Morgunblaðið - 19.01.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.01.1961, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 19. Janúar 1961 MORGVTSBLÁÐIÐ 9 - . Kýr á beit í Danmörku. Danir fluttu í fyrra út mjólkurbúsafurðir fyrir 1.000 milljónir d. kr. Neyzlan í Danmörku /960 28 miljarðar oð verðmæti Kaupmannahafnarbréf frá Páli Jónssyni Kaupmannáhöfn í janúar 1961 NEYZLAN í Danmörku setti met í fyrra eins og árið áður. Verðmæti hennar jókst um 2,4 milljarða upp í 28 milljarða. Öðru fremur keypti fólk svokallaða var- anlega muni til notkunar. Kaup á bílum óx um 25%, á sjónvarpstækjum um 50% og á kæliskápum um 66%. Árið sem Ieið setti met á mörgum efnahagslegum sviðum en þó ekki í landbúnaðinum. Uppskeran í hittiðfyrra var mjög rýr vegna mikilla þurrka. Bændur urðu því í fyrra að kaupa mikið af erlendu skepnu- fóðri. Aðallega af þessari ástæðu varð arður bænda að jafnaði ekki nema 3,4% af stofn fénu á reikningsárinu júlí 1959 til júní 1960 á móts við 4,6% árið áður. Arðurinn í fyrra varð þannig lægri en nokkru sinni áður á sl. 12 árum. f>að bætir að vísu úr skák, að uppskeran sl. sumar var í góðu meðallagi. Verðmæti henn- ar var 500 miljónum kr. meira en sumarið 1959. Útflutningur ýmissa landbún- aðarafurða, þ. á m. rjómabús- afurða, fór minnkandi árið sem leið. Aftur á móti jókst út- flutningur á fleski um rúmlega 10%. Sala landbúnaðarafurða til Sameiginlega markaðsins minnk aði um 2,3%. Danir sjá fram á, að aðgangur þeirra að þess- um markaði muni torveldast mjög á næstu árum, þar sem aðildarlöndin njóta þar vaxandi ívilnana. Danski landbúnaður- inn hefur lítið gagn af þátttöku Dana í Fríverzlunarsvæðinu (EFTA). Bretar hafa að vísu lækkað toll á fleski ,en ann- ors er meginreglan sú, að við- ekiptafrelsið ,sem verið er að ekapa milli EFTA-landanna, nái ekki til landbúnaðarvara. Skýrslur um utanríkisverzlun Dana í desember 1 fyrra eru ennþá ekki fyrir hendi. Frá árs- byrjun til nóvemberloka nam verðmæti útfluttra landbúnaðar- afurða sömu upphæð og árið áður eða 4,7 milljörðum kr., þegar niðursoðin matvæli eru meðtalin. Á sama tíma óx út- flutningur iðnaðarvara um 12% upp í 3,8 milljarða. Danmörk er á seinni árum orðið mikið iðnaðarland, þótt landið skorti flestar efnivörur. Iðnaðarframleiðslan óx að nýju í fyrra en þó minna seinni hluta en fyrri hluta ársins og minna en í öðrum löndum í Vestur- Evrópu. Vegna skorts á vinnu- afli geta Danir ekki aukið iðn- aðarframleiðsluna að ráði nema með afrakstrarmeiri vélum og bættu fyrirkomulagi. Fyrstu 11 mánuðina í fyrra óx verðmæti útflutningsins um % milljarð kr., en á sama tíma- bili kostaði innflutningurinn 1,3 milljarði meira en árið áður vegna aukinnar neyzlu og vax- andi fjárfestinga. Vöruvið- skiptahallinn óx þannig um 800 milljónir upp í 2.100 milljónir. En ýmsar duldar tekjur jöfn- uðu að miklu leyti þennan halla. Kaupskipaflotinn hefur líklega fært landinu nálega 900 milljónir kr. nettó í erlendum gjaldeyri. Tekjur af erlendiun ferðamönnum voru sennilega allt að 600 milljónum. Gjald- eyrisforði bankanna minnkaði því í fyrra ekki nema um 200 milljónir kr. og nam í árslok 1.330 milljónum að viðbættu 75 milljóna kr. láni, sem Danir fengu í Sviss í lok ársins. Það eru skiptar skoðanir um efnahagshorfurnar á þessu ný- byrjaða ári. Fyrir þingkosning- arnar í nóvember í fyrra lofuðu jafnaðarmenn, sem kunnugt er, að „gera góða tíma betri“, ef þeir sætu áfram við völd. Sum- ir eru bjartsýnir og búast við áframhaldandi en nokkuð hæg- fara efnahagslegum uppgangi. Aðrir eru vantrúaðir og óttast afturkipp, þegar líður á árið. Hin sívaxandi velmegun í Dan mörku sl. ár stafar fyrst og fremst af því, að hlutfallið milli útflutnings- og innflutnings- verðsins hefur verið Dönum mjög hagstætt. Enginn veit, hvenær þetta kann að breytast. í þessu sambandi fylgja menn með athygli þróuninni í efna- hagsmálum Bandaríkjanna. Annað er það, að ennþá er ófyrirsjáanlegt, hvernig yfir- standandi viðræður um nýja kaupgjalds- og kjarasamninga enda. Núgildandi samningar renna út 1. marz n. k. 1 ára- mótaræðu varaði Bertel Dahl- gaard efnahagsmálaráðherra menn við að bera fram. kröfur, sem auka framleiðslukostnaðinn og veikja samkeppnisgetuna. „Það er óumflýjanlegt skilyrði fyrir áframhaldandi jafnvægi í efnahagsmálunum ,að eftirspurn og neyzla aukist ekki örar en framleiðslan“, sagði ráðherr- ann. Hann benti um leið á, að vegna þátttöku Dana í EFTA sé þeim sérstaklega nauðsynlegt að vera vel samkeppnisfærir. Snemma á sl. ári felldu Danir úr gildi svo að segja öll höft á innfluttum iðnaðarvörum, og 1. júlí sl. byrjuðu þeir að lækka tolla á iðnaðarvörum frá hinum EFTA-löndunum. Danskur iðn- aður getur því ekki lengur þró- azt í skjóli innflutningshafta, en sumar iðngreinir njóta þó dá- lítillar tollverndar. Páll Jónsson. Danskt mjolkurbu. Bifreiiíaeigendsir Höfum fyrirliggjandi hljóð- kúta og púströr í eftirtaldar bifreiðir: Austin 8 og 10 hljóðkúta og púströr. Austin 12 og A 70 framrör og afturrör. Austin 1958, hljóðkúta. Borgward Isabella framrör og millirör. Buick fóiksbifr. 1942^’48 framrör. Buick fólksbifr. 1950—’53 - hljóðkúta og pústrört Buick special 1955 hljóðkúta og púströr. Chevrolet fólksbifr, 1942—’58 ‘ hijóðkúta og púströr. Ohevrolet vörubifr. 1942—’55- hljóðkúta og púströr. Dodge fólksbifr. 1942-’57 6 cyl hljóðkúta og púströr. Dodge picup 1952—’54 hljóðkúta og framrör. Dodge vörubifr. 1942—’47 hljóðkúta. Dodgc Weapon 1940—’42 framrör. Fiat 1400 hljóðkúta og framrör. Fiat 600 hljóðkúta. Ford fólksbifr. 1942—’57 •hljóðkúta og púströr. Ford fólksbifr. 1958 framrör og afturrör. Ford vörubifr. 1942—’57 hljóðkúta og púströr. Ford Junior, Prefect og Anglia 1934—’'50 hljóðkúta og púströr. Ford Consul 1954—’60 hljóðkúta og púströr. Ford Zek hyr og Zodiac ’54-’60 hljóð'kúta og púströr. Ford Taunus 12 M hljóðkúta. Ford Taunus 15 M og 17 M hljóðkúta og púströr. G. M. C. truck, hljóðkúta. International 1942—’48 hljóðkúta og púströr. Jeep ,'hljóðkúta og púströr. Kaiser 1952—’'55 framrör og afturrör. Landrover hljóðkúta með púströri. Meroedes 17, 180 og 220 hljóðkúta og púströr. Mercedes L 4500, hljóðkúta. Mercedes L 5000, hljóðkúta. Morris 10 1947 hljóðkúta og framrör Morris Minor hljóðkúta og púströr. Mprris Oxford hljóðkúta og púströr. Moskwitöh 1955 hljóðkúta og framrör. Moskwitch 1957, framrör. Opel fólksbifr. og sendiferða- bifr. 1954—’'57 hljóðkúta og púströr. Renau'lt 4ra manna hljóðkúta og púströr. ' Skoda fól'ksbifr. og sendiferða bifr., hljóðkúta og púströr. Standard 1942—’48 hljóðkúta og púströr. Vauxhall 1942—’54 framrör. Volvo fólksbifr. og sendiferða bifr., hljóðkúta og púströr. Bein púströr 114” til 2”. BÍLAVÖRUBÚÐIN FJÖÐRIN Laugavegi 168 — Sími 24180. Sparifjáreigendur Ávaxta sparifé á vinsælan og öruggan hátt. .Uppl. kl. 11—12 f.h. og 8—9 e.h. Margeir J. Magnússon Miðstræti 3A — Sími 15385 KYI\IDILL KEFLAVÍK hin raargeítir- spurða títsala hefst í dag Sportvörur Jakkar Skyrtur Hútur Sundbolir frá kr. 15,— Skaufar Hljómplötur á kr. 30,— og m. m. flr. Gerib gób kaup Kaupib gæbavöru fyrir gæbaverb Kynriiil Keílavík Hringbraut 96 Sími 1760 Keflavík — Suðurnes Aldrei fjölbreyttara úrval íbúðarhæða og einbýlis- húsa af öllum stærðum, með hagkvæmu verði, kjörum og útborgunum. Fasteignasala Suðurnesja Opin kl. 18—20. Símar 1881 og 1705.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.