Morgunblaðið - 19.01.1961, Blaðsíða 2
2
MORGUXBLAÐIÐ
Fimhitudagur 19. Janúar 1961
Eru Hagtíðindin ,,blygð■
unarlaus" og krydduð
röngum upplýsingum
/ NA /5 hniior / SV 50 hnútor X Snjéktma • úsr V Siirir It Þrumur VV 1!
• Tíminn ræðst í gær á Ól-
af Thors, forsætisráðherra,
fyrir upplýsingar, sem hann
gaf um efnahagsmál þjóðar-
innar í áramótaávörpum sín-
um við tvenn síðustu áramót.
Kemst blaðið m. a. að orði um
þetta á þessa leið:
„Það er hæpið að nokkur
forsætisráðherra hafi nokkru
sinni haldið uppi svo blygð-
unarlausum áróðri krydduð-
um röngum upplýsingum og
ósannindum“.
Minna mátti ekki gagn
gera, að áliti Tímans.
• En hvað var það sem ÓI-
afur Thors sagði og hvaðan
hafði hann upplýsingar sínar?
Forsætisráðherrann sagði í
ávarpi sínu um áramótin
1959—60 að íslendingar hefðu
á síðustu 5 ánum eytt 1050
millj. kr. umfram það, sem
þeir hefðu aflað.
1 áramótaávarpi sinu um
síðustu áramót upplýsti svo
Ólafur Thors að gjaldeyrisað-
staða þjóðarinnar út á við
hefði batnað um hátt á þriðja
hundrað milljónir króna frá
því að viðreisnarráðstafanir
ríkisstjórnarinnar tóku gildi
til 21. des. sl.
• Báðar þessar tölur, sem
Ólafur Thors nefndi í áramóta
ávörpum sintum voru teknar
úr Hagtíðindum. Þær heim-
ildir, sem forsætisráðherrann
vitnaði til voru þær örugg-
ustu og trúverðugustu, sem
um er að ræða.
Þegar á þetta er litið, verð-
ur spurningin ekki um það,
hvort Ólafur Thors sé allra
manna ósannsöglastur, heldur
hvort hin íslenzku hagtíðindi
séu „blygðunarlaus og krydd-
uð röngum upplýsingum og ó-
sannindum".
• Meðal þeirra, sem þetta
lesa, er hinsvegi.r líklegast, að
sú spurning rísi, hvort Tím-
inn muni ekki vera ósannsögl
asta og ómerkilegasta stjórn-
málablað í heimi. Svarið við
þeirri spurningu verður áreið
anlega jálkvætt í huga yfir-
gnæfandi meirihluta íslend-
inga.
HiHai
LWi
Latql
Einar Olgeirsson gamlast:
Tilbiður nú „auðvaldsskipulagið
í Bandaríkjunum
AF hinu gamaldags þvaðri í rit-
stjórnargreinum Þjóðviljans und
anfarna daga, sjá menn að Ein-
ar Olgeirsson hefur ritað þær.
Það er venja hans að heimta að
fá að stjórna blaðinu, þegar hon
um finnst flokkurinn fara hall-
oka, enda heldur hann sig einan
hafa vit á blaðamennsku eins og
raunar flestu undir sólinni. En
sizt sæti það á okkur andstæð-
ingum kommúnista að harma
það, er Einar Olgeirsson tekur
til við ritstörf, heldur skal vak-
in athygli á ánægjulegum yfir-
lýsingum hans í Þjóðviljagrein
í gær.
Einar Olgeirsson staðfestir þar,
að sú vinstri stefna, sem ríkt
hefur í mismunandi miklum
mæli hérlendis nær óslitið síð-
asta hálfan annan áratuginn,
hafi leikið landslýð svo grátt að
kjörin hafa sízt batnað. Til sam-
anburðar bendir hann svo á það
land, þar sem þróunin hefur orð
ið örust og lífskjörin batnað
mest. Orðrétt segir þessi leið-
togi kommúnista:
,,lsl. verkamaður, sem við
lýðveldisstofnunina var jafnoki
amerísks hafnarverkamanns um
kaupgjald samkvæmt gengis-
skráningu var 1960 orðinn hálf-
drættingur á við ófélagsbundinn
negra í Bandarikjunum, sem fá
lögboðið lágmarkskaup - rúman
dollar — en hafnarverkamenn i
New York hafa nú 3 dollara á
timann“.
Samkvæmt þessu virðist Ein-
ar Olgeirsson æskja þess, að við
reisn efnahagslifs á íslandi og
afnám vinstri stefnunnar verði
jafnvíðtæk og í Bandaríkjunum.
Síðar í greininni gerir hann þó
samanburð á Islandi og Norður-
löndum, sem að vísu hafi ekki
náð jafnlangt fram og Bandarik-
in en þó miklu lengra en ís-
lendingar. Við hér á Morgun-
blaðinu teljum það nú vera ó-
hæfilega bjartsýni að hugsa sér,
að við getum á næstu árum náð
sömu lífskjörum og eru í Banda-
ríkjunum, en hitt álítum við að
hér geti þróazt svipað stjórnar-
far og er á Norðurlöndum, og
mundum við raunar hafa búið
við það að undanfömu, ef ekki
hefði gætt áhrifa manna á borð
við Einar Olgeirsson.
Fleira finnst okkur skemmti-
legt í grein Einars, þó að ólík-
legt sé, að þeim Lúðvik og
Hannibal finnist það. En Einar
talar til dæmis um „ófyrirleitna
valdbeitingu (þegar) rikisvaldið
er notað til þess að rjúfa samn-
inga, sem verkalýðsfélögin hafa
gert með því að banna kaup-
greiðslu samkvæmt vísitölu —
og til þess að fella gengið og
leiða dýrtíð yfir almenning".
Síðar segir hann:
„Hin stöðuga skipulagða verð-
bólga hefur nú á annan áratug
verið einskonar leynivopn ís-
lenzku yfirstéttarinnar“.
Öllu þessu beinir Einar OI-
geirsson auðvitað að vinstri
stjórninni, en hann brýst nú um
á hæl og hnakka til að reyna að
firra sig ábyrgðinni af því, að
hún hafi gert að engu fyrirætl-
anir kommúnista um sókn á fa-
Iandi.
Kommúnistar byrja lög<
brot í Dagsbrún á ný
SAMKVÆMT lögum Verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar eiga
stjórnarkosningar að fara fram,
í janúarmánuði og reglugerð A.
S.f. um allsherjaratkvæða-
greiðslu segir að fxamboðsfrestur
skuli vera minnst tveir sólar-
hringar. Kommúnistastjómin í
Dagsbrún hefur nú ákveðð að
framboðsfrestur skul vera til kl.
6 n.k. föstudagskvöld en hinsveg
ar birtust engar auglýsingar um
þetta í blöðum í gær, eins og
venja hefur verið, og nauðsyn-
legt hefði verið, ef fylgja hefði
átt lögum féjagsins. Hefur fram
boðsfresturinn verið styttur um
1 sólarhring frá því sem verið
hefur og lög fyrirskipa.
Kommúnistar hafa þannig haf-
ið kosningabaráttuna í stærsta
verkalýðsfélagi landsins með því
að brjóta fyrsta ákvæði laganna,
sem á reyndi.
Þessi dráttur mun þó ekki ein
ungis stafa af því að kommún-
istar vilji gera andstæðingum sín
um erfiðara fyrir í kosningun-
um, heldur jafnframt af því að
miklir flokkadrættir hafa verið
á meðal þeirra um uppstillingu
til stjórnarkjörs, sérstaklega um
formannssætið, en ákveðið mun
hafa verið að Hannes Stephensen
hætti formennsku í félaginu. Eft-
irtaldir þrír menn berjast um
formannssætið, þeir Guðmundur
J. Guðmundsson, Eðvarð Sigurðs
son og Tryggvi Emilsson, núver-
andi varaformaður félagsins.
Baráttan mun þó ekki fyrst og
fremst vera persónuleg, heldur
endurspeglast þar átökin milli
hinna ýmsu flokksbrota innan
kommúnistaflokksins, Alþýðu-
bandalagsmanna og línukommún
ista.
Kvöldvaka
HAFNARFIRHI. — Kvöldvaka
Stefnis hefst í Sjálfstæðishúsinu
kl. 8,30. Spilað verður bingó og
kvikmynd sýnd. * i
1 GÆR voru háreistir skúra-
flókar á lofti hér um Suður-
og Vesturland og yfir hafinu
suður undan. Þeir myndast
gjarna, er kalt loft streymir
yfir hlýrra haf. Norðanlands
var sunnan gola, þurrt og fag-
urt veður. — Ný lægð er á
ferðinni norðaustur af Ný-
fundnalandi.
Veðurspáin kl. 10 í gær-
kvöldi:
SV-land til Vestfjarða og
miðin: Breytileg átt og sums
staðar slydda 1 nótt, SA kaldi
og skúrir þegar líður á morg-
undaginn.
Norðurland til Austfjarða
og miðin: Breytileg átt rign-
ing í nótt, léttir til með morgn
inum.
SA-land og miðin: Léttir til
með vestan kalda.
Pókök
ALVEG finnst mér óþarfi af jafn
sprenglærðum lögfræðingi og
þér að vitna rangt í heimildir.
1 dómi þímun um leikritið Pókók
tekur þú upp eina setningu úr
leiknum en umhverfir hana svo,
að hún verður engri skepnu
lík. Þú kveður Sigríði
Hagalín (Gauju gæs) hafa
sagt: „Er gæs skrifuð með stór-
um staf?“ Rétt er setningin þann-
ig:„Er ekki stór stafur í gæs?“
Kannski finnst þér ekki ýkja
mikill munur á þessum tveimur:
setningum, en lögmenn tungunn-
ar mundu finna að önnur þeirra
er klúðruð, stirðbusaleg og þó
einkum plebeisk.. Hvað • finnst
þér?
Með beztu kveðjum.
Jökull Jakobsson
Ríkisábyrgðir vegna
kaupa 6 togara s.l. 2ár
Upplýsingar Gunnars Th'oroddsen fjdr-
mdlaráðherra á Alþingi í gær
G U N N A R Thoroddsen, fjár-
málaráðherra, svaraði í gær á
Alþingi eftirfarandi fyrirspurn-
um frá Eysteini Jónssyni:
Hverjum hafa verið veittar
ríkisábyrgðir til togarakaupa ár-
in 1959 og 1960? Hver er láns-
timi og önnur kjör á þeim lán-
um? Hve miklu nema lánin á
hvert skip og hve miklum hluta
af kaupverði skipanna?
1 svarræðu sinni komst ráð-
MYND þessi var tekin í gær í
Þjóðminjasafninu, en þar fór
fram veiting verðlauna úr Rit
höfundasjóði Ríkisútvarpsins
og er þetta í fimmta sinn, sem
veitt er úr sjóðnum. Verðlaun
in fyrir árið 1960, að upphæð
17. þúsund kr. hlaut Stefán
Júlíusson, rithöfundur og af-
henti Vilhjálmur Þ. Gíslason,
útvarpsstjóri honum þau fyr-
ir hönd stjórnar sjóðsins. En
formaður sjóðsins dr. Kristj-
án Eldjárn gat ekki verið við-
staddur veitinguna vegna veik
inda.
Á myndinni eru frá vinstri
útvarpsstjóri, Vilhjálmur Þ.
Gíslason, Gylfi Þ. Gíslason,
menntamálaráðherra og Stef-
án Júliusson, rithöfundur.
í ávarpi, sem útvarpsstjóri
flutti sagði hann m. a., að
Stefáni væru veitt verðlaun
þessi til viðurkenningar á
verkum hans. Hann hefði skrif
að athyglisverðar skáldsögur
og auk þess unnið mikið að
félagsmálum rithöfunda og
haft forystu í félagsskap
þeirra. Stefán hefði að beiðni
útvarpsins flutt frumsamda
sögu sína „Sólarhrngur“ í út-
varpið, áður en hún var birt
á prenti og sagan vakið at-
hygli vegna nýstárlegs efnis
og frásagnar og verið samin
með sérstöku tilliti til útvarps
flutnings.
herrann að orði á þessa leið:
1. Ásfjall hf., Hafnarf., vegna
Keilis. Veitt ríkisábyrgð á
láni að fjárhæð DM. 720.000.-
00. Lánið er til 5 ára með
6V2 % vöxtum á ári og nem-
ur 80% af kaupverði skips-
ins.
2. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar v.
Maí. Veitt ríkisábyrgð á láni
að fjárhæð DM. 2.580.000.00.
Lánið er til 5 ára og vextir
6% p.a. Lánsfjárhæðin nem-
ur 60% af kaupverði skips-
ins.
Bæði Ásfjall hf. og Bæjar-
útgerð Hafnarfjarðar hafa
undirritað yfirlýsingu þar
sem lántakendur skuldbinda
sig til þess að útvega nauð-
synleg lán til þess, að þessl
lán verði í reyndinni 15 ára
lán.
3. Guðmundur Jörundsson, Ak-
ureyri, v. Narfa. Ríkisábyrgð
veitt á láni að fjárhæð DM.
3.468.645.00. Lánið er til 12
ára með 6%% vöxtum á ári
og nemur 90% af kaupverði
skipsins.
4. Isbjörninn hf., Reykjavík, v.
Freys. Ríkisábyrgð veitt á
láni að fjárhæð DM. 3.728.-
950.00. Lánið er til 11% árs
með 6%% vöxtum á ári og
nemur 85% af kaupverði
skipsins.
5. ísfeil hf., Flateyri, v. Sigurð-
ar. Veitt ríkisábyrgð á láni
að fjárhæð DM. 3.948.300.00.
Lánið er til 12 ára með 6%%
vöxtum á ári og nemur 90%.
af kaupverði skipsins.
6. Síldar- og fiskimjölsverk-
smiðja Akraness hf., v. Vík-
ings. — Sama lánsfjárhæð,
greiðsluskilmálar, vaxtakjör
og hluti af kaupverði og hjá
ísfell hf.
Þessar ríkisábyrgðir eru
allar veittar 1959, en engar
nýjar ábyrgðir hafa verið
veittar á árinu 1960.