Morgunblaðið - 03.02.1961, Side 3

Morgunblaðið - 03.02.1961, Side 3
Föstudagur 3. feb'r. 1961 IUORGUNBLAÐIÐ 1 upphafi blaðamannafund- arins í gær um hálsbólguna hér í bæ (sjá frétt á 1. síðu), sagði borgarlæknir, dr. Jón Sigurðsson m. a.: „Það er ekki hægt að segja, að faraldur þessi hafi ein- kenni farsóttar. Til þess að svo sé, þarf fjöldi sjúklinga að tvöfaldast á einni viku, en það hefur ekki gerzt. Hins vegar er hálsbólga þessi tví- mælalaust meiri og skæðari en á undanförnum árum, frá því ég tók við embætti 1950“. Borgaxlæknir gaf síðan yf- irlit yfir þróun veikinnar með því að benda á feirfarandi töl ur: í nóvemiber 1959 voru 42S hálsbólgutilfelli í Reykjavik, en í nóvemiber nú voru þau 77<6. 1 desember í vetur voru tilfellin 1177 og skýrslur frá þremur fyrstu vikum janúar- mánaðar 1961 sýna að tilfell- in hafa verið 895. „Af þessu sést“, sagði borgarlæknir, „að veikin er ekki í rénun“. Þess má geta hér, að auð- vitað koma ekki fram á skýrsl um læknanna, sem sendar eru borgarlæknisembættinu, nærri því öll veikindatilfell- in, en skýrslurnar gefa þó góða hugmynd um veikina og útbreiðslu hennar. Þá gat borgarlæknir þess, að það sem væri athyglis- verðaxa við þessa veiki en fjöldi sjúklinganna, væri sú staðreynd, að hér er um að ræða illkynjaðri hálsbólgu en áður og fylgikvillar fleiri og alvarlegri en þekkzt hefur undanfarin ár. Þá skýrði Arinbjörn Kol- beinsson frá ræktun sýklanna og ýmsuih rannsóknum í sam- bandi við faraldurinn. Hann sagði m. a.: „Þeir sjúkdómar, sem þessi tegund streptokokka veldur eru, auk hálsbólgu, barnsfar- arsótt, heimakoma og skarl- atssótt, sem er ein tegund hálsbólgu, lungnaibólga og 'bólga í öðrum innri líffærum. Aftur á móti á þessi hálsbólga ekkert skylt við barnaveiki, þótt hún leggist einna þyngst á börn og unglinga". Þá skýrði Arinibjörn Kol- beinsson frá því, að hálsbólg- una gætu sjúklingar fengið hvað eftir annað, því ónæmið virðist ekki haldast lengi. Þar sem 40 tegundir eru til af sýklum þessum er útilokað að fólk geti orðið ónæmt fyr- ir þeim öllum og einhlítar ó- næmisaðgerðir næstum óhugs andi. Bóluefni gegn einni tegund Þess má þó geta, að unnið er að því i Bandaríkjunum að framleiða bóluefni gegn einni tegund þessara sýkla og er það sú tegundin, sem talið er að einkum hafi í för með sér nýrnabólgu. „Um bakteríumar og lyfin er það að segja“, sagði Arin- björn Kolbeinsson ennfremur, „að velflest fúkalyf og súlfa- lyf verkuðu vel á þær, er lyf þessi komu fyrst fram fyrir 12—18 árum. En komið hefur á daginn að mestur hluti þeirra streptokobka, sem nú eru á ferðinni eru ónæmir íyrir tetracyclin-samböndun- um, en þau hafa um árabil verið einna mest notuð við hálsbólgu. Það lyf, sem bezt hefur verkað á sýklana að þessu sinni, er penisillín", sagði Arinbjörn Kolibeinsson. Tvær af starfsstúlkum Rannsóknarstofu Háskólans, þær Steinunn Stephensen og Guðrún Sverr | isdóttir við sýklaræktun, en frá henni er nánar skýrt í greininni. lyf í langan tíma. Fylgikvill- arnir eru algengastir í börnum og unglingum, en þó hefur fullorðið fólk einnig orðið fyrir barðinu á þeim. Fjöldi sjúklinga með fylgikvilla fer vaxandi, og nú liggja fleiri sjúklingar hér i spítalanum með fylgikvilla eftir þessa hálsbólgu en áður hafa legið hér í einu“. Þá gat dr. Oskar þess, að fylgikvillarnir þyrftu ekki að koma fram fyrr en þremur vikum eftir að hálsbólgan er liðin hjá. Penisillin hefdur velli Uokkarnir fá töflur! „Hvernig rannsakið þið þetta, gefið þið sýklunum kannski töflur?" „Já, það má segja. Rann- sóknir fara þannig fram, að tekin eru sýni úr hálsi sjúkl- inga og ræktuð í sérstöku sýklaæti og næmi „kokkanna" síðan prófað gagnvart algeng- ustu tegundum af fúkalyfjum og súlfalyfjum. Þessar rann- sóknir hafa leitt í ljós, að sýklarnir eru ónæmir fyrir tetracyclin-flokknum, en eru allir næmir fyrir penisillíni og margir þeirra einnig fyrir súlfalyfjum. Rannsóknirnar fara þannig fram, að streptokokkarnir eru “ settir í sýklaæti, eins og fyrr segir, síðan er komið fyrir smátöflum af mismunandi lyfjum á yfirborði ætisins. í kringum þær töflur, sei verka á sýklana myndas hringur eða autt svæði, en aftur á móti vaxa þeir alveg upp að hinum töflunum, sem þeir eru ónæmir fyrir. Það má því segja með nokkrumv sanni“, sagði Arinbjörn bros- andi, „að við gefum sýklun- um inn töflur eins og sjúkl- ingum“. Rannsóknin tekur tvo daga. En þess má geta að sl. ár hefur félagsskapur til varnar hjarta sjúkdómum í Bandaríkjunum stuðlað að því að fundizt hef- ur ný rannsóknaraðferð til þess að greina hálsbólgu á nokkrum klukkutímum og unnt er að sjá, hvort um er að ræða vírus- eða sýklaháls- bólgu og snúast þegar til varn ar með réttum lyf jum. En slíkt getur komið í veg fyrir hin al- varlegu eftirköst, t. d. hjarta- eða nýrnasjúkdóma. Nú væri gott að geta beitt þessari rann sóknaraðferð hér, en því mið- ur skortir fé til slíkra rann- sókna. Voru læknarnir sarn- mála um að æskilegt væri að íslenzkir stjórnmálamenn sýndu jafnmikinn skilning og bandarískir og rússneskir starfsbræður þeirra á þörfum vísindanna: „Við höfum t. d. ekki að- stöðu til að sinna undirstöðu- rannsóknum að neinu leyti í sambandi við sjúkdóma í mönnum", sagði Arinbjörn Kolbeinsson, „en æskilegt væri að við gætum tekið þátt í slíkum rannsóknarstörfum, þegar ástæður eru fyrir hendi, eins og nú er“. Til gamans bætti hann við þeim upplýs- ingum, að við hefðum á fjár- lögum 1959 varið 4% millj. kr. til minka- og refaeyðingar, en til samanburðar hefði 1957 ver ið gerð áætlun um hve mikið viðbótarfjármagn þyrfti til þess að gera læknadeildina þannig úr garði, að hún gæti talizt bæði kennslu- og vísinda stofnun, og kom í ljós að það væru einar 500 þúsundir kr. árlega. „En enginn þorði að minnast á að fá slíka fúlgu handa einni deild háskólans!" sagði hann. Sparnaður veldur stórtapi Læknarnir lögðu áherzlu á, að oft væri reynt að spara við vísindin með þeim afleiðing- um að sparnaðurinn hefði í för -------------------- Of lítið fé listjf I f rannsókn tvn’ ^ arstarfa með sér stórfellt tap fyrir þjóð félagið. Þannig bentu þeir á, að þegar ,um væri að ræða sjúkdóm eins og hálsbólguna nú, væri ekki alltaf hægt að greina sjúkdóminn nógu fljótt. Þetta seinkaði réttri meðferð, tefði batann, fleiri sýktust og fleiri fengju slæma fylgikvilla vinnutap yrði miklu meira en annars þyrfti að vera. Þannig kæmi það á daginn að sparn- aðurinn við rannsóknarstörf borgaði sig ekki. Fylgikvillarnir Þegar hér var komið sögu, Skýrði dr. Óskar Þórðarson, yfirlæknir, frá þeim sjúkling- um, sem hefðu fengið fylgi- kvilla upp úr hálsbólgunni og verið lagðir inn í Bæjarspítal- ann. Hann sagði m.a.: „Fæstir hálsbólgusj úkling- arnir eru sendir í sjúkrahús. Við sjáum aðeins þá, sem fá fylgikvillana. Segja má að sl. þrjá mánuði hafi komið fleiri sjúklingar með fylgikvilla hingað í Bæjarspítalann en að jafnaði árlega þann tíma, sem spítalinn hefur starfað. Aðallega er hér um að ræða nýrnabólgur og gigtsótt. Sum- ir sjúklinganna hafa verið nokkuð mikið veikir og stundum er sjúkdómurinn langvarandi". Og dr. Öskar hélt áfram: „Eftir svona sjúkdóm verð- ur fólk að fara varlega með sig, forðast ofkælingu og of- þreytu. 1 sumum tilfellum verður að gefa sjúklingunum STAKSTEIIVAR Eiga að ríóa á vaðið S í ritstjórnargrein Þjódviljans i gær segir á þessa leið: „Verkalýðsfélögin í Vestmanna eyjum eiga ekki aðeins í höggi við sina eigin atvinnurekendur heldur fyrst og fremst við Land- samtök atvinnurekenda og ríkis- vald þeirra. Þess vegna á verka- fólkið í Vestmannaeyjum vísan samhug og stuðning verkafólks um land allt og allra þeirra ann- arra, sem eiga um sárt að binda af völdum viðreisnarinnar. Fjöl- mörg verkalýðsfélög hafa nú þeg ar sent félögum sínum í Vest- mannaeyjum baráttukveðjur og fyrirheit um aðstoð“. Kommúnistar fara ekkert dutt með það, að baráttan í Eyjum beinist gegn ríkisvaldinu. Það á sem sagt að reyna að hefja hin pólitísku verkföll þannig, að eitt Í | félag fáti kauphækkun og síðan verði á það bent til að fá hækk- anir fyrir alla aðra, þannig að l| allir fái fleiri krónur en enginn raunverulegar kjarabætur. Nauðsynlegt að fara varlega Nú var komið að lokum samtalsins um þennan skæða sjúkdóm, sem hér hefur herj- að undanfarna mánuði. Þá kom það fram, að margir sjúklingar tækju bakteríuna án þess að veikj- ast og væri því nauð- synlegt að fara varlega, þegar slíkir sjúkdómar ganga, var- ast ofþreytu eða ofkælingu og óþarfa vökur, því allt gæti þetta stuðlað að því að veikja líkamann og minnka mótstöðu afl hans, svo sýklarnir ættu leik á borði. Að ókönnuðu máli er aðeins vitað um einn faraldur í út- löndum í haust, þar sem veru legur hluti streptokokkanna var ónæmur fyrir tetracyclin- samböndunum og þótti það benda til ofnotkunar á þeim lyfjum þar í landi. — En verða þeir þá ekki líka ónæmir fyrir penisillíni, þegar farið er að nota það í svo ríkum mæli? spurði frétta maður Mbl. Arinbjörn Kolbeinsson varð fyrir svörum og sagði, að ekki væri ástæða til að óttast það: „Penisillín hefur verið notað gegn þessum „kokkum“ í 20 ár“, sagði hann, „og þeim hef- ur ekki enn tekizt að mynda ónæmi gegn því. En aftur á móti er það alkunna, að mikil notkun á fúkalyfjunum hefur það í för með sér, að sýkl- arnir verða oft smám saman ónæmar fyrir þeim. A þetta einkum við um staphylokokk- us aureus". Að fundinum loknum litu fréttamennirnir inn í Rann- sóknarstofu Háskólans við Barónsstíg, þar sem verið var að rækta sýkla og athuga mót- stöðu þeirra gegn hinum ýmsu lyfjum. Er önnur myndin, sem þessari grein fylgir, tekin þar. Stúlkurnar eru að dreifa „kokkum" í sýklaæti en síðan eru skálarnar geymdar í 18 klukkustundir í hitaskáp við 37 gráður C., áður en árang- ur kemur í ljós. Myndin á for- síðunni var tekin af lækn- unum á fundi með fréttamönn um í skrifstofu borgarlæknis í Bæjarspítalanum í gær. Conduite Karl kann ráð Nú vill svo til, að í Vestmanna- eyjum býr maður sem Karl heit- ir Guðjónsson. Hann mun stjórna verkfallsaðgerðunum fyrir hönd Moskvumanna. Þessi sami Karl hefur flutt á Alþingi frumvarp til Iaga um gerðardóm í kjara- deilu. Með flutningi þess frum- varps segir hann, að enginn vandi sé að leysa hagsmunaátök stétt- anna. Það sé ekki annað en skipa gerðardóm, þar sem fulltrúi rík. isvaldsins hafi oddaatkvæði og skuli sá dómur vera bær um að kveða á um kjör hinna mismun- andi stétta. Með tilliti til þess- arar skelleggu afstöðu Karl Guð jónssonar skyldi maður ætla að ekki yrðu rnikil vandkvæði að leysa vinnudeiluna í Vestmanna- eyjum. Vinnuveitendur ættu að taka Karl Guðjónsson á orðinu, tilnefna menn í gerðardóm og óska jafnmargra tilnefninga frá verkalýðsfélaginu. Síðan mundi ríkisvaldið vafalaust verða við óskum Karls Guðjónssonar um skipun oddamanns, sem kvæði á um það, hver kjörin skyldu verða. Svona einfalt er þetta, seg ir Karl Guðjónsson með flutn- ingi frumvarpsins. Einkavinur Lúðvíks Alkunna er, að Karl Guðjóns- son er pólitískur einkavinur Lúðvíks Jósefssonar. Til þeirrar staðreyndar má rekja vinmustöðv unina í Vestmannaeyjum. Þann- ig er sem sé mál með vexti, að Lúðvik Jósefsson hafði sannfært flokksmenn sína um það, að hann væri svo vinsæll meðal útvegs- manna, að hann gæti ráðið því, að þeir stöðvuðu flotann og krefðust nýs uppbótakerfis. Til- raun hans til þess að ná þessn fram fór út um þúfur á fundi LÍÚ í desember og var niðurlæging Lúðvíks innan kommúnistaflokks ins með eindæmum, því að allir kenndu honum um, hve erfitt væri að sannfæra sjómenn og landslýð um, að útgerðin gæti borið hærra kaup, eftir að Lúð- vík hafði sagt hana vera á hausn- um og krafizt nýrra skatta á al- þýðu henni til hjálpar. Þá var það sem Lúðvík ákallaði alla sína menn og bað þá um að hefja verkfall, hvað sem það kostaði vegna þess að annars væri hans hróður á enda innan kommún- istaflokksins. Aðeins einn varð við ákallinu, Karl Guðjónsson, einkavinur hans, sem taldi það hreint ekki of mikla fórn af þess- um verkalýð í Eyjum, þó að hann einn bæri byrðar barátt- unnar og yrði kauplaus, ef til vill meginhluta vertíðarinnar. Verka menn í Vestmannaeyjum vita því, hverjum þeim ber að þakka vand ræðaástandið þar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.