Morgunblaðið - 01.02.1961, Síða 3

Morgunblaðið - 01.02.1961, Síða 3
Miðvik'udagur 1. febr. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 3 Farþegar í höfn í dag I gser var þar komið sögu, er Santa María lá skammt ut- an við borgina Recife í Brazilíu, er samkvæmt síð- ustu fregnum var áformað, að farþegar yrðu látnir í land í Recife í morgun. 1 gær fóru fram samninga- viðræður milli bandaríska að- mírálsins Allan Smiths og Galvaos. Fundur þeirra hófst um hádegi og stóð í þrjár klukkustundir. Úrslit urðu þau, að Galvao samþykkti að setja farþegana í land í Recife, gegn því að skipið yrði þar látið óáreitt í hans höndum. Var Smith heldur vondaufur um málalok, er fundi þeirra lauk, en síðdegis bárust fregn- ir frá Brazilíu, hinni nýju höfuðborg Brazilíu, þess efn- is, að hinn nýi utanríkisráð- herra landsins, Alfonso Ari- mos de Malo Franco, hefði sagt, að skipið mætti liggja í höfn í Recife óáreitt í 24 klst. Jafnframt tilkynnti Delgado, hershöfðingi í Sao Paulo, að skipinu yrði siglt til Rio de Janeiro frá Recife. Kvaðst hann sjálfur fara til Recife í dag til viðræðna við Galvao. Þegar Allen Smith, aðmír- áll, fór út til Santa María í gær með bandaríska tundur- spillinum „Gearing" fylgdu á eftir þrír aðrir tundurspillar og smáskip með 60 fréttamönn um og ljósmyndurum innan- borðs. Fengu þeir tilmæli um það frá bandaríska sjóhern- um, að halda sig í nokkurri fjarlægð, þar sem nærvera þeirra kynni að hindra að samningar tækjust. Mun sú ósk sjóhersins hafa verið tek- in til greina. Síðdegis í gær tilkynnti Galvao, að breytt hefði verið um nafn skipsins „Santa María“ og héti það nú „Sante Liberdade" (Heilaga frelsi). Frh. á bls. 23. Santa Maria á fullri ferð. Farþegar Santa Maria fara á land í dag ALLUR heimurinn hefur fylgzt af mikilli eftirvænt- ingu með hinni furðulegu ferð skipsins Santa Maria. Um tíma virtust uppreisn- armenn stefna skipinu til portúgölsku nýlendunnar Angola í Afríku, en er þeir höfðu siglt nokkra hringi úti á miðju Atlants hafi var haldið til Braz- ilíu. —■ Meðan á þessari furðuferð stóð komu fram margvíslegar tilgátur um ferðaáætlun Galvaos, uppreisnarforingj- ans. Voru margir þeirrar skoS unar að skipinu yrði siglt til Angola, aðrir töldu að því yrði siglt til Ghana eða Guineu, þar sem uppreisnaráætlun þeirra Delgado, hershöfðingja og Galvao, fengi byr undir vængi. Ýmsir telja, að „Santa María“ hafi verið snúið frá Angola, sökum þess, að stjórn nýlendunnar hafi verið hlið- hollari heimastjórninni í Portúgal, en þeir félagar gerðu ráð fyrir, en fréttir um viðbrögð íbúanna í Angola eru síður en svo samhljóða. Þá hefur verið getum að því leitt, að Galvao hafi óttazt portúgölsku freigáturnar, sem sendar voru frá Portúgal áleið is til Angola með fyrirskipun- um um að eyðileggja stýrisút- búnað „Santa Maria“, en gæta þess að farþega sakaði ekki. Ef svo hefði verið gert, hefði skipið hrakið stjórnlaust um hafið og þá verið háð náð og miskunn stjórnenda frei- gátanna og portúgölsku tund- urskeytabátanna tveggja sem á eftir þeim voru sendir. Enn eru aðrir þeirrar skoðunar að með þessu hringsóli sínu hafi Galvao viljað vinna tíma til þess að sjá, hvernig stjórnir hinna ýmsu landa bryggðust við „uppreisn“ hans. Salazar óttasleginn Fregnir síðustu daga bera það með sér, að Salazar ein- ræðisherra Portúgals, hyggist ver« vel á verði gegn frekari aðgerðum þeirra félaga, en töku skipsins segja þeir, sem kunnugt er, að eins fyrsta skrefið til frelsunar Portúgals undan einræði Salazars. Her- vörður hefur verið efldur við helztu byggingar stærstu borga Portúgals og hermönn- um fyrirskipað að vera við- Skipið skýrt á ný og heitir „Sante Liberd- ade44 búnir í herbúðum sínum. Þeg- ar systurskip Maria, „Vera Cruz“ sigldi frá Santos sl. föstudag voru um borð í skip- inu fulltrúar ríkisstjórna Brazilíu og Portúgals au-k 14 fílefldra og velvopnaðra leynilögreglumanna, sem kom ið höfðu frá Lissabon daginn áður, gagngert þeirra erinda að fylgjast með skipinu heim aftur. Blá „Katalína" og biluð túrbína Brazilískur loftskeytamað, ur, Sylvio Darcy að nafni, tel- ur sig hafa heyrt loftskeyta- sendingar milli Delgado og „Santa Maria“ og hafi þar komið fram, að blár Catalína- flugbátur hafi lent rétt hjá skipinu og skipað út kössum merktum 63. Ennfremur að ein af gastúrbínum skipsins hafi bilað og því orðið að hægja ferðina og jafnvel kom- ið til mála að létta á skipinu. Stórblaðið Daily Tele- graph í London fékk nánari upplýsingar frá Sylvia Darcy um það, sem hann hafði heyrt. Það, sem mestu máli skiptir var eftirfarandi: — „G D kallar S M 25, 8 klukkustundir, 33 mínútur — --------------------------» Stýrimaðurinn af Santa María, sem lét lífið í viður- eigninni við uppreisnarmenn, er þeir tóku völd. ALLT FER EFTIR ÁÆTLÚN SEX. HALDIÐ ÁFRAM. — G D — 0.“ Hér gengur Darcy út frá því að G D merki General Del- gado og S M sé „Santa Maria“. — “ S M G D — HEYRT — í LAGI — HALDIÐ SÖMU BYLGULENGD“. — „G D KALLAR S M 25 ANGOLA 999. HELD SÖMU BYLGJULENGD" — „S M KALLAR G D — HÖLDUM STEFNU. ENGAR HINDRANIR. — VÆNTH) SENDINGAR Á NÝRRI BYLGJULENGD" — „S M KALLAR G D — BILUN I TURBÍNU. HÆGJ- UM FERÐINA. KUNNUM AÐ LÉTTA Á SKIPINU. — ;,S M KALLAR G D — BLA KATALÍNA MEÐ RAUÐUM VÆÍIGBRODDUM LENDIR NÆRRI S M. LOS- AR KASSA NR. 63. STEFN- UM TIL AFRÍKU.“ Loftskeytasérfræðingar reyna eftir megni að miða þær stöðvar sem svarað hafa Santa María, einkum á svæðinu kringum Sao Paulo, en þaðan stjórnar Delgado. Darcy tel- ur sig hafa heyrt „Santa Mar- ía“ kalla upp einhverja stöð er nefnist: „Afrique Libre“ „Frjáls Afríka. STAKSTEII\1AR Gleðin leynir sé ■ ekki í ritstjórnargrein Tímans seff* ir: — „Morgunblaðið og Alþýðublað- ið voru helguð kosningabarátt- unni (í Dagsbrún) í marga daga áður en kosningin hófst. Öll hin mikla kosningavél Sjálfstæðis- flokksins var sett í gang. At- vinnurekendavaldi var beitt vægðarlaust, ekkert var látið ó- sparað til þess að vinna að sem beztri útkomu fyrir lista stjórn- arflokkanna". Niðurstaða Dagsbrúnarkos» inganna varð svo sú, að komm- únistar héldu velli. Tíminn gleymir að minnast nokkuð á það, að Þjóðviljinn hafi verið helgaður kosningabaráttunni. — Hann getur þess ekki að lögbrot og hvers kyns ofbeldi hafi verið framin. Hann gleymir því að hundruð eða þúsundir verka- manna eru utan kjörskrár Dags- brúnar. En gleði Tímaritstjórans leynir sér ekki. Ritstjórnargrein- in öll er dýrðaróður til komm- únismans og barnsleg gleði yfir sigri bandamannsins. Er þetta einleikið? Góðviljaðir menn hafa reynt að skýra kommúnistaþjónkun Þórarins Þórarinssonar, ritstjóra Tímans, með því að hann væri bara tækifærissinni, sem hefði pólitíska upphefð að markmiði. Hann teldi sér og flokki sínum lífsnauðsyn að vera í stjórnar- aðstöðu og sæi enga leið aðra tíl að kollvarpa núverandi ríkis- stjórn en fullkomið samstarf við kommúnista. Teldi hann óhætt að styrkja þá nokkuð, því að lýðræðissinnar gætu seinna átt í fullu tré við þá. Nú vill svo til, að Þórarinn Þórarinsson er stjórnarmaður í NATO-félaginu íslenzka og þótt- ist á sínum tíma berjast fyrir vestrænni samvinnu. Honum ætti því að vera það fullkunnugt, að baráttan milli lýðræðis og komm- únisma er alvarlegri en svo um heimsbyggðina alla, að verjandi sé að styrkja þá vegna meintra eiginhagsmuna eða stundarhags ákveðins flokks. Þegar hann því allt af, hvenær sem því er hægt við að koma, tekur málstað kommúnista á innlendum sem er Iendum vettvangi, þá hlýtur að fara að verða spurning um það, hvort menn geta lengur leyft sér að álíta hann venjulegan tæki- færissinna. Til að halda völdum f forystugrein Alþýðublaðshn í gær segir: „Úrslitin í Dagsbrún Ieiða enn einu sinni athyglina að gerræði kommúnista í félaginu. SI. haust lét stjórn Dagsbrúnar kjósa 34 fulltrúa á Alþýðusambandsþing, eða fyrir 3400 meðlimi. Nú, við stjórnarkjörið eru hins vegar ekki nema 2700 á kjörskrá eða 700 færri. Hvernig getur slíkt misræmi átt sér stað? Allir sem kunnugir eru málum í Dagsbrún vita hver ástæðan er. Hún er sú, að Dagsbrúnarstjórnin óttast það að í hópi þeirra 700 félaga, sem ekki fengju að kjósa nú, séu flest ir henni andsnúnir. Þess vegna eru þeir hafðir á „aukameðlima- skrá“ og fá ekki að kjósa. Ótald- ir eru þá f jölmargir verkamenn, sem alls ekki eru í Dagsbrún, af því að stjórn Dagsbrúnar hefur engan áhuga á að taka þá inn f félagið. Stefna Dagsbrúnarstjórn- arinnar er að hafa fáa í félaginu. Það er vissast til þess að halda völdum“. Spurningu ósvarað Þjóðviljamenn: Þið hafið gleymt að svara smáspurningu, sem varðar hann Hannibal með- an hann var ráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.