Morgunblaðið - 01.02.1961, Síða 1

Morgunblaðið - 01.02.1961, Síða 1
 24 síður 48. árgangur 25. tbl. — Miðvikudagur 1. febrúar 1961 Prentsmiðjn Morgunblaðsins Sal- azar reiður Lissáborij 31. janúar. —- (NTB/Reuter) —• SKV. óstaðfestum bandarísk- um fréttum frá Lissabon, hef ur Salazar, forsætisráðherra Portúgal, tilkynnt Banda- ríkjastjórn að hann muni ekki samþykkja endurnýjun á samningi um bandarískar flugstöðvar á Azoreyjum, þegar núgildandi samningur rennur út í árslok 1962. Er þetta gert vegna framkomu Bandaríkjanna gagnvart töku portúgalska skipsins Santa Maria. Telur Salazar að Bandaríkjamenn hafi átt að aðstoða Portúgala í að endurheimta skipið. BERSKIP Þá er sagt í öðrum fréttum frá Lissabon að allt virðist benda til þess að eitt — og ef til vill fleiri — portúgölsk her- skip séu á leið yfir Atlantshaf- ið til að hertaka Santa Maria. Fimm portúgölsk herskip fóru um helgina til Kap Verde-eyja. Þeirra stærst er freigátan Pero Escobar, sem er um 3.000 lestir. Auk hennar voru svo tveir fyrr verandi bandarískir tundirspill- ar, Nuno Trosto og Dieogo Cao og tvær áður brezkar freigátur, Lima og Corto Real. Heim frá Moskvu WASHINGTON, 31. jan. — Til- kynnt var í Washington í dag að Kennediy forseti hafi kallað Lle- wellyn Thompson, sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, heim til Washington til viðræðna um sambúð Sovétrííkjanna og Banda ríkjanna. Salinger, blaðafulltrúi forsetans sagði að Thompson væri væntanlegur heim 8. feibr- úar. Á bls. 10 í blaðinu í dag eru myndir af rússnesk- um kafbátum í höfunum við ísland. Þar er enn- fremur grein um varnir NATO á Atlantshafi. Þessi mynd er tekin yfir Atlantshafinu fyrir skemmstu af rússneskum kafbáti af nýjustu gerð. Eru kafbátar þessir bún- ir hinum fullkomnustu vopnum. SÞ vantar herlið til efiirlits i Kongó Leopoldville, Kongó, 31. jan. — (NTB/Reuter) — TILKYNNT var í Leopold- • ville í dag að Sameinuðu Quadros forseti B^asilíu BRASILÍAí 31. jan. (Reuter) — JANIO Quadros tók í dag við forsetaembætti í Brasilfu við hátíðlega athöfn þar sem við- staddir voru fulltrúar 55 ríkja. 1500 gestir voru viðstaddir at- höfnina, og þúsundir manna höfðu safnazt saman á götum Brasilíu nálægt þinghúsinu. Öll gistihús höfuðborgarinnar nýju voru yfirfull og hundruð gesta sváfu í bifreiðum sfnum. Quadros er 43 ára, jafnaldri Kennedys forseta Bandaríkjanna og tekur við embætti af Juscelio Kubitschek. Kubitsehek var kjörinn for- seti 1956, og samkvæmt lögum Brasilíu er óheimilt að bjóða sig fram til endurkjörs. Nýi forsetinn er fyrrverandi kennari. Síðar varð hann borg- arstjóri í Sao Paulo, annarri stærstu borg Brasilíu, og þótti mikill fjármálasnillingur. Api í geimferð „Lokaæfíng“ áður evi fara sömu leið menn Kanaverálhöföa, Florida, 31. jan. (NTB/Reuter) I D A G var geimskipi með apa innanborðs skotið á loft frá Kanaveralhöfða í Banda- ríkjunum. Geimskipið fannst aftur 650 kílómetrum frá Kanaveralhöfða og var ap- Inn við beztu heilsu. Geimskipið er af Mercury- gerð, samskonar og notað verður þegar fyrsti maður- Inn verður sendur út í geim- Inn frá Bandaríkjunum, og hermdu fréttirnar að hér væri um nokkurskonar loka- æfingu að ræða. OF LANGT Áætlað hafði verið að geim- skipið kæmist í 184 kílómetra hæð og næði 6.400 km há- markshraða. Eitthvað mun þó hafa farið öðruvísi en ráð var fyrir gert, því hámarkshraði reyndist um 8.000 kílómetrar á klukkustund og komst skipið í 248 kílómetra hæð. Apinn, sem nefndur er „Ham“, er simpansi og vegur 16 kíló. Ham var komið fyrir í legustól í geimskipinu, sem lagaður var eftir líkama hans. Gat apinn hreyft höfuð og hendur og all- ar hreyfingar hans voru kvik- myndaðar. TÓKST vel Þrem og hálfum tíma eftir að geimskipinu var skotið á loft var Ham kominn um borð í bandarískt skip, þar sem fram fór læknisskoðun á honum. Á morgun verður hann svo fluttur með flugvél til meginlandsins. Dr. Robert Gilruth, yfir- maður geimrannsóknarstöðv- arinnar á Kanaveralhöfða, segir að talið sé að tilraunin hafi tekizt mjög vel og veitt mikilvægar upplýsingar. Sér- staklega hafi fengizt athyglis verðar lýsingar á sáirænu og líkamlegu ástandi apans Frh. á bls. 23 þjóðirnar hefðu í hyggju að friða svæði meðfram landa- mærum Orientale- og Equa- tor-héraðanna í Kongó, þar sem búast ma við vaxandi átökum stuðningsmanna Lum umba og sveita Mobutus herstjóra. Óttazt er að meiriháttar sókn annarshvors aðilans geti komið af stað borgara- styrjöld í landinu. Inderjit Rikhye herforingi, fulltrúi Hammarskjölds í Kongó, skýrði frá þessari áætlun á blaða- mannafundi í dag. Sagði hann að á þessu svæði væri ætlunin að koma upp eftirlitsstöðvum, þar sem hermenn úr liði SÞ hefðu að- setur. Verði þetta gert eins fljótt og unnt sé að ná saman nægilega fjölmennu liði til að senda til landamæranna. • Brottflutningur hafinn Rikhye sagði hinsvegar að yf- irvofandi heimköllun hermanna Arabiska Sambandslýðveldisins, Guineu, Marokkó og Indónesíu úr her SÞ gæti að miklu leyti gert Kongóher samtakanna áhrifa' lausan. Brottflutningur hermannanna hófst þegar í dag er bandarískar Globemaster flugvélar tóku a8 fljúga 500 hermönnum Arabiska Sambandslýðveldisins heim. 500 hermenn Guineu leggja af stað heim síðar í þessari viku og inn- an skamms munu 3000 Marokkó hermenn og 1100 hermenn frá Indónesíu halda heimleiðis. Rikhye sagði á blaðamanna. fundinum að herflokkur Eþíópíu manna væri nú á leið til borgar- innar Basoko í Orientale héraði, Frh. á bls. 23. í follhlíf um borð í Suntu Muríu París 31. jan. (Reuter) FRANSKA fréttastofan skýrði frá þvi í dag að fallhlífastökkv arinn Gil Delamare hafi í dag lent f fallhlíf um borð í portúgalska skipinu Santa María. Delamare er 35 ára og fór til Rio De Jainero á laugardag f þeim tilgangi að reyna að stökkva í fallhlíf um borð í skipið. Ætlaði hann að hafa um 50 kíló af farangri með f stökkinu, þar á meðal mynda- véiar, gúmmíbát og matvæli. Spaak hiðsf lausnar París, 31. jan. — (Reuter) PAUL-HENRI Spaak sagði í dag af sér sem aðalfram- kvæmdastjóri Atlantsliafs- bandalagsins. Spaak, sem er 62 ára, til- kynnti fastaráði bandalags- ins að hann léti af störfum til þess að snúa sér aftur að stjórnmálum í heimalandi sínu, Belgíu. Hann hefur ver ið aðalframkvæmdastjóri NATO frá því í maí 1957. Áður hefur Spaak verið forsætisráðherra og utanríkis ráðherra Belgíu, og er talið að hann muni nú taka við forystu Jafnaðarmannaflokks ins fyrir kosningarnar, sem fara eiga fram í Belgíu í marz. Framhald á bls. 23,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.