Morgunblaðið - 01.02.1961, Page 24

Morgunblaðið - 01.02.1961, Page 24
Santa Matía — Siá bls. S. — íþróttir Sjá bls. 22 25. tbl. — Miðvikudagur 1. febrúar 1961 Engin síldveiði í gærdag en bátarnir hófu að kasta í gœrkvöldi ENGIN síldveiði var í gær- dag, en kl. 10 í gærkvöldi vor bátarnir farnir að kasta á Eldeyjarbanka. Ægir var út af Selvogi í gærdag og gærkvöldi. Þar var ekki veiðiveður, en lóðað var á talsverða síld. Fanney var út Faxi kominn á flot Þorlákshöfn, 29. janúar. VELBATURINN Fáxi, sem rak á land á Þorlákshöfn í óveðrinu um daginn, er nú kominn á flot. Undanfarna daga hafa menn frá Björgun h.f. unnið að J>ví að flytj-a bátinn úr stórgrýti í svo- kallaðri Norður-Þorlákshöfn á sandfjöru, um 100 m. leið. Gekk sá flutningur vel og stóð bátur- inn þar frám á miðjan dag í gær en beðið var eftir stórstraums- fjöru til að koma honum á flot. Kl. um 4 í gær var honum svo rennt á flot og gekk það mjög fljótt og vel. Aður en hann var settur á flot, var hann þéttur, en nokkur leki var kom- inn að honum eftir leguna í stór- grýtinu. Báturinn verður settur í viðgerð hið fyrsta. Verkfalli frestað í Keflavík SKIÍSTJÓRA- og stýrimannafél- agið Vísir í Keflavík, sem hafði boðað til verkfalls í dag, 1. febr., lákivað að fresta því til 8. febrúar næstk. þar sem unnið er nú að samningum fyrir þeirra hönd af Farmanna- og fiski- mannasambandinu annai-s vegar og Landssambandi Lslenzkra út- vegsmanna hinsvegar, en þar hafa engir samningar náðst, og á grundvelli þessa hefur þessi frestun verið ákveðin. — H.S. aí Eldey, þar sem síldin veiddist í fyrrinótt, en þar veiddust alls 8600 tunnur frá miönætti. Þar var heldur ekki veiðiveður í gærdag, en er blaðið hafði sam band við Jakob Jakobsson fiski- fræðing um 10 leytið í gærkvöldi, voru bátarnir farnir að kasta á þeim slóðum eða nokkru dýpra, rúmar 20 mílur réttvísandi V af Eldey. Einn bátur bafði tilkynnt afla sinn. Það var Hringver, sem hafði fengið 200 tunnur. Jakob sagði, að síldin væri enn sem fyrr á talsveðri hreyfingu, en þótt þeir týndu henni öðru hverju, tækist þeim alltaf að finna hana aftur. — Þetta á að kallast veiðiveður á Eldeyjar- bankanum, þar sem Fanney held- ixr sig, sagði Jakob, en hér úti af Selvogi, er ekkert veiðiveður enn. Það er aldrei nægilegur fri^ ur fyrir bátana til að veiða síld- ina, en þetta lagast vonandi. 2800 tunnur til Akraness Akranesi, 29. janúar. HINGAÐ bárust á land 2800 tunn ur síldar í dag. Aflahæstir voru þessir fjórir: Höfrungur I. 810 tunnur, Höfrungur II. 620, Sveinn Guðmundsson 614 og Sigurður AK 490 tunnur. Flestir síldarbát- anna fóru út á veiðar aftur. Oddur Rauðhólarnir bann lagt við friðlýstir og jarðraski þar Ný þingskjöl EFTIRTALIN þingskjöl hafa ver ið lögð fram á Alþingi: Frv. til sveitarstjórnarlaga, frá heilbrigð is- o.g félagsmálanefnd Ed. Frv. til laga um kirkjuorganleikara og söngkennslu í Baxma- og ungl- ingaskólum utan kaupstaða, frá menntamálanefnd Nd. Fjtv. til laga um breyting á lögum um Kirkjubyggingarsjóð, frá fjár- hagsnefnd Nd. Frv. til laga um, almenningsbókasöfn, frá mennta málanefnd Nd. Frv. til laga um kirkjugarða, frá menntamála nefnd Ed. KOMINN er til framkvæmda frið un verulegs hluta Rauðhólasvæð isins. Náttúruverndarráð birtir um þetta tilkynningu í nýút- [ kom Lögbirtingablaði og með til- kynningunni er birt kort sem sýnir hið alfriðaðo svæði, en þvi er skipt í þrjá reiti. Undanfarna áratugi hefur gíf- urleg gjalltekja verið í landi Samningafundir FUNDUR um kjör yfirmanna á bátaflotanum hófst í gærdag kl. 5 og stóð til kl. 7,30. Þá var mat- arhlé og fundur boðaður aftur kl. 9. Þá hófst einnig fundur um kaup og kjör bátasjómanna kl. 9 í gærkvöldi. Fundir stóðu yfir er blaðið fór í prentun í gær- kvöldi. íslendingar elga kost á störfum hjá SÞ SAMEINUÐU þjóðirnar hafa á- kveðið að ráða nokkra unga menn 26 ára eða yngri til starfa sem „Jxxnior Professional Train- ees“ í aðalstöðvum stofnunarinn ar í New York og skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf. Skilyrði er að umsækjendur hafj háskólapróf með 1. einkunn í lögfræði, hagfræði eða við- skiptafræði. Mjög góð þekking á erisku og/eða frönsku nauðsyn- leg. íslenzkum háskólakanditötum er gefinn kostur é að sækja um störf þessi sem miðuð eru við tveggja ára reym-lutímabil. Utanríkisráðuneyuð veitir allar nánari upplýsingar. Utanrkisráðuneytið. Rauðhóla. Rauðhólar hafa alla tíð verið taldir merkilegir og meðal merkilegustu náttúruminja á landinu. Góður afli Seyðisfirði, 29. janúar. EINS og áður hefur verið sagt í fréttum, rær einn bátur héðan, Dalaröst, 75 tonn að stærð. Afli hennar hefur verið góður undan- farið. Um helgina fór hún þrjá róðra og fékk 6—8 tonn af slægð um fiski á rúm 30 bjóð. — Um helgina leitaði hér hafnar brezk- ur togari, vegna vélabilunar. Var gert við vélina hér og hélt togarinn úr höfn héðan í gær. Sveinn Fyrri umræðu um fjárreiður SH lokið f GÆR var enn fram haldið í neðri deild Alþingis fyrri umr ræðu um þingsályktunartillögu Einars Olgeirssonar um rannsókn á fjárreiðum SH. Var fundi fram haldið í deildinni klukkan fimm og lauk umræðunni um kl. sjö. Á miðsíðu blaðsins í dag er birt ræða, sem Einar Sigurðsson flutti við umræðuna í gær. I tilkynningu náttúruverndar- ráðs í Lögbirtingi segir m. a.: „Þar sem telja verður mikilvægt að friðlýsa umrætt svæði sakir þeirra sérstæðu náttúrumyndana, gervigíga, sem þar er að finna, og fræðilegs gildis þeirra, er hér með lagt bann við gjallnámi og öðru jarðraski á svæðinu og við að raska þar nokkru. . . “. gær á bæinn og íbúa hans. Andlit litlu stúlkunnar á myndinni ljómar af innri og ytri sól, en drengurinn við hlið hennar verður - líklega seinni til að varpa af sér vetrarhýðinu og fanga hækkandi sól. Ljósmynd- ari Mbl., ÓI. K. M., tók þessa mynd niður við Tjörn, þar sem börnin voru að virða fyrir sér líf Tjarnarinnar. — Hann gleymdi að spyrja, hvað þau hétu, en það gerir sjálfsagt ekkert til, þau vita það áreiðanlega sjálf. Sjávardýrasafni verði komið upp Fiskifélagshúsinu í NÝJUM Náttúrufræðingi, sem Mbl. barst í gærkvöldi, skrifar ritlstáórinn Sigurður Pétursson, grein um Náttúrugripasafnið og gagnrýnir í greininni ýmislegt það varðandi. Hann skýrir frá því að nú sé að því unnið að koma upp safnj íslenzkra fugla, sem vafalaust verði glæsilegt. En hann gerir að tillögu sinni í grein þessari að safni íslenzkra sjódýra verði komið upp í góðu og að- gengilegu húsnæði, annað sæmi ekki fiskveiðiþjóð eins og íslend- ingum. Síðar segir Sigurður Pétursson ■að það sé tillaga sín a8 það sem Náttúrugripasafnið á af sýning. arhæfum sjódýrum, verði flutt f nýja Fiskifélagshúsið í Skúlagötu 4.. Myndi það íalla í hlut Fiski. deildarinnar að hjálpa til að koma safninu upp, efla það og annast vörzlu þess. Segir Sigurð- ur Pétursson að lokum að eink« ar vel færi á því að rannsóknar. stofa sjávarútvegsins, sem er tii húsa í nýja Fiskifélagshúsinxi, hefði innan sinna veggja safn þeirra dýra, sem íslenzkur sjáv« arútvegur byggist á.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.