Morgunblaðið - 19.01.1961, Blaðsíða 12
12
MORCVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 19. janúar 196f
Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
mkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Joháhnessen.
Eyjólfur KonráS Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
HAGKVÆMARI
UT ANRÍKISVIÐSKIPTI
IjORVARÐUR J. Júlíusson,^
framkvæmdastjóri Verzl
unarráðs fslands, ritar grein
í Morgunblaðið í gær um
utanríkisviðskipti 1960. Kem-
ur þar fram sem raunar allir
vissu, að grundvallarbreyt-
ing hefur orðið til hins betra
á árinu.
Að vísu fæst ekki fullkom-
in mynd af því hvers ávinn-
ings íslendingar njóta af við-
reisnarráðstöfununum með
því að bera saman allt árið
1960 við fyrri ár, vegna þess
að áhrifa viðreisnarinnar fór
ekki að gæta fyrr en nokkuð
var komið fram á árið. Samt
sem áður er niðurstaðan sú
að greiðslujöfnuðurinn 1960
er 315 milljónum króna hag-
stæðari en 1959, ef ekki er
meðtalinn innflutningur
skipa og flugvéla, sem var
óeðlilega mikill á síðasta ári.
Greinarhöfundur ræðir
einnig um jafnvægi á láns-
fjármarkaði innanlands og
bendir á að útlánaaukning
hafi verið 166 nijllj. kr.
minni sl. ár en ário á und-
an. Jafnframt hafi spari-
fjárinnlög aukizt frá apríl-
lokum til áramóta um 202
millj. kr. í stað 157 milljóna
árið á undan.
Þorvarður J. Júlíusson tel-
ur, að þróunin í fjárhags- og
viðskiptamálum þjóðarinnar
hafi mjög stefnt í rétta átt
á síðasta ári, þrátt fyrir ó-
vænt óhöpp, vegna aflabrests
og verðfalls. — Hann lýkur
grein sinni á þessum orðum:
■ „Ef kaupgjald helzt stöð-
ugt mun grundvöllur sá, sem
lagður hefur verið að ör-
uggri atvinnu, vaxandi fram
leiðslu og bættum lífskjörum
treystast og efnahagslegt
sjálfstæði þjóðarinnar efl-
ast.“
Áður hefur hann bent á
að gjaldeyristekjurnar verða
að vera a.m.k. 300 millj. kr.
umfram almenna gjaldeyris-
notkun, ef takast eigi að
greiða umsamdar afborganir
af föstum lánum. Telurhann
því augljóst, að ekkert megi
út af bregða og ekki megi
gera ráð fyrir aukinni eyðslu
landsmanna á næstunni, ef
takaát eigi að treysta efna-
hagslegt . sjálfstæði þjóðar-
innar.
ÞÓRARINK FLYT-
UR GOTT MÁL
IjÓRARINN
þingmaður
..rarinsson,
Framsóknar-
flokksins og ritstióri Tím-
ans, hefur flutt a Alþingi
frumvarp til laga um að af-
nema einkarétt Ferðaskrif-
stofu ríkisins til að reka
ferðaskrifstofu fyrir erlenda
menn. Þennan rétt hefur
Ferðaskrifstofan haft í 25 ár
og telur flutningsmaður að
hann hafi verið miðaður við
allt aðrar aðstæður en þær
nú eru.
Svipaðar tillögur hafa
Sjálfstæðismenn áður flutt á
Alþingi en þær ekki náð
fram að ganga. En fagna ber
því að frumvarp um þetta
efni skuli enn koma fram,1
því að enginn efi er á því að
það stefnir í rétta átt og við
getum haft meiri tekjur af
ferðamönnum, ef fleiri aðil-
um er gert kleift að reka
þennan atvinnurekstur í
frjálsri samkeppni, eins og
erlendis tíðkast.
SAMSTARFS-
NEFNDIR
ll|ORGUNBLAÐIÐ hefur
margbent á, að leiðin til
að afla raunverulegra kjara-
bóta hérlendis væri sú, að
launþegar og vinnuveitendur
kæmu sér saman um skipun
samstarfsnefnda í atvinnu-
fyrirtækjunum, sem rann-
sökuðu á hvern hfátt væri
hægt að koma fyrir betri
vinnuhagræðingu, gerði
rannsókn á því hvort tekjur
fyrirtækjanna þyrftu að
skerðast við það að viku-
launafyrirkomulag yrði upp
tekið, athuguðu hvort ekki
kynni víða að vera hægt að
hækka nokkuð dagvinnu-
kaup gegn því að lækka
yfirvinnu- og næturvinnu-
álag o.s.frv.
Gegn slíku fyrirkomulagi
berjast kommúnistar vegna
þess að þeir vita að það
mundi leiða til kjarabóta án
verkfalla en þeir vilja um-
fram allt verkföll án kjara-
bóta.
Hagfræðingur Alþýðusam-
bands íslands hefur hins veg
ar lýst því yfir, að hann telji
að launþegar þurfi að fara
nýjar leiðir til að afla sér
kjarabóta og í sama streng
tók norski hagfræðingurinn,
Dragland, sem hér var á veg-
um launþegasamtakanna. —
Engum dettur þó til hugar
að þessir menn beri ekki
hag launþega fyrir brjósti,
er þeir eru að störfum fyrir
þá. En leiðtogar kommúnista
í verkalýðshreyfingunni forð
ast að fara eftir þessum
ábendingum.
E F þjóðaratkvæðagreið
an, sem de Gaulle Frak
landsforseti gekkst fyrii
Alsír og í heimalandino
byrjun mánaðarins hei
snúizt upp í ósigur fyi
hann (en stefna hans hla
mikið meirihlutafylgi, st
kunnugt er af fréttun
og hann hefði gert alvö
úr þeirri hótun sinni
segja af sér embætti þe
ar í stað, þá hefði það
öllum líkindum vei
blökkumaður, sem nú sa
á forsetastóli í Frak
landi. — Fáir, jafnvel
Frakklandi sjálfu, höf
leitt hugann að þessr
möguleika fyrir atkvæ?
greiðsluna — en nú, ef
sigur de Gaulles, hafa
menn tekið að ræða nokk-
Gaston Monnerville, forseti öldungadeildar franska þingsins.
— Myndin er tekin fyrir framan Elyséehöllin í París, og er
Monnerville að ræða við fréttamenn . . .
sem gæti orðið
forseti Frakklands
uð, hvernig farið hefði,
ef meirihluti kjósenda
hefði vísað Alsírstefnu for
setans á bug.
★
Samkvæmt stjórnarskrá
fimmta lýðveldisins, skal for-
seti öldungadeildar þingsins
taka við sem æðsti maður ríkis
ins, ef forsetinn segir af sér
eða fellur frá. — Forseti öld-
ungadeildarinnar er nú (og
hefir raunar verið um langt
skeið) Gaston Monnerville, 64
ára gamall blökkumaður, upp
runninn í Franska Guyana í
Suður-Amerík-u, en fæðingar-
bær hans var Cayenne. Monn-
erville mun þó ekki vera
hreinræktaður negri, a. m. k.
hefir hann hörundslit sem múl
atti.
• MIKILL FRAMI
Monnerville á allmerkan
stjórnmálaferil, og hefir veg-
ur hans stöðugt farið vaxandi.
A dögum fjórða lýðveldisins
var hann kjörinn forseti lýð-
veldisráðsins (sem þá var
nafnið á öldungadeildinni), og
gegndi hann þeirri stöðu frá
1947 til 1958. — Eftir valda-
töku de Gaulles og stofnun
fimmta lýðveldisins, en Monn-
erville reyndist drjúgur samn
inga- og sættarmaður, meðan
á þeim atburðum stóð — var
hann endurkjörinn forseti öld
ungadeildarinnar, og varð þar
með annar æðsti maður lands-
ins, samkvæmt hinni nýju
stjórnarskrá. Þannig stendur
hann sem raunverulegur vara
forseti, ofar forsætisráðherr-
anum, þótt ekki sé hann veru-
legur valdamaður í stöðu
sinni.
• „FYRIRRENNARINN"
André Trocquer — sem taldist
næstæðsti maður landsins og
sá, er taka skyldi við af for-
setanum, ef hann léti af em-
Forseti ölungadeildar
franska þingsins, Gast
on Monnerville, e»r
annar mesti virðingar-
maður Frakklands.
Hann er blökkumaður,
fæddur í S.-Ameríku.
bætti eða félli frá. — Það var
líka svo, að Trocquer taldist
í hópi þeirra, sem harðast börð
ust gegn hinni nýju stjórnar-
skrá — og upphefð negrans
Monnervilles. ,
Trocquer, sem hefði getað
orðið forseti Frakklands á
dögum fjórða lýðveldisins, ef
fyrrgreindar aðstæður hefðu
skapazt, hefir hlotið harla
dapurleg örlög á gamals aldri.
— Fyrir um það bil tveim ár-
um var nafn hans þanið yfir
síður blaða víða um heim sem
aðalpersónunnar í hinu víð-
tæka og mikla hneykslismáli,
sem gekk undir nafninu „Ijós
rauðu ballettarnir". Málsókn
á hendur Trocquer í þessu sam
bandi var reyndar látin niður
falla — en ástæðan mun ein-
ungis thafa verið aldur hans,
ekki það, að hann væri talinn
sýkn saka....
• NÝTUR TRAUSTS
Alit Gaston Monnervilles
1 fjórða lýðveldinu var það hefur aftur á móti farið sívax
forseti þjóðþingsins — þá andi á undanförnum árum.
Hann nýtur óskoraðs trausts,
jafnt andstæðinga sem fylgis-
manna í stjórnmálum — og er
kunnur að því að geta átt
samstarf við hvern sem er og
borið sáttarorð milli andstæð-
inga. Og hann er einn þeirra
fáu, sem de Gaulle raunveru-
lega virðir og metur mikils —
af þeim, sem eru jafnnátengd-
ir þingræðisskipulaginu í land
inu og Monnerville vissulega
er.
Sambúð hvítra og svartra er
enn í dag mikið og illt vanda-
mál víða um heim, svo- sem
óþarft er að rekja frekar. A
slíkum tíma getur staða
blökkumannsins Monnervilles
sem annars mesta virðingar-
manns meðal 45 milljóna
manna þjóðar í einu mesta
menningarríki hins vestræna
heims vissulega orðið mönn-
um nokkurt umhugsunar-
efni ....
(Lausl. þýtt.)
Dregið úr
útgjöldum
KAUPMANNAHÖFN: — Dönsk
blöð segja, að forsetaráð danska
þjóðþingsins hafi ákveðið að
draga verulega úr kostnaði í
sambandi við fund Norðurlanda^
ráðsins, sem haldinn verður f
Kaupmannahöfn 18.—25. febrú«
ar. Hefur það sætt talsverðri
gagnrýni á undaníörnum árum,
hve mikið hefur verið um veizlu
höld í sambandi við fundi Norð-
urlandaráðsins. Hefur forsetaráð.
þjóðþingsins fallizt á þetta.
Það hefur verið ákveðið a'ð
fella niður miðdagsverðinn, sem
þingið hefur að jafnaði boðið
fulltrúum No|rðurlandariáðs til.
1 stað þess verður aðeins lítið
„pulsugildi“ f Kristjánsborgiar-
höll þann 21. febrúar. Eina veizl
an, sem Danir munu efna til að
þessu sinni verður miðdagsverð-
ur ríkisstjórnarinnar og því næst
verður fulltrúunum boðið öllum
með tölu að sjá Macbeth í kon-
unglega leikhúsinu.
Blökkumaðurinn,