Morgunblaðið - 19.01.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.01.1961, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 19. januar 196Í MORGVNBLAÐIÐ ---------.***#,.*-»._ 'UTGEFANDI: SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA RITSTJÖRI: JAKOB MÖLLEE Fréttaflutningur Ríkisútvarpsins FRÉTT AFLUTNIN GUR hins „hlutlausa" ríkisútvarps hefur lengi þótt vafasamur, svo ekki sé meira sagt. Hefur mönnum þótt hlut Rússa nokkuð mikið haldið á lofti í fréttalestri af viðburðum kalda stríðsins. Þrátt fyrir það hefur lítið verið um þetta mál skrifað í blöðin og má það furðulegt teljast. Nú er hins vegar svo komið, að ekki verður lengur við unað og munu hér rak- in nokkur dæmi, sem sýna ljós- lega að fréttir hins íslenzka rik- isútvarps eru notaðar á óskamm feilinn hátt til kommúnísks áróðurs. Fréttaauki frá SÞ Milli jóla og nýárs var flutt- ur í ríkisútvarpið fréttaauki frá SÞ er átti að fjalla um Alsír- málið. Ætla mætti, að tilgang- urinn hafi verið sá, að fræða útvarpshlustendur um helztu sjónarmið, sem fram hefðu kom ið á Allsherjarþinginu um þetta mikla vandamál, en skoðanir eru þar mjög skiptar, sem kunnugt er. En svo vel var þó ekki, eins og reyndar margir þeirra, sem hlýtt hafa á suma fréttaauka frá SÞ í haust hef- ur rennt grun í. Stjórnandi fréttaaukans tók upp kafla úr ræðu Indverjans Krisnha Men- ons, sem kunnur er af fylgi- spekt sinni við Rússa, í hverju sem á gengur. Og það vildi svo einkennilega til, að einmitt sá kafli, sem stjórnandinn valdi til flutnings fjallaði um þá skoðun Menons að NATO bæri alla ábyrgð á blóðbaðinu í Alsír. Nú er ekki nokkuð vafi á því, að Menon hefur flutt langa ræðu, svo sem hans er vandi, tíg drepið á fleiri hliðar máls- ins, en álit sitt um meinta á- byrgð NATO. En stjórnandi frettaaukans sá ekki ástæðu til gefa mönnum kost á að heyra Öiiri atriði úr ræðu Menons. Honum var það nóg að fá tæki- færi til að koma á framfæri blóðugum skömmum um varnar bandalag frjálsra þjóða, sem Island er aðiii að. Cyrus Eaton Það hefur mörgum verið mik- ið furðuefni hversu mikils álits Bandaríkjamaður að nafni Cyr- us Eaton, nýtur á fréttastofu ríkisútvarpsins. Hafi fréttastof- an fregnir af því, að maður þessi hafi látið í ljós álit sitt á heimsmálunum, fjallar mikill hluti erlendra frétta útvarps- ins næst á eftir, um það hvað hann hafi sagt. Hver er svo þessi Cyrus Eaton, sem fréttastofan telur einn mesta vitring um heims- málin í dag? Hann er bandarískur milljóna mæringur, sem gengur upp í því að vera vinur Krúsjeffs. Hann gegnir engri ábyrgðar- stöðu með þjóð sinni, hann nýt- ur einskis álits á nokkru sviði, nema helzt því, hvemig eigi að græða peninga. Hingað til hef- ur ríkisútvarpinu ekki þótt ástæða til að skýra frá áliti einhvers óbreytts borgara í ein- hverju ríki. En það gegnir öðru máli með Cyrus Eaton. Hann túlkar nefnilega skoðanir Krús- jeffs dyggilega. Efnahagsaðstoð Það er almennt álitið hér á landi, að Rússar séu mjög at- hafnasamir við að veita þurf- andi þjóðum efnahagslega að- stoð. í raun og veru er þessi starfsemi Rússa ekki nema ör- lítið brot á við starfsemi Banda ríkja NorðUr-Ameríku á þessu sviði. Hvernig stendur þá á því að sú skoðun er mjög út- breidd meðal alls almennings á íslandi, að Rússar séu jafn ör- látir ef ekki örlátari en Banda- ríkjamenn í hjálparstarfsemi þessari. Svarið er einfalt. Hið íslenzka rikisútvarp hefur skap- að það almenningsálit að svo sé. Veiti Rússar einhverri þjóð lán, er þegar skýrt frá því í frétt- um, að Rússar hafi veitt við- komandi þjóð vo og svo margar milljónir rúblna að lána. Upp- hæðin, sem nefnd er, hefur sín áhrif, en fæstir gera sér grein fyrir því, að rúblan er sáralítils virði og því er að öllum jafnaði um tiltölulega óvemlega upp- hæð að ræða. Þess er svo sjaldn ast getið þegar Bandaríkjamenn veita stórlán. Rikisútvarpið legg ur vissulega fram sinn skerf í baráttu hins imperíalíska Rúss- lands gegn frjálsum þjóðum. Áróður gegn ríkisstjóminni En það er ekki aðeins á sviði utanríkismála, sem kommúnist- ar innan ríkisútvarpsins vaða uppi. Þess er skemmst að minn- ast, er fréttamaður nokkur átti viðtal í útvarpið við útvegs- mann, um vandamál útgerðar- innar. Það mátti öllum ljóst vera, að fréttamaðurinn reyndi allt sem hann gat til þess að fá fram gagnrýni á ríkisstjórn- ina og efnahagsaðgerðir hennar. Útgerðarmaðurinn sá hins veg- ar við honum, svo komminn fór þar bónleiður til búðar. Tímabær spuming Það er vissulega tímabær spurning hvort ekki sé nauð- synlegt að meira aðhald og eft- irlit sé haft með þeim frétta- aukum, sem nú berast frá frétta manni útvarpsins hjá SÞ, og jafnframt hvort ekki sé ástæða til að fleiri starfi við frétta- stofu ríkisútvarpsins en rauð- X. liðar einir? Hin frjálsa pressa í ÞEIRRI dauðvænlegu baráttu, sem nú geysar í heiminum milli heimsveldisstefnu hins alþjóð- lega kommúnisma og frjálsra þjóða, skiptir ekki svo litlu máli, hvernig blöðin, dagblöð- in og vikublöðin, túlka viðburði kalda stríðsins. Álit hundruða milljóna manna á gangi heims- mála, er skapað af hinni frjálsu pressu. Hlutverk hennar er því mjög ábyrgðarmikið. í slíkri baráttu, sem nú er uppi, er lífsnauðsyn, að vonleysi og upp- gjafartilhneiging nái ekki að grípa um sig meðal fjöldans, enda þótt illa gangi um sinn. Hefur hin frjálsa pressa verið fær um að gegna hlutverki sínu? Athugum málið. Brúttó-þjóðarframleiðslan Með tilkomu nýrra manna til valda í Rússlandi, eftir dauða Stalins, voru teknar upp nýjar baráttuaðferðir í kaldá stríð- inu. Nú skyldu hinar nýju þjóð- ir ,sem voru að öðlast sjálf- stæði, sjá að hið kommún- íska þjóðskipulag stæði mun framar en hið kapítalíska. — Krúsjeff hóf efnahagslegt stríð. Á hverju ári, heldur hann marg ar ræður um yfirburði efna- hagskerfis Sovétríkjanna. Aftur og aftur endurtekur hann, að Sovétríkin séu að fara fram úr Bandaríkjunum í brúttó-þjóðar- framleiðslu, jafnframt því, sem hann fullyrðir að bandarískt at- vinnulíf þjáist af kyrrstöðu. I hvert einasta skipti, sem Krús- jeff hefur látið ljós sitt skína á þennan hátt, hefur hin frjálsa pressa brugðið við skjótt og slegið upp á forsíðu ummælum Krúsjeffs, jafnframt því, sem blaðamenn taka undir ummæli Krúsjeffs um hrörnun banda- rísks atvinnullífs. Smátt og smátt hefur hin frjálsa pressa skapað mynd af Krúsjeff, sem persónugervings þróttmikils þjóðfélags, sem geystist óstöðv- andi fram til aukinna framfara og velmegunar. Hins vegar hef- ur hin frjálsa pressa ekki séð ástæðu til að slá upp sem for- síðufrétt, þegar á það er bent, að Sovétrikin eiga langt eftir að ná brúttó-þjóðarframleiðslu Evrópu, hvað þá Bandaríkjanna. Hún slær því heldur ekki upp, þegar á það er bent að þjóðar- framleiðsla Bandaríkjanna eykst jafnt og þétt. Afleiðing þessarar óhuggulegu framkomu press- unnar er svo sú, að mikill fjöldi íbúa hins frjálsa heims er þeirrar skoðunar, að þess verði ekki langt að bíða, að Sovétríkin verði voldugasta ríki á jörðu, enda þótt fyrir því sé enginn fótur. Utanríkisstefna Bandaríkjanna Það er útbreidd skoðun um Vesturlönd, að utanríkisstefna Bandaríkjanna sé þróttlítil og hugmyndasnauð. Forseti Banda- ríkjanna hefur sl. 8 ár þótt heldur athafnalítill og standa sig illa í baráttunni við Krús- jeff. Þessi skoðun er svo út- breidd sem raun ber vitni, vegna þess að pressan hefur túlkað viðburði kalda striðsins á þennan veg. Þegar repúblikanar komust til valda í Bandaríkjunum, tmdir forystu Eisenhowers, urðu al- gjör umskipti í utanríkisstefnu landsins. Á valdatíma Roose- velts og Trumans höfðu hundr- uð milljóna manna og gífurleg landsvæði fallið í greipar komm únista. Þá þótti hinni frjálsu Framhald á bls. 23. .< - - - Akademískt frelsi edo ekki FYRIR nokkru var hér á síð- unni birt greinarkorn frá hag- fræðistúdent, sem stundar nám I Englandi. Greinarhöfundur minnist meðal annars á akadem ískt frelsi og varpar m. a. fram þeirri spurningu, hvort ekki væri rétt að taka „hinn helga rétt stúdenta við Háskóla ís- lands til gagnrýninnar endur- skoðunar" og lýsir því um Ieið, hvernig námsskipan er hagað við skóla þann, sem hann stundar nám við. Þetta mál er þess virði, að það sé rætt og verður nú farið um það nokkr- um orðum. Akademískt frelsi hefur verið túlkað þannig, að þar sem það ríkir, hefðu háskólakennarar rétt eða öllu heldur skyldu, til að kenna aðeins það, sem væri eftir þeirra sannfæringu, en hins vegar væru stúdentar ekki skyldir til að taka allt sem góða latínu, sem kennar- amir prédikuðu og væru þess vegna ekki skyldir til að sækja tíma, ef þeir ekki óskuðu þess. En þess ber þó að geta, að akademískt frelsi hefur mörg- um stúdentum orðið rétturinn til að sofa út á morgnana og er þá miður farið en skyldi. Nú þarf að meta hvort hið akademíska frelsi er þess virði, að því sé haldið. í sambandi við þetta er nauðsynlegt að taka fram, að við tvær deildir Há- skóla Islands hefur akademískt frelsi verið afnumið að hálfu leyti, þ. e. a. s. að því er tekur til stúdenta. í sumum greinum læknisfræði og verkfræði hef- ur verið komið á tímasóknar- skyldu til þess að tryggja það, að stúdentar fylgdust með í viðkomandi greinum. Fleiri hliðar á málinu! Ekki verður um það deilt, að það er hið andlegá frelsi, sem mestu máli skiptir, en það er fleira, sem kemur til greina og er þar ekki léttast á metunum sá sjúkdómur, sem stúdentar eru líklega ver haldnir af en flestir aðrir, þ.e.a.s. fjárhags- vandræði. Það hefur oft verið mikið um það rætt hér á landi, hversu mikill hluti stúdenta, sem innritast í Háskólann, Ijúki aldrei prófi þaðan og í sam. bandi við þetta hafa mörg illvíg skeyti flogið til stúdenta. Hin háa hundraðstala þeirra, sem aldrei ljúka námi á sér auð« vitað margar orsakir og mis- munandi. Líklega allt eina margar og þeir stúdentar eru, sem ekki ljúka prófi, en það er nokkurn veginn víst, að yrði akademískt frelsi afnumið algjörlega, að því er stúdenta varðar, mundi þessi háa hundr- aðstala hækka og þá væri hægt að kenna einu um. Það skiptir áreiðanlega ekki litlu máli fyr. ir stúdenta að geta tekið sér frí við og við til þess að öngla saman nokkrum krónum, því að stúdentar verða yfirleitt ekki ríkir af sumarvinnunni einni saman. Akademískt ófrelsi Af því sem að framan er greint má nokkum veginn ráða, að það yrði stúdentum til lítilla hagsbóta, ef þeirra frelsi af» numið. Það væri illt. Það værn þó smámunir einir í samanburðj við það sem stúdentum og há« skólakennurum um hálfan hein* er boðið upp á. Fyrir austan járntjald er ekki aðeins tíma. sóknarskylda með þungum við. urlögum, ef út af bregður. Þar eru stúdentar skyldir til að sækja tima í fögum, sem ekk. ert koma námi þeirra við og þeir hafa í mörgum eða jafn. vel flestum tilfellum sáralítinni áhuga fyrir. Hvort sem stúdent nemur læknisfræði eða mál. fræði er hann skyldugur til að sækja tíma í Marx-Engels. Leninisma og auk þess í alls konar mílitarisma". Ef þetta skipulag kæmist á við Háskóla íslands er hætt við, að á stúd. entum og kennruum sannaðist spakmælið forna: Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það er beinlínis furðu. legt, að innan vébanda Háskól. ans skuli vera menn, sem eiga sér þá ósk heitasta, að slíkt skipulag verði tekið upp hér á landi. — j.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.