Morgunblaðið - 19.01.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.01.1961, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 19. janúar 1961 20, venjulegutm leikritum. Fólk hér Ihefur kvartað yfir því, að þér væruð drukkin. Hann hafði ekki nema rétt fyrir sér og áhorfendurnir líka. Eg snerist á hæli, tók föggur mínar og fór. Ennþá var samt nokkur eftir- spurn eftir mér. Við fórum til Tasmaniu en þar fór allt út um þúfur. Eg byrjaði 2. marz 1952, daginn fyrir 31. afmælisdaginn minn. Húsið var ekki nema hálf- skipað. Eftir sýninguna borðuð um við Bob í gistihúsinu. Við fengum ágætlega tilbúinn kjöt- rétt. — Eg ætla að fara og hrósa yfirmatsveininum, sagði ég. — Jafnvel Robin hefði sagt, að þetta væri ódáinsfæða. Eg komst út í eldhúsið. Yfir matsveinninn var afskaplega hrif inn. Hann settj viðbót á bakka, og ég var að fara með hann út úr eldhúsinu, þegar hótelstjór- inn kom beint í flasið á mér. — Þér megið ekki fara með þetta upp, sagði hann. ■— Við leyfum það ekki hér. Engan mat upp á herbergin. — Verið þér ekki fyrir mér, litli maður, sagði ég. Hann bölvaði á móti. Eins og ég þekki þig ekki, Jessabel! Þessa amerísku Diönu Barry- more. Ætli maður hafi ekki les ið í blöðunum um afrekin þín! Sleppið þér nú þessum bakka og farið út héðan. Og burt úr hót- elinu! — Hvernig dirfizt þér skepnan yðar! sagði ég. Og svo svaraði ég honum í sama. Við flugum aftur til Melbourne og böðuðum okkur þar í sól- inni næstu vikuna. Einn daginn sagði ég við Bob: — Eg sé ekki fram á að við fáum neitt meira hér að gera. Þetta er víst búið að vera. Við skulum fara heim. Af því, sem við höfðum unnið okkur inn, áttium við nú farmið ana heim og sjö hundruð dali. Af því eyddum við fimm hundr I uðum á heimleiðinni í fínu hóteli I á Hawaii. Við höfðum aldrei far ið í neina brúðkaupsferð, en nú gerðum við það. Við eyddum eins og vitlausar manneskjur. Við vissum, að skipið var að sökkva og það skyldi þá sökkva með viðeigandi viðhöfn. Þegar við lentum í San Franc isco kl, 6 að morgni, hráslaga- legan rigningardag, 13. marz 1952, áttum við samanlagt tutt ugu og fimm dali í peningum og hundrað dala ferðamannaávísun. XXVII. — Gott og vel, þá byrjum við aftur á byrjuninni, sagði ég. Bob glotti raunaíega. — Með þrjátíu og fimm dali? Eg reyndi að hræðast ekki. — Já, sagði ég, — kannske gætum við aftur komizt að í kvikmynd um. Fyrsta hálfan mánuðinn í Kaliforníu höfðum við verið gest ir hjá Ross bróður Bobs, en hann var nú starfandi læknir í Los Angeles. En svo höfðum við ekki getað þolað hávaðann í tveimur litlum krökkum sem fóru á fætur klukkan sjö; við vorum óþolinmóð og þráðum af skaplega að komast til Holly- wood. Við höfðum þakkað Ross fyrir gestrisni hans og höfðum svo leigt okkur ódýrasta hús- pláss, sem við höfðum getað fund ið — lítið herbergi með tveim beddum í litlu gistihúsi. Úr gluggunum var útsýni yfir Sunset Towers, þar sem ég hafði oft búið. Um leið og ég var kom in inn í herbergið, dró ég niður gluggatjöldin og hafði þau þann ig niðuirdregin meðan ég bjó þarna. Mig langaði ekkert að vera minnt á fyrri daga. Eg talaði við umboðsmenn í sírna og reyndi að vera kát og kærulaus, rétt eins og á vel- maktardögum mínum, þegar ég hafði stóra húsið, með sundlaug og tennisvöllum, og svo bilana. En umiboðsmennirnir voru ekk- ert upprifnir við mig. Eg hafði ekki athugað öll misjöfnu blaða- ummælin, sem voru komin á und an okkur heim. í furðulegum — Sjáðu, mamma, hvað ég fann í sjónum! barnaskap mínum, hafði ég hald ið, að við hefðum verið svo langt frá Bandaríkjunum, að engar fréttir af okkur bærust heim. En allir vissu, að ég hafði kom izt á forsíðurnar í Hollywood. Eg hafði verið rekin úr klúbbn um í Sidney, og hafði rokið burt úr leikhúsinu í Melbourne, og ennfremur fengið samning minn afturkallaðan í Brisbane. Svo hafði mér verið fleygt út úr hót elinu í Tasmaníu. Satt var þetta allt að vísu, en einhvernveginn fannst mér það lita miklu verr út á prenti en það var raunveru- lega. Við reyndum að fá vinnu — líka Bob, og það jafnvel sem statisti. Eg fór með honum, af því að hann vildi ekki fara einn. Bob hafði gert mig hrædda. Skömmu fyrir dögun, einn morg uninn, hafði ég vaknað við stun urnar í honum. — Eg er með þennan voðalega magaverk, sagði hann og greip andann á lofti. Eg gaf honum tvo asprín- skammta, en þeir dugðu ekkert. Þá tók hann tvo nembutal- skammta og ég sömuileiðis. Eg sofnaði, en gegnum svefninn fann ég á mér, að eitthvað var öðruvísi en það átti að vera. Eg vaknaði og sá þá, að Bob var samankrepptur af kvölum, rétt eins og kona í barnsnauð. Andlit ið á honum var á litinn eins og kítti, og svitinn bókstaflega bog aði af honum. — Ó, guð minn, ég þoli ekki þessar kvalir, stundi hann. Eg staulaðist fram á ganginn og hringdi í lækni, sem sagði, að þetta væri maga- krampi, og gaf Bob morfín- sprautur. Margir iklukkutímar liðu, án þess að nokkurt lát yrði á kvölunum. Loks kom Ross og rannsakaði bróður sinn. Þegar Bob var sofnaður, spurði Ross mig, alvarlegur á sivipinn: — Hef ur hann nokkurntíma fengið þetta áður? Eg mundi eftir, að hann hafði fengið þetta sama í Sidney. Þá hafði hann vaknað við sömu hræðulegu kvalirnar. Eg hólt, að það væri timburmenn, og lækn irinn þar hafði lika sagt, að það væri magakrampi. Ross hristi höfuðið. Bob hafði fengið kast af lifrasjúkdómi, sem stafaði af áfengisneyzlu. — Þetta er annað kastið þitt, sagði hann seinna við Bob. — Þetta er al- varlegur sjúkdómur. Þriðja eða fjórða kastið getur riðið þér að fullu, og mér er alvara. Bob föln aði. — Haltu áfram að drekka, en það er sama sem að undirrita dauðadóm þinn. Við urðum bæði skelfd og gengum í bindindi. En eftir fáa daga vorum við samt farin að drekka bjór. Það var að minnsta kosti ekki sterkt . . . í bili. Nú var Bob svo sleginn, að eitt hvað þurfti til að hressa hann við. Þegar atvinnuumsóknum hans var ekki svarað, varð hann ekki mönnum sinnandi. Við fór um nú alltaf í strætisvögnum í stað leigubíla, til þess að spara. Það var honum kvalræði. Og þegar við komum í litla herberg ið okkar á kvöldin, fór hann að fárast yfir þesari eymd okk ar. — Guð minn, hvað þetta hlýt ur að vera óskaplegt fyrir þig, Muzzy. Þegar maður minnist þess, hvernig þér leið hérna áð ur. Kannske vildi hann fá mig til að vorkenna sjálfri mér, til þess að geta vorkennt sjálfum sér ennþá meira. Eg komst að því, að hann gat notað sjálfa eymd- ina sem huggun. En í þann leik vildi ég ekki gefa mig. — Æ. góði, þetta gerir ekkert til, sagði ég venjulega. — Líklega eigum við Sunset Towers eftir nokkra J mánuði. Vertu ekki að hugsa um þetta. En þegar hann tók .til aftur að vorkenna sjálfum sér, átti ég oft bágt með mig að þjóta ekki upp og segja: — Já, víst er það ekki nema blóðugur sann leikurinn, að mér finnst fjandi hart að þurfa að sakna alils, sem ég hafði áður og ekki væri ég í þessari rottuholu, ef þú gætir unnið fyrir mér. Við vorum þarna, tvær mann- eskjur, að berjast við raunveru- leikann. Við vildum bara ekki viðurkenna ástand okkar eins og það var. Kvöld eftir kv.öld fór um við í matsöluhús, sem var þarna örskammt frá og báðum að senda okkur rifjasteik — en það kostaði dal aukalega fyrir sendinguna, og þeim dal höfðum við ekki efni á. Einu sinni fengum við almenni lega að éta. Við áttum þá ekki annað en smápeninga í vösun- um og leigan var komin hálfan mánuð yfir tímann, þegar Harry Crooker, velþeikktur blaðamaður hjá Hearst-blöðunum, bauð okk ur til kvöldverðar hjá Mike Romanoff. Við komum skálm- andi þangað inn, og létum eins og lánið léki við okkur. Mike tók konunglega á móti okkur. Ekki gat hann vitað, að við höfð um verið að maula hnetur allan daginn, ti'l að spara, og að við höfðum komið í sporvagni en ekki í Cadillac. Við vorum leidd að veizluborði og ég var upprifin og kunningjaleg við hvern, sem ég hittí. Eg pantaði rétt, sem Sir Gharles Mendl borðaði oft, þegar hann bauð mér þarna- og var kallaður Cyrano-súpa. Þá fannst mér ég aftur vera orðin fín mann eskja. Hinir og þessir komu að borð inu til okkar. Hvað gerði ég nú í Hollywood, var spurt. — Eg er hér bara á ferð, svar aði ég, því að ég ætlaði nú ekki að fara að fræða neinn á því, að ég væri að svipast um eftir atvinnu. Eg ætlaði ekki að fara að segja: — Eg er skítblönk, get urðu útvegað mér eitthvað að gera? Þegar ég var kominn inn í her elið, gekk l.ykilinn okkar ekki að skránni. Bob lagðist með miklum erfiðismunum á hnén og kíkti í skráargatið, til þess að sjá, hvort nokkru hefði verið troðið upp í það. — Vertu ekki svona klaufi, Bob, lofaðu mér að reyna. En lykillinn vildi ekki ganga að. Bob fór niður í afgreiðsluna, og þegar hann kom upp aftur, var hann hvítgrár í framan. Eg skildi strax hvað klukkan sló. — Er búið að loka okkur úti? sagði ég. — Það er dáfaillegt. Eg setti upp höfðingjasvipinn. — Og það á svona stað! Eg fór sjálf niður. Afgreiðslu maðurinn 1 var vandræðalegur á svipinn. — Fáið mér lykilinn að herberginu okkar, sagði ég. — Því miður get ég ekki bleypt yður inn í herbergið yðar, ung frú Barrymore, sagði hann, ves- ældarlega. — Eg hef skipanir um að gera það ekki fyrr en þér borgið reikninginn. — Jæja, ggt ég fengið að síma, eða á ég kannske að borga yður tíu sent fyrst? spurði ég. Eg hagaði mér eins og dóni, því að ekki var þetta manngarminum að kenna. Eg hringdi í Harry Crocker, því að ég gat ekki mun að neinn annan að hringja í. — Harry, ég er lokuð úti, og hef ekki einu sinni aura til að kom ast til neins, sem ég get slegið. Vildirðu nú vera vænn og senda mér fyrir leigunni, svo. að ég geti sofið undir þaki í nótt? Eftir stundarfjórðung var send ill kominn með tvö hundruð og fimmtíu dali í peningum. Þegar ég var komin inn í her. bergið, dró ég i fyrsta sinn g.lugga tjaldið upp og horfði yfir göt una á Sunset Towers. Það , er skrítið, hugsaði ég, hvernig ein mjó gata getur skilið á milli velgengdar og örbirgðar. Já, drengurinn er með hita Hardisty lækni! Hættu að urraj . Ég tek flugvélina og sæki á mig Úlfur. . . Ég hef ekki gert| drengnum neitt! Á meðan flýtir Guli Björn sérltil baka til að segja McClune | frá ferðum Markúsar. ailltvarpiö 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur). —• 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón« leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. - 9.20 Tónleikar. — , 12.00 Hádegisútvarp. r ^ (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 „Á frívaktinni", Sjómannaþátt# ur í umsjá Kristínar Önnu Þór« arinsdóttur. 14.40 ,,Við sem heima sitjum'*. Svava Jakosdóttir hefur umsjón með höndum). 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.03 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og tiU kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Fyrir yngstu hlutendurna. Gyða Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir sjá um tímann. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar, 1930 Fréttir. 20.00 „Fjölskylda hljóðfæranna**. Þjóð« lagaþættir frá UNESCO, menn« ingar- og vísindastofnun Sam« einuðu þjóðanna; V; Sítar, lúta og gítar. 20.30 Kvöldvaka! a) Lestur fornrita: Lárentfusaf saga; IX. (Andrés Björnsson), b) íslenzk tónlist: Ýmis vetrarlög sungin. c) Upplestur: Magnús Guðmundi son les kvæði eftir Matthía* Jochumsson. d) Frásöguþáttur: Fótgangandl um fjall og dal; fyrri hluti (Rósberg G. Snædal rithöfund* ur). 21.45 íslenzkt mál (Ásgeir Bl. Magnús^ son cand. mag.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Úr ýmsum áttum. Ævar R. Kvar an leikari 22.30 Kammertónleikar: Kvintett í A* dúr eftir Schubert (Píanóleikar« inn Georges Solchany og Vegh* kvartettinn leika). 23.10 Dagskrárlok. 8.00 12.00 13.15 13.25 15.00 18.00 18.25 18.30 19.00 19.30 20.00 20.05 20.35 20.50 21.00 21.30 22.00 22.10 22.30 23.00 Föstudagur 20. Janúar Morgunútvarp. — Bæn (Sér* Jón Auðuns dómprófastur). -*• 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón* leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tór» leikar. — 9.10 Veðurfregnir. Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). Lesin dagskrá næstu vikiL, ,,Við vinnuna“: Tónleikar. Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.0Í Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til* kynningar — 16.05 Tónleikar. Börnin heimsækja framandi þjóð ir: Guðmundur M. Þorláksson talar um íbúana á Páskaey. Veðurfregnir. Þingfréttir. — Tónleikar, Tilkynningar. Fréttir. Daglegt mál (Óskar Halldórsson cand. mag). Efst á baugl (Umsjónarmenni Fréttastjórarnir Björgvin Guð« Guðmundsson og Tómas Karls« son). Tónleikar: Hollywood Bowl sin« fóníuhljómsveitin leikur vinsæl hljómsveitarverk. John Barnett stjórnar. Upplestur: Svala Hannesdóttip les ljóð eftir Vilborgu Dagbjarts« dóttur. Tónleikar: Musica Nova-kvintett inn leikur. a) Kvintett eftir Haydn; Friti Muth útsetti. b) Svíta fyrir blásarakvintett op. 57 eftir Lefebvre. Útvarpssagan: „Læknirlnn Lúk- as“ eftir Taylor Caldwell. Ragn* heiður Hafstein. XXXI. lestur. Fréttir og veðurfregnir. „Blástu -- og ég birtist þér“; II. þáttur: Ólöf Árnadóttir ræðir við konur frá ýmsum löndum. í léttum tón; Píanóleikarinn Lou Stein og hljómsveit hani skemmta. % Dagskrárlok..........

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.