Morgunblaðið - 03.02.1961, Page 12
12
MORGVNBLAÐIÐ
Föstudagur 3. febr. 1961
Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
MERK SPARNAÐARRÁÐSTÖFUN
ÍKISSTJÖRNIN hefur nú®---------
lagt fyrir Alþingi frum-
varp til laga um sameiningu
rekstrar Áfengisverzlunar
ríkisins og Tóbakseinkasölu
ríkisins. Skulu þessi fyrir-
tæki framvegis rekin undir
heitinu: Áfengis- og tóbaks-
verzlun ríkisins.
' Hér er vissulega um merki
lega ráðstöfun að ræða til
sparnaðar og samfærslu í
rekstri ríkisins. Hefur oftlega
verið rætt um það áður að
sameina þessi tvö ríkisfyrir-
tæki. En aldrei hefur úr því
orðið, enda þótt tvisvar hafi
verið lögð fram frumvörp á
Alþingi um þetta efni. En í
bæði skipti döguðu frumvörp
in uppi. Er það enn ein sönn-
un þess að oft er örðugt um
vik að framkvæma eðlilega
samfærslu í rekstri ríkisins.
Gunnar Thoroddsen, fjár-
málaráðherra, lét á sl. ári
fara fram athugun á rekstri
Áfengisverzlunarinnar og
Tóbakseinkasölunnar. Leiddi
sú athugun í Ijós, að sam-
eining fyrirtækjanna mundi
geta leitt til verulegs sparn-
aðar, bæði um mannahald og
annan reksturskostnað. Hef-
ur verið gert ráð fyrir, að
með sameiningunni mætti
spara á 3ju millj. kr. á ári í
reksturskostnaði.
Fjármálaráðherra og ríkis-
stjórnin í heild eiga þakkir
skildar fyrir þessa sparnað-
arráðstöfun. Og þjóðin mun
áreiðanlega taka henni vel.
Vaxandi skilningur ríkir á
nauðsyn þess að færa ríkis-
báknið saman og framkvæma
sparnað á ýmsum sviðum.
Hitt dylst heldur engum, að
það er mörgum vandkvæðum
bundið að færa saman og
koma á víðtækum sparnaði í
ríkisrekstrinum á örskömm-
um tíma. En núverandi ríkis-
stjórn hefur glöggan skilning
á nauðsyn þess að markvíst
sé unnið að því að gera
rekstur ríkisins og stofnana
þess einfaldari og ódýrari.
Með sameiningu Áfengis-
verzlunarinnar og Tóbaks-
einkasölunnar hefur merki-
legt spor verið stigið í þá átt.
LÆKKUN
BYGGINGAR-
KOSTNAÐAR
OÍÐASTL. ár starfaði sér-
fræðingur í byggingar-
málum frá Tækniaðstoð Sam
einuðu þjóðanna að bygging-
areínarannsóknum hjá Iðnað
ardeild atvinnudeildar Há-
skólans. Vann hann að at-
hugunum til endurbóta á
byggingarháttum og lækkun
á byggingarkostnaði. Komst
hann að þeirri niðurstöðu að
byggingarkostnaður hér á
landi væri óeðlilegd hár og
benti á ákveðnar ráðstafan-
ir til þess að lækka hann.
í lokaorðum skýrslu, sem
sérfræðingurinn hefur gert
um þessi mál, kemst hann
m. a. að orði á þessa leið:
„Mér virðist augljóst, að
lækka mætti byggingarkostn-
að um ekki minna en 20%
frá því sem nú er að meðal-
tali, ef fyrir hvern hluta
byggingarinnar væru nýttir
beztu þættir hagkvæmustu
planlausnanna, ásamt hag-
kvæmustu byggingarefnun-
um, sem finna má á íslandi.“
Brýna nauðsyn ber til að
ekki verði látið sitja við
þessa athugun eina. Það verð
ur að taka ábendingar sér-
fræðingsins til greina og
reyna eftir fremsta megni að
framkvæma þær umbætur í
byggingarmálum, sem hann
telur að mögulegar séu. Eng-
um dylst að það væri þjóð-
inni til stórkostlegra hags-
bóta, ef unnt reyndist að
lækka byggingarkostnað um
20%. Við íslendingar höfum
ekki efni á því að sóa verð-
mætum með óhagkvæmum
byggingaraðferðum eða
rangri notkun byggingarefna.
Einskis má láta ófreistað til
þess að hagnýta tækni og
sérfræðilega þekkingu á sviði
byggingarmálanna.
BÓK
ÍSLENZKRAR
ALFRÆÐI
CMÆÐIN sníður okkur ís-
lendingum þröngan stakk
á æði mörgum sviðum. Jafn-
vel á sviði bókaútgáfu, get-
um við ekki margt það, sem
sjálfsagt þykir með öðrum
þjóðum. Svo er til dæmis
með útgáfu á alfræðibók,
sem ekki mun fjárhagsgrund
völlur fyrir hér á landi.
Allir þekkja þá reynslu úr
daglegu lífi, þegar eigin hugs
anir eða samtöl við kunn-
ingjana hafa vakið spurning-
ar úr landafræði, sögu eða
UTAN UR HEIMI
Janio Quadros,
Janio Quadros.
hinn nýi
forseti Brasiláu
SÍÐASTL. þriðjudag tók
Janio Quadros við forseta-
embætti í Brasilíu. Við
honum blasa erfiðleikarn-
ir hvert sem hann lítur.
Fyrir skömmu lýsti hann
Brasilíu þannig: Þetta er
land óréttlætisins, land
þorparanna, land forrétt-
indanna, land óhreinna
viðskipta, land hneyksl-
anna, land siðspillingar-
innar.
SÓPURINN
Brasilía hefur á undanförnum
árum þróast fjárhagslega undir
24 ára stjórn Getulio Vargas og
síðar fimm ára stjórn Kubitsc-
heks. En nú ríkir þar kreppa og
spilling. Verðgildi cruzeiros hef-
ur sífellt verið að minnka, en á
sama tíma jukust erlendar skuld-
ir og dýrtíðin að sama skapi. Það
var því engin furða að Quadros
öðrum fræðigreinum, sem
ekki hefur verið hægt að
fá svör við, nema með mik-
illi fyrirhöfn, sem menn
hafa að jafnaði, ekki að-
stöðu eða vilja til að leggja
á sig.
Þannig venjast menn á að
hugsa ekki frekar um margt,
sem viðstaddir kunna ekki
skil á í það og það skiptið.
Og því verður almenn vitn-
eskja manna mun minni en
vera þyrfti. Er þetta íslend-
ingum sérstakt umhugsunar-
efni, þar sem svo stórum
hluta þjóðarteknanna er var-
ið til fræðslumála.
Þegar um málefni um-
heimsins er að ræða má telja
líklegt að við þurfum enn
um langa framtíð að styðj-
ast við erlendar alfræðibæk-
ur. Um íslenzk málefni gegn-
ir öðru máli, enda er lítið
um þau að finna í erlendum
bókum.
Nokkrum sinnum hefur
verið minnzt á nauðsyn þess,
að gefa út bók íslenzkrar al-
fræði, nú síðast af Þórhalli
Vilmundarsyni í 1. des ræðu,
sem birt var í Lesbók Mbl.
fyrir skömmu. Bendir hann
á að þetta gæti verið verðugt
verkefni „Jónsstofnunar“ ís-
lenzkra fræða.
Slíkri bók væri í rauninni
ekkert óviðkomandi, sem
snertir á einhvern hátt land-
ið eða þjóðina, þótt mörgu
yrði að sleppa af augljósum
ástæðum. Milli Alþingis og
Örlygsstaða myndu rúmast
lýsingar á atvinnulífi og upp-
talning landfræðiheita, svo
að dæmi séu nefnd.
Handbók um íslanú og ts-
lendinga ætti erindi inn á
hvert heimili í landinu, enda
yrði hún styrk stoð menntun
og menningu landsmanna.
hóf kosningabaráttuna með sóp-.
inn sem skjaldarm<?"ki. Ekki var
heldur undarlegt • ð hann var
kjörinn með 4,2 milljónum at-
kvæða gegn 2,7 milljónum, sem
andstæðingur hans fékk.
í SAO PAULO
Quadros er læknissonur, tók
embættispróf í lögfræði og varð
síðan menntaskólakennari við
þröng kjör. Hann þykir afbragðs
ljóðskáld. Quadros varð brátt
gripinn af hinum miklu andstæð-
um heima fyrir, ríkir og fátækir,
gamalt og nýtt.
1 tólf ár vann hann með kristi-
legum demókrötum, og álítur
enn að unnt sé að gera þjóðfé-
lagsbyltingu á kristilegan hátt.
Arið 1947 var hann kjörinn í bæj-
arstjórn Sao Paulo, annarar
stærstu borgar Brasilíu, árið
1953 borgarstjóri, og ári síðar
landsstjóri Sao Paulo héraðs. I
héraðinu var þá mikill fjárskort-
ur og ringulreið á allri stjórn
þess. A næstu árum hreinsaði
Quadros til í stjórnum borgar-
innar og héraðsins. Rúmlega tíu
þúsund embættismenn voru rekn
ir úr stöðum sínum. Quadros kom
fjármálunum í það horf að tekju
afgangur varð og kom á lýðræð-
isstjórn, sem hóf uppbyggingu, er
vakti furðu um gjörvalla Brasi-
líu.
Quadros er óflokksbundinn og
bauð sig ekki fram til forseta-
kjörs fyrir neinn sérstakan flokk,
heldur var hann kosinn með at-
kvæðum úr öllum flokkum.
I kosningabaráttunni lagði hann
ekki fram neina stórfellda stefnu
skrá, en réðist á óstjórn fyrri
ára og hét ýmsum stéttum raun-
hæfum breytingum.
1 Brasilíu eru tvö öflug sam-
tök verkalýðsfélaga, og höfðu
þau verið í nánu sambandi við
fyrri forseta landsins, ef ekki
beinlínis undir þeirra stjórn.
Stjórnir samtakanna snerust þeg
ar í öndverðu gegn Quadros. En
það var þegar farið að gæta
óánægju meðal félagsmanna, sem
þótti stjórnirnar ekki gæta hags-
muna þeirra sem skyldi. Arang-
urinn varð sá að fjöldi verka-
I manna gekk í lið með Quadros
þrátt fyrir fyrirskipanir leiðtog-
anna. Einnig lofaði Quadros
bændum nýrri jarðskiptaloggjöf,
en sagði þó ekki hvernig sú lög-
gjöf yrði né heldur hve langt
hún gengi.
Quadros vill ekki binda endi á
samvinnuna við Bandarikin og
alls ekki stöðva þá miklu fjár-
festingu þaðan, sem undanfarið
hefur átt sér stað og hlýtur að
halda áfram. En hann vill engin
einhliða viðskipti, og leitar þvi
nýrra sambanda. Hann hefur
lýst því yfir að hann óski þess
að Brasilía verði hlutlaust, mann-
sæmandi og kristilegt land.
Brasilía skiptir nú þegar tals-
vert við Sovétríkin, Tékkósló-
vakíu og Austur Þýzkaland. Þang
að er selt kaffi og kakó, en fær
m. a. olíu í staðinn. Quadros hef-
ur heimsótt Castro á Kúibu til að
sjá af eigin reynd hvað þar er
um að vera. Einnig hefur hann
verið í Moskvu, en hingað til
ekki heimsótt leiðtoga Bandaríkj.
anna. Þá hefur hann látið í ljós
ósk um að hitta bæði Nehru og
Tito.
Það er ný rödd, sem nú tekur
að hljóma í Suður Ameríku, og
er rétt að veita henni athygli,
—■ »» ^ -<
Formósa
aðsfoðar Kina
Taipel, Formósu, 31. jan.
(Reuter)
HJÁLPARSTOFNUN á For-
mósu hefur tilkynnt að hún
hefði ákveðið að senda 100
þús. lestir af hrísgrjónum til
hungursneyðarhéraðanna í
Kína. Sagðist stofnunin
mundu leita til alþjóða Rauða
Krossins um flutninga á hrís-
grjónunum.
Ef Pekingstjórntn nettar að
taka á móti grjónunum, mun
stofnunin flytja þau með flug
vélum og varpa þeim niður
yfir Kína.