Morgunblaðið - 19.01.1961, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 19. Janúar 1961
Hilsin ykkar
eru of dýr
— segir Robert L. Davison,
ROBERT L. Davison, sérfræð-
ingur í bygg-ingamálum frá
tækniaðstoð Sameinuðu þjóð-
anna, hefur dvalizt hér í eitt ár.
Hann hefur starfað við bygging-
arefnarannsóknir Iðnaðardeildar
Atvinnudeildar Háskólans og
unnið að athugun til endurbóta
á byggingaháttum og Iækkunar
á byggingakostnaði — og að sögn
Steingríms Hermannssonar, fram
kvæmdastjóra Rannsóknarráðs
ríkisins heftur starf Davisons
borið mikinn árangur. Hafinn er
undirbúningur að smíði tilrauna
húss samkvæmt forskrift Davi-
sons, en þar er megináherzla
lögð á hagkvæmni og góða nýt-
ingu húsnæðis svo og hagsýni í
byggingu.
. ★
I gær kvöddu samstarfsmenn
Davisons við Atvinnudeildina
hann með hófi í Klúbbnum og
hélt sérfræðingurinn heimleiðis,
til Bandaríkjanna, í gærkveldi á-
samt konu sinni. Fylgdu honum
góðar óskir og þakklæti fyrir
mikið og vel jnetið samstarf. Við
þetta tækifæri sagði Steingrímur
Hermannsson m. a.: „Davison
hefur fært rök fyrir því, að bygg
ingarkostnaður hér sé óeðlilega
hár og hefur hann bent á nauð-
syn ákveðinna ráðstafana til end
urbóta. t
Þá hefur Davison, ásamt sér-
fræðingum byggingarefnarann-
sókna, gert 5 ára áætlun um rann
sóknir til endurbóta á byggingar-
háttum og lækkunar á bygging-
arkostnaði, en hann álítur tækni-
legar rannsóknir og kynningar-
starfsemi eitt mjkilvægasta atrið
ið og nauðsynlegan þátt til end-
urbóta á þessu mikilvæga sviði.
Einnig má nefna, að Davison
hefur ásamt ýmsum mönnum og
konum unnið að undirbúningi að
byggingu tilraunahúss, þar sem
setja á fram til sýnis fyrir sér-
fræðinga og almenning ýmsar
þær niðurstöður af starfi undan-
farinna mánaða, sem ætla má
þýðingarmiklar til endurbóta á
sviði íbúðabygginga. Því miður
varð undirbúningi að byggingu
hússins ekki lokið á meðan Davi
son dvelur hér, en nú má þó
heita tryggt, að það verður
byggt“.
★
Davison skilur hér eftir ýtar-
lega skýrslu, athugasemdir og til
lögur um húsnæðismál á íslandi.
Fer hér á eftir stuttur úrdráttur
úr þeirri skýrslu.
f nefndarálitinu, sem Davison
stóð mest megnis að, „Lækkun
húsnæðiskostnaðar", segir: „Hús-
næðisvandamál á íslandi stafa
ekki af óvönduðu húsnæði heldur
háum húsnæðiskostnaði". Enn
fremur segir í þessu sama nefnd
aráliti: „Ef fimm af hundraði af
því fjármagni, sem íslenzk stjórn
arvöld lána nú til búðabygginga,
væri varið til byggingarann-
sókna og tilrauna og kynningar
á niðurstöðum þeirra og til al-
mennrar upplýsingaþjónustu,
mætti lækka byggingakostnað í
náinni framtíð um margfalt
þessa upphæð“.
Hvatning nauðsynleg
Eitt af hinum stóru vandamál-
um á íslandi er, að hér er ekk-
ert, sem hvetur menn nægilega
til rannsóknastarfsemi.
Ef fólk, sem ætlar að byggja
gerir sér grein fyrir því, að góð-
ur undirbúningur getur veitt
þeim fleiri góðar íbúðir, fyrir
minni peninga, mundi það vera
áhrifamikil örvun til betri und-
irbúnings. Þetta mundi leiða til
rannsókna á betri nýtingu efn-
isins og nýrra byggingaaðferða.
Verðandi byggjendum ætti að
sýna hvað góð planlausn er.
Arkitektar hafa sagt, að flestir
viðskiptavinir þeirra hafi ekki
áhuga á góðri planlausn miðaða
við daglegt líf fjölskyldunnar, en
vilji fremur heimili, sem eru
fyrst og fremst ætluð fyrir gesti.
Þar sem þáð kostar mikið meiri
vinnu að finna góða planlausn
heldur en að fullnægja óskum
viðskiptavinarins, skortir hér
hvatningu til góðs undirbúnings.
Samkeppni um sýningaríbúð
gæti haft töluverð áhrif í þá átt
að breyta þessu viðhorfi almenn-
ings.
Ef ríkislán væru aðeins veitt,
ef teikningar fullnægðu ákveðn-
um kröfum um gólfrými og nýt-
ingu, mundi það vera áhrifamik-
il hvatning til bætts undirbún-
ings og lækkunar á byggingar-
kostnaði.
Á íslandi má finna einstök
dæmi um hagkvæmar planlausn-
ir og góðan byggingamáta, en
vegna lágrar þóknunar getur
arkitektinn og verkfræðingurinn
ekki almennt fómað þeim tíma
og vinnu, sem nauðsynlegt er til
þess að skapa þær íbúðir, sem í
raun eru hagkvæmar, ódýrar og
góðar. Bæta mætti verulega gæði
og lækka mjög mikið kostnað
íbúða, ef beztu planlausnir og
byggingahættir hér á íslandi
væru sameinaðir í eina bygg-
ingu.
Kostnaðarrannsóknir
nauðsynlegar
Kostnaðarrannsóknir eru nauð
synlegar, ef lækka á kostnað.
Hin mikla verðbólga hefur haft
þau áhrif j' að enginn í Reykjavík
virðist raurfverulega vita hvað
fermeterinn í vegg, gólfi, þaki
eða skilrúmi kostar.
Kostnaðarvitneskjan á ekki að
takmarkast eingöngu við fermet
erverðið í hinum ýmsu hlutum
byggingarinnar, heldur á hún
einnig að ná til Iagna, kostnað
lands, skatta, vaxta, viðhalds, á-
lagningar, o.s.frv. Með slíkan
einingarkostnað að undirstöðu,
ber að áætla kostnað ýmissa
gerða af íbúðum, einnar hæðar
eibýlishús, tveggja hæða einbýlis
hús, raðhúsa, sambýlishúsa með
og án lyftu o.s.frv. Einnig ætti
að athuga áhrif stærða ýmissa
herbergja og fjölda herbergja í
íbúð á kostnaðinn. Þó að her-
bergir/ séu tvöfölduð í stærð eða
fjölda, tvöfaldar slíkt ekki kostn
að.
Nákvæmar kostnaðaráætlanir
eru nauðsynlegar, ef lánastofnun
á að ákveða hámarkskostnað í-
búðar í samræmi við fjölskyldu-
stærð og fjölskyldutekjur.
Slíkar kostnaðarrannsóknir
leyfa, að samanburður sé gerður
á milli nýrra aðferða, eða við
hinar reyndu aðferðir, til þess
að fá vissu um hvort þær muni í
raun og veru verða til sparnað-
ar.
Ýmsar leiðir til lækkunar
Ýmsar leiðir eru til lækkunar
á byggingarkostnaði og má nefna
þessar:
1. Betri planlausn íbúða, t. d.
planlausnir, sem fullnægja nið-
Urstöðum þeirrar nefndar kvenna
sem vann með undirrituðum að
athugun þessa vandamáls.
2. Lánveitingar ríkisins háðar
takmörkunum á gólfrými með
hliðsjón af fjölskyldustærð og
tekjum, og takmörkunum í kostn
aði hvers herbergis og íbúða, hef
ur reynst ein aðalástæðan fyrir
því, að planlausnir og bygginga
aðferðir í öðrum löndum eru al-
mennt fremri því, sem tíðkast
hér á íslandí.
3. Umbætur í skipulagi bæja,
með innleiðslu stórra íbúðasam-
stæðna, mundu lækka kostnað
vegna gatnagerðar og annarra
nauðsynja, og mundi einnig
leiða til skemmtilegra og örugg-
ara umhverfis, sérstaklega fyrir
böm. ,
4. Verkfræðingar gætu minnk-
að magn steinsteypu, sem notuð
er í veggi flestra bygginga um
50%, ef góðar aðferðir væru fyrir
hendi í sambandi við gæðaeftirlit
í steinsteypu og byggingasam-
þykktir leyfðu þeim að nota hag
kvæmar lausnir. ,
5. Jafnari stærð byggingariðn-
aðarins frá ári til árs.
6. Með því að laga að íslenzk-
um staðháttum erlendar bygg-
ingaaðferðir, sem lækka bygg-
ingarkostnað. Ýmsar aðferðir,
sem hafa verið notaðar með góð-
um árangri í öðrum löndum,
mundu af ýmsum ástæðum ekki
vera hagkvæmar á íslandi, en
til eru aðferðir, em hafa verið
notaðar með ágætum árangri í
öðrum löndum, sem að öllum lík-
indum mundu leiða til sparnað-
ar hér. Til dæmis:
Veggir steyptir liggjandi og
síðan reistir upp, bæði útveggir
og einnig hugsanlega innveggir,
♦jRáðizt_inn
Fólki hefur verið mjög tíð-
rætt um óhugnanlegt árásar-
mál í' bænum undanfarna
daga. Einn daginn ruddist
maður nokkur inn í hús, þar
sem stúlka var ein heima og
varð ofsahrædd.
Ut frá því hefur sumum
komið í hug, hvort ekki væri
kominn tími til að á boðstól-
um væru svokölluð „gægju-
göt“ á útihurðir eða öryggis-
keðjur, sem gerir fólki kleift
að vita hver vill komast inn,
áður en það opnar alveg hús
sitt.
Konur, sem búa einar, eru
oft hálfhræddar við að opna
seint á kvöldin, ef þær vita
ekki hver er fyrir utan. Tvær
fullorðnar konur kannast ég
við, sem í fyrra urðu ákaflega
hræddar, þegar drukknir
menn ruddust inn til þeirra,
án þess þó að gera þeim neitt.
önnur býr alein í húsi. Hún
gat átt von á vinkonu sinni
að kvöldlagi, og þegar hringt
var bjöllunni opnaði hún hik-
laust. Ruddist þá inn drukk-
inn maður og heimtaði af
henni síma. Annar kom í kjöl-
far hans, stóð í dyrunum og
setti fótinn fyrir hurðina, með
an félagi hans æddi um íbúð-
ina með gauragangi í leit að
símanum og notaði (hann svo.
Gamla konan varð skelfingu
lostin og hugsaði með sér, að
ef hún yrði barin niður, gæti
hún legið þar hjálparlaus vik-
una út, án þess að nokkur
kæmi. Hin konan var einnig
ein heima, er drukkinn maður
Hún keypti hann af sér með
ruddist þannig inn til hennar.
seðli og þóttist sleppa vel.
Hvorugri þessari konu var
gert mein, en báðar hefðu vilj
að vera lausar við þennan
átroðning. Hafa þær því full-
an hug á að gera einhverjar
ráðstafanir til að slíkt geti
ekki komið fyrir aftur.
• Gægjugat eða
öryggiskeðju
Þá liggur beinast við að fá
„gægjugat“ á hurðina, eins og
víða eru notuð í Danmörku.
Þetta er örlítið gler, sem hægt
er að leggja augað að og sjá
hver stendur fyrir utan, án
þess að hægt sé að sjá inn um
það. I öðrum löndum, eins og
t. d. Frakklandi, hafa margir
keðju á útihurðinni. Er henni
brugðið á að innan og þá er
ef gólfplan væri sérstaklega gert
með þetta í huga.
Loftplötur steyptar niðri á
grunninum og síðan lyft upp, hef
ur reynzt hagkvæm lausn í ýms
um löndum, vegna sparnaðar á
mótasmíði.
Þar sem jarðvegsaðstæður
leyfa, ætti að athuga að steypa
grunninn beint á jörðina. Slíkt
er gert mjög víða í Bandaríkj-
unum og Kanada og á Norður-
löndunuim, þar sem vetrar eru
mikið kaldari en á íslandi.
Sandlaus steypa hefur verið
notuð með árangri í mörgum
löndum, sérstaklega í Englandi,
og það virðist svo sem steypu-
efni, sem hérna eru fáanleg, sér-
staklega léttu steypuefnin, væru
hentug í svipaða steypu.
Nefna má vikur og gjall sem
dæmi um nauðsyn þess að laga
að íslenzkum aðstæðum bygg-
ingarefni ' og byggingaraðferðir,
sem notaðar eru í öðrum lönd-
um. Röng notkun þessara inn-
lendu byggingarefna hefur vald-
ið mistökum hér, þrátt fyrir það,
að þessi islenzku byggingarefni
eru seld til notkunar erlendis.
Steinsteyptir steinar eru not-
aðir mjög mikið í öðrum löndum
fyrir ýmsar tegundir bygginga
og eru almennt sá ódýrassti
veggur, sem völ er á, fyrir utan
bárujárnsveggi. Gæðaeftirlit og
prófanir á vatnsleiðni gætu vel
orsakað aukna notkun þessarar
hagkvæmu byggingaraðferðar
hér. Einnig er nauðsynlegt að
sýna, hversu aðlaðandi ómúrað-
ur, hlaðinn steinveggur getur
verið. Einnig mætti athuga ýms-
ar aðferðir notaðar í öðrum
löndum til þess að styrkja veggi
hlaðna úr steinum. Ýmsar af
þessum aðferðum, sem eru veru
lega ódýrar, hafa töluverða mót-
stöðu gegn jarðskjálfta.
Frauð-plast er hugsanlega,
næst steinsteypu, þýðingarmesta
efnið fyrir byggingariðnaðinn á
íslandi. Mörg fyrirtæki fram-
leiða nú frauð-plast úr innfluttu
hráefni. Mjög aðkallandi er að
koma á einhvers konar prófun-
um og gæðaeftirliti til þess að
tryggja góða framleiðslu.
Þök eru byggð erlendis úr plöt
um úr frauð-plasti, án stein-
steypu eða timburs. Alls konar
Framh. á bls. 22.
ekki hægt að opna nema rifu á
hurðina. Að vísu er ósköp leið
inlegt að sjá aðeins nefið á
húsráðanda í rifunni á hurð.
inni, þegar staðið er fyrir
utan, þangað til hann er orð-
inn viss um að óhætt sé að
opna hurðina. En þeir sem
haldnir eru eínhverjum beyg
við að opna fyrir hverjum sem
er, eru miklu rólegri ef þeir
hafa slík tæki og og kippa sér
þá ekki upp við það þó þeir
komi ekki sem virðul_egast til
dyranna.
* J)yrasírnar^cra
sama gagn
Þessir öryggishlutir fást
ekki hér á landi, svo mér sé
kunnugt um, en það væri ekki
úr vegi að flytja þá inn. Dyra-
símar gera sama gagn, en það
er meiri útbúnaður að korna
upp dyrasíma en að fá ein.
falda keðju eða einfalt gægju.
gat. Stálpuðum krökkum er
oft illa við að vera ein heima
og gæti slíkur útbúnaður einn
ig gert það gagn, að gera þau
rólegri.