Morgunblaðið - 01.02.1961, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 1. febr. 1961
MORGU1SBLAÐIÐ
17
Frú Nikolma Þorsíeinsdóttir
Minning
Faedd 24. júní 1880
Dáin 23. jan. 1961
Á JÓNSMESSUDAGINN sl. sum-
ar og reyndar fleiri daga, er á
eftir fóru, var mikil hátíð á heim
ili þeirra mæðganna Nikulínu og
Sigríðar dóttur hennar, Sólvalla
götu 8 hér í borg. Var þessa daga
stöðugur straumur vina og vanda
manna, sem komu til þess að
árna Nikulínu heilla og gleðja
hana á áttræðisafmæli hennar.
Það var ánægjulegt að sjá Niku-
línu fagna gestum sínum, tein-
rétt og prúðbúin og svo ung á að
líta, að með ólíkindum var. Þá
Var ekki síður unun að sjá lang-
ömmubörnin hennar eins og hirð
um drottningu sína, bíða þess
eins að geta gert eitthvert viðvik
fyrir ömmu, geta glatt hana á
einhvern hátt. Barnsleg augu
þeirra ljóma í allri sinni fegurð,
er þau líta á ömmu og gesturinn
finnur, að æska og elli eru hér
sameinuð á hinn innilegasta hátt.
Hið eina, sem skyggði á gleði
afmælisbarnsins í þessum fagn-
aði, var, að heyrnin hafði á síð-
<ustu árum, dvínað smátt og
smátt, svo að henni var varnað
að heyra mál manna, nema að
litlu leyti. Var henni það mikil
raun, þótt hún bæri það mein
með mestu hugprýði.
Nú eru dagar þessarar vinkonu
okkar allir. Getum við samglaðst
henni að vera laus úr líkansviðj-
um, því svo erfiður var hagur
hennar orðinn. Hún veiktist
skyndilega þann 23. sept. í haust
og var upp frá því í sjúkrahúsi,
þar til yfir lauk. En rík var þráin
eftir að komast heim til dóttur
sinnar á hið vistlega heimili
þeirra.
Nikulína Jónína hét hún fullu
nafni, fædd í Hafnarfirði og þar
upp alin. Voru foreldrar hennar
Þorsteinn Guðmundsson og kona
hans Guðrún Guðnadóttir í Brú-
arhrauni.
Þorsteinn var sjómaður, þar
fæddur og upp alinn. Hann
drukknaði af þilskipi í hafi 12.
ágúst 1898. Foreldrar hans
bjuggu einnig í Brúarhrauni, þau
Guðmundur Jónsson sjómaður og
íkona hans Guðfinna Nikulásdótt-
ir bónda í Laugarnesi við Reykja
vík (1816), síðar lengi verzlunar-
maður í Hafnarfirði, Sigurðsson-
ar bónda í Vatnsskarðshólum í
Mýrdal, Magnússonar kóngs-
smiðs í Vestmannaeyjum, Sig-
urðssonar. Nikulás var bróðir Ein
ars bónda á Vilborgarstöðum í
Vestmannaeyj um föður Árna al-
þingism. s.st. Kona Nikulásar var
Kristín f. um 1779, d. 1861 Þor-
steinsdóttir bónda í Vatnsskarðs-
hólum, Eyjólfssonar. Var Þor-
steinn fjórkvæntur og mikill ætt
foálkur frá honum kominn. Fyrsta
kona hans og móðir Kristínar,
var Karitas Jónsdóttir Scheving
stjúpdóttil séra Jóns prófasts
Steingrímssonar. Guðrún, móðir
Nikulínu, var dóttir Guðna
Guðnasonar sjómanns í Hafnar-
firði og konu hans Margrétar
Jónsdóttur í HamarskotH Hafnar
firði, Jónssonar, en kona Jóns í
Hamarskoti, var Kristín Velding
alsystir önnu Katrinar konu
Steindórs skipherra í Hafnar-
firði Waage, en þau voru foreldr
ar önnu Kristínar móður Jo-
hönnu konu Þorgríms læknis
Þórðarsonar, tengdafor. minna.
Guðrún og Jóhanna voru því þre
menningar að frændsemi og vin-
konur. Bar fundum þeirra oft
eaman eftir að Guðún flutti til
Keflavíkur til Ólafs sonar síns,
sem var verzlunarstjóri Duus-
verzlunar í Keflavík. Yngri son-
ur Guðrúnar var Sigurður, er
lengi rak rammaverzlun við
Freyjugötu i Reykjavík. Er hann
nú einn á lífi af þremur börnum,
Guðrúnar og Þorsteins.
Nikulína giftist rúmlega tvi-
tug Þorsteini sjómanni og mat-
reiðslumanni í Hafnarfirði f. 27.
maí 1871 d. 3. apríl 1951, Jóns-
syni í Straumi í Hraunum Níels-
syni bónda í Stóra-Nýjabæ við
Krísuvík, Sigurðssonar bónda í
Suðurkoti í Krísuvík (1816)
Jónssonar. Bjuggu þau, Niku-
lína og Þorsteinn í Brúar-
hrauni, æskustöðvum hennar,
fyrstu búskaparárin unz þau
fluttu til Reykjavíkur 1910, stóð
heimili þeirra eftir það hér í
borginni. Þeim hjónum varð
þriggja barna auðið, en þau eru
Sigríður verzlunarkona, Þor-
steinn sjómaður, kvæntur Vero-
niku Konráðsdóttur sjómanns í
Stykkishólmi Konráðssonar, er
hún fjórði maður frá Konráði
lækni í Bjarnarhafnarkoti, bróð-
ur Gísla Konráðssonar. Þau hjón
eiga fjögur uppkomin börn.
Yngstur systkinanna er Guðni
byrgðarvörður á m.s. Gullfossi.
Sigríður hélt heimili með for-
eldrum sínum og síðar með móð-
ur sinni eftir að faðir hennar féll
frá. Synir hennar tveir, Baldur
og Björn Gíslasynir lögfræðings
frá Steinnesi, Bjarnasonar, ólust
þar upp við mikið ástríki ömmu
og afa. Björn litli lézt á jóla-
nóttina 1936 í Lanösspítalanum,
þá á fjórða ári, fallegur efnis
drengur og frábær að andlegum
þroska, svo að vinir hans
gleymdu því hve ungur hann var
að árum. Um minningu hans leik
ur sá ljómi, sem aldrei slær fölva
á. Baldur Gíslason er verzlunar-
maður og býr hér í borginni.
Hann er kvæntur Áslaugu Sigurð
ardóttur prests í Holti undir Eyja
fjöllum Einarssonar. Hafa þau
hjón, ásamt Sigríði, verið sem
einn maður um að gleðja og hlúa
að Nikulínu og langömmubörnin
voru augasteinn hennar.
Nikulína var mesta myndar-
kona, há og grönn á yngri árum
og vel vaxin með mikið fallegt
brúnt hár, sem hún greiddi ætíð
vandlega. Hún var alltaf snyrti-
lega klædd, þótt á hversdagsbún-
ingi væri, prýðilega vel verki far
in að hverju sem hún gekk. Var
það allt með miklum myndar-
brag. Hún var vinum sínum
tryggðartröll, hjálpfús og greið-
vikin og glöð í vinahópi. Niku-
lína hafði yndi af að ganga úti
sér til hressingar, enda hélt hún
þeim sið svo lengi sem hún hafði
orku til. Hún hafði fyrr á árum
unnið alls konar útivinnu, eins
og þá var títt og mundi því tím-
ana tvenna, hún hafði gaman af
að rifja upp minningar frá göml
um árum og Fjörðurinn hennar
átti í henni ítök sem aldrei
brustu. Umhyggja hennar fyrir
börnum, barnabörnum og lang-
ömmubörnum var sívakandi til
hinstu stundar. Orð um það voru
kannske ekki mörg, en þeir sem
þekktu hana bezt vissu ótal
dæmi, er sönnuðu það betur en
nokkur orð. í þeim hugblæ leið
hún úr þessum heimi eins og ljós
sem dvín.
Marta Valgerður Jónsdóttir.
Jón Nordquist
Jónsson — Kveðja
í DAG verður til moldar borinnt
Jón Nordquist Jónsson frá ísa-j
firði. Það er ekki á mínu færi að
rita minningargreinar, og væri
betra að tungan gæti talað hvað
hjartað hyggur.
Jón fæddist 18. nóvember 1895
í Bolungarvík. Foreldrar hans
voru þau Sigríður Guðmundsdótt-
ir, ættuð frá Snæfjallaströnd, og
Jón Jónsson frá Ljótunnarstöð-
um, sem var einn af fengsælustu
og duglegustu formönnum í Bol-
ungarvík, en sneri sér síðar að
kaupmennsku og rak verzlun um
skeið.
Faðir Jóns lézt af slysförum
um fimmtugt, varð hann þá að-
eins 14 ára að aldri, að hefja
fyrirvinnu fyrir heimili móður
sinnar og yngri bróður. Fékkst
hann aðallega við sjómennsku og
var meðal annars formaður á
smærri bátum í Bolungarvík.
Árið 1920 giftist hann eftirlif-
andi konu sinni, Ásu Vigfúsdótt-
ur. Var hjónaband þeirra hið far-
sælasta og eignuðust þau fimm
efnis- og atorkubörn, þau: Viggó,
verkstjóra á ísafirði, Jónas, loft.
skeytamann, Evu, skrifstofu-
stúlku, og Teódór, bankastarfs.
mann á ísafirði. Eitt barnið
misstu þau hjónin, efnispilt hinn
mesta nítján ára að aldri.
Er Samvinnufélagsbátarnir
komu til ísafjarðar réði Jón sig
hjá Samvinnufélagi ísafjarðar og
flyzt síðan árið 1936 til fsafjarð.
ar. Hjá Samvinnufélagi ísafjarð-
ar var hann um tuttugu ára skeið,
end'a viðurkenndur afbragðs sjó.
maður, fengsæll og duglegur.
Ekki gat Jón hugsað sér að
vera hálfdrættingur neins staðar,
og er hann fann að hann var far-
inn að reskjast fluttist hann til
Keflavíkur árið 1953, þar sem
honum bauðst léttara starf, sem
hentaði honum betur en harðar
sjósóknir og útilegur. Starfaði
hann þar óslitið og án þess að
verða nokkru sinni misdægurt,
unzt hann kenndi sjúkdóms þess
er varð honum að aldurtila. —
Lagðist hann þá í Sjúkrahús
Keflavíkur, en þrátt fyrir hina
beztu lækna og hjúkrun vai.
sjúkdómurinn orðinn svo bráður,
að hann lézt þann 24. janúar.
Þó stiklað hafi verið hér á
helztu æviatriðum Jóns, er saga
hans þar með ekki sögð til hlít-
ar. Hann átti sér langt um stærri
og stórfenglegri sögu, sögu, sem
ekki verður lesin úr fátæklegri
minningargrein, en lærðist af
þeim sem kynntust honum og
ristir djúpt í huga þeirra.
Jón var sérlega góðum gáfum
gæddur, var hann meðal annars
mikill stærðfræðingur, sem naut
sín vel í uppáhaldstómstundaiðju
hans — bridge. Hann hafði rétt
fyrir andlát sitt unnið, ásamt
spilafélaga sínum, í tvímennings.
keppni í Keflavík.
Hvað trúmennsku og tryggð
snerti var Jón slíkur að orð fá
varla lýst, kom það jafnt fram í
starfi sem viðkynningu, og slíkur
gerðina Svan og rak hana um
nokkur ár með myndarskap.
Meðan Hólmjárn stundaði iðn-
' rekstur vann hann mikið í fé-
i lagsmálum iðnrekenda hér í
| bæ, en um þær mundir var sá
| félagsskapur að slíta barnsskón-
um.
Þó að Hólmjárn fjarlægðist
búskap um mörg ár, var hugur
hans löngum bundinn ræktun
og húsdýrum. Hann var einn af
hvatamönnunum að stofnun
Skógræktarfélags íslands og við
undirbúninginn að stofnuninni
vann hann meira en nokkur
annar af þeirri ósérhlífni, sem
honum er gefin í ríkum mæli.
Eftir þetta varð hann ritari fé-
lagsins í 25 ár samfleytt, uns
Sjotugur í dag:
H, J, Hólmjárn
BÓNDINN á Vatnsleysu í Við-
víkursveit er 70 ára í dag. Slíkt
skyldi enginn ætla, sem hér af-
mælisbamið, því að útlit hans
er sextugs manns eða yngri. —
Hólmjárn er sonur Jósefs J.
Bjöfnssonar, kennara og skóla-
stjóra á Hólum, og miðkonu
hans Hólmfríðar Björnsdóttur.
Eins og að líkum lætur lá
braut Hólmjárns í Hólaskóla
þegar hann hafði aldur til, en
þaðan hélt hann til Danmerk-
ur og lauk prófi í landbúnaði
við Landbúnaðarháskólann í
Kaupmannahöfn. Strax á eftir
varð hann kennari við Hóla-
skóla um tveggja ára skeið. —
Framgjömum og námfúsum
ungum manni þótti þessi
menntun ekki næg, og því réðst
hann aftur til utanfarar og lagði
stund á efnafræði í framhalds-
deild skólans um 3. ára skeið.
Eftir þetta mátti telja Hólm-
járn einna bezt menntaðan
allra íslenzkra búnaðarmanna.
Að námi loknu settist Hólm-
járn að í Danmörku um nokk-
ur ár. Þar stofnaði hann efna-
fræðistofu ásamt dönskum
manni, og á skömmum tíma
græddist þeim drjúgum fé.
Nokkru fyrir 1930 kom Hólm-
járn alkominn heim til íslands.
Þá stofnaði hann smjörlíkis-
elju- og dugnaðarmaður var hann
að stundum virtist hann tvíefld-
ur. —
Skapgerð hans verður bezt lýst
með þessari vísu:
Við skulum ekki víla hót
það varla léttir trega,
og það er þó ávallt búningsbót,
að bera sig karlmannlega.
Það hefur hver maður orðið
andlega ríkari, sem kynntist
þessum öðlingsmanni, þar bar
aldrei á öfund eða illmælgi í
annarra garð. Þvert á móti var
glaðværð og góðlyndi höfuðein-
kenni hans.
Sem dæmi um karlmennsku
hans vil ég geta þess að um fjór-
um klukkustundum fyrir andlát
hans kom einn spilafélagi hans i
heimsókn. Þá sagði Jón heitinn:
,,Nú segir maður algert pass“.
Hefur hann þá hugsað líkt sem
Grettir að „ekki tjáir að binda
um banasárið". Við sem eftir lif-
um segjum ekki „pass“ gagnvart
starfi hans og lífi, heldur þvert
á móti „grand“ því stór var hann
í starfi, en stórbrotnari í lífi og
anda. Slíkir menn gleymast ekki,
heldur greypast í hugum okkar
um aldur og ævi.
Eftirlifandi konu og börnum
votta ég mína dýpstu samúð, og
vona að þau viti og skilji að nú
I er hann hefur lagt upp í hina
I hinztu sjóferð, þá er henni stefnt
í þá öruggu heimahöfn, sem við
öll munum sigla til um síðir.
J. A.
hann hætti við brottflutning
sinn úr höfuðstaðnum. Fundar-
gerðir félagsins, sem fylla fjór-
ar stórar bækur, bera Hólm-
járni gott og fagurt vitni.
Hann var einnig einn af stofn
endum Loðdýraræktarfélagsins
og formaður þess um nokkur
ár. Síðar varð hann ráðunaut-
ur ríkisstjórnarinnar í loðdýra-
rækt um tíma. Þó að sá at-
vinnuvegur hafi síðar farið út
um þúfur fyrir kunnáttuleysi
og óþolinmæði á Hólmjárn
enga sök þar á. Hefði hann
mátt ráða ásamt nokkrum öðr-
um, sem vit höfðu á, væri
minka- og loðdýraræktin enn í
blóma hér á landi.
Meðan Hólmjárn bjó í Reykja
vík stundaði hann smávegis bú-
skap sum árin, og alltaf átti
hann fallega og vel alda hesta.
Sumir þeirra voru afbragðs
snillingar. Hólmjám er hesta-
mennskan í blóð borin, og var
hann snillingur í að temja
fola.
Hann var oft framarlega í
Hestamannafélaginu Fákur, og
þegar Landssamband hesta-
manna var stofnað varð hann
fyrsti formaður þess. En það
hefur Bogi Eggertsson sagt
mér, að enginn maður hafi unn-
ið ósleitilegar að stofnun þess
en Hólmjárn.
Margt fleira mætti telja upp
af málum, þar sem liðstyrks
Hólmjárns hefur notið við, því
að hann kom víða við sögu þau
rúm 30 ár, sem hann dvaldi í
Reykjavík. En hér skal staðar
numið.
Hólmjárn er óvenju fjölhæfur
maður og greindur vel. Hann
er að auki bæði verkfús og
vinnuglaður, hreinskilinn og
einarður. Þegar hann beitti sér
fyrir einhverju máli varð flest
undan að láta, uns . málið var
komið í höfn.
Fyrir rúmum 5 árum, þegar
Hólmjárn var orðinn þreyttur á
striti og önn dagsins í Reykja-
vík, tók hann sig upp og flutti
norður að Vatnsleysu og hóf
þar búskap. Þar hafði Hólm-
járn alizt upp, og þegar hon-
um tókst að fá jörðina keypta
héldu honum engin bönd leng-
ur. —
Á síðustu árum höfum við
Hólmjárn ekki sézt nema endr-
um og eins og því veit ég ekki,
hversu búskapurinn gengur hjá
honum. En hitt veit ég, að hann
hefur gert jörðinni margt til
góða, sem að notum verður í
framtíðinni.
Vil ég enda þessar línur með
því að óska honum langra líf-
daga og góðrar heilsu fram í
háa elli. Stjórn Skógræktarfé-
lags íslands hefur beðið mig
að færa honum beztu árnaðar-
óskir, og ég veit að skógrækt-
armenn um allt land munu
hugsa hlýlega til hans á þess-
um degi og minnast hins langa
og mikla starfs, sem hann hef-
ur unnið í þeirra þágu og skóg-
ræktarmálanna.
H. B.