Morgunblaðið - 26.01.1961, Síða 20
Kennedy í spéspegli
Sjá bls. 13.
íþróttir
eru á bls. 18.
20. tbl. — Fimmtudagnr 26. janúar 1961
Síldin reyndist miklu
magrari en búizt við
IMorðmenn undirbjóða Íslandssíid
segir framkvæmdarstjóri
síldarutvegsnefndar
MORGUNBLAÐIÐ átti í gær
samtal við Gunnar Flóvenz,
framkvæmdastjóra Síldarút-
vegsnefndar í Reykjavík um
gang síldarsöltunarinnar hér
sunnanlands og hverjar séu
söluhorfur á vetrarsíldinni.
Skýrði Gunnar frá að því
miður væri það alrangt, sem
haldið hefir verið fram í
blöðum og útvarpi, að síld
sú, sem veiðzt hefir undan-
farið sé allfeit og jafnvel eins
feit og Norðurlandssíld.
Fellt í
Reykjavík
A FUNDI Sjómannafélags
Reykjavíkur í gærkvöldi voru
heildarsamningarnir felldir með
28 atkvæðum gegn 12. Kom fram
óánægja með þá verðflokkun afl-
ans, sem samið hefur verið um.
Verkfall á Reykjavíkurbátum
mun því halda áfram.
...og í Hafn-
arfirði
SJÓMENN í Hafnarfirði felldu
á fundi sínum í gærkveldi heild
arsamkomulagið, sem náðst
hafði tun kjör bátasjómanna. —
Féllu atkvæði þannig að 23
sögðu nei, en 11 já. Var kjörin
5 manna nefnd til að ræða við
útgerðarmenn. Verkfallið held-
ur því áfram í Hafnarfirði.
„Já" í
Crindavík
SJÓMENN í Grindavík héldu
fund í gærkveldi og samþykktu
með miklum atkvæðamun heild-
arsamningana um kjör bátasjó-
manna.
Samþykkt
á Akureyri
AKUREYRI, 25. jan.: — Sjó-
mannafélagið samþykkti á fundi
sínum í kvöld með öllum greidd-
um atkv. að fallast á heildar-
samninga um kjör bátasjó-
manna og þar með að aflýsa verk
banninu.
Mafsveinar
samþykkja
Matsveinafélag Sjómannasam-
bands ísilands samþykkiti á fundi
sínum á þriðj uda gskvöídi ð með
samhljóða atkvæðurn heildar-
samningana og aflýsti þar með
vinnustöðvun.
Samkvæmt fjölda fitumælinga
Síldarútvegsnefndar, Síldarmats
ríkisins og ýmsra saltenda und-
anfarið, er fitumagnið frá 9 til
17%. Á undanförnum árum hefir
með öll Suðurlandssíldin reynzt
að jafnaði frá 18—23% á hinum
venjulega söltunartíma frá júlí
til desemberloka. Aftur á móti
var síldin mun magrari sl. haust
og náði aðeins lítill hluti henn-
ar 18% fitu. Er þetta mjög baga-
legt, þar sem stærsti kaupandinn,
Rússar, eru ófáanlegir til að taka
síld með minna fitumagni en
18% uppí samninga, enda eru
þeir vanir því að Suðurlandssíld-
in sé a. m. k. 18% feit.
Á sl. álri tókust samningar
við ýms lönd um lægra fitu-
magn en áður eða allt niður
í 15%, en samkvæmt skýrsl-
um saltenda til skrifstofu Síld
arútvegsnefndar í Reykjavík,
nær aðeins óverulegur hluti
þeirrar sáldar, sem söltuð hef-
ir verið í janúar, því fitu-
magni og er hún því gefin upp
af saltendum sem 10—15%
feit, en tekizt hefir sala á tak-
mörkuðu magni af slíkri síld.
Hefir aldrei verið söltuð svo
mögur síld á íslandi áður,
enda vita allir, sem til þekkja,
að janúarsíld er aldrei feit
síld, sagði Gunnar.
Hinar röngu upplýsingar, sem
komið hafa fram í blöðum og út-
varpi, valda hinni mestu tor-
tryggtji hjá þeim kaupendum,
sem vantar stórlega síld uppí
gerða samninga, en fá lítið sem
ekkert afgreitt af samningshæfri
síld, sagði Gunnar.
Til frekari skýringa sagði
hann, að Rússar hafi samið um
kaup á 60.000 tunum af Suður-
landssíld, en saltendur aðeins til-
kynnt að 12.000 tunnur nái hinni
Frh. á bls. 2.
Svona sögðu fiskmatsmennirn
ir að leggja ætti fiskinn. Isa
hann svo mikið að það sjáist
tæplega í fiskinn. — .Myndin
er tekin ofan í lest Akraborg
ar í gær (Ljósm. Mlbl. ÓIK.M.)
Sjómenn
samþykktu
í Eyjum
VESTMANNAEYJUM, 25. jan. -
Sjómenn í Vestmannaeyjum hafa
samþykkt allsherjarsamkomulag-
ið um kjör bátasjómanna. Var
það gert á sameiginlegum fundi
í Sjómanna- og Vélstjórafélaginu
— mótatkvæðalaust. — En það
er. ekki þar með sagt, að róðrar
hefjist í Eyjum, því verkbann
útgerðarmanna er enn í gildi og
tvö verkalýðsfélög, Verkakvenna
félagið Snót og Verkalýðsfélag
Vestmannaeyja eru komin í verk
fall. Viðræður hafa átt sér stað,
en lágu niðri í gær. í gær var
Ieiðindaveður í Eyjum, livass-
viðri og foráttubrim.
Ferskfiskmatið
á brygcjjunum
S N E M M A í gærmorgun
komu þrír útilegubátar hing-
að til Reykjavíkur með
þorsk- og ýsuafla. Koma
þessara báta, sem voru Helga
Steingrímur Magnússon
þefaði um tálknin og sagði
„vinnsluhæfur“.
Enn ekki samkomu-
lag fyrir vestan
Samt róib frá nokkrum verstöbvum
í GÆR hélt Sjómannafélag ísa-
fjarðar fund til að ræða hin nýju
viðhorf í kjaramálunum, en eng
ar ákvarðanir voru teknar og
munu bátar þar því ekki hefja
róðra. Hins vegar réru nokkrir
bátar annar staðar á Vestfjörð-
um.
— ★ —
Sem kunnugt er tóku vest-
firsku sjómennirnir sig út úr
heildarsamningnum ag óskuðu
frekar að róa eftir gömlu samn-
ingunum. Vildu þeir hefja við-
ræður við útgerðarmenn vestra
um málið, en útgerðarmennirn-
ir telja mtálið hins vegar í hönd
um allsherjarsamninganefndar-
innar og sáttasemjara. Mbl. hafði
samband við Torfa Hjar.tarson
sáttasemjara ríkisins í gænkvöldi
og sagðist hann ek-kert hafa að-
hafzt í málinu í gær en eitthvað
hugsaði hann sér til hreyfingE
í dag. ,
— ★ —
Frá Suðureyri í Súgandafirði
Framh. á ois. 19.
RE, Pétur Sigurðsson RE og
Akraborg, Akureyri, markaði
tímamót í sambandi við fisk-
framleiðsluna. Starfsmenn
Ferskfiskmatsins komu á
vettvang þegar er löndun
hófst, en segja má að þessir
þrír bátar séu þeir fyrstu,
þar sem aflinn er allur jafn-
óðum metinn við uppskipun.
Kveða matsmenn upp nokk-
urs konar Salomonsdóm um
það hvort fiskurinn skuli
fara í frystingu eða til ann-
arrar vinnslu.
★ Afli Akraborgar bar af
Þessir bátar höfðu allir ver-
ið í útilegu, eins og fyrr segir,
og höfðu um 80—90 tonn. Helga
var með um 40 tonn, Pétur Sig.
urðsson 35—40 tonn og Akra-
borgin um 20.
Isbjöminn h.f. keyptl
megnið af fiskinum, en mats-
menn voru þeir Steingrímur
Magnússon og Karl Magnús-
son. Sögðu þeir áberandi hva
vel hefði verið gengið frá
fiskinum i lest Akraborgar.
Allur var hann í stíum og
hillum og frábærlega vel is-
aður.
Skipstjórinn á Akral Vrg-
inni, Gunnar Magmis, on,
sagði að aflinn úr hverri
lögn hefði verið ísaður sér.
Af því skapaðist að sjálf.
sögðu allmikil vinna, en á
móti hlyti að koma að ástand
Framhald á bls. 19.
Sjómaður hœtt
kominn í nótt
Sofnaði með sigarettu
SJÓMAÐUR, sem lengi var
búinn að vera að heiman, var
hætt kominn í fyrrinótt. —
Hafði hann sofnað út frá
vindlingi, sem svo orsakaði
íkveikju í legubekknum, sem
hann svaf á.
Þetta gerðist í rishæð húss-
ins Drápuhlíð 5. Vaknaði fólk
þar á hæðinni við reyk. Er
það opnaði hurðina að her-
bergi sjómannsins var það allt
fullt af reyk. Lá hann á gólf-
inu og var meðvitundarlaus
orðinn. Sjúkralið og slökkvi-
lið var þegar kallaS á vett-
vang. Var maðurinn sem heit.
ir Friðgeir Guðmundsson,
flutiur í slysavarðstofuna. —
Brunaverðir kæfðu eldinn
fljótlega. Það kom i Ijós a9
Friðgeir var mjög lítið brennd
ur, en nokkur stund leið ung
hann komst á ný til meðvit.
undar. Hafði hann misst með-
vitund vegna reyks.
Nokkrar brunaskemmdir ur9n
í herberginu. Legubekkurinn sen»
maðurinn hafði sofið álbrann aS
mestu. Er talið að það hafi bjarg
að lífi hans að hann skyldi J
svefninum velta sér út af legu-
bekknum.