Morgunblaðið - 19.01.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.01.1961, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 19. janúar 1961 MORGUNBLAÐIÐ 17 ísleifur Guðmimdsson yfir- fiskimatsmaður — Minning 1 DAG fer fram, hér í Dómkirkj- unni, útför Isleifs Guðmundsson- ar fiskimatsmanns frá Hafnar- firði, sem lézt 11. þ. m. vegna aneiðsla, er hann hlaut þegar ekið var á hann gangandi á þjóð veginum milli Hafnarfjarðar og Silfurtúns í hálfrökkrinu 6. jan. s.l. Daginn áður en það skeði, 5. janúar, hafði Isleifur náð 76 ára aldri. Þetta fyrsta banaslys hins ný- byrjaða árs er okkur öllum sorg- leg og hræðileg viðvörun og áminning um það, hve hætturn- ar eru ætíð nálægar og hversu erfitt það oft er að umflýja þær, jafnvel þó að um svo sérstak- lega athugula menn sé að ræða sém Isleifur heitinn var. Þannig lauk athafnasamri ævi þessa ágæta fulltrúa íslenzkrar sjómannastéttar, sem fyrir löngu 'hafði brýnt báti sínum í naust. 1 áratugi hafði hann glímt við hvítfextar öldur hafsins á stór- um skipum og smáum, þolað erfiði, voshúð og storma, hættur og harðrétti, en ávallt sloppið frá því óskemmdur, reynslunni rík- ari, í hljóðri þökk við máttar- völdin fyrir handleiðsluna. En nú, á beinni og breiðri braut- inni skammt frá heimili hans, sem tengir saman Reykjavík og Hafnarfjörð, beið hans skapa- dómur. 1 mörg undanfarin ár höfum við Isleifur setið saman í stjórn Sjómannadagsráðs Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, þessum sam- tökum, þar sem allar starfsgrein ar sjómannastéttarinnar hafa unnið saman að áhugamálum sín- um án tillits til stjórnmálaágrein ings og fengið komið í verk merkilegum verkefnum, er ann- ars hefði vart verið vinnandi veg ur að framkvæma. Isleifur var alla tíð fulltrúi Skipstjóra og stýrimannafélagsins Kára, Hafn- arfirði. I þessum samtökum hef- ur hann ætíð verið hin traust- asta stoð. Ahugi hans og löngun til að vinna þessum málefnum sem mest gagn hefur verið hvatn ing og styrkur fyrir okkur hina. Isleifur hafði mikinn áhuga á að efla íþróttir Sjómannadags- ins, sérstaklega kappróðurinn, og var hann lífið og sálin við að fá sem flesta til að taka þátt í þeim. 1 tvísýnnÞ keppni komst enginn hjá að veita því athygli, hversu brennandi áhuga hann hafði á þessum málum. Þá var bygging Dvalarheimilis aldraðra sjó- manna honum mikið hjartans mál, enda átti hann sæti í bygg- ingastjórninni. Hann var farinn að tala um að sjálfur hefði hann éhuga á að fá inni í nýju álm- unni, sem nú er verið að byggja, en ekki var hann enn búinn að ákveða sig, hvort hann settist í helgan stein og segði að fullu skilið við fiskimatið, og þannig er það enn með svo marga sjó- menn á hans aldri, að þeir eiga bágt með að skilja sig frá vinn- unni meðan þeir geta vinnu hald- ið. Þess vegna er það Sjómanna- dagsráði kappsmál að skapa á Hrafnistu atvinnuskilyrði við hæfi aldraðra sjómanna. Eg hef sjaldan kynnzt manni, eem betra er að vinna með að góðum málefnum, en Isleifi heitn um og fyrir það vil ég flytja hon um beztu þakkir mínar og okkar allra, sem með honum störfuð- um í Sjómannadagsráði. Við mun um ávallt minnast hans sem hins trausta og góða félaga, er ávallt var reiðubúinn til starfa og aldrei brást. Þess vegna söknum við hans innilega. Sem örlítinn þakkarvott Sjómannasamtak- anna var Isleifur sæmdur heiðurs merki Sjómannadagsins á 75 ára afmæli sínu. Eg er ekki það vel kunnugur yngri árum Isleifs, að ég geti mik ið um þau skrifað. Hann mun hafa byrjað sjómennsku mjög ungur eins og títt var í þá daga, og hefur mér verið tjáð að hann hafi byrjað sjómennsku sína á kútter Haraldi, þar sem kátir voru karlar. A togurum mun hann lengstum hafa verið með Tryggva Oíeigssyni, skipstjóra og síðar útgerðarmanni. Hjá hon um var hann lestarstjóri, eða saltari eins og kallað er, en það er eitt ábyrgðarmesta starfið um borð, að vernda það, sem aflað er með miklum tilkostnaði og fyrirhöfn. Eftir að Isleifur kom í land, gerðist hann vel metinn fiski- matsmaður í Hafnarfirði, starf sem hann stundaði af kostgæfni fram á síðasta dag. Isleifur Guðmundsson var fæddur þann 5. janúar 1884 að Meiðastöðum í Garði. Kvænt- ur var hann Björgu Gísladóttur frá Bakka í Reykjavík, ágætis- konu, er hann missti fyrir nokkr- um árum og saknaði mikið. Þau áttu eina dóttur, Jórunni, ekkju Gunnars E. Benediktssonar hrl. Fyrir hönd Sjómannsamtak- anna sendi ég henni og börnum hennar innilegustu samúðar- kveðjur. -er- Henry A. Hálfdánarson. t ísleifur Guðmundsson, fiski- matsmaður í Hafnarfirði, andað ist 11. þ. m., þá nýorðinn 77 ára gamall, og verður útför hans gerð í dag. ísleifur var fæddur að Meiða- stöðum í Garði 5. jan. 1884, og voru foreldrar hans þau hjónin Málfríður Árnadóttir og Guð- mundur Jónsson. Á uppvaxtarárum sínum dvald ist ísleifur í Garðinum, en um aldamót fluttist hann til Reykja víkur, en árið 1915 kom hann til Hafnarfjarðar, og hér lifði hann og starfaði til síðustu stundar. Á sínum yngri árum stundaði ísleifur sjómennsku og hafði þá m.a. á hendi skipstjórn um nokkurra ára bil, en árið 1920 var hann skipaður fiskimats- maður í Hafnarfirði, og gegndi hann þeim störfum á meðan heilsa entist. Jafnhliða gegndi ísleifur störfum sem fulitrúi yfirfiskmatsins. Störf dómarans eru oft óvin- sæl, hvort heldur það eru störf dómara hinna æðri dómstóla eða störf hinna mörgu matsmanna. Það var því oft vandasamt verk, sem ísleifur hafði með höndum, en ég held, að af loknum starfs- degi séu allir sammála um, að Is leifur hafi ætíð unnið störf sín af mestu prýði, og jafnam kapp- kostaði hann að gera það, sem hann taldi sannast og réttast. ísleifur var félagslyndur mað ur. Hann tók mikinn þátt í félagsmálum Hafnfirðinga m.a. í samtökum sjómanna, og í sjó- mannadagsráði átti ísileifur sæti undanfarin ár. Þá lét tsleifur ekki þjóðfélags- málin afskiptailaus. Hann skipaðj sér ungur í raðir þeirra manna, sem berjast fyrir framgangi og áhrifum stefnu Sjálfstæðis- manna, og var hann þar ætíð traustur og góður liðsmaður, og urn langan tíma í sveit forystu- manna þeirra. ísleifur var kvæntur BjörgU Gísladóttur, sem lézt fyrir nokkru. Eignuðust þau hjónin eina dóttur, frú Jórunni, ekkju Gunnars E. Benediktssonar hrL Þau hjónin Björg og tsleifur nutu mikillar umhyggju dóttur sinnar og fjölskyldu hennar, sem nú kveðja góðan föður og afa, sem hefur fengið hvíld að loknum starfsdegi. Þegar Isleifur, vinur minn, hefur kvatt, þakka ég honum trausta og góða vináttu, og bið honum velfarnaðar á ókunnum stigum. Matthías Á. Mathiesen, Kvelja ird Þór ísleifur Guðmundsson, fiski- matsmaður, er látinn. Við félagar hans úr Sjálfstæð- isfélaginu Þór kveðjum góðan félaga og söknum vinar í stað, en ísleifur var einn af forystu- mönnum félags okkar og for- maður um margra ára bil og vann félaginu margvísleg og þýð ingarmikil störf fyrir Sjálfstæð- isflokkinn í þágu lands og þjóð- ar. Fyrir þessi störf hans og vin- áttu viljum við í dag, þegar hann er kvaddur hinnztu kveðju færa honum pakkir og vottum aðstandendum hans samúð okk- ar. Guðmundur Finnbogason. Sigurður G. Thorarensen Minningarorð F. 8. júni 1907 — D. 12. jan. 1961 UNDIR Fangbrekku á Þingvöll- um er síðast háð glímukeppni árið 1930 á Alþingishátíðinni. Aldrei munu svo margir áhorf- endur hafa 'horft á glímuviður- eignir né á meðal þeirra verið svo margt erlendra sem inn- lendra fyrirmanna. Sextán fræknustu glímumenn þjóðar- innar gengu þá saman til glímu og einn varð þeirra fræknastur, Sigurður Grímsson Thorarensen. Lagði hann alla viðfangsmenn sína og hlaut að verðlaunupm hin veglegustu siguflaun, sem hér hafa verið gefin. Auk verð- launanna fékk hann bikar frá Kristjáni konungi X. að gjöf. Þeir glímufélagar Sigurðar, sem undanfarin ár höfðu oftast glímt við hann, munu hafa bezt lýst hug sínum til hans á þessari stundu með orðurrt þeim, sem mælt voru eitt sinn til Skarphéðins Njálssonar: „Lítt dró enn undan við þik, Skarp- héðinn, ok ert þú vár frækn- astr.“ Þessarar einkunnar um glímumennsku nýtur Sigurður í nær 10 ár. Tvítugur hlýtur hann fyrstu verðlaun fyrir fagra glímu á Skarphéðinsmóti að Þjórsártúni. Árið 1928 verður hann handhafi Ármannsskjald- arins. Glímukappi íslands verð- ur hann 1929 og heldur Grettis- beltinu tvö næstu ár. Á íslands- glímu 1932 verður hann ann- ar, 1933 vinnur hann Stefnis- hornið (— glímusnillingur ís- lands —). Árin 1934—’36 er hann * handhafi Grettisbeltisins. Síðast glímir hann kappglímu 1936 og hlýtur þá í annað sinn konungsbikar. Á þessu keppnis- tímabili er hann því glímukappi íslands sex sinnum, glímusnill- ingur íslands einu sinni og skjaldarhafi Ármannsskjaldar- ins þrisvar. Á þessum árum ferðast Sigurður í hópi glímu- og leikfimjsmanna Glímufélags- ins Ármanns undir stjórn Jóns Þorsteinssonar víða innanlands og um Þýzkaland. Með glímu- færni sinni hefur Sigurður unn- ið sér frægðarljóma, sem mun varpa birtu á nafn hans svo langt fram um aldir, sem afrek- um er unnað. Eftir Íslandsglím- una 1936 hvarf Sigurður af kappglímuvelli. Þann 12. janúar sl. bar and- lát Sigurðar að, er hann var við vinnu sína sem bátsmaður. á sjó úti um borð 1 m.s. Skjald- breið. Sigurður var fæddur í Kirkju bæ á Rangárvöllum 8. júní 1907. Foreldrar hans voru þau merkishjónin Jónína Egilsdóttir og Grímur Thorarensen. Sig- urður átti því að telja til hinna ágætustu bændaætta 1 Rangár- valla- og Árnessýslum. Hin sterku svipmót þessara ætta sameinuðust í Sigurði. Hann var manna hávaxnastur. Ekki hnarreistur en þó með bratta bringu. Breiður um bak en herðar frekar afsleppar. Há- fættur og armlangur. Allt vaxt- arlag bar. vott um mýkt. Mjúk- ar hreyfingar hans földu aflið, sem bjó með honum, svo það varð á engan hátt áberandi í fasi hans. Þeir, sem glímdu lengst og oftast við hann róm- uðu hve mjúkur hann var í hreyfingum og fimur í leikn- um. Yfirlitið var bjart og hárið ljóst. Augun voru snör en í þeim bjó glettni. í öllu viðmóti var Sigurður glaður og reifur en þó orðstilltur, skemmtinn, orðheppinn og hugþekkur lags- bróðir. Sigurður var um margt ímynd hinnar fornu stórlátu hetju, sem frekar kýs bana en missa marksins og hins góða orðstírs. Sigurður var yngstur systkina sinna og naut lengi atlætis þeirra. Hugur bræðra hans stóð til athafna í sveit og við sjó en lengi virtist Sigurður óráð- inn, nema hve sjómennskan heillaði hann og hreif hann að lokum til sín. En ávallt fannst mér sterk taug vera í honum til sveitarinnar. Þessi þrá fannst mér koma fram á langri sam- verustund er við áttum í marz sl. á leið framan við annes Vestfjarða. Við Bjargtanga sleit hann samtalinu við mig uppi á þiljum með frásögn um laxána í Bæjarhreppi, sem hann þráði að dvelja við á komandi sumri. Árið 1928 lauk Sigurður námi við Verzlunarskóla íslands. — Bókhneigður var Sigurður. Las mikið, safnaði bókum og átti gott bókasafn, sém hann lét sér mjög annt um. Um borð í Skjaldbreið annaðist hann út- lán bóka til skipsfélaga sinna. Fram um 1930 vann Sigurður að landbúnaðar- og verzlunar- störfum, t. d. var hann um skeið starfsmaður Kaupfélags Ámes- inga. Upp úr 1930 fer hann að stunda sjó meira eða minna og 1939 ræðst hann til Skipaútgerð ar ríkisins. Er hann fyrst á e.s. Súðinni og verður þar báts- maður. Þegar Súðin er seld 1948 verður hann bátsmaður á m.s. Skjaldbreið þegar það skip hefur hér strandsiglingar og er þar bátsmaður til dánardægurs. Til sjómennsku Sigurðar þekkti ég ekki, en þau skipti, sem ég ferðaðist með honum, fannst mér hann ánægður með hlutskipti sitt og milli hans og skipsfélaganna ríkir svipaður andi og var í þeim hópi glímu- manna er hann skipaði Einn yf- irmanna á skrifstofu Skipaút- gerðar ríkisins lét þess getið við mig, að í hinu erfiða starfi lestarstjóra, hefði aldrei komið fram skekkja hjá Sigurði og hefði hann sem bátsmaður ver- ið einn bezti starfsmaður, sem hjá félaginu hefði unnið. - Hinn 20. nóv. árið 1935 kvæntist Sigurður Ingu Rakel Jónsdóttur, ættaðri frá Stokks- eyri. Þessi myndarlega og gjörvulega kona hefur búið manni sínum gott heimili. Kjör- son eiga þau hjón, sem nú er 5 ára. I dag er útför Sigurðar G. Thorarensen gerð frá Fossvogs- kapellu. Minning þessa góða drengs og frækna glímumanns mun lengi varðveitast. Félagar hans og vinir senda honum hinztu kveðju og votta ástvinum samúð. Þorst. Einarsson. Vélritunarstúlka sem getur skrifað á ensku, óskast til starfa á Rann- sóknarstofu Háskólans við Barónsstíg. Stúdents- menntun æskileg. Umsókn ásamt mynd og upplýs- ingum um menntun og fyrrir störf sendist Rann- sóknarstofu Háskólans sem allra fyrst. Ú'sa'a Útsala Dömupeysur verð frá kr. 195/—. Náttföt kr. 59/—. Kvenbuxur kr. 22/—. Flauelsbuxur á börn 1—3 ára kr. 65/—. Kvenblússur kr. 100/—. Ullarpeysur á börn kr. 115/—. — Mikið úrval af slæðum verð frá kr. 25/—. Gjörið svo vel og lítið inn. Verzlunin ÁSA Skólavörðustíg 17 — Sími 15188.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.