Morgunblaðið - 03.02.1961, Side 14
14
MORCVNbLAÐlÐ
Föstudagur 3. febr. 1961
Ragnhildur Péfursdóttir
Háteigi — Minning
KYNSLÓÐIR koma, kynslóðir
íara.
Fyrir stuttu síðan kvaddi frú
Ragnhildur Pétursdóttir þennan
heim. Með henni er horfin ein
hin áhrifamesta og merkasta
húsfreyja íslands á þessari öld.
Kona, sem hefur ýtt íslenzkri
heimilismenningu og ýmsum fé-
lagasamtökum kvenna svo langt
fram á við, að við því starfi
hlýtur að verða lengi búið. En
Ragnhildur Pétursdóttir var líka
óvenjulega hamingjusöm kona,
lífið gaf henni flestar sínar
beztu gjafir. Alin upp á frábæru
myndar- og merkisheimili, fékk
að njóta þeirrar menntunar, sem
hugur hennar stóð til og kynnt-
ist á unga aldri framsæknustu
konum þjóðarinnar. Hjónabandi
hennar og heimili' hefur verið
viðbrugðið, svo farsælt og fag-
urt var það og eiginmaðurinn
lét henni í té allar þær aðstæð-
ur, sem gerðu henni fært að
vinna að áhugamálum sínum,
bæði með eigin starfi og fjár-
framlögum, sem hafa hiotið að
vera mikil. Fjölskylduböndin
voru náin og sterk, og hún yf-
irgaf lífið umkringd af ástvin-
um sínum, jafnvel dóttirin, sem
gift er í Ameríku, kom heim,
þégar sást að hverju dró.
í>að var þó ekki meiningin að
rekja æviferil frú Ragnhildar
hér, heldur langar mig til að
leiðarlokum að votta henni virð-
ingu og þökk að loknu lífs-
starfi, og veit ég að ég muni
þar einnig mæla fyrir munn
ótalins fjölda kvenna og kvenna
samtaka. Við frú Ragnhildur
vorum ekki alltaf sammála, til
þess vorum við allt of ólíkar
og höfðum mjög frábrugðnar
skoðanir á ýmsum málum. —
Ragnhildur var bardagakona
með afbrigðum, og lét miklu
fleira til sín taka en kvenna-
málefnin, svo sem stjórnmál.
Hún hlaut því að eignast marga
mótstöðumenn, líka meðal
kvenna. En ég hygg að hún
hafi ekki tekið sér það mjög
nærri, og aldrei gat ég fundið
að hún bæri haturshug til neins.
Hún átti svo djúpa sannfæring-
arvissu fyrir sínum málstað, og
baráttugleðin og trúin á sigur-
inn voru svo sterk, að ég held
að henni hafi ekkert þótt að
því þó dálítið hvessti og sigl-
VETTVANGUR
Framhald af bls. 13.
áhuga á því, hvort félagið
gengi vel eða illa. Hinn almenni
hluthafi hafði sáralítilla fjárhags
muna að gæta, og af því hlaut að
leiða almennt áhugaleysi í ætt
við það, sem gerist víða x sam-
vinnufélögum og yfirleitt alls
staðar í þjóðnýttum fyrirtækj-
um.
Nú þarf að vinda bráðan bug
að því að breyta skattalögum
þannig, að það verði hin eftir.
sóknarverðasta fjárfesting að
kaupa hluti í almenningshluta-
félögum, sem greiði ríflegan arð
og sé stjórnað beint af hluthöf-
um með hagnaðarvon — og þar
með hagkvæmni — fyrir augum.
Þar yrðu þeir menn valdir til
forystu, sem mestir athafnamenn
eru. Til þingmennsku mundu
þeir veljast, sem mesta hæfileika
hafa til stjómmálaafskipta. Hið
pólitíska vald verður, þar sem
það á að vera. Það takmarkast,
en styrkist þó um leið og það
hættir óheppilegum afskiptum
af atvinnulífinu. Sjálfstæði
borgaranna eflist, er þeir fá yf-
irráð eigna, almenningshluta-
bréfa, sem þeir geta verzlað með
á opnum verðbréfamarkaði, og
varla þarf að deila um það við
skyniborna menn, að stórfyrir.
tækin verða þá betur rekin en
hérlendis hefur tíðkazt.
Hefur molluloft vinstri stefn-
Unnar þegar slævt okkur svo, að
við höfum ekki manndóm til að
hrinda opnum gluggum og
hleypa inn ferskum andblæ?
Eigum við einir að standa í stað
meðan aðrar frjálsar þjóðir
kasta af sér fjötrum hafta og for
dóma vinstri stefnu og sækja
hratt fram til bættra lífskjara?
Ætlum við, sem nú störfum, að
hrekja þá kynslóð, sem er að al-
ast upp, af landi brott? Eða höld
um við, að hún vilji una ófrelsi,
kyrrstöðu og spillingu, þegar
annars staðar ríkir frelsi, fram-
farir og sá heiðarleiki, sem að-
eins verður byggður á mann-
dómi?
Öllum þessum spurningum
ber að svara neitandi. Frjálshuga
menn eru vaknaðir, Fólkið unir
hvorki fjötrum né kyrrstöðu
lengur, en sízt af öllu spillingu
ofstjórnarinnar. — Það er segin
saga hvarvetna þar, sem ofríki
hefur verið beitt, en síðan er lin.
að á fjötrunum svo að nokkurt
olnbogarúm myndast, að þá er
það hagnýtt til að rykkja fjötr-
unum af. Það er eitthvað því um
líkt, sem hér er að gerast. Mönn-
um hefur verið opnuð sýn til
þess frjálsræðis, sem þeir hafa
þráð. Þeir hafa öðlazt trú á að
ná megi mikilvægu markmiði.
Þeim hættir þá til að sjást yfir
það, sem þegar hefur verið gert
í ákefðinni við að krefjast þess,
sem enn er ógert.
Viðreisnarstjórninni er aðeir.s
ein hætta búin: Að ætla að nema
staðar. Hún gæti vissulega bent
á, að mikið hefði verið gert.
En á það yrði ekki hlustað,
vegna þess að sókn fram til frels-
is stöðvast aldrei fyrr en á leið-
arenda; svo er forsjóninni fyrir
að þakka. Þess vegna hljótum
við von bráðar að búa við svip-
að stjórnarfar og nágrannaþjóðir
okkar, þar sem lýðræðið hefur
náð lengst og. framfarir ei-u
mestar. Ey. Kon.
ingin yrði harðsótt.
Það er þá líka mála sannast,
að margar þær konur, sem voru
andstæðingar frú Ragnhildar
fyrr á tímum lærðu með árun-
um að meta hana og lífsstarf
hennar til fullnustu. Ein þeirra
sagði við mig fyrir nokkrum
árum eitthvað á þessa leið:
„Það er ekki hægt að loka
augunum fyrir því,' hvað íslenzk
heimilismenning og húsmæðra-
samtökin í heild eiga að þakka
þeim Engeyjarsystrum, Ragn-
hildi og Guðrúnu Pétursdætrum.
Þær hafa með forústustarfi sínu
skapað nýtt tímabil í þessum
málum hér á landi.“ — Sjálf
myndi ég vilja bæta við einu
nafni, æsku- og ævivinkonu
Ragnhildar, Halldóru Bjarna-
dóttur, enda munu þær hafa
skipulagt margt sameiginlega.
Kvenréttindakona var Ragn-
hildur ekki á venjulegan mæli-
kvarða, það er að segja, hún
beitti sér ekki fyrir þeim mál-
um, þó efast ég ekki um að
hún hafi unnað konum alls
jafnréttis við karla, en hún
vildi áreiðanlega helzt hafa þær
heima og láta þær skapa falleg
heimili. Hún sagði stundum við
mig, eftir að ég tók við forustu
Bandalags kvenna hér í Reykja-
vík: „Ég kann ekki við allar
þessar samþykktir hérna í
Bandalaginu, við eigum að
hugsa um heimilin“, og svo
bætti hún við: „Við sömdum
um það, við Bríet, að hún skyldi
hafa kvenréttindamálin en ég
heimilismálin.“
Mér er mjög minnisstæður sá
fundur, þar sem þær Ragnhild-
ur og Bríet munu hafa rætt
þetta mál, og þá í mesta bróð-
erni. Það var á Landsfundi
kverma á Akureyri 1926, en til
þess fundar var boðað af Kven-
réttindafélagi Islands. Varð þar
nokkur togstreita um kvenrétt-
indi og heimilismálefni, en auð-
viað er þetta tvennt aðeins mis-
munandi hliðar á sama málinu.
Var þá á fundinum kosin nefnd
til þess að athuga stofnun fé-
lagasamtaka, sem hefðu heimil-
is- og húsmæðramálin fyrst og
fremst að verkefni. Ragnhildur
var kjörin formaður þessarar
nefndar. Kom hún málinu inn í
Búnaðarfélag íslands og voru
þetta frumdrögin að stofnun
Kvenfélagasambands íslands,
sem Ragnhildur stjórnaði mörg
fyrstu árin.
Frú Ragnhildur Pétursdóttir
var ein af stofnendum Banda-
lags kvenna í Reykjavík 1917 og
var aðili að því alla tíð. For-
maður þess var hún frá 1931—
1943. Eftir að hún lét af for-
mennsku tók hún þó jafnan þátt
í fundum og störfum Bandalags-
ins á meðan heilsa hennar
leyfði. Seinasta framlag hennar
þar var hugmyndin um að
Bandalagið léti gera myndofið
teppi, sem sýndi fyrstu húsráð-
endur í Reykjavík, þau Ingólf
Arnarson og Hallveigu Fróða-
dóttur og gæfi það til ráðhúss
Reykjavíkur, þegar það kemur
upp. Ragnhildur var formaður
þeirrar nefndar, sem kosin var
í málið og hafði hinn mesta
áhuga á málinu til sinnar síð-
ustu stundar. Áhugi hennar var
brennandi, eins og á öllu, sem
hún helgaði krafta sína, og það
mun verða Bandalagskonunum
hvöt til þess að leysa verkið
af hendi svo vel sem unnt er.
Við, sem unnum með hennl
í Bandalagi kvenna þökkum
unnið starf og biðjum guð að
blessa hana og gefa henni meira
að starfa, guðs um geim.“
Aðalbjörg Siguröardóttir. \
Leikkvöld
AKUREYRI, 25. jan. — Mennta-
sikólaleikurinn er nú orðinn fast
ur liður í leik'listarlífinu hér á
Akitreyri. Á þrðjudagskvöldið
frumsýndu menntskælingar
franska gamanleikinn „Væng-
stýfðir englar“ við mjög góðar
undirtektir áheyrenda. Leik-
stjóri er Benedikt Áranson úr
Reykjavík, en með þrjú aðal-
hlutverkin fara Péfur Einarsson,
Karl Grönvald og Þorvaldur G.
Einarsson. Var þetta hið ánægju
legasta kvöld. —Stef. Sig.
— Skipulag
Framhald af bls. 10.
húsa við tiltekið hámark og
nefndi hann 12—15 metra. Sú
regla gæti að sjálfsögðu
ekki verið undantekningar-
laus, heldur yrði hér nánast
um meðalhæð að ræða, eða
með öðrum orðum tiltekna
meðaltalsnýtingu lóða í Mið-
'bænum.
Þá ber og af útlitsástæðum
að fara varlega í það að leyfa
byggingu mjög háxra húsa í
Miðbænum. Eins og áður var
bent á, má vænta þess, að upp
bygging Miðbæjarins taki all-
langan tíma. Einstök háhýsi
milli eldri húsa, sem e. t. v.
standa langan tíma, raska
mjög heildarsvip bæjarins og
hlutföllum öllum.
Um þessi mál, sem nú hafa
verið rakin, hefur að sjálf-
sögðu engin ákvörðun verið
tekin, en ástæða virðist til að
skýra nú frá þessu.
í framhaldi af þeim við-
ræðum, sem hér fóru fram,
verður nú haldið áfram að
vinna að þessu verki, og
má vænta ákveðinna ti-llagna
um skipulag Miðbæjarins í
aprílmánuði næstkomandi.
íslenzk - Jbýzk
vasaorbabók
UM ÁRAMÖTIN kom á bóka-
markaðinn íslenzk-þýzk vasa-
orðabók. Höfundur er Olafur H.
Olafsson, er um árabil stundaði
nám við tækniháskólann í
Stuttgart. Það eitt út af fyrir sig,
■að hér er um fyrstu íslenzk-þýzku
orðabókina að ræða, ætti að
verða til þess að vekja eftirtekt
á bókinni. Ohætt mun því að
segja, að hún sé kærkomin-enda
langþráð — öllum þeim, sem
leggja stund á þýzku, ekki sízt
nemendum við æðri skólana. Að
vísu getur vasaorðabók, þótt stór
sé eins og þessi, með rúmlega
5000 íslenzk orð, aldrei gegnt
hlutverki fullkominnar orðabók-
ar, enda ekki til þess ætlazt. Hún
getur hins vegar fyllt upp í
stærstu eyðurnar, og ætti að
verða þeim hvatning til frekari
átaka, sem fást við samningu
viðameiri islenzk-þýzkrar bókar.
I fljótu bragði virðist höfundi
vasaorðabókarinnar hafa tekizt
vonum framar um val orða í
hana, og forðast alla fordild 1
máli, sem svo oft hefur auðkennt
íslenzkar orðabækur, Mikill kost-
ur er það á bókinni, að kynjasafn
orða skuli bæði vera getið á ís-
lenzku og þýzku orðunum.
Nokkrar minniháttar misfellur er
að finna í bókinni, sem þó tæp-
lega rýra notagildi hennar. Þeg-
ar á allt er litið, er bókin vel þess
virði, að kennarar mæli með
henni við nemendur sína. Eins
má fullyrða, að hún komi ís-
lenzku námsfólki í þýzkumæl-
andj löndixm að góðum notum,
sem og íslenzkum ferðamönnum,
er leita á þær s'lóðir.
Höfundur, sem gefur bókina út
á eigin kostnað, segir í formála I
hógværð sinni, að hann hafi
viljað „gera tilraun til að bæta
úr“ skortinum á slíkri orðabók.
Hann getur verið ánægður með
árangurinrt, því hér er ekki að-
eins um tilraun, heldur velheppn
að verk að ræða. Bókin er prent-
uð í prentsmiðjunni Eddu hf. og
er hin vandaðasta að öllum frá-
gangi.
Jón P. Ragnarsson
Hömlum létt?
London, 17. jan. (Reuter)
VESTURVELDIN hafa ákveðið
að létta að nokkru þeim hömlum
sem lagðar voru á ferðir Austur-
Þjóðverja til Vestur-Þýzkalands,
ef Austur-Þjóðverjar létti á höml
um á íbúum Vestur-Þýzkalands
og Vestur-Berlínar, sem óska að
ferðast yfir til Austur-Berlínar
og Austur-Þýzkalands. Hömlum
þeim er settar voru á í fyrra sum
ar hefur ekki verið létt opinber
lega, en síðustu fréttir benda til
þess að þeim sé ekki eins strang-'
lega framfylgt og áður.