Morgunblaðið - 03.02.1961, Síða 11

Morgunblaðið - 03.02.1961, Síða 11
Föstudagur 3. febr. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 11 Jóhannes IVordal, bankastjóri: Um endurskipulagn- ingu sjávarútvegsins i. HÉR fer á eftir forystugrein dr. Jóhannesar Nordals í Fjár málatíðindiun, sem komu út í gær. Þær upplýsingar, sem þegar laggja fyrir, benda eindregið tií þess, að þróun efnahagsmála hafi orðið sæmilega hagstæð í flest- um greinum á árinu 1960. Með gengisbreytingunni og hinum víð tæku aðgerðum, sem henni fylgdu, tókst að koma á nauðsyn- legu jafnvægi í gjaldeyrismál- um, jafnframt því sem viðskipta- frelsi var aukið stórlega. Og sá ihalli, sem orðið hefur á greiðslu- jöfnuðinum, hefur ekki verið ineiri en hann hlaut óhjákvæmi- lega að verða vegna hins geysi- lega innflutnings fiskiskipa, sem varð miklu meiri en á nokkru ári öðru, síðan rétt eftir lok styrjaldarinnar, þegar verið var að endurbyggja flotann eftir langvarandi stöðnun og tjón stríðsáranna. Einn alvarlegan skugga hefur þó borið á þjóðarbúskapinn á ár- inu, en það eru örðugleikar sjáv- arútvegsins, sem mjög hafa ágerzt síðustu mánuðina. Or- eakir þeirra eru öðru fremur hin iniklu áföll, sem útgerðin hefur orðið fyrir: fyrst verðfall ó mjöli cg lýsi, síðan aflatregða á síld- veiðum og loks einstakt aflaleysi hjá togaraflotanum. En rekstrar- örðuglei'kar sjávarútvegsins eiga sér þó einnig aðrar og miklu dýpri rætur: í óheilbrigðum fjár hag útgerðarfyrirtækja og vinnslustöðva og í margs konar óhagkvæmni í rekstri, sem hvort tveggja hefur þróazt í skjóli verð hólgu og uppbótakerfis á undan- förnum árum. Aföllin, sem sjáv- ai átvegurinn hefur orðið fyrir, 9 sœmdir Fálkaorðu FORSETI Islands hefur nýlega, að tiliögu orðunefndar, sæmt eftirtalda íslendinga heiðurs- merkjum hinnar íslenzku fálka- orðu, sem hér segir: í október 1960: Egil Jónsson, fyrrv. héraðs- lækni, Seyðisfirði, riddarakrossi, fyrir embættisstörf. Svein Sæmundsson, yfirlög- regluþjón, riddarakrossi, fyrir embættisstörf. í desember 1960: Bárð ísleifsson, arkitekt, ridd- arakrossi, fyrir embættisstörf. Ungfrú Elsu Sigfúss, söng- konu, riddarakrossi, fyrir kynn- ingu á íslenzkum þjóðlögum. Karl Björnsson, bónda, Hafra- fellstungu, Öxarfirði, riddara- krossi fyrir búnaðarstörf. Kristján Eldjám Kristjánsson, fcónda og hreppstjóra, Hellu á Árskógsströnd, Eyjafjarðarsýslu, riddarakrossi, fyrir búnaðar- og félsgsstörf. Sigdór Brekkan, fyrrv. skóla- Btjóra, Neskaupstað, riddara- krossi, fyrir kennslustörf og störf að félags- og menningar- málum. Sigurð Jónssen, flugmann, riddarakrossi, fyrir störf í þágu íslenzkra flugmála. Þorstein Loftsson, vélfræði- ráðunaut, riddarakrossi, fyrir véltjórakennslu og störf sem vélíræðiráðunautur. hafa hins vegar orðið til þess að leiða þessa veikleika enn skýrar í ljós. Og þess vegna hafa menn líka gert sér betur grein fyrir því en ella, að tilgangslaust er að bregðast við þessum vandamál um með kákaðgerðum, sem væru til þess eins fallnar að bæta úr um skamma stund. 1 stað þess verður að hefjast handa um að endurskipuleggja sjávarútveg- inn, fjárhag hans og rekstur á traustum og heilbrigðum grund- velli, svo að hann geti gengt hlutverki sínu sem helzti burð- arás hins íslenzka hagkerfis. II. Eitt þeirra verkefna, sem hér hlýtur að blasa fyrst við, er að koma fjárhag útgerðarfyrirtækja í viðunandi horf, svo að þau geti haldið áfram eðlilegum rekstri. En meginvandamálið í þessum efnum er skortur á rekstrarfé, sem á sér fyrst og fremst tvær orsakir. Annars vegar hefur þrá- lát verðbólga étið upp lausafé fyrirtækjanna og gert þau sífellt háðari bankalánum til að halda rekstrinum gangandi. Hins vegar hefur á undanförnum árum ver- ið um að ræða mikla f járfestingu, sem hvorki hefur verið hægt að fá eðlileg löng lán til né að greiða af fjármagnsmyndun fyrirtækjanna sjálfra. Afleiðing- in hefur því orðið sú, að rekstr- arfé þeirra hefur bundizt í þess- um framkvæmdum, en í staðinn hafa þau safnað miklum lausa- skuldum, einkum 1 bönkum, og hafa þær íþyngt rekstrinum stór- lega. Þessi mikla skuldasöfnun sjáv- arútvegsins í bönkunum hefur átt sér stað í skjóli uppbóta- og styrkjastefnunnar, sem dregið hefur úr öllu aðhaldi bankanna um ráðstöfun fyrirtækja á láns- fé. Stefna ríkisvaldsins í þessum málum miðaðist við það eitt að halda atvinnuvegunum gang- andi frá degi til dags með ein- hverjum ráðum. Hitt varð útund an, að hugsa um hagkvæmni í rekstri og fjárfestingu, enda var afkoma fyrirtækja ekki síður komin undir duttlungum uppbóta kerfisins heldur en því, hverjum raunverulegum verðmætum þau skiluðu í þjóðarbúið. Við slík ar aðstæður hlaut það að vera eftirsóknarvert að safna skuldum í bönkum og festa fjármagnið jafnóðum í eignum, sem verð- bólgan hækkaði í verði frá ári til árs. Þannig hélt þessi þróun áfram 1 skjóli verðbólgunnar annars vegar og aðhaldsleysis styrkjastefnunnar hins vegar. IH. Nú er hins vegar svo komið eftir stefnubreytingu þá, sem átti sér stað á síðasta ári, að augljóst er, að koma verður fjárhag fyrir tækja þeirra, er sjávarútveg stunda, á nýjan grundvöll, ef þau eiga að geta starfað eðlilega og styrkjalaust á tímum stöðugs verðlags. Til þess að stuðla að lausn þessa vandamáls, gaf rík- isstjórnin skömmu eftir áramótin út bráðabirgðalög um nýja lána- flokka við stofnlánadeild sjávar- útvegsins í þeim tilgangi að breyta allmiklu af skuldum sjáv^ arútvegsins til skamms tíma í löng lán. Fyrirkomulag þessara lánveit- inga verður í aðalatriðum þann- ig, að stofnlánadeildin lánar fyr- irtækjum út á eignir þeirra, enda gangi lánsfé til þess að greiða stuttar skuldir fyrirtækjanna og Jóhannes Nordal þá fyrst og fremst í bönkunum. Hér er með öðrum orðum verið að lána út á framkvæmdir und- anfarinna ára, sem þá fengust ekki löng lán til, en voru í þess stað greiddar með lausaskulda- söfnun. En með þessu móti er hægt að lækka verulega stuttar skuld- ir fyrirtækja, ætti það að leysa úr þeim miklu greiðsluvandræð- um, sem fjöldi útgerðarfyrir- tsðkja á nú við að stríða. Hins vegar leysir þetta ekki vanda þeirra, nema þau séu nægilega efnum búin til þess að eiga veð- setjanlegar eignir fyrir lánum þeim, sem þau þyrftu að fá. Fyr- irtæki, sem ekki geta fengið nægi lega hátt lán úr stofnlánadeild, verða því að finna aðra lausn mála sinna, t. d. með öflun nýs hlutafjár eða samningum við lánardrottna. Aður en lán eru veitt úr stofn- lánadeildinni, er nauðsynlegt, að fullkomnor upplýsingar liggi fyr- ir um fjárhag lántakenda, svo að hægt sé að tryggja, að lánsfé nýt- ist sem bezt og komi að tilætluð- um notum. Er ætlunin, að komið verði á í þessum tilgangi betra eftirliti en áður hefur tíðkazt um slíkar lánveitingar hér á landi. IV. Af þvi, sem nú hefur verið sagt um hinar fyrirhuguðu lánveit- ingar stofnlánadeildarinnar, er ljóst, að tilgangur þeirra er í rauninni að leysa vandamál, sem skapazt hefur að miklu leyti vegna óheilbrigðar fjármála- stefnu fyrirtækja og lánsstofanna á undanförnum árum. Hins veg- ar verður að leggja megináherzlu á, að hér er ekki ver- ið að stefna að því að veita skyndilausn fyrir mistök fortíðarinnar, heldur er megin tilgangurinn sá að skapa traust- an grundvöll fyrir rekstur sjáv- arútvegsins á komandi árum. Þess vegna verður samtímis þess um nýju lánveitingum að eiga sér stað alger stefnubreyting, er tryggi, að sama sagan endurtaki sig ékki í framtíðinni. En til þess að slík stefnubreyting eigi sér stað, skipta eftirfarandi tvö at- riði vafalaust mestu máli. I fyrsta lagi verða viðskipta- bankarnir að endurskoða útlána- reglur sínar og auka eftirlit í því skyni að tryggja að fé, sem fyrir- tækjum er lánað til rekstrar, sé ekki notað til fjárfestingar. Jafn- fraipt varður að reyna að út- rýma þeim hugsunarhætti, sem er arfur frá styrkjastefnunni, að öllum fyrirtækjum verði að fleyta áfram í lengstu lög með einhverjum ráðum, þótt ljóst sé að rekstur þeirra sé á allan hátt óhagkvæmur. 1 öðru lagi er nauðsynlegt, að fjárfestingarlánastarfsemi í þágu sjávarútvegsins sé bæði aukin og endurskipulögð, enda er óhugs- andi, að bankarnir geti til lengd- ar staðið á móti því, að fé sé dregið úr rekstrinum til fjárfest- ingar, ef fyrirtæki geta ekki á annan hátt aflað fjár til brýnna framkvæmda. Jafnframt skiptir það miklu máli, að sú f járfesting- arlánastarfsemi, sem þegar á sér stað í þágu sjávarútvegsins, sé samræmd og lagt sé kapp á að meta sem bezt, hverjar fram- kvæmdir séu hagkvæmastar, áður en lán er veitt. V. Hér að framan hefur aðeins verið vikið að einum þætti í rekstri útgerðarfyrirtækja, fjáiv málunum, og rætt um þær leiðir, sem ætlunin er að fara til um- bóta í þeim efnum. Önnur verk- efni, ekki síður mikilvæg, bíða úrlausnar á öðrum sviðum, svo sem varðandi nýtingu afla, vöru- gæði, vinnuafköst o. fl., en þau verða ekki gerð hér að umræðu- efni. Hins vegar er athyglisvert, að í þessum efnum er um að ræða vaxandi áhuga fyrir hvers kyns umbótum, enda þótt margt af því sé enn á byrjunarstigi. Þetta bendir ótvírætt til þess, að sú stefnubreyting, sem átti sér stað með afnámi uppbótakerfis- ins, sé þegar farin að hafa veru- leg áhrif til aukinnar nýtingar og meiri skilnings á hagkvæmni í rekstri, en það er í þeim efn- um, sem helzt er að vænta þeirr- ar aukningar framleiðsluafkasta, sem er undirstaða bættra lífs- kjara. Það er því mikilvægt, að launþegar jafnt sem atvinnurek- endur leggist á eitt um að endur- skipuleggja framleiðsluna í því ákyni að auka hagkvæmni og vinnulífköst. Islendingar hafa alltof lengi verið reyrðir í haftafjötra og villt ir af taumlausum eltingaleik við sjónhverfingar verðbólgunnar. Það, sem áunnizt hefur með því jafnvægi, sem náðst hefur í efna- hagsmálum á undanförnu ári, er að sýna mönnum hinn efnahags- lega veruleika aftur í réttu Ijósi. Mörgum mun virðast sú birta köld í fyrstu eftir villuljós upp- bótakerfisins, en þeir 'munu væntanlega fljótt finna, að hún gerir þeim kleift að greina það, sem mestu máli skiptir fyrir af- komu einstaklinga og þjóða: hversu beita skuli huga og hönd til þess að leysa hvert verk af hendi á sem einfaldastan og ódýr astan hátt. Samkomur Hjálpræðisherinn Samkoma í kvöld kl. 20,30. — Cand tiheol. Erling Moe og söng prédikarinn Thorvald Fröytland syngja og tala. Laugardaginn kL 20,30: Samkoma í Laugarnes- kirkju. Sunnudaginn kl. 20,30: 'Samkoma í Fríikirkjunni. M U S T A D Ý IEY ■ BRAN P FISH HOOK8 HVERS VEGNA hafa bátaformenn á íslandi í áratugi notað svo að segja eingöngu MUSTAD ÖNGLA 1) Þeir eru sterkir 2) Herðingin er jöfn og rétt 3) Húðunin er haldgóð. 4) Lagið er rétt 5) Verðið er hagstætt Vertíðin bregzt ekki vegna önglana ef þeir eru frá O. MUSTAD & SÖN O S L O Qual. 7380«

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.