Morgunblaðið - 03.02.1961, Síða 24
Vettvangur
Sjá blaðsíðu 13.
trötttipIuMI*
A -a
27. tbl. — Föstudagur 3. febrúar 1961
íþróttir
Sjá bls. 22
Danskt þýfi
fannst hér
FYKIR fáeinum dögum póst-
lagði rannsóknarlögreglan 37
úr, og sendi þau Kaup-
mannahafnarlögreglunni, því
þeim hafði verið stolið þar í
borg og smyglað hér inn í
landið.
if 23000 danskar krónur
Forsaga þessa máls er á þá
leið að 22. ágúst sl. var innbrot
framið í úra- og skartgripaverzl
un eina í Istedegade 119 í Kaup
mannahöfn. Var þar stolið 198
úrum, kvenna og karla, af ýms-
um gerðum. Var þýfið metið á
23000 danskar krónur.
★ Upp komast svik . . .
Síðari hluta sumars frétti
umboðsmaður Alpina-úra hér,
Vilhelm Norðfjörð, að hér í
Reykjavík væri verið að bjóða
Alpinaúr. Þau voru ekki á hans
vegum boðin. Hann hafði því
skrifað verksmiðjunum og
spurzt fyrir um þetta. Hann
fékk það svar að engum óvið-
komandi íslendingi hefðu verið
send úr til sölu. Kn þess var
getið að innbrotsþjófnaður mik-
ill hefði verið framinn í Kaup-
mannahöfn.
if Böndin berast að sjómanni
Rannsóknarlögreglunni barst
svo bréf frá rannsóknarlögreglu
Kaupmannahafnar, þar sem mál
ið var reifað og rannsóknarlög-
reglan hér beðin að kanna hvort
20 brezkir
togararhér
I GÆRMORGUN var
Landhelgisgæzlunni kunn-
ugt um 20 brezka togara,
sem voru á veiðum hér
við landið.
Pétur Sigurðsson skýrði
Mbi. frá þessu í gær, er
það spurðist fyrir um
þetta.
Allir höfðu togarar þess-
ir verið nokkuð utan við
12 mílna mörkin, en mis-
munandi langt undan. Þeir
hefðu verið átta að veið-
um á svæðinu frá Snæfells
nesi og norður að Horni.
Fyrir Austurlandi höfðu
12 verið á veiðum.
Pétur Sigurðsson sagði
að enn sem komið er hefðu
engir brezkir togarar sézt
út af suðurströndinni. —
Nokkrir belgískir togarar
hefðu verið út af' Ingólfs-
höfða og einn og einn vest-
ar á veiðisvæðinu.
Bjórfrumvarpið
rætt á þingi í dag
BJORFRUMVARPIÐ verður tek-
ið til fyrstu umræðu í neðri deild
Alþingis í dag. Er frumvarpið
fyrsta mál á dagskrá deildarinn-
ar, en fundur hefst kl. 1,30.
Flutningsmaður frumvarpsins,
Pétur Sigurðsson, 12. þ.m.
Reykvíkinga, hefur framsögu
íyrir frumvarpinu.
eitthvert samband gæti verið á
milli innbrotsins í Kaupmanna-
höfn og hinna dularfullu Alpina
úra, sem voru komin í umferð
í Reykjavík.
Það kom brátt í ljós, eftir að
rannsóknarlögreglan fór að at-
huga málið, að flestum úrsölum
hafði verið boðið að kaupa úr
af ýmsum gerðum. Eftir að tek-
Frh. á bls. 23.
Trillu hvolfdi með tveim
mönnum í Höfnum í gœr
Keflavík, S. febrúar.
BRÆÐURNIR Kalman og
Jón Sigurðssynir, kunnir sjó-
sóknarar í Höfnunum, voru
hætt komnir í dag er trillu
þeirra hvolfdi, er þeir bræð-
ur voru að koma úr róðri.
* UPP Á FLÚÐIR
Þetta gerðist um klukk-
an tvö í dag. Fimm trillur
frá Höfnum höfðu farið í róð
ur og voru að koma að. —
Svarta hrímþoka hafði skoll-
ið á og lá hún rétt yfir haf-
fletinum, og byrgði útsýnið
fyrir bátunum. Hörfðu bræð-
urnir Kalman og Jón ekki
vitað fyrr til, en bátur
þeirra var kominn inn í brim
ið, en talsvert brimaði og
fór vaxandi. Hafði báran
hrifið trilluna og kastað
henni upp á flúðir. Bræðr-
unum hafði tekizt við illan
leik að brjótast gegnum brim
ið og upp á ströndina, en
báðir voru þeir ómeiddir,
enda eru þeir bræður þrek-
menni.
★ EKKI MEINT AF
Ástæðan til þess að land-
takan mistókst svona hjá þeim
bræðrum, sem eru þó allra
manna kunnugastir landtöku í
Höfnunum, er sú, að vegna hrím
þokunnar höfðu þeir ekki séð
hve brimið við ströndina var
óvenjumikið.
Öðrum bátum hlekktist ekki
á. Þeir biðu fyrir utan unz þeir
gátu haft samflot við stóra
trillu Jóns Ólafssonsu: í Garð-
bæ, sem er með dýptarmæli og
komust trillurnar klakklaust að
landi í samfloti við bát Jóns.
Þeim bræðrunum, Kalmanni og
Féll úr háspennu-
staur og slasaðist
AUSTUR á Hornafirði vildi það
slys til í fyrradag, um klukkan
2.30 að ungur maður, Hákon Sig-
urðsson, rafvirki, frá Akureyri,
féll úr háspennustaur niður á
gaddfreðna jörðina. Kom hann
niður á bakið. Björn Pálsson
sótti Hákon austur og var hann
fluttur í Landsspitalann. Hefur
hann laskazt í baki.
AÐ VINNA
Hákon var ásamt öðrum manni
að vinna upp í háspennustaur
og voru þeir í 6—8 metra hæð
frá jörðu. Gerðist þetta í ný-
býlahverfi í Þinganeslandi, en
Síld
gærkvöldi
Seint í gærkvöldi bárust
hingað fréttir um það frá síld
veiðiflotanum, sem kominn
var suður á Selvog, að þar
væri byrjuð veiði. í fyrrinótt
var mjög lítil síldveiði suður
í Miðnessjó
þar er verið að leggja háspennu-
línu um þessar mundir. Hákon
hafði eitthvað fært sig til í
staurnum. Hann hafði á fótum
sér stauraskó og öryggisól á
sjálfum sér, en henni var slegið
utan um staurinn. Hákon var bú-
inn að smeygja sér upp úr staura
skónum og ætlaði að leggjast í
öryggisólina um leið og hann
ætlaði að byrja að vinna. En þá
vildi óhappið til, lásinn á örygg-
isbeltinu hafði opnazt, og Há-
kon féll aftur yfir sig. í fallinu
hafði hann náð í vír úr staurn-
um, og snerist hann því við í
loftinu og kom niður á bakið og
fætur.
FLOGIÐ TIL REYKJAVÍKUR
Læknir var kvaddur til, en
hann ákvað strax að gera ráð-
stafanir til að Hákon yrði flutt-
ur til Reykjavíkur í snatri. Um
meiðsli mannsins í baki var ekki
hægt að segja en við fallið hafði
hann fótbrotnað.
Hér í Landsspítalanum þar
sem Hákon liggur nú, munu
meiðsli hans eigi fullrannsökuð.
Hákon er sonur Sigurðar Eiríks-
sonar lögregluiþjóns á Akureyri
og er starfsmaður hjá Rafmagns
veitum ríkisins.
Jóni, mun ekki hafa orðið meint
af volkinu. I kvöld var verið að
reyna að draga bát þeirra á
land með spilakrafti í landi. —
Óttazt er að báturinn hafi orðið
fyrir skemmdum er hann skall
á flúðunum. — Helgi S.
Hið fræga skip, Santa Mar-
ia, er nú loks komið í höfn og
hefir skilað af sér farþegum
sínum, eins og frá segir annars
staðar í blaðinu. — Þessi mynd
var tckin síðasta dag janúar-
mánaðar af lystiskipinu og
bandaríska tundurspillinum
Gearing skammt undan Bras-
ilíuströnd, en tundurspillirinn
flutti bandaríska flotaforingj-
ann Allen Smith á fund Galv
aos uppreisnarforingja, og
ræddust þeir lengi við um
borð í Santa Maria wm vanda-
mál þau, sem upp komu við
töku skipsins, og hvernig bezt
væri að skila farþegum á Iand.
Sameining áfengas og
tóbaks sparar á 3 miil;.
— sagði fjármálaráðherra
á Aiþingi
GUNNAR Thoroddsen, fjár-
málaráðherra, mælti fyrir
frumvarpinu um sameiningu
Áfengisverzlunar ríkisins og
Tóbakseinkasölu ríkisins á
fundi efri deildar í gær. —
Sagði hann, að sameining
þessara tveggja fyrirtækja
myndi spara ríkissjóði á
þriðju milljón króna árlega.
Ræða ráðherrans fer hér á
eftir:
Undanfama tvo áratugi hefur
oft verið um það rætt, að sam-
eina Áfengisverzlun ríkisins og
Tóbakseinkasölu ríkisins undir
einni stjórn í sparnaðarskyni. Tví
vegis hafa verið flutt frv. um það
á Alþingi, en hvorugt náð fram
Minkoskinn
fyrir 150
ntillj. kr.
NÚ ER um það rætt að
leyfa á ný minkahald hér
á landi.
í því sambandi má geta
þess, að fyrir skömmu var
haldið mikið uppboð á
skinnum í Kaupmanna-
höfn. Á þessu uppboði, sem
stóð í nokkra daga seldust
minkaskinn fyrir um 28
milljónir danskra króna.
Meðal kaupenda voru
bandarísk fyrirtæki. Þau
hlóðu stóra háloftaflugvél
einum skinnafarmi. Flutti
þessi flugvél í einni ferð
vestur um haf minkaskinn
fyrir um 56,5 millj. ísl. kr.
að ganga. Á sl. ári var fram-
kvæmd rækileg
og gagngerð
rannsókn á því,
hver sparnaður
mundi verða af
s 1 í k r i samein-
ingu. Sú athug.
un beindist í
fyrsta lagi að
því, að sameina
stjórn fyrirtækj-
anna og skrifstofuhald. Þeirri
rannsókn er lokið og bendir hún
til þess að stjórn og skrifstofu-
haldi megi spara um 1 millj. kr.
á ári við sameiningu fyrirtækj-
anna. f öðru lagi er ljóst, að
sparnaður verður í húsnæðis-
kostnaði, við það að sameina fyr
irtækin. Það liggur ekki fyrir
endanlega, hversu hárri upphæð
það muni nema, en það er tölu-
verð fjárfúlga árlega. f þriðja
lagi er talið víst, að töluverður
sparnaður verði einnig varðandi
framleiðslu, vörugeymslu, af-
greiðslu, flutninga- og útsend-
ingu. Vegna þess að nákvæmar
tölur liggja ekki fyrir um það
síðasttalda, er erfitt að gefa upp
neinar ákveðnar tölur í því efni,
en ég ætla, að á þriðju millji,
ætti að mega spara árlega með
sameiningu þessara fyrirtækja.
Eftir þá athugun, sem þegar
hefur farið fram, þykir einsætt
að gera þessa ráðstöfun og það
hið fyrsta. Um það fjallar þetta
frv. sem hér liggur fyrir um, sam
eining rekstrar Áfengisverzlunar
ríkisins og Tóbakseinkasölu rík-
isins. Er ætlunin, að eftir sam-
eininguna skuli þessi fyrirtæki
rekin undir heitinu Áfengis- og
tóbaksverzlun ríkisins. Ég vænti
þess að mál þetta fái góðar undir
tektir og legg til að frv. verfH
vísað til 2. umr. og fjárhagsnefnd