Morgunblaðið - 01.02.1961, Síða 11

Morgunblaðið - 01.02.1961, Síða 11
Miðvikudagur 1. febr. 1961 MORGVISBLAÐIÐ 11 Trausti Ólatsson prófessor Minningarorð TRAUSTI ÓLAFSSON andaðist 23. f. m. nær sjötugur að aldri, og eru þá fallnir allir þeir, eem við gömlu sveitungar hans kölluðum Breiðvíkinga. Frófessor Trausti var tengd- ari æskusöðvum sínum en al- gengt er og sýndi það greini- lega í verki. Því er rétt að minnast hér þess byggðarlags, þar sem hann var borinn og barnfæddur. Norðaustan við Látrabjarg eru 3 víkur, Látravík, Breiðavík og Kollsvík. Víkumar eru opn- ar móti úthafi, en að nokkru leyti í skjóli hárra fjalla, sem liggja milli þeirra. Frá þessum víkum hefur verið róið til fiskj- ar frá landnámstíð, og síðustu áratugina, sem árabátar voru hafðir í verstöðvum, um og eft- ir síðustu aldamót, var mikið útræði frá öllum víkunum. Sóttu þaðan sjó bændur úr Rauðasandshreppi og nærliggj- andi sveitum. Þar var skammt á fiskimið og oftast fiskisæld. Víkumar voru ekki grösugar og landbúnaður því ekki mikill, en sjórinn var gjöfull. Um síðustu aldamót sóttu menn fast sjóinn á árabátum sínum og hefur það vafalaust stælt unga menn í þessu byggðarlagi, bæði líkam- lega og andlega. Prófessor Trausti var fæddur í Breiðuvík 22. júní 1891 og var sonur hjónanna Ólafs bónda þar Ólafssonar og Sigríðar Trausta- dóttur, smiðs á Patreksfirði og víðar, Einarssonar. Voru for- eldrar prófessors Trausta komin af merkum bændaættum í Barðastrandarsýslu. Trausti var barn að aldri þeg- ar faðir hans féll frá. Hann lézt 1898 úr mannskæðri lungna bólgu, sem þá geisaði í hér- aðinu. Mér er sagt, að Ólafur Ólafsson bóndi í Breiðuvík hafi verið atorkumaður, greiðvikinn og vinsæll. Ekkjan í Breiðuvík, Sigríður Traustadóttir, var aðeins 27 ára gömul, er bóndi hennar lézt, en börnin voru 5 og öll í æsku. Hún hélt búi sínu áfram, tók ótrauð upp baráttuna fyrir framfærslu barna sinna og kaus þeim engan stjúpföður. Það var mikið afrek hjá þessari ungu konu að sjá bömum sínum eins vel farborða og hún gerði. — Sigríður Traustadóttir var mik- ilhæf kona. Öll voru börnin efnileg, en 1 móðurgarði reyndi mest á þrjá elztu synina, Guðmund, Trausta og Harald. Þeir voru afburða duglegir, bráðþroska, rammir að afli, lærðu snemma að bjarga sér og færðu móður sinni mikla björg í bú úr sjón- um. Á uppvaxtarárum sínum voru þessir þrír bræður kallaðir Breiðvíkingar og þótti sveitung- um þeirra nafnið hæfa þeim á fleiri en einn veg — og svo mikil farsæld fylgdi búi ekkj- unnar í Breiðuvík, að heimili hennar var allt af meira veit- andi en þiggjandi í viðskiptum. tfr þessum grunni óx Trausti Ólafsson og við þessar aðtæð- ur ólst hann upp. — Ég tel víst, að þessi harða lífsbaráttu hans í æsku hafi mótað skapgerð hans. Hann beitti atorku og elju alla ævi. Breiðvíkingarnir Guðmundur eg Haraldur héldu áfram sjó- sókn fram á fullorðinsár og voru fengsælir og ágætir sjó menn, en guldu að lokum Ægi gjafir hans með lífi sínu. Þeir fórust saman í fiskiróðri frá Vestmannaeyjum 9. janúar 1926. — Þar féllu dugmiklir og góðir drengir fyrir aldur fram. Trausti fylgdi bræðrum sín um fast til sjósóknar á upp- vaxtarárunum, en hugur hans stóð til náms og fræðiiðkana, enda bar snemma á óvenjuleg um hæfileikum hans til náms. Breiðavík er kirkjustaður í Sauðlauksdalspre_stakalli og var faðir minn, Þorvaldur Jakobs- son, sóknarprestur í Sauðlauks- dal á uppvaxtarárum Trausta, fermdi hann og kenndi honum í fáeinar vikur undir skóla. Sagði hann mér, að Trausti væri meðal beztu námsmanna, sem hann hefði þekkt, bæði vegna hæfileika til náms og ástundunar. Ástæður voru að sjálfsögðu þannig heimafyrir, að Trausti gat ekki snemma hafið skóla- nám. Hann stundaði fyrst nám við gagnfræðaskólann á Akur- eyri og síðar við menntaskól- ann í Reykjavík og stytti sér þá leið með því að lesa á einum vetri námsefni 5. og 6. bekkjar, en lauk þó stúdentsprófi með hárri 1. einkunn árið 1915. Sama ár fór hann utan og hóf nám í efnaverkfræði við Den poly- tekniske Læreanstalt í Kaup- mannahöfn og lauk þar prófi 1921 með hárri ágætiseinkunn. Hefur enginn íslendingur fyrr né síðar lokið prpfi frá þess- um virðulegu skóla með svo hárri einkunn. Á námsárunum í Kaupmanna- höfn sótti Trausti námið með þeirri atorku og því kappi, sem honum var eiginlegt, og þar hygg eg, að þessi hrausti dreng- ur hafi ofboðið sér, því eftir Hafnarárin var hann ekki eins heilsuhraustur og áður. Þegar að loknu námi tók Trausti til starfa heima á ís- landi. Biðu hans hér mörg verk- efni, og fyrstu árin eftir heim- komu hans var hann eini efna- verkfræðingurinn hér á landi. Of langt mál yrði að skýra hér frá störfum hans í heild, og verður aðeins fátt eitt nefnt af þeim störfum, sem hann gegndi. Hann var forstöðumaður efna- rannsóknarstofu ríkisins 1921— 1937, forstjóri Atvinnudeildar háskólans 1937—1940 og deildar- stjóri iðnaðardeildar Atvinnu- deildar háskólans 1937—1946. Jafnframt var hann kennari við læknadeild háskólans 1921—1958 og við verkfræðideild háskólans 1941—1958. Auk þessara em- bættisstarfa vann Trausti mörg önnur trúnaðarstörf fyrir þjóð- félagið. Hann var yfirlýsismats- maður frá 1934, forstöðumaður efnarannsóknarstofu Síldarverk- smiðja ríkisins á Siglufirði sum- urin 1930—1937, formaður bygg- ingarnefndar Síldarverksmiðja ríiksins 1945—1947 o. fl. o. fl. Af einkastörfum Trausta má nefna, að hann var einn af stofn endum málningarverksmiðjunn- ar Hörpu h.f. í Reykjavík árið 1936 og í stjórn verksmiðjunn- ar fré stofnun hennar. Trausti Ólafsson var kjörinn félagi í Vísindafélagi íslendinga árið 1925 og var sæmdur pró- fessorsnafnbót árið 1945. Prófessor Trauti skrifaði margar fræðilegar ritgerðir í innlend og erlend tímarit um íslenzkar efnarannsóknir, um síldariðnað, um rannsóknir á innlendum einangrunarefum o.fl. Ennfremur skrifaði hann kennslubók í efnagreiningu, sem kom út árið 1931. Síðasta ritverk hans og hið umfangs- mesta er allstór bók — Kolls- víkurætt — sem út kom á síð- astliðnu ári. Er þar rakin ætt höfundarins og frændfólks hans. Sýnir það tryggð hans við æsku stöðvar og ættfólk. Þetta verk var honum ríkt í huga síðustu æviárin, og ánægjulegt var, að honum auðnaðist að Ijúka því áður en hann féll frá. Sérhver lýsir sjálfum sér í verkum sínum, og ég er í engum vafa um, að öll verk Trausta hafa verið unnin með vandvirkni, vel hugsuð og vel gerð. Trausti kvæntist árið 1921 eft. irlifandi konu sinni Maríu, dóttur Peters Samuelssens, bakarameist ara í Klakksvík í Færeyjum. Frú María var honum traustur lífsförunautur og þá beztur þeg- ar mest reyndi á. Þau eignuðust 4 börn, sem öll eru á lfi. Börn þeirra erú : Sigríður Ása, B. A. frá Há- skóla íslands. Pétur, læknir í Reykjavík. Jóhanna, stúdent. Ólafur, við nám erlendis. — • — Eg hefi hér skýrt frá atorku og öðrum ágætum hæfileikum prófessors Trausta Ólafssonar. Hann var óvenjulega mikill elju- maður og unni sér varla hvíldar frá störfum, enda skilaði hann miklu dagsverki. Félagsmálum sinnti hann lítið, en var gildur maður þar sem hann skipaði rúm sitt. Hversdagslega var hann fá- skiptinn, en gat verið glaður og reifur í hópi góðra vina. Á ég minningar um margar ánægju- legar stundir á heimili hans og þegar við áttum samfundi þar, sem ekki biðu hans störf, því vinnan var honum fyrir öllu. En það set ég þó framar öllu öðru, að Trausti var drengur góður, hreinskiptinn og trygglyndur, og nú að leiðarlokum minnist ég með þakklæti 60 ára vináttu hans og bið fjölskyldu hans blessunar. Finnbogi R. Þorvaldsson. V® TrL, 6MSso„„ prófessors, hvarflar hugurinn gjarnan til liðins tíma, og til þeirra aðstæðna, sem þessi braut ryðjandi á sviði efnarannsókna og efnafræðilegra viðfangsefna átti við að búa í upphafi. Hvern- ig hann vann fræðigreininni sess og með starfi sínu, skapaði henni þá starfsaðstöðu, sem við hinir yngri höfum fengið í arf til ávöxtunar. Trausti Ólafsson var annar í röðinni þeirra íslendinga, er helguðu sig störfum á sviði efna fræði. Han lauk prófi frá Tekn- iska Háskólanum í Kaupmanna- höfn vorið 1921. Þá þegar, eða 1. júlí 1921, tók hann við starfi forstöðumanns Efnarannsókna- stofu ríkisins. Starfsemi efnarannsókna á þess um árum var ekki stór í sniðum að ytra búnaði og starfseminni þröngur stakkur skorinn um mannskap, til að framkvæma at- huganir, sem hugur víðsýnna og sérmenntaðra athafnamanna stóð til að kanna. Verkefnin blöstu við hvarvetna. Þjóðin var að vakna til átaka. Framfaraskeið í íslenzkri verkmenningu var að hefjast. Ummæli prófessors Trausta um vinnuaðstæður fyrirrennara sins Ásgeirs Torfasonar (Skýrsla Iðnaðardeildar 1947—1956) munu og eiga við um starfsaðstöðu hans í upphafi. í greininni segir: „Það er mikill aðstöðumunur hjá manni, sem gera þarf sjálfur hvert einasta handtak og kryfja til mergjar hin ólíklegustu við- fangsefni við fremur slæm skil- yrði að því er tæki og útbúnað snerti, og mörgum mönnum, sem vinna saman og geta skipt með sér verkefnum svo takmarkað kemur í hvers hlut“. Með þetta í huga, sem og það, að í hlut brautryðjandans Trausta Ólafssonar féllu margvís leg önnur embættisstörf og op- inber erindrekstur, hljóta afköst hans í fræðigrein sinni að vekja aðdáun. „Reyndin varð lika sú, að ýmsar tilraunir eða rannsókn- ir voru hafðar í gangi, ef svo stóð á, fram eftir kvöldum. Við þetta gátu afköstin orðið nokkru meiri en annars hefði orðið“. Þannig hljóðar látlaus frásögn prófessors Trausta í fyrrnefndri ritgerð. Með stofnun Atvinnudeildar Háskólans, sem var stórhuga framkvæmd á erfiðum tímum hefir atorkumaðurinn prófessor Trausti Ólafsson séð langþráðan draum rætast og merkum áfanga náð. Iðnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans, sem Efnarannsókna- stofa ríkisins var meginkjarninn í, var ætlað stórt hlutverk og starfsaðstaða öll var stórbætt. Starf Efnarannsóknastofu rík- isins undir forystu prófessors Trausta hefir örugglega veiið driffjöður að baki þessara íram- fara. Gildi rannsókna á efna- fræðilegu og tæknilegu sviði var þjóðinni ljós fyrir atbeina braut- ryðjendanna á þessum sviðum. Prófessor Trausti Ólafsson tók við forstjórn Atvinnudeildar Há- skólans þegar í upphafi og hafði þannig einnig áhrif á þróun ann- arra deilda stofnunarinnar, Bún- aðardeildar og Fiskideildar. Þessi ráðstöfun sýnir vel það álit, sem hann naut, sem og fjölmörg trúa* aðarstörf önnur sem honum voru falin. Fjölhæfni hans og atorku- semi voru óumdeilanleg. Með breyttri skipan um yfirstjórn stofnunarinnar árið 1940 varS prófessor Tr'austi forstöðumaður Iðnaðardeildarinnar og gegndi því starfi þar til 1946 er hann hvarf að kennslustörfum ein- göngu, við Háskóla íslands. Hér verður ekki gerð tilraun, til að rekja hið fjölbreytilega og umfangsmikla starf próféssors Trausta, þess er engin kostur í stuttri kveðjugrein. Sá er þetta ritar hóf starf við Iðnaðardeild skömmu áður en prófessor Trausti hvarf frá stofn uninni, og hafði því ekki kynni af starfi hans sem samstarfs- maður. Góð kynni tókust þó. —• Prófessor Trausti var enn starf- andi í háskólahverfinu og fylgd- ist af áhuga með því sem gerðist í stofnuninni, sem hann hafði grundvallað. Hann bar hlýjan hug til þeirrar starf semi, sem þar fór fram. Prófessor Trausti var maður traustur til orðs og æðis. Hann var hlýr og léttur í skapi á góðri stund. Hann var drengur góðux. Atvinnudeild Háskólans, Iðn- aðardeild sendir konu hans frú Maríu, börnum hans og tengda- börnum innilegustu samúðar- kveðjur. Iðnaðardeild þakkar brautryðj andanum prófessor Trausta Ólafs syni víðfemt og gifturíkt starf í þágu efnarannsókna á íslandi. Blessuð sé minning hans. Jóhann Jakobsson. Vantar nú þegar tvo laghenta menn til iðnaðarstarfa. Gott kaup. Uppl. í síma 19022 eftir kl. 6 í dag. 2ja til 3ja herbergja ÍBÚO óskast til leigu til eins árs. Fyrirframgreiðsla Kemur til greina. Uppl. í síma 18788 frá kl. 1—4 e.h. Utgerðarmeiin Vanur maður með réttindi, óskar eftir stýrimanns- plássi á góðum bát á komandi vertíð. Tilboð merkt: „Stýrimaður — 1385“ sendist Mbl. fyrir föstudags- kvöld. Einbýlishús Fokhelt einbýlishús á góðum stað við Silfurtún til sölu. Byggt eftir nýjustu tízku. Nánari upplýsingar gefur Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðinundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, Guðinundar Péturssonar, Aðalstræti 6 símar 1-2002, 1-3202, 1-3602. 7 herb. íbúð Til sölu við Laugarnesveg 7 herb. nýleg íbúð í par- húsi á I. hæð eru 2 herb., eldhús og W.C. á 2. hæð 3 herb. og bað. í kjallara eru 2 herb., W.C. og eld- húskrókur. Bílskúrsréttur. MÁLFLUTNINGS- OG FASTEIGNASTOFA Sigurður Reynir Pétursson, hrl. Agnar Gústafsson, hdl. Björn Pétursson, fasteignaviðskipti Austurstræti 14. II. — Símar 19478 og 22870.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.