Morgunblaðið - 03.02.1961, Page 1

Morgunblaðið - 03.02.1961, Page 1
24 slður með Barnalesbok 48. árgangur 27. tbl. — Föstudagur 3. febrúar 1961 Frentsmiðja Morgunblaðsins Santa María 1 höfn: mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm—mi» Bros - og tár d vöngum farbeganna, er JbeiV funau loks fast land undir fótum Recife, Brasilíu, 2. febr. — (Reuter/NTB) SVO VIRÐIST sem Santa Maria-ævintýrið, sem verið hefur aðalefni blaða og fréttastofnana um allan heim undanfarna 11 daga, sé nú hrátt á enda — og uppreisn- arforinginn Henrique Galvao og menn hans, sem tóku lystiskipið herskildi og hafa síðan siglt því í krákustígum um Atlantshafið — og nú 40 stiga frost í Bandaríkjunum j New York, 2. febrúar (NTB-AFP). Á STÓRUM svæðum i norðaust- ur- ogr miðhluta Bandaríkjanna var dagurinn í dag eínhver hinn kaldasti, sem um getur í sögu landsins. Á nokkrum stöðum mældist frost allt upp í 40 gráð- ur. I New York varð frostið mest 19 gráður. loks til hafnar hér — eigi tæpast annars úrkosti en þiggja boð Brasilíustjórnar um að hljóta hæli þar í landi sem pólitískir flóttamenn. — Skipið liggur nú á innri höfn inni í Recife, og verið er að flytja farþegana, 586 að tölu, og flesta af hinni upphaflegu skipshöfn til lands í dráttar- bátum. — Eigfendur skipsins hafa fengið úrskurð brasil- ísks undirréttar um, að það H kyrrsett og afhent . Þessum úrskurði má þó áfrýja innan níu daga — og þann tíma er ekki hægt að leggja löghald á skipið. Galvao hefur ekki fengið heimild til að taka vistir og eldsneyti í Recife — og skip- ið hefur olíuforða til aðeins fimm daga siglingar, og drykkjarvatn og matvæli um borð geta varla enzt nema fjóra daga enn. — Loks ligg- Frh. á bls. 23 X>e CauIIe alsalar sér alræ ðisvaldi París, 2. febrúar. (NTB-Reuter) CHARLES de Gaulle forseti hefir ákveðið að biðja ekki um framlengingu þess alræð- isvalds á nokkrum sviðum, sem þingið veitti honum fyrir einu ári í sambandi við janú- ar-uppreisnina í Alsír, en þingheimildin rennur út n.k. sunnudag. Forsetinn telur aðstöðu sína orðna það styrka, ekki sízt eftir sigur þann, sem hann vann í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni í Alsír og Frakklandi í byrjun janúar, að þessi vald- heimild sé nú ekki lengur nauðsynleg. Læknarnir þrír, sem veittu blaðinu upplýsingar um hálsbólguna. — Talíð frá vinstri: dr. Jón Sigurðsson, borgarlæknir, dr. Óskar Þórðarson, yfirlæknir Bæjarsjúkrahússins, og Arinbjörn Kolbeinsson, sérfræðingur í sýklarannsóknum, sem fengizt hefur við ræktun og rannsókrir á sýklunum. Pensillin heldur velli í baráttunni viö skæða hálsbdlgusýkla Rætt v/ð Jbrjá sérfræðinga um hálsbó/gufaraldur i bænum STARFSMENN Morgunblaðsins hafa ekki farið varhluta af háls- bólgunni, sem gengið hefur hér í bæ undanfarnar vikur og víðar um land. Við fórum að velta því fyrir okkur, hvort þessi háls- bólgufaraldur væri ekki skæðari en menn eiga að venjast af þess- um tiltölulega meinlausa sjúkdómi og við nánari eftirgrennslan kom í ljós að svo er. Ástæður til þess að sjúkdóm-1 áður, eru meðal annars þessar: urinn er varhugaverðari nú en I 1) Sýklarnir sem háls- Macmillan og Kennedy LONDON, 2. febr. (Reuter) — Tilkynnt var opinberlega hér í dag, að Macmillan forsætisróð- Iherra fari til Wasihington snemma í apríl nk. til viðræðna við Kennediy Bandaríkjaforseta. Kemur Macmillan væntanlega til Waslhington 3.—4. apríl. Home lávarður, utanríkisráð- herra Bretlands, mun hitta Macmillan í Washington — en forsætisráaherrann kemur við í Vestur-Indíum á leið sinni vest- ur um haf. Nýr kjarnorku- kafbátur Newport, Virginia, 2. febrúar (NTB-AFP). HER VAR hleypt af stokkunum í dag kjarnorkukafbátnum „Sam Houston". Er það 23. kjarnorku- Ikafbátur, Bandaríkjanna, og sá sjöundi af þeim, sem getur skot- ið eldflaugum af Polaris-gerð. Sjóslys í Grindavík I gær IMaður drukknaði er trilla með 3 fórst í HINU fegursta veðri, logni og glampandi sólskini, urðu allmargir Grindvíkingar í gær laust eftir kl. 3 sjónar- vottar að hörmulega sjóslysi í hinni þröngu og hættulegu innsiglingu inn í höfnina þar. Ólag reið á trillubát, sem var að koma úr róðri og færði hann í kaf. — Einn þriggja manna, sem á bátn- um voru, fórst með honum. Var það þrítugur maður, Ingibergur Karlsson frá Karlsskála í Grindavík. Öðr- um manni var bjargað all- löngu seinna og var hann talinn í nokkurri hættu í gærkvöldi. Þriðja manninum á bátnum var bjargað skömmu eftir að sjóslysið varð. ★ Brim við innsiglánguna Grindavíkurbátar höfðu farið í róður í hinu ákjósanlegasta veðri og sjólag hafði verið að sama skapi. Um nónbil í gær fóru bátarni!r að koma að. Var nú öðru vísi umhorfs við hina svörtu strönd, því um hádegisbilið haíði byrj- að að brima og komið var for- áttubrim er bátarnir komu að. Nokkru áður en báturinn kom að sjálfri innsiglingunni, er liggur í mjóu sundi, hafði vélbáturinn Ólafur sætt lagi og komizt heilu og höldnu inn um sundið. Höfðu þeir á bátn- um síðan sætt lagi og voru komnir inn í sjálfa rennuna, er ólag kom og skipti engum togum, að það reið yfir bát- inn, sem hvarf mönnum sjón- um sem1 í landi voru og fylgst höfðu með honum. Skipsmenn á vélbátnum Ólafi sneru þegar út til hjálp ar hinum nauðstöddu mönn- um og þegar þeir komu á stað- inn, fundu þeir einn maiui- anna þriggja. Hélt hann sér Framhald á bls. 23. bólgunni valda eru óvenju- öflugir og eru ónæmir fyrir flestum fúkalyfjum nema penisillíni. 2) Óvenjumikið hefur bor ið á slæmum eftirköstum og fylgikvillum, eins og gigtsótt og nýrnabólgum. 3) Sjaldgæft er að svo skæður hálsbólgufaraldur sem þessi gjósi upp af völd- um þeirra sýkla, sem hlut eiga að máli, en þeir heita streptokokkus hæmolyticus. Hingað til hafa lyf af s.o- nefndum tetracyclin-sambönd- um ráðið niðurlögum þessara sýkla „og hafa þau áreiðanlega valdið mörgum vonbrigðum þeg ar þau verkuðu ekki núna“, eins og Arinbjörn Kolbeinsson, lækn ir, komst að orði í gær. Þegar Morgunblaðið frétti um hálsbólgu þessa, fékk það leyfi heilbrigðisyfirvaldanna til að ræða við þrjá lækna um feril hennar og áhrif. þá dr. Jón Sig- urðsson, borgarlækni, dr. Óskar Þórðarson, yfirlækni Bæjarspít- alans, og eins og fyrr getur Arinbjörn Kolbeinsson, sérfræð- ing í sýklarannsóknum. Hann hefur haft yfirumsjón með rækt un þessara hálsbólgusýkla í Rannsóknarstofu Háskólans: „Þessi faraldur hefði orðið mjög skæður, ef penisillín hefði ekki verið fyrir hendi", sagði sýklafræðingurinn á fundinum í gær. Og hann bætti við: „Sennilegt er, að sýklamir sem valda hálsbólgunni nú séu aldir hérna heima, vegna þess að þeir hafa meiri mótstöðu gegn fúkalyfjunum en „frænd- ur“ þeirra í útlöndum“. Framhald af þessari frétt er á blaðsiðu 3.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.