Morgunblaðið - 03.02.1961, Side 10

Morgunblaðið - 03.02.1961, Side 10
10 I M O R G V N B L A Ð1Ð Föstudagur 3. febr. 1961 AÐ undanförnu hefur veriS unnið mjög ötullega að fram- gangi skipulagsmála Reykja- víkur og stendur sú starf- semi enn yfir af miklum krafti. Á fundi bæjarstjórn- ar í gær gerði borgarstjóri, Geir Hallgrímsson, grein fyr- ir gangi málanna og gaf ýms ar athyglisverðar upplýsing- ar, einkum um skipulag mið- bæjarins. Fer ræða hans hér á eftir: Á fundi bæjarstjórnar 17. nóv. sl. var gerð nokkur grein fyrir því hvemig mið- aði framkvæmd þeirrar ályktunar um skipulagsmál, sem bæjarstjóm gerði 18. febrúar sl. Það eru einkum tveir þætt ir þessa máls, sem ástæða er til að skýra frá á þessu stigi málsins. í fyrsta lagi er það sam- keppni um' skipulag í Foss- vogi og í öðru lagi skipulag Miðbæjarins. Norræna samkeppnin um Fossvog Um samkeppnina er það að segja, að undirbúningi henn- ar hefur miðað vel áfram. Má segja, að honum sé nú lokið að kalla. Samkeppnis- skilmálamir eru nú til um- sagnar "hjá arkitektafélögum Norðurlanda og ætti að vera hægt að auglýsa samkeppn- ina í þessum mánuði. í skil- málunum er gert ráð fyrir, að skilafrestur verði til 24. júlí. Sá frestur virðist mér í lengra lagi, en er ákveðinn '4 « -> <c >: Miðbærinn úr lofti Umferðarvandamalin skipulag miöbæjarins mdta æmeir Þetta hefur verið áskilið í sambandi við nýbyggingar undanfarin ár, og hefur regl- an verið sú, að byggjendur verzlunar- og skrifstofuihúsa eiga að leggja til sem svar- ar einu bifreiðastœði á hverja 100 fermetra byggðs gólfflatar. í nágrannalöndun- um hafa verið gerðar strang- ari kröfur, og er talið, að nú verði að krefjast eins bifreiða stæðis á hverja 50 fermetra eða jafnvel á hverja 2i5 fer- metra undir vissum kringum- stæðum. IMorðurlaitdasamkeppni um skipulag i Fossvogi hefsl í þessum mánuði svo fyrir eindregin tilmæli Arkitektafélags Xslands. Dómnefnd hefur þegar ver ið skipuð sem hér segir: Frá Reykjavíkurbæ: Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, og Feter Bredsdorff, prófessor. Frá skipulagsnefnd ríkis- ins: Sigurður Jóhannsson, vegamálastjóri. Frá Arkitektafélagi íslands: Ágúst Pálsson, arkitekt. Frá arkitektafélögum Norð urlanda sameiginlega: C. C. F. Ahlberg, prófessor frá Sví þjóð. Er að því stefnt, að dóm- nefndarstörfum verði lokið um miðjan ágúst, úrslit þá birt og sýning haldin á úr- lausnum. Það er von allra, sem að þessu standa, að vel takist til með samkeppnina, sem er tvímælalaust eitt hið mesta átak, sem hér hefur verið gert í skipulagsmálum. Skipulag Miðbæjarins Þá verður vikið að skipu- lagi Miðbæjarins. Auk þess að vinna að und- irbúningi samkeppninnar hef ur prófessor Peter Bredsdorff verið ráðgjafi skipulagsnefnd ar bæjarins um skipulag Mið bæjarins. Þegar talað er um Miðbæinn í þessu sambandi er átt við svæðið milli Lækj argötu og Aðalstrætis auk Grjótaþorpsins. Á fimdi bæj- raráðs 27. janúar gerði prófessorinn grein fyrir helztu sjónarmiðum sínum í sambandi við endurskipulagn ingu Miðbæjarins. í sambandi við þessi skipu lagsstörf fór fram víðtæk um ferðartalning í Miðbænum um miðjan desember á veg- um bæjarverkfræðings, og er nú verið að vinna úr þeim upplýsingum, sem þá var aflað og lá nokkuð af þeim gögnum fyrir fundinum. Rétt virðist að gera nokkra grein fyrir sjónarmiðum þeim, sem fram komu á fund inum enda nauðsynlegt, að menn velti þeim fyrir sér, áður en afstaða verður tekin til endanlegra tillagna um þetta skipulag. Vandamál umferðarinnar Það fyrsta, sem þarf að horfast í augu við, er það mikla vandamál, sem hin sí- vaxandi bifreiðaumferð skap ar. Nú er svo komið, að í Reykjavík eru 125 bifreiðar á hverja 1000 íbúa og má bú- ast við, að sú tala fari hækk- andi. í Danmörku er nú sama hlutfall, en reiknað er með því þar, að bifreiðaeign árið 1980 verði 350 bifreiðar á hverja 1000 íbúa. Þess má geta, að í Los Angeles er bifreiðafjöldinn kominn upp í 600 bifreiðar á hverja 1000 íbúa. Hér er því um að ræða vandamál, sem borgir um allan heim eiga við að stríða. Þsnnan vanda hefur verið reynt að leysa með einstefnuakstri, bönnum við bifreiðastöðum, stöðumæl um og öðru slíku, sem við þekkjum. Nú er það augljóst mál, að Miðbærinn er á eng- an hátt svo byggður upp, sem menn telja, að verða muni. Það má því geta nærri, hver umferðarvanda- mál eru framundan, ef ekki verður farið með gát að 1 þessum efnum. Nú er það að vísu svo, að gera má ráð fyr- ir, að uppbyggingin verði ekki með mjög miklum hraða, þannig að fjarlægð verði mörg hús samtímis og byggt upp á lóðunum þegar í stað, en vandamálið hlýtur að leggjast á með stöðugt vaxandi þunga. Það sem hafa þarf í huga í sambandi við lausn þess- ara vandamála er sérstaklega bent á eftirtalin atriði: Miða verður við það, að Skúlagata og Miklabraut verði meginumferðargötur austur á bóginn. 1 framhaldi af Skúlagötu verður að tryggja samband við Vesturbæinn. í því sam- bandi kemur Tryggvagata ein til mála, en tveir möguleikar eru á áframhaldinu, annað hvort, að það verði um Mýr- argötu eða Vesturgötu. Þá er og nauðsynlegt að tengja vel Lækjargötu og Fríkirkjuveg við Hringbraut, svo og þarf sérstakrar athugunar, hvem- ig hagað verði sambandi frá Tryggvagötu og suður á bóg- inn um Aðalstræti og áfram. Þetta eru allt saman mál, sem þegar hafa verið athug- uð mikið, en endanleg ákvörðun hefur þó ekki ver- ið tekin. Mun skipulags- deildin í samráði við prófess- or Bredsdorff leggja fram ákveðnar tillögur um lausn þessara mála í aprílmánuði nk. Það gildir einu, hvaða lausn verður valin, að því leyti, að um verður að ræða mikinn kostnað, bæði að því er snertir kaup á lóðum og svo þær verklegu fram- kvæmdir við gatnagerð o. fl. sem nauðsynlegar eru og til þess að koma hinu nýja skipulagi á. Þörfin fyrir bifreiðastæði Það er hins vegar ekki nóg að sjá fyrir aðkomu að Miðbænum og greiðum göt- um um hann. Ójhákvæmilegt er, að sjá verður jafnframt fyrir miklum bifreiðastæðum. Slíkt er ekki sízt nauðsyn- legt fyrir þá, sem reka þar verzlun og viðskipti. Ef ekki verður unnt að sjá fyrir nægum bifreiðastæðum, hlýt- ur slíkt óhjákvæmilega að leiða til þess, að viðskiptin færast til þeirra svæða, þar sem betur er séð fyrir þess- um þörfum. Bæjarfélaginu er ekki unnt að sjá um þetta nema að takmörkuðu leyti. Eigendur fasteignanna sjálfra verða fyrst og fremst að sjá fyrir þeim bifreiðastæðum, sem nauðsynleg eru í sam- bandi við notkun eignanna. Nú er það svo, að bifreiða- stæðin verða að vera í sem nánustu sambandi við þá starf semi, sem þau eru tengd við. Ef bifreiðastæðin eru of langt frá, missa þau tilgang- sinn að verulegu leyti. Bif- reiðastæði vegna væntanlegra nýbyg.ginga í Miðbænum verða því að vera inni á lóð hiúsanna eða alveg í næsta ná grenni og breytir hér litlu um, þótt samihliða hljóti að koma til greina bygging bif- reiðageymsluihúsa. Bygging hárra húsa i Mið- bænum Af þessu leiðir það, að taka verður til mjög alvarlegrar athugunar, hve mikla nýtingu lóðarrýmis er 'hægt að leyfa í Miðbænum. Undanfarin ár hefur verið farið inn á þá 'braut að leyfa byggingu hárra húsa, miklu hærri en áður ’hafa tíðkazt. Slíkt á fullan rétt á sér, þar sem lóðarrými er nægilegt og getur skapað skemmtilega bæjarmynd. Þar sem lóðarými er hins vegar svo takmarkað sem raun ber vitni í Miðbænum, verður hins vegar að sýna fulla gát, hvað hsssaihæðir snertir. í dag er uppfbygging Miðbæjarins skammt á veg komin eins og nefnt var áðan. Eigi að síður er-u umferðar- erfiðleikarnir mjög mifclir. Þess má nú geta næxri, hvern- ig ástandið verður, ef Mið- bærinn verður byggður upp með háhýsum að mestu leyti. Prófessor Bredsdorff lagði á það ríka áherzlu á fundi sl. fö^tudag, að setja yrði ákvæði um hámarksnýtingu lóða í Miðtoænum og binda hæðir Framhald á bls. 14. '

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.