uðleðraveiðum.
Stelpurnar söfnuðust
saman á ráðstefnu í garð
inum hjá Kristrúnu, sem
átti heima í næsta húsi
við Gutta. „Við verðum
að gera eitthvað, sem um
munar“, sagði Anna
Stína, „og ég held, að
Blér hafi dottið gott ráð
í hug. Reyndar er hug-
myndin tekin úr * sömu
bókinni og Gutti æðir
um með núna. Bróðir
minn á hana líka“. •
Þær fóm nú að stinga
saman nefjum og ráða
ráðum sínum. Þama voru
tiu stelpur saman komn-
ar, sem allar áttu Gutta
grátt að gjalda. Það var
ekki ósennilegt, að hann
mætti fara að vara sig.
En við skulum ekki strax
ljóstra upp neinu leynd-
armáli, en bíða og sjá,
hverju fram vindur.
Næsta kvöld voru allar
stelpurnar tíu, önnum
kafnar við æði leyndar-
dómsfulla vinnu í garðin-
um hjá Kristrúnu.
Reyndar unnu þær ekki
allar, — ein var á verði
til að gera aðvart, ef
Gutti skyldi láta á sér
kræla. Þótt við megum
ekki mikið segja um það,
sem þarna fór fram, skul
um við þó láta ykkur
vita ,að nota þurfti haka
og skóflur, hjólbörur og
vatnsfötur við vinnuna!
Verkinu varð ekki lokið
það kvöld, en áfram var
haldið kvöldið eftir.
Þið megið trúa því, að
stelpurnar voru þreyttar,
þegar öllu var lokið. En
þær settu það ekki fyrir
sig, því að þær hlökkuðu
ákaflega mikið til þess,
sem í vændum var.
Næsta kvöld sátu þær
allar í garðinum og sungu
og ærsluðust til að draga
að sér athygli. Það var
nefnilega um að gera, að
lokka Gutta inn í garð-
inn. Hálftími leið og þær
vom farnar að verða svo-
lítið hásar, þegar Gréta,
sem var á verði, tilkynnti
að Gutti væri á leiðinni
í fullum skrúða, hræði-
lega málaður og þakinn
fjaðurskrauti.
(Meira)
J. F. COOPER
SlBASTI MÓHÍIUNN
lega, að indíáni rati ekki
um skóginn um hábjarL
an daginn? Þið hafið
verið blekkt. Edwards
virkið er aðeins um
klukkustundar ferð héð-
5. „Hver er þar?“ kall-
aði Fálkaauga og gekk
fram mót komumönnum
með riffilinn í skotstöðu
og fingurinn á gikknum.
„Tryggir vinir kon-
ungsins“, svaraði fyrsti
riddarinn, sem var Hey-
ward majór. Hann hafði
einmitt um morguninn
farið frá Edwards virki
ásamt fylgdarliði sínu og
ætlaði til Williams Hen-
rys virkis.
„Við höfum verið á
ferðinni allan daginn“.
sagði hann, „en við hljót
um að hafa villzt í skóg-
inum. Indíáninn, sem er
leiðsögumaður okkar,
veit af einhverjum ástæð
um ekki, hvað langt er
héðan til Williams Hen-
rys virkis“.
6. Fálkaauga hristi höf
uðið. „Heldur þú virki-
an — og samt segir þú*
að þið hafið verið á ferð-i
inni í allan dag. Hvaða
indíáni er það, sem var
leiðsögumaður ykkar?“
„Eg held að hann sé
húroni, en hann hefur
gengið í lið með flokki
móhíkananna og — —
Við þessi orð gátu hinir
tveir móhíkanar ekki
varist þess að láta í ljós
fyrirlitningu sína með
hæðnishrópi, en Fálka-
auga sagði:
„Húronunum er aldrei
að treysta. Það er ekki
hægt að reiða sig á neina
aðra indíána en móhí-
kana eða delawara.
Skógarnir eru fullir af
fjandsamlegum og svikul
um húronum og minjó-
Um. Eg furða mig á, aS
leiðsögumaðurinn skuli
ekki nú þegar hafa kom-
ið ykkur í hendur
þeirra“.
Ofát
Maginn segir já, en
höfuðið segir nei. Höfuð
ið er vitrara og það er
gamalt spakmæli, að sá
verði að vægja, sem vitið
hefur meira.
Þess vegna borða ég
meira!