Morgunblaðið - 01.02.1961, Page 2
2
MORGVXBLAÐ1Ð
MiðviEudagur 1. febr. 1961
Aðalfundur Þrótt-
ar leystist upp
Uppressn innan kommúnistaliðsins ?
AÐALFUNDUR í Þrótti, félagi
vörubifreiðarstjóra, var haldinn
í húsi félagsins við Rauðarárstíg
á sunnudaginn. Fundurinn varð
allsögulegur, því að helzta stuðn
ingslið formannsins, Einars Ög-
mundssonar, snerist þar gegn
honum með ópum og óhljóðum,
svo að funduirinn leystist um
síðir upp.
Aumur f járhagur.
Reikningar félagsins voru lesn
ir upp og kom þá í ljós, að fjár-
hagurinn er heldur bágborinn.
Voru reikninigarnir gagnrýndir
af félagsmönnum, en Einar Ög-
mundsson varð helzt til andsvara
af stjórnarinnar hálfu.
Gleymd loforð
Þá las formaður skýrslu sína,
sem var í alstytzta lagi. T.d. var
ekki minnzt á þau mál, sem voru
á loforðalista Einars fyrir tveim-
ur árum, þegar kommúnistar
náðu völdum í félaginu. Mun öll
um fundarmönnum hafa þótt
frammistaða stjórnarinnar slæ-
leg, og þá ekki sízt fyrrverandi
stuðningsmönnum Einars. Þegar
farið var að ræða þessa lítilfjör-
legu skýrslu, hófust brátt mikil
frammiköll og hávaði. Fyrir
þeirri háreysti stóðu kommúnist-
ar, sem hafa fylgt stjóm Einars
hingað til. Má geta þess, að þessa
sömu menn notaði Einar til að
garga og öskra á fyrrverandi
stjóm, meðan hann var 1 minni-
hluta og stj órnarandstöðu.
Refsiaðgerðir
Fór nú hér, sem stundum fyrr
eru dæmi til í sögum, að enginn
skyldi vekja upp draug, sem
kann ekki að koma honum fyrir
aftur, því að oft vill uppvakn-
ingurinn leita heim til föðurhúsa
og þá hálfu magnaðri en áður.
Þótt Einar hafi áður getað sigað
þessum öskurkór á andstæðinga
sína, tókst honum ekki að þagga
niður í honum, þegar strokan
stóð á hann sjálfan. Missti hann
alla stjóm á fundininn úr hönd-
ttm sér og kom fyrir ekki, þótt
hann gengi nokkrum sinnum
aftur í salinn til ólátaseggjanna
og bæði þá að hafa sig hæga.
Greip Einar þá til þess bragðs að
hóta þeim refsiaðgerðum, en þeir
létu ekki skipast að heldur.
Fundurinn leysist upp.
Fundurinn var nú í algeru
uppnámi. Lögð var fram hin
gamla sýndartillaga kommúnista
um að bæjarvinnu skuli skipt
niður allt árið í samvinnu við
stjórn Þróttar. Gjaldkeri var rétt
að byrja að ræða tillöguna, þeg-
ar ólætin keyrðu svo um þver-
bak, að yfirgnæfandi meirihluti
fundarmanna (80—85%) gekk af
fundi. Voru það bæði stjórnar-
sinnar og andstæðingar hennar,
en eftir sátu hávaðamennirnir.
Lét Einar þá samþykkja framan-
greinda tillögu í flýti, án þess
að gefa félagsmönnum kost á að
ræða hana með því að fresta
henni til næsta fundar, sem hann
sagði að yrði bráðlega haldinn.
Að baki þessari tillögu stendur
því kórinn alræmdi og stjórnin,
og fundurinn þar að auki í algeru
uppnámi, þegar hún var sam-
þykkt.
30 m hœð
í FRÉTT í blaðinu í gær um
jeppa, sem féll niður í fjöru af
veginum út { Bolungarvík, var
sagt að milli 70 og 80 metrar
væru þarna niður í fjöru. Að
sögn kunnugra og samkvæmt
upplýsingum Vegamálasllrifstof
unnar er hæðin frá vegarbrún-
inni niður í fjöru vart meiri en
30 metrar.
Menn leiða nú getum að því,
hvort Einar muni manna sig upp
í að beita kórinn refsiaðgerðum,
og þá, hvers eðlis þær muni
vera.
Flug-
höfnin
NÝR flugturn er risinn við
Reykjavíkurflugvöll. Enn hef-
ur hann ekki verið tekinn í
notkun, en þess verður vænt-
anlega ekká langt að bíða.
Samkvæmt fyrri áætlunum er
flugturninn aðeins upphaf
stórbyggingar við flugvöllinn,
því þar er ætlunin að hýsa
alla starfsemi flughafnarinn-
ar. En allt er nú á huldu um
framhald framkvæmdanna,
því ýmsir eru þeirrar skoðun-
ar, að Reykjavíkurflugvöllur
verði lagður niður innan
skamms.
Þetta eru ekki fyrstu teikn-
ingar að flugstöð í Reykjavík.
Nýlega bárust Mbl. heim-
ildir um það, að ungur fransk-
ur arkitekt hefði gert teikn-
ingar að alþjóðaflughöfn í
Reykjavík árið 1035 fyrir 25
Þannig skýrði Aftenposten frá málinu 1935.
luft-trafikken over Atlanter-
havet“ — og svo sagði blaðið
frá teikningu Fransmannsins,
eins og meðfylgjandi úrklippa
sýnir.
Þá voru sjóflugvélar eink-
um notaðar til slíkra lang-
ferða yfir úthafið og þéss
vegna vildi Frakkinn láta
reisa hina myndarlegu alþjóða
flughöfn Reykjavíkur á sjáv-
arbökkum. Sjóflugvélarnar
áttu að koma upp að bólverk-
inu og síðan átti að flytja far-
þegana út í á litlum bátum.
Ef þessi uppdráttur Frakkans,
sem tekinn er úr Aftenposten,
prentast vel — geta menn
gert sér í hugarlund hvílík
risabygging þetta hefði þótt í
Skerjafirði á árunum fyrir
stríðið. Þar var gert ráð fyrir
öllu, sem þurfti að vera á
þeirra tíma flughöfn.
Ekki er að sjá, að Frakkinn
hafi reiknað með neinum
lendingarbrautum á landi svo
að fljótlega hefði það fyrir-
komulag, sem hann reiknaði
með, orðið úrelt. — Og Reykja
víkurflugvöllur er lí’ka — á
sína vísu — úreltur orðinn.
Hann er ekki námdar nærri
nógu stór fyrir þoturnar, sem
nú eru einkum notaðar á N-
sem aldrei var reist
arum.
André Devys, hét maður-
inn, og hann nam þá við Ecole
des Beaux-Arts, einn elzta og
virtasta arkitektaskóla heims.
Sennilega hefur þetta verið
prófverkefni, eða eitthvað því
um líkt, og blaðinu er ekki
kunnugt um að teikningarnar
hafi borizt íslenzkum aðilum
í hendur.
Þá sáu menn fyrir, að Is-
land yrði stökkpallur á flug-
leiðinni yfir N-Atlantshaf,
enda sagði Oslóarblaðið Aften
posten í fyrirsögn 1935: „Nár
Island blir knutepunktet for
Atlantshafsflugleiðum. En
ekki nóg með það: Þoturnar
þurfa í fæstum tilfellum að
koma við hér á Islandi — á
leið yfir hafið. Island er því
ekki lengur „knutepunkten
for luft-trafikken over Atlant-
erhavet.“ Sá tími er liðinn.
NA IS hnufar ✓ SV 50 hnuiar ¥ Snjókomo * OSi \7 Skúrir fC Þrumur KuUetkH Hituki! H H<*» 1 L L*t}» i
STILLT og fagurt vetrarveð-
ur er nú um allt land. Að vísu
er snjómugga á stöku stað
norðanlands, en hiti um frost-
mark. Syðra er víða 1—3 st.
hiti. Dvínandi lægðarsvæði er
fyrir sunnan land og austan,
en hæð yfir N-Grænlandi.
Suðaustur af Nýfundnalandi
er alldjúp lægð, sem hreyfist
hratt NA, en leiðir vafalítið
fyrir sunnan Island. Má bú-
ast við að hún valdi vaxandi
NA-átt hér á landi á morgun.
Veðrátta er mild austan hafs,
3—10 st. hitj en vestan hafs
er N-átt og kuldi. Var 7 st.
frost í New York um hádegið
en 20—40 st. frost í Kanada.
Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi
S-V-mið: NA kaldi og létt-
skýjað í nótt en austan storm
ur og skýjað á morgun.
SV-land til Breiðafjarðar,
Faxaflóamið og Breiðafj.mið:
NA kaldi til fyrramáls, all-
hvass síðdegis, léttskýjað víð-
ast hvar.
Vestfirðir, Norðurland og
miðin: NA kaldi og víðast
úrkomulaust í nótt, allbvass
og víða él þegar líður á
morgundaginn.
NA-land, Austfirðir og
miðin: Norðan og NA stinn-
ingskaldi, éljagangur.
SA-land og miðin: NA
kaldi og léttskýjað í nótt,
hvass austan og rigning ann-
að kvöld.
Daglegur afbur&ur
að skýrt sé frá málum
áður en þau eru borin fram á þingi
í GÆR urðu nokkur orðaskipti
í efri deild Alþingis milli Ólafs
Jóhannessonar, 3. þ.m. Norðvest-
urlands, og Bjarna Benediktsson
ar, dómsmálaráðherra. Var til-
efnið umkvörtun, sem Ólafur Jó-
hannesson bar fram utan dag-
skrár vegna fréttar Morgun-
blaðsins í gær um fyrirhugaða
bankalöggjöf. Taldi þingmaður-
inn, að Alþingi hefði verið sýnd
óvirðing með því að skýra öðrum
aðilum en því fyrr frá efni
bankalöggjafarinnar og hér hefði
verið framið trúnaðarbrot, sem
hann hefði ekki viljað láta þegj-
andi fram hjá sér fara.
Bjarni Benediktsson, dómsmála
Stjórnmála-
namskeið lys
í Kópavogi
Bókamarkaður BSE
I DAG hefst í Bókaverzlun Sig-
fúsar Eymundssonar, Austur-
stræti 18 almennur bókamark-
aður á eldri íslenzkum bókum.
Verða tekin fram hundruð
slíkra bóka, sem legið hafa í
bókageymslum og hafa margar
hverjar ekki sézt í bókabúðum
í mörg ár. Bækur þessar eu all-
ar á mjög lágu verði og kostar
mikill hluti bókanna innan við
kr. 30.00 eintakið.
Bókamarkaður þessi stendur í
nokkra daga og verða hundruð
bóka teknar fram á hverjum degi
út þessa viku.
Dagskró Alþingis
f DAG er boðaður fundur í sam-
einuðu þingi. Sextán mál eru á
dagskrá.
í KVÖLD kl.
8,30, að Melgerði
1, er annar fund-
ur í stjórnmála-
námskeiðinu. —
A x e 1 Jónsson
mun flytja er-
indi um æskuna
og þátt hennar í
atvinnulífinu.
Sölur í
Þýzkalandi
VÉLBÁTURINN Anna frá Siglu
firði seldi 33,4 lestir í Cuxhaven
í gænmorgun fyrir 27.684 mörk.
Þá seldi Ingólfur Arnarson í
Bremenhaven sama morgun 108,7
lestir fyrir 74.200 mörk.
ráðherra, kvaðst vilja mótmæla
því að nokkur mistök, hvað þá
trúnaðarbrot hefði átt sér stað þó
sagt hefði verið frá meginstefnu
bankalöggjafarinnar á umrædcL
um fundi. Það væri daglegur at-
burður að almenningi væri gerð
grein fyrir meginefni mála, áður
en þau væru formlega borin fram
á Alþingi. Hér væri um að ræða
algilda reglu sem væri liður í
venjulegri stjórnmálastarfsemi,
að ríkisstjómir og þingmenn
fræddu almenning og þá fyrst og
fremst sína stuðningsmenn um
meginatriði þeirra mála, sem
hverju sinni væri barizt fyrir.
Þetta væri óhjákvæmilegt og
hefði ætíð verið tíðkað á íslandi.
Ádeila þingmannsins væri þess
vegna á algerlega röngum for-
sendum byggð.
■■ K • •
: A«far«n<Vt istmnvdagsiní komj.
síti'ká'fiin i»tt á::18g:í:sgíastSð»iii,
;|g; vr.r han kíatiM í úiiíu Mmrœwi p
V>« víSríismr.a þvt sd hún v:;:
i í-ímtí ki>pn hún j
hata t-cri.’i á dan&ittiít, t-n nS íum-1
w* Í9k»ítm fór h(ia hnkn !
iú TKfZíetn !
r ÞESSI klausa blrtlst á 2. síðu.
Tímans í gær. Mbl. þykir ó-1
skemmtilegt að birta siík sýn- (
ishorn af pólitískum skrifum
„bændablaðsins“, en hjá því
verður ekki komizt.
Lesendur munu spyrja: Er
hægt að sökkva dýpra í blaða
mennsku?