Morgunblaðið - 19.01.1961, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 19. Janúar 19G1
MORGVNBLAÐIÐ
15
Frœg en
óham-
ingjusöm
FEGURSTA kona veraldar
og fallegri en Venus, nýrisin
úr sævarlöðrinu, eru tvö af
mörgum slagorðum, sem
auglýsingastjórarnir ha
fest við Ava Gardner.
Ava er engin afbragi
leikkona. En hjónabönd (
auglýsingaskrumarar ha
gert sitt til þess að fólk ta
ar um hana og hefur gam;
af. Nú er hún fræg og
hamingjusöm.
Nýlega kom út bók u
kvikmyndadísina, sem nef:
ist: „Ava, Portraid of
Star“. Segir í bókinni, að u
leið og neonljósin fóru i
blika í kringum Ava Gard
er, hafi hún glatað frel
sínu. Og síðan er sagt f:
harmleiknum eitthvað
þessa leið:
Ava Gardner er taugasjúk
lingur, segja sálfræðingari
ir. Hún tekur þátt í óhóf
legum næturveizlum til ai
gleyma þeim sorgum, sen
oft leynast bak við. tilveri
mikilsmetinna kvikmynda
dísa.
í hinum gullnu þræla-
samningum Hollywood-borg-
ar er hugsað fyrir öllu. Að-
eins þær sterku komast hjá
að bíða tjón á sálu sinni, en
fæstar geta forðazt örlög sín.
Sumar eiga þó létt með að
samlagast umhverfinu, en
Ava átti erfitt með það. —
Henni fannst frægðarbrautin
stefna beint til vítis. Og að
lokum lá við að hvítu þræla-
salarnir í Hollywood hrektu
„fegurstu konu heims“ út í
dauðann.
★
Að síðustu gerði Ava upp-
steit. Það var eftir að hún
hafði lokið við að leika í
myndinni „Berfætta greifa-
frúin“ á Spáni. Þar var hún
að vissu leyti sinn eigin
herra. Hún gat umgengizt
fólkið í nágrenninu og þar
voru engir auglýsingaskrum-
arar til staðar.
Eins og margir aðrir ferða
langar á Spáni varð hún hug
fangin af nautaatinu. — Hún
kynntist nautabananum Luis
Miguel Dominguin, og var
heilluð af kjarki hans og
fjaðurmögnuðum hreyfing-
um.
En hugsunin um Holly-
wood knúði hana til þess,
sem kalla mætti sjálfsmorðs-
tilraun.
® Nokkrum dögum fyrir
brottförina, var hún við-
stödd skyndi-nautaat, sem
Dominguin stóð fyrir til
heiðurs „fegurstu konu ver-
aldar“.
★
Ava Gardner stökk á bak
einum hestanna og reið inn
í hringinn. Hesturinn þeytti
henni af baki rétt fyrir
framan nautið, og það sem
bjargaði henní frá að verða
drepin af hinu froðufellandi
dýri, var snarræði og kjark-
ur spænsku hetjunnar.
' ★
Sálfræðingar kalla tilfelli
sem þetta ósjálfráða flótta-
tilraun, jafnvel með sjálfs-
morð fyrir augum. — Þeir
segja, að Ava Gardner til-
heyri þeim taugasjúklingum,
sem fela sorg og sút í brjál-
æðislegum næturveizlum,
sem sjaldan lýkur fyrir dag-
SpánardvÖlin var hamingjusamasta tímabil ævi leikkon-
unnar. Þá lék hún í kvikmyndinni „Berfætta greifafrúin“.
Dvölin endaði með sjálfsmorðstilraun.
rennmg.
Það kemur fyrir að leik-
konan verður viðkvæm og
fer að tala um þá tíma, þeg-
ar hún var hnellin sveita-
stúlka, rjóð í kinnum, og
þekkti hvorki til frægðar né
óhamingju — og hafði frið
í sálinni.
Bókin varpar nokkru ljósi
á hið skyndilega æði, sem
grípur stundum frægar kvik-
myndastjörnur í Hollywood,
er þær reyna að brjótast úr
þeirri spennitreyju, sem hið
gullna líf Hollywood-borgar
hefur klætt þær í.
4 LESBÖK BARNANNA
GRETTiSSAGA
97. Grettir spyr, livort þeir
vilji heldur fara heim með
uxann eða setja upp skipið.
S*eir kusu að setja upp skip-
ftð. Grettir leiddi uxann, en
ftiann var mjög stirður í bönd
unum, en allfeitur. Varð hon
nm mjög mætt, nnz hann
|>raut með öllu gönguna. Þeir
fóstbræður gengu til húss, því
»ð hvorugur vildi veita öðr-
um að sínu hlutverki. Þorgils
spyr að Gretti, en Þeir sögðu,
hvar þeir höfðu skilið. Hann
sendi þá menn á móti honum.
98. Og er þqir komu ofan
undir HellisJhóla, *áu þeir,
hvar maður fór í móti þeim
og hafði naut á baki, og var
þar kominn Grettir og bar þá
uxann. Undruðúst þá allir,
hversu mikið hann gat orkað.
Lék Þorgeiri næsta öfund á
um afl Grettis.
En er vora tók, fóru þeir á
brott allir. Grettir var spurð
ur að, hversu honum hefði
líkað vistargerðin eða vetur-
vistin á Reykjahólum.
Hann svarar: „Þar hefi ég
svo verið, að eg hefi jafnan
mínum mat orðið fegnastur,
þá er ég náði honum".
99. Þá er Gretttr kom yfir
Þorskaf jarðarheiði í Langa-
dal, lét hann sópa greipar um
eignir smábænda. Fór hann
djarflega og hafði engin varð-
Jiöld á sér, lá þar í skógum
t»g svaf og uggði ekki að sér.
Nú bar svo til einn dag, þá
•r Grettlr lá þar og svaf, að
bændur komu að honum. Og
er þelr sáu hann, áttu þeir
ráðagerð um, hversu þeir
skyldu taka hann, svo að
minnst yrði manntjón í, og
skipuðu til, að tíu skyldu á
hann hlaupa, en sumir bera
bönd að fótunum.
100. Þeir gerðu nú svo og
fleyðu sér ofan á hann, en
Grettir brá við svo hart, að
þeir hrutu af honum, en hann
komst á kné og hendur. í því
gátu þeir kastað böndum á
fætur honum. Þá spyrnti
Grettir svo fast við eyrum á
tveim, að þeir láu í roti. Nú
hljóp á hann hver af öðrum,
en hann ruddist um fast og
lengi, en þó gátu þeir hlaðið
honum um síðir og bundu
hann.
5. árg. ★ Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson ★ 19. jan. 1961
Guli
ÆTLI þú kannist eíkki
við strák, sem heitir
Gutti Gvendarson og á
heima í dálitlum bæ úti
á landi? Allir bæjarbú-
ar kannast við Gutta, að
minnsta kosti af af-
sfcnxrn, því að hann er
víðfrægur, eða eigum
við kannski að segja al-
ræmdur.
Það var nefnilega
þannig með Gutta, að
hann var ekki góður og
þægur drengur, — að
minnsta kosti ekki áður
en það skeði, sem nú
verður frá sagt.
Gutti var ellefu ára
og ein bezta skemmtun
hans var að lesa indíána
sögur. Hins vegar leit
hann næstum aldrei í
námsbækurnar sínar,
Örn
enda varð árangurinn
eftir því.
Þegar Gutti hafði lesið
bók um indíánahöfðingja
eða hraustan stríðsmann,
þurfti hann alltaf að
leika hlutverkið og vera
sjálfur höfðingi eða stríðs
maður. k
Hann setti á sig fjaðra
skrautið, — hvítar og
svartar hanafjaðrir, —
tók boga sinn ,langa og
sveigða víðitág, festi
stríðsöxina, — sem til
allrar hamingju var ekki
annað en samanbundnar
spýtur, — við belti sitt
og gekk svo berserksgang
um götur og garða. öðru
hvoru rak hann upp ind-
íánaöskur og hrópaði:
„Úh, úh, hvítu menn“ —
og enginn gat neitað því,
að hann var æði blóð-
þyrstur á svip.
Ef hann hefði nú ekki
gert neitt annað af sér,
væri þetta varla í frásög-
ur færandi. Hitt var
verra, að honum fannst
sjálfum, hann vera afar
mikil hetja, þegar hann
stökkti öllum stelpunum
í götunni á flótta og
hræddi þær og hrakti á
allar lundir. Þá þóttist
hann vera að hreinsa
skóginn af hvíturn mönn-
um og hann var einvald-
ur yfir öllu landinu, allt
frá mjólkurbúðinni á
horninu og niður að
Stebbabúð við hinn enda
götunnar.
Dag nokkurn komst
hann yfir bók, þar sem
sagt var frá afrekum
indíána, sem hét Guli
Örn. Þess var ekki langt