Morgunblaðið - 01.02.1961, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 01.02.1961, Qupperneq 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 1. febr. 1961 fflrggifttMáfrifr Utg.: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, simi 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson, Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Asknftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. X lausasölu kr. 3.00 eintakið. ,Atuagagdliutif' 100 ára I MIKILVÆGT BRAUTRYÐJENDA- STARF ÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrysti- húsanna hefur unnið mikilvægt brautryðjenda- starf á sviði fisksölumálanna. Merkur þáttur í því starfi er stofnun verksmiðja og fisk- iðnaðarfyrirtækja erlendis, sem vinna að því að mat- reiða íslenzkan fisk og dreifa honum til neytenda. Slík fyr- irtæki hefur Sölumiðstöðin stofnað í Bandaríkjunum, Bretlandi og Hollandi. Hafa þau átt ríkan þátt í því að ryðja þessum þýðingarmiklu íslenzku afurðum braut inn á markaðina og skapa þeim vinsældir. Hér heima hafa kommún- istar og aðrir hlaupagikkir reynt að gera þennan rekst- ur sölusamtaka útvegsins er- lendis tortryggilegan í aug- um þjóðarinnar. Hefur verið látið liggja að því, að í sam- bandi við hin erlendu fyrir- tæki Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna þrifist alls kon ar brask, gjaldeyrissvik og sukk. Hér í blaðinu hefur sú skoðun áður verið látin íljós, að auðvitað megi gagnrýna stjórnendur Sölumiðstöðvar- innar eins og aðra menn fyr- ir ýmsar ráðstafanir þeirra. Þeir eru ekki alvitrir frekar en aðrir. Hitt er óhætt að fullyrða, að í stórum drátt- um þá hefur einmitt stofnun hinna íslenzku verksmiðja erlendis orðið íslenzkum sjávarútvegi og fiskiðnaði að stórkostlegu gagni. Allar upplýsingar um stofnkostnað og rekstur þessara fyrir- tækja hafa legið fyrir aðal- fundum Sölumiðstöðvarinn- ar og má segja að reikningar fyrirtækjanna séu opinber plögg. Gjaldeyriseftirlit ís- lenzkra banka fylgist einnig að sjálfsögðu með gjaldeyr- isviðskiptum fyrirtækjanna. íslenzkir sjómenn og út- vegsmenn þurfa mjög á því að halda að afurðum þeirra sé komið í sem bezt verð. Þeir þurfa á góðum og ör- uggum mörkuðum að halda. Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna hefur unnið af kappi að sköpun slíkra markaða og hagkvæmri dreifingu afurð- anna. Fyrir það verðskuld- ar hún þökk alþjóðar. Róg- ur kommúnista um þessi sölusamtök útvegsins á ekk- ert skylt við heilbrigða og sjálfsagða gagnrýni. Tilgang- ur rógsins er heldur ekki að byggja upp og bæta um, heldur að rífa niður ogskapa erfiðleika og illindi. HREINSKILNIS- LEG RÆÐA IZENNEDY, Bandaríkjafor- seti, hefur haldið fyrstu ræðu sína á þingi um ástand og horfur í Bandaríkjunum. Það væri synd að segja, að hann hafi málað ástandið of björtum litum. Þvert á móti talaði hann af mikilli hrein- skilni og taldi að þjóðin væri stödd á örlagaríkum tímamótum. Hann kvað fjár- hagsástand ríkisins vera al- varlegt. Hann tæki við völd- um eftir að kreppa hefði ríkt í 7 mánuði, viðskiptadeyfð í 3V2 ár, samdráttur hefði ver- ið í fjármálum landsins und- anfarin 7 ár, tekjur landbún- aðarins farið minnkandi und- anfarin 9 ár og gjaldþrot aldrei verið fleiri síðan á dögum kreppunnar miklu á árunum 1930—40. Loks væru hálf sjötta milljón manna nú atvinnulausir í Bandaríkjun- um. Kennedy var ekki mikið bjartsýnni á ástandið þegar hann ræddi um utanríkismál- in. Kommúnistar hefðu náð fótfestu á Kúbu', yfirgangur kínverskra kommúnista ógn- aði friðnum í Asíu og bæði Sovét-Kína og Sovét-Rúss- land stefndu að heimsyfir- ráðum. 1 kosningabaráttunni lagði Kennedy mikla áherzlu á það, að álit og vegur Banda- ríkjanna út á við hefði aldrei verið minni en einmitt nú. Þannig er þá ástandið í Bandaríkjunum þegar yngsti forseti, sem þar hefur setið að völdum, tekur við. Trú- lega finnst fyrrverandi stjórnarflokki að hann hafi hér málað ástandið nokkuð dökkum litum. Eisenhower forseti sagði fyrir skömmu að Bandaríkjamönnum hefði aldrei liðið eins vel, og aldrei búið við eins mikla velmeg- un eins og á 8 ára stjórnar- tímabili hans. Hann benti einnig á þá staðreynd, að á þessu tímabili hefði fram- sókn kommúnista í heimin- um verið stöðvuð og heims- friðurinn verið tryggður, þótt eldar loguðu á stöku stað. Af ræðu Kennedys verður það ljóst, að hann telur sér ærinn vanda á höndum. En hann er reiðubúinn til þess að hefja glímuna við þann vanda. En ýmislegt bendir til þess að lýsing hans á EXTT helzta blað nágranna okkar, Grænlendinga, heitir því óframberanlega nafni „Atuagagdliutit“. Þetta blað er engin dægurfluga. Það er komið á virðuleikaaldurinn og vel það, því að það fagnaði 100 ára afmæli sínu á dögun- um. ★ Afmælisblaðið 1 tilefni aldarafmælisins var gefið út mikið og glæsilegt há- tíðablað, hvorki meira né minna en 112 blaðsíður að stærð. I því birtist fjöldi fróð legra greina um sögu blaðs- ins og blaðaútgáfu á Græn- landi almennt. Þar segir m. a. frá því, er „Atuagagdliutit“ var sameinað „Grænlandspóst inum“ fyrir átta árum en það blað var eingöngu skrifað á (Fyrir þá, sem ekki vita, skal þess getið, að það er eitt helzta blaðið í Grœnlandi) dönsku. Ritstjóri „Atuagagdlit tit“ hefir síðan verið danskur, en blaðið verið skrifað bæði á dönsku og grænlenzku. Þá er það upplýst í afmælisblaðinu, að 24 önnur blöð séu gefin út í ýmsum byggðum Grænlands. Þetta eru engin stórblöð, en gegna sínu hlutverkl eftir beztu getu, víða við hinar erf- iðustu og frumstæðustu að- stæður. Blöð þessi eru gefin út í þetta 125—650 eintaka upplagi. Þessí mvnd sýnlr forsíðuna á afmælisblaðinu. ástandinu í innanríkismálum Bandaríkjanna muni ekki verða til þess að bæta sam- búðina milli tveggja hinna stóru stjórnmálaflokka lands ins. ★ Afmælisgjöf Grænlenzk blöð eru yfirleitt ekki mikið myndskreytt, en afmælisblað „Atuagagdliutit" er þó prýtt fjölda mynda — og er það að þakka afmælis- gjöf til blaðsins frá græn- lenzka landsráðinu: mynda- mðtavél, sem kostaði 50 þús- und danskar kr., eða 270— 280 þús. ísl. kr. — Er nú mik- ill hugur í ritstjórn „Atua- gagdliutit" að gera blaðið betur úr garði og fjölbreytt- ara en hingað til. AUKNING MJOLK- URFRAMLEIÐSL- UNNAR F'RAMSÓKNARMENN eru * fokreiðir yfir þeim upp- lýsingum Morgunblaðsins, að mjólkurframleiðslan jókst á árinu 1960 um hvorki meira né minna en 6 millj. lítra. Tíminn hefur látið að því liggja, að viðreisnarstefna nú verandi ríkisstjórnar hafi þegar á fyrsta ári sínu dreg- ið stórkostlega úr fram- leiðslu landbúnaðarafurða og skapað kyrrstöðu og öng- þveiti í landbúnaðarmálum. Þetta er auðvitað hrein blekking. Bændur hafa hald- ið áfram framkvæmdum, ræktun og uppbyggingu á jörðum sínum með eðlileg- um hraða. Mjólkurframleiðsl- an hefur aukizt stórkostlega. Bændur hafa að sjálfsögðu átt við erfiðleika að etja vegna hækkandi byggingar- kostnaðar og hækkaðs verð- lags á ýmsum nauðsynjavör- um búanna. En óhætt er að fullyrða, að þeir erfiðleikar sem þeim sköpuðust með efnahagsmálaráðstöfunum nú verandi ríkisstjórnar séu aðeins brot af þeim vanda, sem „bjargráð“ vinstri stjórn arinnar sköpuðu þeim vorið 1958. Bændur skilja það áreið- anlega vel, að þær viðreisn- arráðstafanir, sem nú hafa verið gerðar voru óhjá- kvæmilegar. Ef verðbólgu- alda vinstri stjórnarinnar hefði verið látin brotna á þjóðinni, hefði það þýtt hrun og bágindi, sem ekki hefði síður bitnað á bændastétt- inni en öðrum landsmönnum. Nýtt, grœit- lenzkt frímerki ÚR því að við erum byrjuð að tala um grænlenzk efni, finnst okkur ekki úr vegi að segja þeiim, sem safna frí- merkjum, að hinn 16. marz nk. er von á nýju, grænlenzku merki. (Auðvitað gerum við okkur Ijóst, að hinir „stóru“ á sviði frímerkjasöfnunar vita allt um þetta nú þegar, — við erum sem sagt ekki að gefa í skyn, að þeir fylgist ekki með í grein sinni- ☆ Hér er um að ræða 35 aura merki, allstórt — og eru 50 merki í örkinni. Teikninguna gerði Grænlendingurinn Jens Rosing, en útlit merkisins má sjá á meðfylgjandi mynd. Ekki hefir enn verið ákveðið í hvaða lit það verður prentað. — Teiknarinn hefir sótt „mó- tív“ sitt í bumbudansana svo nefndu, sem Eskimóar hafa stundað, í mismunandi mynd- um . 1 Angmagssalik hafa dansar þessir gengið undir nafninu „Uvajerneq", en teikn ing Rosings á að sýna aitriði úr dansinum „Nalíkáteq“. — Hann er byggður á eftirfar- andi þjóðsögn: ☆ „Særlngamaðurlnn tók sér ferð á hendur til tunglsins til þess að reyna að fá Tungland- ann, sem réð yfir veiðidýr- um, svo sem Móðir hafsins, til þess að gefa góða veiði. A leið inni varð særingamaðurinn að fara fram hjá norninni Nalíká teq, sem reyndi með alls kyns skrípalátum og glensi að koma honum til að hlægja. Ef henni tókst það, réðst hún á hann Og skar úr honum lungun með bumbustaf sínum, sem var stór hnífur“. 1 „Nalíkáteq“-dansinum bar særingamaðurinn óhugnan- lega útskorna trégrímu, og við belti hans var hengdur haus af hundi (sjá myndina). ☆ Samkvæmt þvi, sem vlð les- um í dönskum blöðum, eiga þeir, sem vilja fá umslög með þessu frímerki stimpluð á út- gáfudegi, 16. marz, að senda umslög sín eftir 20. febrúar til: „Den kgl. grönlandske Handel, Grönlands postvæsen, Strandgade, Köbenhavn K“. — Hins vegar má ekkj senda umslögin beint til póststöðv- arinnar í Syðra-Straumfirði á Grænlandi, þar sem þau verða stimpluð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.